Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 47
FRÉTTIR
Matvæladagnrinn
er í
MATVÆLA- og næringarfræð-
ingafélag Islands, MNI, heldur
matvæladag að Grand Hótel
Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja
sinn sem MNÍ stendur fyrir mat-
væladegi og í ár er yfirskriftin
Menntun fyrir matvælaiðnað.
Lögð verður áhersla á að gefa
yfirlit yfír þá menntun sem býðst
á öllum stigum frá grunnskóla og
upp á háskólastig og leitast verður
við að meta hvemig menntunin
nýtist matvælaiðnaði og hvað má
betur fara.
I tilefni dagsins verða flutt fjöl-
mörg erindi á ráðstefnunni sem
stendur frá kl. 9 til kl. 14.30. Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra setur ráðstefnuna og Eiríkur
Baldursson frá menntamálaráðu-
neyti flytur almennt yfírlit yfir
menntun fyrir matvælaiðnað.
Grímur Valdimarsson, forstjóri
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins, og Guðjón Þorkelsson, Rann-
sóknastofnun lándbúnaðarins,
Biskup íslands
Messur
verði helg--
aðar friði
BISKUP íslands, herra Ólafur
Skúlason, hefur farið þess á leit
við presta landsins að þeir helgi
messur næsta sunnudag friði og
friðarstarfi, bæði í predikun, bæn-
um og vali á sálmum. Tilefnið er
alþjóðleg friðarvika sem haldin er
í tengslum við hálfrar aldar af-
mæli Sameinuðu þjóðanna.
í bréfí biskups kemur fram að
utanríkisráðuneytið hefur farið
þess á leit að kirkjan taki þátt í
þessu ákalli um frið með því að
minnast Sameinuðu þjóðanna og
starfs þeirra í predikunum 29.
október, og biðja enn ákafar fyrir
friði í almennri bæn kirkjunnar en
venjulega.
Friður ekki fylgt vonum
„Þessi hálfa öld frá stofnun Sam-
einuðu þjóðanna sýnir þó því mið-
ur, að ekki hefur friður fylgt þeim
vonum, sem hæst bar á hátíðar-
stundu. Enn er barist og bræður
taka upp vopn og beita hver á
annan. Varnarlaust fólk, sem ekki
hefur annað unnið sér til óhelgi að
áliti árásarmanna en búa á um-
deildum stöðum, verður fyrir
sprengjuárásum og hörmulegar
myndir birtast af limlestum böm-
um og konum og líkum óbreyttra
borgara,“ segir í bréfi biskups.
Ráðstefnu Lífs
og lands frestað
FYRIRHUGAÐRI ráðstefnu sam-
takanna Líf og land sem vera átti
í dag, laugardaginn 28. október,
um íþróttir gegn áfengis- og vímu-
efnaneyslu unglinga í félagsmið-
stöðinni Frostaskjóli er frestað um
óákveðin tíma.
Harmoníku-
skemmtun í
Glæsibæ
HARMONÍKUFÉLAG Reykjavíkur
stendur fyrir fjölskylduskemmtun
í Danshúsinu í Glæsibæ við Álf-
heima sunnudaginn 29. október kl.
15.
Leikin verður létt tónlist úr ýms-
um áttum. Flytjendur eru á öllum
aldri og fram koma m.a. Oddur
Þorkell Jóakimsson (9 ára), Ólafur
Þ. Kristjánsson og Karl Jónatans-
son auk Léttsveitar Harmoníkufé-
lags Reykjavíkur.
Eftir kaffihlé gefst gestum kost-
dag
flytja erindi sem kallast íslenskur
matvælaiðnaður - starfsvettvang-
ur: Hvar er menntun notuð? Ág-
ústa Guðmundsdóttir, prófessor við
matvælafræðiskor Háskóla ís-
lands, flytur erindi um menntun á
háskólastigi og Jón Þórðarson, for-
stöðumaður sjávarútvegsdeildar
Háskólans á Akureyri, flytur fyrir-
lestur um nýja strauma í menntun
fyrir matvælaiðnað.
■ Eftir hádegisverð flytur Þórar-
inn E. Sveinsson, mjólkusamlags-
stjóri KEA, erindi sem heitir
Hvemig hefur menntun nýst í
matvælaiðnaði? og Óskar Karlsson
frá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna flytur erindi með sama nafni.
Loks flytur Þráinn Þorvaldsson hjá
íslensku frönsku hf. erindi sem
heitir Ný tækifæri og þörf fyrir
menntun í matvælaiðnaði. Fundar-
stjórar verða Sigmundur Guð-
bjarnason frá Háskóla íslands og
Ágúst Guðmundsson hjá Bakkavör
hf.
ur á að stíga léttan dans undir
dunandi harmoníkutónlist Létt-
sveitar H.R.
Fjölskylduskemmtun Harmon-
íkufélags Reylq'avíkur verður síðan
haldin í Danshúsinu í Glæsibæ
annan hvem sunnudag á sama tíma
fram til 10. desember 1995.
Tónleikar á
*
Sólon Islandus
KRISTÍN Eysteinsdóttir heldur
tónleika á Sólon íslandus laugar-
daginn 28. nóvember og kemur hún
þar fram ásamt hljómsveit.
Kristín mun leika efni af nýút-
kominni plötu sinni ásamt öðru í
bland.
Málþing um
börn og ungl-
inga
UMBOÐSMAÐUR bama efnir í dag
til málþings um böm og unglinga.
Málþingið verður haldið í Ráðhúsinu
og hefst kl. 13. Frú Vigdís Finn-
bogadóttír, forseti íslands, er heið-
ursgestur þingsins og ávarpar gesti.
Frummælendur verða fimm ungl-
ingar á aldrinum 11-16 ára.
Á málþinginu verður fjallað um
unglinga og íjölmiðla, unglingalýð-
ræði og áhrif bama og unglinga á
ákvarðanatöku í eigin málefnum,
skólakerfið og framtíðarsýn þess,
félagsmiðstöðvar og kosti þess að
byggja upp slíka starfsemi og hvort
böm og unglingar eigi yfirleitt að
hafa sérstakan rétt.
Á málþinginu verður flutt tónlist
og dans. Stjómmálamenn koma til
með að svara fyrirspumum frá
bömum og ungmennum. Ráð-
stefnustjóri verður Guðrúfí Helga-
dóttir, fyrrverandi alþingismaður.
Gunnar Dal
með fyrirlestur
GUNNAR Dal, heimspekingur,
verður með fyrirlestur í dag, laug-
ardaginn 28. október, kl. 11 að
Bolholti 4, 4. hæð, í boði Lífssýn-
ar, félag til sjálfsþekkingar.
Lífssýnarfélagar sem hyggjast
taka þátt í leshópi um heimspeki
þar sem bækur Gunnars verða
lagðar til grundvallar em hvattir
til að fjölmenna, segir í fréttatil-
kynningur.
Allir velkomnir á fyrirlesturinn.
Opið hús
hjá Lauf
LAUF, Landssamtök áhugafólks
um flogaveiki, hefur opið hús í
dag, laugardaginn 28. október, frá
kl. 14-16 í nýju húsnæði félagsins
MYNDIN er tekin þegar Þór Símon Ragnarson útibússtjóri
afhenti þeim viðurkenningu bankans. F.v. Sigmar Pétursson,
Þrúður Jóna Kristjánsdóttir, Þórey S. Jóhannsdóttir, Gunnar
Stefánsson og Þór Simon Ragnarsson útibússtjóri og af-
greiðslufólk í Háaleitisútbúinu.
Viðurkenningar fyrir að
yfirbuga ránsmanninn
BANKASTJÓRN Landsbanka
íslands heiðraði í vikunni og
veitti sérstaka viðurkenningu
þeim Gunnari Stefánssyni og
Sigmari Péturssyni sem með
snarræði tókst að yfirbuga
mann er reyndi að ræna Háa-
leitisútibú Landsbankans í fyrri
viku.
„Stjórnendum Landsbankans
þykir viðeigandi að veita mönn-
unum viðurkenningu fyrir að
koma í veg fyrir að ránsmaður-
inn kæmist undan. Jafnframt
að Laugavegi 26, 3. hæð, gengið
inn Grettisgötu megin.
Kaffiveitingar verða í boði. Fé-
lagsmenn og aðrir velunnarar fé-
lagsins velkomnir.
Ráðstefna
um pöddur
PÖDDUR, smádýr á landi, er heiti
ráðstefnu sem Líffræðifélag ís-
lands heldur dagana 28. og 29.
október í Odda, hugvísindahúsi
Háskóla íslands.
Á ráðstefnunni munu helstu
fræðimenn landsins á sviði smá-
dýra segja frá rannsóknum sínum.
Bæði verður fjallað um smádýr í
hinni villtu náttúru og meindýr sem
vart verður í skógrækt, ylrækt og
landbúnaði.
Ráðstefnan hefst kl. 10.15 þann
28. október og er öllum opin.
íþróttir
gegn vímu-
efnaneyslu
LÍF og land heldur ráðstefnu um
íþróttir gegn áfengis- og vímuefna-
neyslu ungs fólks á íslandi, laugar-
daginn 28. október.
Bjöm Bjamason menntamálaráð-
herra mun ávarpa ráðstefnuna.
Ýmsir sérfræðingar í æskulýðsmál-
um, löggæslu, heilbrigðismálum og
íþróttastarfi flytja erindi. Ráðstefn-
an er öllum opin og fundarstjóri er
Svanfríður Lámsdóttir.
Ráðstefnan er haldin í Félagsmið-
stöðinni Frostaskjóli og hefst kl. 13.
Þátttökugjald er 500 krónur.
Þjóðbúninga-
hátíð á
Hótel Borg
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís-
lands heldur þjóðbúningahátíð að
Hótel Borg fyrsta vetrardag, 28.
október, kl. 15.
Fjallkonan mun ávarpa gesti.
Fríður Ólafsdóttir dósent flytur
erindi um upphlutinn og karlabún-
inginn. Fágætir þjóðbúningar
verða til sýnis. Auk þess verða
söngur og kaffiveitingar á dag-
skránni.
Hátíðin er öllum opin og eru
þátttakendur, bæði karlar og kon-
ur, hvattir.til að mæta í þjóðbún-
ingi.
minnir bankastjórnin á að vafa-
samt geti verið að grípa inn í
atburðarás af þessu tagi þótt vel
hafi tekist til í þetta sinn, þvi
slíkt gæti orðið til að stofna lífi
og heilsu manna í hættu,“ segir
í fréttatilkynningu.
Þeir Gunnar og Sigmar veittu
viðurkenningunni viðtöku í
óformlegu kaffisamsæti í Háa-
leitisútibúi Landsbanka íslands
á miðvikudag og þakkaði starfs-
fólk útibúsins þeim þar einnig
persónulega.
Húmanískt
hverfis-
málaþing
HÚMANÍSKT hverfismálaþing fyr-
ir íbúa Holta, Norðurmýrar og Hlíða
verður haldið laugardaginn 28.
október í Æfingaskóla Kennarahá-
skólans. Málþingið hefst kl. 14.
Á málþinginu munu íbúar halda
framsögu um þau mál sem þeim
eru efst í huga. Mál eins og skóla-
mál, nýting Miklatúns sem útivist-
arsvæðis, umferðarvandinn við
Miklubraut og aðrar umferðaræðar
kringum Miklatúnið og aðstaða
ungra og aldraðra í hverfinu verða
í brennidepli. Borgarfulltrúar og
embættismenn borgarinnar hafa
verið boðnir til fundarins.
Utivist á Mýrar
ÚTIVIST fer sunnudaginn 29.
október í þriðja áfanga ferðaraðar-
innar Forn frægðarsetur.
Að þessu sinni verður Borg á
Mýrum fyrir valinu. Séra Þorbjöm
Hlynur Ámason mun stikla á stóru
um sögu staðarins. Að því loknu
mun hópurinn ganga gamla alfara-
leið frá Borg.
Mæting er fyrir . kl. 9.30 við
Akraborg í Reykjavíkurhöfn. Frá
Akranesi verður ekið í rútu upp í
Borgarnes. Áætlað er að koma til
baka til Reykjavíkur kl. 18.
Rætt um breyt-
ingar á ljós-
móðurnámi
ÓLÖF Ásta Ólafsdóttir, lektor við
námsbraut í hjúkrunarfræði, held-
ur mánudaginn 30. október klukk-
an 12.15 - 13 fyrirlestur um breyt-
ingar og þróun á ljósmóðumámi.
Fyrirlesturinn er hluti af málstofu
í hjúkmnarfræði og verður fluttur
í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks-
götur 34. Málstofan er öllum opin.
Skoda stolið
SKODA Foreman, árgerð 1993, var
stolið af stæði við Bílasöluna Braut,
Borgartúni 26, á mánudag.
Bíllinn er hvítur 5 dyra skutbíll,
með skráningamúmerinu UV-343.
Þeir, sem vita hvar hann er niður
kominn, eru beðnir um að hafa
samband við slysarannsóknadeild
lögreglunnar í Reykjavík.
Samúðar-
kveðjur
FJÖLMARGAR samúðarkveðjur
hafa borist íslensku þjóðinni eftir
snjóflóðið á Flateyri, bæði frá erlend-
um þjóðhöfðingjum og ríkisstjóm-
um. Þá hafa félagasamtök einnig
sent kveðjur.
Bandalag háskólamanna, BHMR,
sendir öllum þeim, sem eiga um sárt
að binda vegna náttúruhamfaranna
á Flateyri, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Frændur í Færeyjum, í Félagi
færeyskra radíóamatöra, senda ís-
lensku þjóðinni innilegar samúðar-
kveðjur vegna þessa hörmulega snjó-
flóðs á Flateyri. „Guð gefi ykkur
öllum styrk á þessum erfiðu tírnum."
-----» ♦ ♦--
Fyrirlestur
umnýja
öldrunar-
deild
HALLDÓR Halldórsson, læknir í
Kristnesi, flytur fyrirlestur hjá Fé-
lagi aðstandenda Alzheimer-sjúkl-
inga á Akureyri og nágrenni. Fund-
urinn verður haldinn í dvalarheimil-
inu Hlíð í dag„ laugardaginn 28.
október kl. 13.00. Halldór mun segja
frá öldrunardeildinni sem opnuð hef-
ur verið á Kristnesspítala. Allt
áhugafólk um vandamál aldraðra og
heilabilaðra er velkomið á fundinn.
--------» ♦ ♦---
Geggjun
Georgs
KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur-
eyrar sýnir kvikmyndina Geggjun
Georgs konungs í Borgarbíói á
sunnudag, 29. október kl. 17 og
mánudag 30. október kl. 18.30. I
titilhlutverki er Nigel Hawthorne
sem lék í þáttunum Já ráðherra.
--------♦ ♦.♦--
Seljasókn
Nýr aðstoð-
arprestur
Á FUNDI kjörmanna í Seljasókn 25.
október sl. fór fram kosningtil starfs
aðstoðarprests við söfnuðinn. Sr.
Ágúst Einarsson, núverandi sóknar-
prestur á Raufarhöfn, hlaut bindandi
kosningu til starfsins.
----» ♦ ♦
Tónleikar
Kuran Swing
KURAN Swing kvartettinn heldur
tónleika á vegum Tónlistarfélags
Akureyrar í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju sunnudaginn 19. október
kl. ,17.
Á efnisskránni eru m.a. lög af
nýrri geislaplötu sem kvartettinn
undirbýr um þessar mundir ásamt
tónleikaferðalagi um Norðurlönd og
Pólland.
Kvartettinn var stofnaður árið
1989 og var tilgangurinn að leika
„strengjadjass“. Auk Szymon Kuran
eru í kvartettnum þeir Bjöm Thor-
oddsen, Ólafur Þórðarson og Bjami
Sveinbjörnsson.
-leikur að leera!
Vinningstölur 27. okt 1995
2 *4 »7 «15 «17 *21 «28
Eldri úrslit 6 stmsvara 568 1511