Morgunblaðið - 28.10.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 43
að til vináttu sem hélst meðan sú
kynslóð lifði.
Þ'eim Guðrúnu og Davíð varð
þriggja barna auðið. Þeirra var
Guðrún elst, fædd í október árið
1915, hún var nýlega áttræð þegar
hún dó.
Svo samdist með foreldrum mín-
um og húsbændum að Arnbjargar-
læk að þegar Rúna færi heim að
lokinni vetrardvöl í Kvennaskólan-
um í Reykjavík veturinn 1933-
1934 skyldi hún taka snáðann með
til sumardvalar og snúninga þar á
heimilinu. Það voru gæfuspor. Ein-
hvern veginn er það svo að ekkert
eitt sumar hefur í 60 ár skilið eftir
jafn ljósar og ánægjulegar minning-
ar í huga mínum og þetta sumar á
Arnbjargarlæk. Þama var allt sem
áhuga vakti. Rekið á fjall, smalað
og rúið, ullin þvegin og þurrkuð,
fært á engjar og farið á milli með
langa lest hesta utan frá Spóamýri
eða af heimatúni.
Þá þurfti að smala hestum fyrir
dvalargesti, leggja á og fylgja þeim
um hálsa og hlíðar. Verkefnin voru
óþijótandi. Það leiðir hugann að því
hvað krakkar hafi að gera í sveit
nú á dögum þegar allt er vélvætt.
Þarna var það og við þessi skilyrði,
sem vináttan stofnaðist, þótt ald-
ursmunurinn væri nokkur með okk-
ur Rúnu.
Oft verður mér hugsað til þess á
fögrum vordögum við hesthúsin í
Víðidal, hve margar ungar stúlkur
sitja gæðinga vel og glæsilega.
Engin þeira jafnast samt á við
Guðrúnu á Ambjargarlæk á þessum
árum. Fór þar hvorutveggja saman
að stúlkan var óvenju ásjáleg og
svo hitt hve henni lét vel að stjórna
fáknum. Enda fór svo að á kapp-
reiðum á Hvítárbökkum máttu
flestir láta sér lynda lægri hlut fyr-
ir henni og þeim rauða hans Egg-
erts vinnumanns á Arnbajargarlæk.
Svo lengi sem hún fékk setið hest,
heilsu sinnar vegna, var það hennar
mesta yndi. Var það lélegur klár
sem ekki varð að gæðingi við taum-
hald hennar.
Guðrún giftist ágætis myndar-
manni Pétri Bjarnasyni að Gmnd í
Skorradal. Var það mál manna að
ekki fæm glæsilegri og geðþekkari
hjón, þar sem leið þeirra lá. Guðrún
tók við bústjórn á Grund og ól
manni sínum á fáum árum 4 börn,
öll greind og gerðarleg til orðs og
æðis.
Sagt er að skaparinn leggi ekki
meiri raunir á böm sín en þær sem
hann veit að þau hafi burði til að
þola. Sé svo hefur hann metið styrk
Guðrúnar á Gmnd mikinn. „Ekki
skal gráta Bjöm bónda heldur safna
liði“ er haft eftir einum mesta kven-
skömngi íslandssögunnar. Til lítils
var að safna liði og erfitt að koma
fram hefndum þegar Guðrún missti
mann sinn skyndilega í blóma lífs-
ins. Uppgjöf var þar enga að fínna.
Áfram skyldi halda og í engu undan
láta. Hún bætti föðurskyldunum við
móðurhlutverkið, húsbóndastörfum
við húsmóðurannirnar og leysti allt
af hendi svo að ekki varð betur gert.
Þá var vinnudagurinn oft langur
á Grund. Þó var gestum þar fagnað
eins og ekkert væri annað að gera
og mátti maður skilja við brottför
að Rúnu hefði þótt dvölin allt of
stutt.
Hin síðari árin urðu komur okkar
hjóna tíðari að Gmnd, enda fór svo
að synir okkar tveir vom vistaðir
þar til sumardvalar og stofnaðist
þá vinátta þriðja ættliðar okkar.
Það var gæfa Guðrúnar að þar
á Grund dvaldist síðar sambýlis-
maður hennar Þorgeir Þorsteinsson.
Á sinn hljóðláta hátt vann hann
búinu allt sem hann mátti. Þau
eignuðust eina dóttur saman.
Guðrún Davíðsdóttir var ekki ein-
ungis hið ytra vel af Guði gerð.
Hún var góðum gáfum gædd,
minnið trútt og svo skemmtileg við-
ræðu að unun var að eiga við hana
orðastað. Glettin gat hún verið og
stríðin og kom þá gjaman stríðnis-
glampi í augun sem fór henni vel.
Skaparinn gerði henni að þola mikla
sjúkdóma og ótrúlegar þjáningar,
mörg hin síðari ár. Varð þá ýmis-
legt undan að láta, en þegar af
bráði mátti enn sjá í andliti og aug-
um æskublómans vott.
Við Benta og synir okkar sendum
Þorgeiri, börnum Guðrúnar,
tengdabörnum og allri fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur um leið
og við kveðjum einn okkar trygg-
asta vin.
Valgarð Briem.
Hún elsku amma mín á Grund
er farin í sína hinstu ferð. Hún fékk
loksins lausn frá sínum sjúka lík-
ama sem var búinn að hijá hana
um nokkurt skeið. Það var ef til
vill ekki furða að hann gæfíst upp
eftir langt og mikið strit, því ekki
hlífði hún amma mín sér í nokkru
einasta verki, sem ekki voru fá í
sveitinni.
En þó að skynsemin segi mér að
maður eigi að vera þakklátur fyrir
að hún þurfti ekki að kveljast riteira,
þá er söknuðurinn sár nú þegar
HELGA PETRÍNA
EINARSDÓTTIR
+ Helga Petrína Einarsdóttir
fæddist í Stykkishólmi 6.
september 1919. Hún lést á
Landakotsspítala hinn 19. októ-
ber síðastliðinn. Foreldrar
hennar voru Einar Jónsson sjó-
maður og Ólöf Jónsdóttir hús-
móðir. Helga var yngst systkina
sinna, sem öll eru látin, en þau
voru Olga, Ragnar Hinrik, Jón,
Axel, Magnús, Geir, Ólafur og
Hólmfríður. Helga bjó alla sína
tíð í Stykkishólmi.
Útför hennar fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
HELGA frænka er fallin frá.
Það er skrýtið að hugsa til þess
að hún sem fór til Reykjavíkur í
stutta læknismeðferð komi ekki til
baka. En maðurinn ræður ekki öllu,
allt hefur sinn tilgang, líka lífíð.
Þegar ég fer að hugsa til baka,
er það fyrsta sem kemur upp í huga
minn öll jólin sem ég og föðurfólkið
mitt, búsett í Stykkishólmi, áttum
með Helgu frænku og Geir frænda
í gamla húsinu á Skólastíg. Hjá
þeim systkinum var komið saman
seinnihluta aðfangadagskvölds,
systkinabörn þeirra og þeirra böm
og með árunum fjölgaði í hópnum
og við bættust barnabörn þeirra.
En alltaf var nóg íými fyrir alla
og þó svo að allt væri á kafí í snjó
þá var lagt af stað. Alltaf stóð
Helga í eldhúsinu yfir súkkulaði-
pottinum og hugsaði um að allir
fengju nóg, eða að hún hljóp upp
á loft til að ná í kók í lítilli flösku
eða kalda mandarínu fyrir unga
fólkið.
Þegar Geir frændi dó fluttist
Helga á dvalarheimilið í Stykkis-
hólmi en hún hélt samt áfram að
laga súkkulaði fyrir ættingja sína
og á síðastliðnum jólum var hún
hjá einum bræðrasyni sínum og fjöl-
skyldu hans og hélt þar uppi þessum
sið, þessu mátti ekki sleppa.
Eg vil með þessum línum þakka
Helgu fyrir allar góðu stundirnar,
jólin, bíltúrana í fyrrasumar og
stundirnar i herberginu hennar í
haust þegar við Fjóla amma fengum
okkur göngutúr til að hitta hana.
Hennar verður sárt saknað.
Ég byija reisu raín,
Jesú, í nafni þfn,
höndin þín helg mig leiði
úr hættu allri greiði.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
í voða, vanda og þraut
vel ég þig fórunaut,
yfir mér virstu vaka
MINNINGAR
röðin var komin að ömmu til að
kveðja þennan heim. Það er svolítil
huggun að ég veit að það voru
margir samankomnir til að taka á
móti henni á hinum nýja dvalarstað.
Nóttina áður en amma dó
dreymdi mig æskuvin minn sem ég
lék mér mikið við uppi á Grund og
ömmu þótti alla tíð mjög vænt um,
en hann lést langt fyrir aldur fram.
Ég vaknaði við mjúkt klapp hans á
kinnina á mér og að hann sagði við
mig: „Guðrún mín, það er allt í lagi!“
Ég tek orð hans trúanleg og veit
að hann var meðal þeirra mörgu
er tóku á móti ömmu opnum örm-
um, ásamt afa mínum sem góður
Guð tók til sín allt of fljótt.
Ég var alltaf stolt af henni ömmu
minni, sem ég dvaldist með fyrstu
17 sumur ævi minnar, ásamt meiru,
og öllu því sem henni hafði tekist
að byggja upp. Okkur krökkunum
var snemma trúað fyrir ábyrgð og
verkum og hefur það hjálpað mér
mikið eftir að út í lífíð var komið.
Stundum hefði maður kosið meiri
leik og minna að gera eins og flest-
um börnum er tamt. í dag er ég
hins vegar þakklát fyrir að hafa
fengið að vera í þessum góða skóla
lífsins á Grund. Það var margt sem
mér lærðist þar sem ég mun ávallt
búa að. Orðið uppgjöf var nokkuð
sem ekki var til í orðaforða ömmu
minnar, enda sýndi hún það og
sannaði að með viljanum og vinnu-
semi að vopni er öllum gefíð að ná
takmarki sínu. Hún kenndi mér
einnig að maður hleypur ekki frá
hálfkláruðu verki heldur reynir að
ljúka því með sóma.
Það var oft mikið líf og fjör uppi
á Grund og ekki sakaði að amma
hafði kímnigáfuna á réttum stað.
Mikill hlátur og hlátrasköll voru tíð-
ir gestir í stóra húsinu á Grund þar
sem tekið var á móti mörgum gest-
inum af mikilli alúð og gestrisni.
Einhver bestu meðmæli með mann-
inum mínum voru orð ömmu jólin
sem ég kynnti hann fyrir henni:
„Guðrún mín, ef ég væri 50 árum
yngri þá held ég bara að ég myndi
reyna að stinga undan þér,“ og svo
hló hún hjartanlega að þessari
skondnu hugmynd sinni.
Elsku amma mín, ég mun sakna
þín og ávallt bera minningu þína í
hjarta mér. Kærar þakkir fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. - Ég er
viss um að nú er „allt í lagi“.
Fel drottni vegu þína, treyst honum og hann
mun vel fyrir sjá.
(Úr Davíðssálmum.)
Guðrún Bjarnadóttir.
Guðrún Davíðsdóttir, Rúna
frænka mín á Grund, er látin á
áttugasta og öðru aldursári. Eflaust
var hún södd lífdaga eftir stritsama
ævi og linnulausar þjáningar
margra undangenginna ára. Erfítt
reyndist ástvinum að vita þjáningar
hennar, sem lítt virtist unnt að ráða
bót á, og gerðu þessari glæsikonu
lífíð vart bærilegt síðustu árin.
Of seint er að þakka, heimsækja
og rækta frændsemina svo sem
hugur stóð til en dregið um of á
langinn og þar til um seinan. Hygg
ég samt hún hafí vitað hvern hug
undirrituð bar til hennar, hversu
ég cláði hana allt frá barnæsku.
Ég á frænku minni skuld að
gjalda og í raun mótaði hún að
nokkru lífshætti mína og án vafa
margra annarra ungmenna sem
fengu hjá henni að dvelja, markaði
hegðunarmynstur okkar þeim
dráttum er dugðu og seint verður
fullþakkað. Svo lánsöm var ég sem
barn og unglingur að fá dveljast
hjá henni og bömum hennar, þeim
Bjama, Guðrúnu (Unnu), Davíð og
Jóni nokkur sumur. í fyrstu áður
en vélvæðing nútímans tók völd og
búskaparhættir vom með líkum
brag og hafði verið áratugum og
öldum saman meðan mannshöndin
og hestar leystu verkin sem vinna
varð.
í barnsminni mínu voru þetta
dýrðardagar og geymast sem dýrar
perlur, fullvöxnum vom verkin
taumlaust erfiði og þrotlaust strit.
Skilvinda, þvottamlla og rakstrar-
vél eru tækin er ég man best frá
fyrstu sumardvöl og slegið var með
hestasláttuvél, orfí og ljá. Seinna
komu Farmall og Ferguson til sög-
unnar og var vélvæðingin síðan
hraðfara. Hjá Rúnu lærðist að
vinna. Bömum var treyst fyrir verk-
um_ úti jafnt sem inni.
Á annasömu búi var margt verk-
ið sem þurfti að leysa og fengum
við bæjarbörnin að taka þátt í
bakstri, heyskap, fara ríðandi með
símskeyti á aðra bæi, sækja kýrn-
ar, gefa hænsnum, moka flórinn,
þvo mjólkurbrúsa og skola þvottinn
í læk. Tími vannst einnig til leikja
og sundferða ríðandi í Hreppslaug,
ógleymanlegar ferðir.
Á dögum skömmtunarseðla eftir-
stríðsára lærðist einnig að viðhafa
enga matvendni, en matur var mik-
ill og góður á Grand. Annasamt var
í eldhúsi, komið inn til máltíða fimm
sinnum á dag og ekki spillti kvöld-
sopinn, spenvolg mjólk úr fjósi og
kex frá Frón eða Esju, jafnvel fært
í rúmið af Rúnu sjálfri ef svo bar
undir. Sem aðrar húsmæður til
sveita fór Rúna ætíð fyrst upp og
gekk síðust til náða, hvíld var því
af skomum skammti.
í mínum huga var Rúna alla tíð
sönn kvenhetja, sem ég líkti við þær
er við lærðum um af spjöldum forn-
bókmenntanna. Rúna var þó engri
lík, hún geislaði af krafti, lífsorku
og kátínu, afburðahress, glettin,
ekki laus við smástríðni. Hún var
dökk á brún og brá, bar sig vel,
fríðleikskona.
Ung varð Rúna ekkja, aðeins
þrítug að aldri, og mun hún hafa
tregað mann sinn alla tíð. Pétur
Bjarnason, mann sinn, missir hún
frá ijórum ungum börnum og erfíðu
búi, en Pétur var hreppstjóri og sat
sína föðurleifð sem lengi hefur ver-
ið höfuðból í Skorradal. Þá vora
engar bætumar, en samhent fyöl-
skylda hennar stóð fast að baki. í
raun áttu þau hjónin aðeins búsmal-
ann og innbú er Pétur lést. Reyndi
nú á ekkjuna ungu og stjórnunar-
hæfíleika hennar. Hún tók þá
ákvörðun að bregða ekki búi og
réðst nú með lántöku í að kaupa
jörðina af tengdamóður sinni,
Kortrúnu Steinadóttur, er var eig-
andi jarðarinnar. Bömum sínum
reyndist Rúna jafnt faðir sem móð-
ir og með ólíirindum var hvemig
henni og þeim saman tókst að efla
búið, bæta jörðina og hýsa allt að
nýju. Enda vora allir dagar vinnu-
dagar og þeir langir. Pijónað var
um nætur. Mörg góð flíkin varð til
er yljaði á vetram, kot, sokkar ög
fleira, bæði á heimamenn og aðra,
naut ég einnig þess. Aldrei féll verk
úr hendi.
Á Grand var þingstaðurinn, þar
fóra fram allar kosningar í sveitinni
allt fram á síðustu ár, þar var sím-
stöðin, þar var bensínsala. Segja
má að Grund hafí legið um þjóð-
braut þvera og allra leiðir lægju
þangað. Ekki leið sá dagur að ekki
væru gestakomur og á móti öllum
tekið með sama höfðingsskapnum,
hvort heldur menn stóðu lengur eða
skemur við.
Heimilið var stórt og þungt, á
sumram minnist ég þess að iðulega
væra 20-30 manns í heimili þegar
frændgarðurinn settist að, ungir
sem aldnir. Mikla aðdrætti þurfti
því til heimilisins. Foreldra sína
aldna hafði hún hjá sér um langt
skeið er heilsa þeirra lét undan og
létust þau bæði á Grand. Svo var
einnig um vinnuhjú er þjónað höfðu
skyldmennum hennar lengi. Rúna
hafði ákaflega gaman af gestakom-
SJÁ NÆSTU SfÐU
og vara á mér taka.
Jesús mér fylgi í friði
með fðgru engla liði
(Hall. Pétursson.)
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
svona sérstaka og góða frænku.
Jenný Steinarsdóttir.
Hjarta fjölskyldunnar sló á
Skólastíg 6 og Helga var sá slag-
kraftur sem hélt því gangandi. Þar
hélt hún fyrst heimili með foreldram
sínum og síðar fyrir þau. Þar hjúkr-
aði hún þeim í banalegunni. Þar
skapaði hún einnig bræðrum sínum
Geir og Axel öryggi heimilislífsins
og hjúkraði þeim sömuleiðis í veik-
indum þeirra. Loks gerði hún heim-
ili sitt þar að miðpunkti helgihalds
jólanna í lífi þriggja kynslóða. Á
hveiju aðfangadagskvöldi komu
saman á Skólastíg 6 barnabörn for-
eldra Helgu ásamt sínum börnum
og síðar barnabömum.
í öndvegi minninga um liðin jól
sitja þessi aðfangadagskvöld hjá
Helgu og Geir. Þar náði helgi jól:
anna hámarki í mínum huga. í
barnshuganum er helgi jólanna þó
teygjanlegt hugtak. Allir fá jú eitt-
hvað fallegt og vissulega heilluðu
gjafirnar sem maður tók upp áður
en haldið var til Helgu og Geirs á
Skólastíginn. Staðfestingin á að
jólin væru nú komin fólst þá í mand-
arínum og kóki í litlum flöskum,
sem veitt var af tniklu örlæti úr litla
eldhúsinu á efri hæðinni. Jafnvel
með auknum þroska, eftir því sem
árin liðu, þurfti þó enn heimsóknim-
ar á Skólastíginn til svo jólin gætu
komið. Og þau vora svo sannarlega
komin þegar Helga dró fram spari-
bollana og skenkti fólki í þá súkku-
laði sem rann ljúflega niður með
hálfmánum, gyðingakökum, randa-
línum og öðram dásemdar veiting-
um.
Við fráfall Geirs bróður síns flutt-
ist Helga á dvalarheimili aldraðra
og dvaldi þar síðustu misserin.
Vissulega var slík umbreyting kvíð-
vænleg fyrir konu sem alla sína tíð
hafði dvalið í faðmi fjölskyldu sinn-
ar. Eða öllu heldur verið sá faðm-
ur. En Helga kom okkur öllum sem
að henni stóðum á óvart þá eins
og oft áður. Hún hóf nýtt líf og
blómstraði í því. Hún uppgötvaði
að hún hafði eitthvað að gefa sjálfri
sér líka. Það haustaði því fallega í
lífi Helgu. Þess vegna var skemmti-
legt að heimsækja hana í litla fal-
lega herbergið hennar. Jafnvel þó
orðin væru ekki mörg vora hugsan-
irnar fleiri.
Þannig var meginþorri lífs Helgu
öðrum helgaður. Hún var fyrst og
fremst gefandinn í samskiptum sín-
um við annað fólk. Jafnvel án þess
að hún, og því síður maður sjálfur,
tæki eftir því. Enginn fór af heim-
ili Helgu án þess að hafa þegið
veitingar í einhveiju formi. Þær
kröfðust bæði líkamlegrar og and-
legrar meltingar. Svo sérstakur
persónuleiki sem Helga var, lætur
engan ósnortinn. Óafvitandi gaf
hún frá sér skilaboð um raunveru-
leg verðmæti. Að horfa á líf hennar
er eins og að horfa á sannleikann.
Sannleikann um veikleika og styrk-
leika hvers manns.
Af einhveiju óvæntu örlæti ör-
laganna fékk ég að njóta síðustu
daga haustsins með Helgu. Jafnvel
þá var hún gefandinn. Síðasta gjöf-
in er minningin um konu sem kenn-
ir að í látleysi einfaldleikans felst
mikilfengleikinn; afl hins veika:
Þú fæddist veikur, mjúkur og meir,
en harður, stirður, og hijúfur deyr.
Teinungar klökkir, tánast úr jörð
en stóru trén falla stinn og hörð.
Því dauðanum hentar hijúfur máttur,
en léttvæg mýktin er lífsins háttur
Svo klökkvi hins veika er vegsemd hærri
en harka þess, sem er sterkari' og stærri.
(Úr bókinni um veginn.)
Hafðu þökk.
Anna Sigrún Baldursdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.