Morgunblaðið - 28.10.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 28.10.1995, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR + Guðrún Davíðs- dóttir, hús- freyja á Grund í Skorradal fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 6. októ- ber 1914. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu i Reykja- vík 18. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Davíð Þorsteinsson bóndi, hreppstjóri og oddviti á Arn- bjargarlæk, og Guðrún Erlends- dóttir kona hans frá Sturlu- reylgum í Reykholtsdal. Hún átti tvö yngri systkini, Andreu, f. 9. nóvember 1916, húsfreyju í Norðtungu í Þverárhlíð, sem gift er Magnúsi Kristjánssyni bónda þar frá Hreðavatni í Norðurárdal, og Aðalstein, f. 3. apríl 1919, d. 11. september 1990, bónda á Ambjargarlæk, sem kvæntur var Brynhildi Eyjólfsdóttur frá Skálmar- nesmúla í Austur-Barðastrand- arsýslu. Arið 1935 giftist Guðrún Pétri Bjarnasyni, f. 8. desember 1903, d. 10. desember 1944, bónda og hreppstjóra á Grund í Skorradal. Böm þeirra em: 1) Bjami, f. 30. aprfl 1936, deild- arsljóri í Reykjavík, kvæntur Magneu Kolbrúnu Sigurðar- dóttur og eiga þau þijú böm, Guðrúnu, f. 1963, Pétur, f. 1967, og Sigurð, f. 1970. 2) Guðrún, f. 29. júlí 1937, skrif- stofustúlka í Reykjavík, og á hún einn son, Pétur Rún- ar Pétursson, f. 1972. 3) Davíð, f. 2. aprfl 1939, bóndi, hreppstjóri og odd- viti á Grund, kvænt- ur Jóhönnu Guð- jónsdóttur og eiga þau fjögur böm, Pétur, f. 1974, Jens, f. 1976, Guðrúnu, f. 1978, og Guðjón El- ías, f. 1981. 4) Jón, f. 3. mars 1942, flug- stjóri þjá Flugleiðum. Guðrún hélt búskap áfram á Grund eftir lát manns síns. Arið 1951 kom til hennar sem bústjóri Þorgeir Þorsteinsson, f. 26. ágúst 1902, frá Miðfossum í Andakíl. Þau eignuðust eina dóttur, Áslaugu, f. 5. maí 1953, hússtjómarkennara í Garðabæ, sem gift er Ragnari Önundar- syni, framkvæmdastjóra í Reykjavík og eiga þau tvo syni, Þorgeir, f. 1978 og Önund Pál, f. 1982. Baraabaraabömin eru tvö, Bjami Þór Pétursson, f. 1991, og Lea Vény Felice Lipp- isch, f. 1992, börn Péturs og Guðrúnar Bjarnabarna. Guð- rún bjó á Gmnd til dánardags, en með Davíð syni sínum frá árinu 1962, og stóð hann fyrir búinu frá þeim tíma. Útför Guðrúnar fer fram frá Hvanneyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. HÚN TENGDAMÓÐIR mín, Guð- rún á Grund í Skorradal, ein af hetjum hversdagsins, hefur lokið lífsstarfí sínu. Það var um páska 1959 að ég kynntist henni fyrst, þá tæplega tvítug er ég kom með syni hennar til að dvelja um hátíð- ina í sveitinni. Ég var kvíðin og óstyrk því að ég hafði heyrt margar sögur af dugnaði hennar, kjarki og ráðdeild við að byggja upp býlið sitt eftir dauða manns síns. Hún var aðeins þrítug þegar hún stóð uppi ekkja með fjögur ung böm á aldrinum þriggja til átta ára. Hún varð að byija á því að kaupa jörð- ina af tengdamóður sinni og síðan að byggja upp allan húsakost. Hún var víkingur til vinnu og oft varð vinnutíminn langur og strangur þegar gengið var bæði til úti- og inniverka. En kvíði minn var ástæðulaus. Hún tók mér af alúð og lét mig fljótt finnast ég vera eins og ein af heimilisfólkinu. Grund í Skorradal var bæði þingstaður og símstöð. Alla tíð var því stöðugur gestagangur og öllum boðið upp á kaffi, mat eða gistingu eftir því hvers þurfti með í það sinnið og ekkert til sparað í viður- gemingi. Minnist ég þess að oft var þröngt setinn bekkurinn og fáar nætur yfir sumartímann svaf húsmóðirin í rúmi sínu, en lét það eftir einhveijum gestinum. Einnig dvöldu alltaf mörg börn sumar- langt á Grund í góðu atlæti og lærðu að vinna undir hennar stjórn, en hún var frábær í að segja þeim til og láta þau vanda til þess sem þau gerðu. Flest þeirra komu sum- ar eftir sumar og var alltaf glatt á hjalla. Það var stutt í gamansem- + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLA GUÐMUNDSSONAR útgerðarmanns, Boðagranda 6. Ægir Ólason, Þóra Einarsdóttir, Ingi Ólason, Mínerva Haggerty, Herbert Ólason, Ásta Gunnarsdóttir, Elin Geira Óladóttir, Stefán Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR EINARSDÓTTUR, Smáraflöt 9, Garðabæ. Jóhanna Greta Möller, Gunnlaugur Yngvi Sigfússon, Sigríður Kristin Pálsdóttir, Snæbjörn Þór Olafsson, Einar Kristján Pálsson, Árdís Bjarnþórsdóttir, Ásgeir Heiðar Pálsson, Ingiríður Olgeirsdóttir, Jóhann Georg Pálsson, Auður Laila Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ina og hláturinn á góðum stundum, en hún mátti heldur aldrei neitt aumt sjá og var alltaf tilbúin að liðsinna þeim sem bágt áttu. Þau voru mörg gamalmennin sem hún tók til sín, hjúkraði á heimili sínu síðustu ár þeirra, þar á meðal hlynnti hún að foreldrum sinum í fleiri ár, og dóu þau bæði á heim- ili hennar. Guðrún á Grund var búin fjöl- mörgum góðum kostum. Henni lék allt i höndum, bæði hin fínasta handavinna og grófustu utanhúss- verk og var gaman að vinna með henni hvort heldur sem var í slátri eða stórhreingemingum. Hún var einnig mjög vel lesin og fróð og hafði frá mörgu að segja af mönn- um og málefnum. Hestakona var hún svo að af bar og átti lengst af ágæta reiðhesta. Hennar stærsta ánægja var að komast á hestbak og heyrði ég oft talað um það hve glæsilegt par hún og Pétur vom er þau riðu til Þingvalla á þjóðhátíð- ina 1944. Síðustu árin þegar heilsan var tekin að bila var oft viðkvæðið að allt myndi lagast ef hún kæmist á hestbak. Fyrir svo stórhuga konu sem Guðrún var, var erfitt að sætta sig við heilsuleysi og þjáningu og að vera upp á aðra kominn. Nú þegar hún er laus undan þeirri kvöl, veit ég að henni hefur verið fagnað af manni sínum, foreldrum, bróður og fleiri ástvinum sem farin vom á undan henni til eilífa landsins. Hún þeysir nú þar um gmndir á Bleik sínum í góðum félagsskap. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni kæra samfylgd í 36 ár og bið henni allrar blessun- ar guðs á nýjum slóðum. Magnea K. Sigurðardóttir. Nú hallar hausti óðum. Gróður jarðar fellur fyrir vetri konungi. Hætt er við að þeim sem eiga er- indi í Borgarfjörðinn þessa dagana þyki kuldalegt og sakni hlýrra sum- ardaga. Og mannlífið er sama lög- máli háð. Allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar. Miðvikudaginn 18. október sl. lést tengdamóðir mín Guðrún Dav- íðsdóttir frá Gmnd í Skorradal, 81 árs að aldri. Hún dvaldist síðustu mánuðina að Hrafnistu í Reykjavík, en heilsu hénnar var orðið þannig farið að hún varð að vera stöðugt undir læknishendi. Vonir um að með dvölinni þar mætti breyta at- burðarásinni bmgðust hins vegar, þrátt fyrir góða umönnun og um- hyggju bæði starfsfólks og nokk- urra vistkvenna, sem tekið höfðu henni opnum örmum. Því er nú komið að leiðarlokum. Ég hefí þekkt Rúnu í meira en þrjátíu ár. Það var vorið 1963 sem ég kom fyrst til sumardvalar að Gmnd, þa á ellefta ári. Afi minn, Ragnar Ásgeirsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands hafði lagt á ráðin um þetta. Hann hafði vegna starfa sinna kynnst fjölmörgum bændum víða um land, ekki síst sem fararstjóri í bændaferðum sem þá vom reglulegar milli landshluta. Hann var vinmargur maður og átti víða innkomu. Hann var tíður gest- ur á Gmnd og ég veit að það var að vel athuguðu máli sem hann beitti sér fyrir því að við þijú systk- inin vomm til sumardvalar einmitt á Grand. Systir mín var fyrst, síðan ég og loks yngri bróðir minn. Á Gmnd mnnu leikur og störf saman i eitt. Sumrin mín þar urðu sex, sem ég naut þess að fá að taka þátt í fjölbreyttum bústörfum í hópi góðra félaga. Við öðluðumst svokallað verksvit, nokkuð sem ekki er lært af bók. Af þessum kynnum leiddi svo síðar að við Áslaug bund- umst nánari böndum, þannig að ég og Gmndarfólkið höfum átt samleið um Iangan ,veg. Má segja að vel hugsuð ráð afa míns hafí þama reynst mér farsæl. Að vera ellefu ára er góður ald- ur. Þá er sagt að heilinn sé full- þroskaður og hugurinn enn ósnort- inn af þeim óróleik sem unglingsár- unum fylgir stundum. Maður tók því vel eftir öllu. Rúna bjó okkur umhverfí sem gaf bjartsýni og starfsgleði rými. Við krakkamir vissum þó að sorgin hafði á ámm áður knúð dyra. Hún hafði misst mann sinn tæplega þrítug frá fjór- um ungum bömum. En hún hafði ekki látið undan síga heldur brotist áfram og byggt jörðina upp. Maður skynjaði því fljótt að húsmóðirin var metnaðarfull kona. Hún gerði kröf- ur um hirðusemi og hreinlæti, bæði innan dyra og utan, hver maður hafði sínar skyldur, bar sína ábyrgð og var treyst til þess. Og það var með nokkm stolti að maður skynj- aði að Gmndarbúið var í fremstu röð í þeirri miklu uppbyggingu sem stóð yfír á bændabýlum landsins á þessum ámm. En mestar kröfur gerði hún til sjálfrar sín, var sístarf- andi, jafnan fyrst á fætur og síðust í háttinn. „Sjálfs er höndin hollust" og „sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem ber hann á fætinum" gætu hafa verið hennar kjörorð. Hún hafði reynsluna. Henni var minna gefíð um hugmyndir kenndar við sam- vinnu. Mér kemur þetta stundum í hug, þegar borgarbúar ræða um vanda „landbúnaðarins" og „bænda“. Líklega em engin heimili og engin smáfyrirtæki á íslandi betur rekin, upp til hópa, en ein- mitt bændabýlin. Það er nú öðm nær en að þetta fólk sé baggi á þjóðfélaginu. En í vinnslustöðvun- um hafa orðið afdrifarík mistök, í nafni samvinnu. Ekki er því að neita og af því má læra sitthvað um stjórnun og nauðsyn skýrrar ábyrgðar eigenda fyrirtækja. Kaup- félagið, sem faðir Rúnu tók þátt í að stofna og stjórna fyrr á öldinni, hefur nú bæði gefíst upp á rekstri mjólkurbús og sláturhúss. Innandyra á Grund var allt með sama svip. Ibúðarhúsið, sem er stórt og reisulegt, var miðað við fjöl- mennið sem þá var í sveitum að sumarlagi. Stofur em stórar, útsýni yfír vatnið og dalinn og til Skarðs- heiðar. Þær em prýddar mörgum listaverkum. En kannski segja bæk- urnar sem Rúna eignaðist og las mesta sögu um hana. Þar er marg- ur kjörgripurinn og hún naut þess að geta leitað í þann sjóð að vetrar- lagi, þegar hægara var um. Áber- andi gestkvæmt var á Gmnd og það var eins og Rúna hændi að sér úrvalsfólk, fólk sem ánægjulegt er að hafa kynnst. Oft heyrði maður gesti sem komu í fyrsta sinn í stof- umar á Grand hafa orð á að þetta væri glæsilegt heimili. Þar ríkti reisn og rausn í senn. Flest sumrin mín á Grund vom foreldar hennar þar. Þau vom síð- ustu æviár sín hjá Rúnu og létust bæði á Gmnd í hárri elli. Að hafa kynnst þeim auðveldaði mér að skilja persónu hennar, því hún líkt- ist þeim báðum. Davíð Þorsteinsson á Ambjarg- arlæk var mikill höfðingi. Maður framtaks og framfara i atvinnulífi og menningarmálum. Hann var orð- inn hægfara og heymardaufur á þessum tíma, en minnugur og skemmtilegur. Hafði oft stráksleg- an stríðnisglampa í augum. Margar sögur em til frá fyrri ámm af Dav- íð og gamansemi hans, sem gat verið dálítið meinleg. Hann sat gjarnan í hominu í eldhúsinu á Grand og púaði pípu sína og rýndi í blöð. Ef hann sá stráki bregða fyrir brást varla að honum kom eitthvert smáskens í hug og kunni þá best að meta ef strákur gat svar- að fyrir sig. Eitt sinn tókst mér betur upp en endranær. Honum sýndist ég víst eitthvað alvömgef- inn á svip og sagði því: „Þarna er 10 ára gamall drengur með áttræð- an haus.“ Svarið fékk hann um hæl: „Og þarna er áttræður karl með 10 ára gamlan haus.“ Þetta gat þýtt að hann væri genginn í bamdóm. Mér er í fersku minni að gamli maðurinn ætlaði ekki að láta mig sjá að hláturinn sauð í honum, en hann hristist allur og kom þann- ig upp um sig. Móðir Rúnu, Guðrún Erlends- dóttir, hafði allt annan stíl. Góðsem- in var hennar aðalsmerki, hún var áberandi mild og nærgætin, átti alltaf hlý orð og handtök, ekki síst þegar við krakkamir áttum í hlut. Mikið orð hafði farið af gestrisni hennar og rausnarskap sem hús- móður á Arnbjargarlæk. Framan af fannst mér Rúna líkj- ast föður sínum mest, gamansemin af sama toga, sami glampinn í aug- um. En eftir því sem árin liðu breyttist þetta. í hlutverki ömm- unnar varð hún æ líkari móður sinni og þess nutu bamabömin. Siðustu árin sem foreldrar Rúnu lifðu þurftu þau mikillar umönnunar við. Umönnunar sem í dag er ekki talið á færi einstaklinga og heimila að veita. Það er engum blöðum um það að fletta að á þessum tíma gekk Rúna of nærri sér og naut ekki fullkomlega góðrar heilsu eftir það. En hún hafði gert það sem hún vildi gera, vilji hennar var eins og ósigrandi afl. Samheldni hefur jafnan verið mikil innan fjölskyldunnar á Gmnd. Vafalaust hefur þungbær sorg vald- ið og sú lífsreynsla að ná með þraut- seigju að vinna bug á miklum erfíð- leikum. Þessi mikla samstaða hefur alla tíð haldist, þó mismunandi starfsvettvangur hafí eðlilega orðið hlutskipti fólks. Allir hafa lagst á eitt í þeim efnum. Mér er þó hlutur Þorgeirs tengdaföður míns ofarlega í huga. Hann kom sem ráðsmaður að Grund 1951 og hefur síðan ver- ið þar. Ég varð aldrei var við að hann glímdi við nein vandamál, aðeins úrlausnarefni. Hann varð fastur punktur í lífí Rúnu og bú- skapnum. Hann var alltaf til stað- ar, sístarfandi og skipti næstum aldrei skapi. Og enn tekur hann á móti manni á Gmnd, hress og kát- ur, 93 ára gamall. En seinni árin hafa Davíð og Jóhanna haldið merk- inu á lofti. Þeim verður seint full- þakkað þeirra framlag á tímum langvarandi veikinda Rúnu. Og Gmnd er í góðum höndum. Nú er komið að leiðarlokum. Sérhver endir hlýtur þó alltaf að marka nýtt upphaf. Þó mannlegri skynjun og skilningi séu sett mörk vitum við þetta. Sú hugsun vermir óneitanlega á þessum köldu dögum. En Rúna mun einnig lifa í hugum aðstandenda sinna og vina og þann- ig halda áfram að veita þeim styrk til að takast á við verkefni dagsins. Minningin um Guðrúnu Davíðsdótt- ur á Gmnd mun lifa. Blessuð sé minning hennar. Ragnar Onundarson. Það syrtir að er sumir kveðja. Eigi að síður er og verður bjart yfír minningunni um Guðrúnu Dav- íðsdóttur. Endir er bundinn á sex áratuga vináttusamband. Það samband var þétt ofið kærleika og gagnkvæmu trausti úr ótal þáttum. Hvorki togn- aði það né brast þótt stundum væri langt milli samfunda. Hér var um að ræða annan þátt í þriggja kynslóða vináttu sem hófst sumarið 1934. Þá var að Arnbjarg- arlæk í Þverárhlíðarhreppi rekið sumargistihús, eins og víðar var í Borgarfírði á þeim ámm, löngu áður en hugtakið „bændagisting“ var upp fundið til bjargar dreifbýli á íslandi. Fá, ef nokkur bændabýli á ís- landi, voru glæsilegri heim að líta, en bæjarhúsin að Ambjargarlæk og allt var að sama skapi þá inn var komið. Þar hæfði hvað öðm, innviðir og ábúendur. Davíð Þorsteinsson var þá löngu þjóðkunnur búskömngur og sveita- goði, hreppsstjóri, oddviti og hvers manns hollráður þeim sem til þurftu að ieita og þeir voru margir þar í sveit. Mun leit að bónda sem hafði jafn óskorað traust sveitunga sinna. Um Davið hafa ritað menn ná- kunnugir m.a. í bókinni „Bóndi er bústólpi", sem Guðmundur Jónsson skólastjóri á Hvanneyri safnaði efni í. Jafnræði var með þeim hjónum Davíð og Guðrúnu Erlendsdóttur frá Sturlureylq'um. Búið var stórt og þurfti margs með, ekki síst þau sumrin þegar um og yfír 30 sumar- gestir bættust í hóp heimilisfólks. Ollu stjórnaði Guðrún af rausn og ráðdeild. Meðal gesta að Ambjargarlæk sumarið 1933 vom foreldrar mínir og flaut ég þar með. Var þá stofn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.