Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Landbúnabarráðuneytib Auglýsing / Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til rg. nr. 544/1995 er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning og er nánar vísað til ofangreindrar reglugerðar. Vara Tímabil Tollnúmer: 0601.2003 Grænar pottaplöntur undir 1 m. 01.11.-31.12. 0603.1009 Annars (afskorin blóm). 01.11 .—31.12. Vörumagn Kg 1.000 2.500 Verðtollur % 30 30 Magntollur kr./kg 0 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða með símbréfi til land- búnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrirkl. 16. mánudaginn 30. október 1995. Landbúnaðarráðuneytið, 26. október 1995. Hvað er IfCflCCSM ENDURGEISLANDI EINANGRUN m t>. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640'568 6100 CFullmarQ • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gæðaframleiðsla. • Úrvals verð. J. ÁSTVniDSSON HF. Skipholti 33, 105 Reykjovík, slmi 552 3580. Ln EKTA HANDHNYTT AUSTURLENSK TEPPI EMIR JL-húsinu. Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. Ábendingar á iiijólkuriiinbúðiiin, nr. 9 af 60. Gott er nú blessað veðrið! íslenskan á fjölmörg orð til að lýsa veðurfari. Það er gaman að bera mismunandi blæ orðanna saman við veðrið sem þau lýsa: mugga blíða ládeyða logndrífa dúnalogn molla nepja hryssingur ruddi bylur nístingur hráslagi íslenskt mál er að sækja í sig veðrið! MJÓLKURSAMSAIAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málræktarsjóðs. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegitil föstudags Athugasemdum vegna afsláttarkorta svarað í VELVAKANDA 17. október sl. var athuga- semd frá Pétri Péturssyni, þar sem hann gagnrýndi afgreiðslu á afsláttarkort- um Tryggingastofnunar. Pétur segir að Trygginga- stofnun eigi að geta fylgst með, hvetjir eiga rétt á afsláttarkortum, þaiínig að ekki þurfí að sækja um þau. Svavar Guðni Svav- arsson hringdi einnig í Velvakanda og tók undir þessa gagnrýni. Vegna þessara skrifa er rétt að eftirfarandi komi fram. Þeir, sem greitt hafa ákveðna upphæð fyrir læknisþjónustu og heilsu- gæslu á almanaksári, eiga rétt á afsláttarkorti. Fýrir einstakling er þessi upp- hæð 12.000 krónur og fyr- ir öll börn í sömu fjöl- skyldu er hún samanlagt 6.000 krónur, en fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 3.000 krónur. Handhafar afsláttarkorta greiða lægra gjald fyrir læknis- þjónustu og heilsugæslu, þar á meðal fyrir rann- sóknir, röntgengreiningu og krabbameinsleit. Meginreglan í almanna- tryggingalögunum er sú, að sækja þurfí um allar bætur frá Trygginga- stofnun. Sú hugmynd, að fylgjast sjálfkrafa með því hvetjir eiga rétt á afslátt- arkorti, hefur þó verið rædd hjá starfsfólki sjúkratryggingadeildar. Hins vegar hefur það ekki reynst mögulegt, eins og vinnslu reikninga fyrir læknisþjónustu og heilsu- gæslu er háttað. Tryggingastofnun hef- ur ekki beina tölvuteng- ingu við heilsugæslu- stöðvar og sjúkrahús vegna feikninga. Þessir reikningar eru yfirfarnir af starfsmönnum sjúkra- tryggingadeildar og síðan bókaðir á kennitölu við- komandi stofnunar, en ekki á kennitölu einstakra sjúklinga. Því eiga starfs- menn Tryggingastofnun- ar erfítt með að fylgjast með því, hvaða einstakl- ingar eiga rétt á afsláttar- korti. Ábending Svavars Guðna Svavarssonar varð- andi það, að Trygginga- stofnun ætti að gefa út eina bók um alla bóta- flokka, er vel þegin. Út- gáfa slíks bæklings er á starfsáætlun hjá fræðslu- og útgáfudeild stofnunar- innar og er ætlunin að hann komi út fyrir afmæli Tryggingastofnunar í apríl á næsta ári. Ætlunin er að gefa einn yfírlitsbækling um alla bótaflokka Trygginga- stofnunar og annan um hvemig sælqa eigi um bætur. Er vonandi, að þessir bæklingar muni auðvelda viðskiptavinum stofnunarinnar að þekkja rétt sinn til bóta almanna- trygginga. Svala Jónsdóttir, deild- arstjóri fræðslu- og út- gáfudeildar Trygginga- stofnunar ríkisins. Gæludýr Pási VEGNA breyttra heimilis- aðstæðna óskar hann Pási, sem er gullfallegur lítill páfagaukur, eftir nýju heimili. Hann mun taka hús og búslóð með sér til nýrra eigenda. Upplýs- ingar í síma 5668338. Týndur kisi SVARTUR og hvítur loð- inn ársgamall kisi hvarf að heiman frá sér við Snorrabraut aðfaranótt mánudagsins 23. október sl. Hann var með bláa ól með gylltu hylki merktur Sylvester. Þeir sem geta gefíð upplýsingar um hann vinsamlega hringi í síma 562-4693. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar hjálparsjóði Rauða krossins og varð ágóðinn 1.256 krónur. Þeir heita Hörður Freyr, íris Dögg og Rakel Ýr. ÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar hjálparsjóði Rauða krossins og varð ágóðinn 1.276 krónur. Þeir heita Karl Óttar og Bragi. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á stór- móti Credit Suisse bank- ans í Horgen í Sviss. Boris Gulko (2.620), Bandarílq- unum var með hvítt, en Jan Ehlvest (2.630) hafði svart og átti leik. 28. - hxg3! 29. Dxc6 (Eftir 29. hxg3 - Bxg3! 30. Dxc6 á svartur stórglæsilegan vinnings- leik: 30. — Df4!! 31. Dxe8+ — Kh7 og til að forða máti yrði hvítur að láta drottninguna af hendi með 32. Dxf7+) 29. - gxh2+ 30. Kg2 - Dxc6 31. Hxc6 - Rf2! og Gulko gafst upp. Svartur hót- ar að vekja upp nýja drottningu og 32, Hcl má svara með 32. — Rxd3. Gulko vann tvær fyrstu skák- imar í Horgen og gerði síðan jafn- tefli við Gary Ka- sparov, PCA heimsmeistara. En svo tapaði hann tveim- ur skákum í röð. Vasilí Ívantsjúk er efstur með fjóra vinninga af fímm mögulegum, vann sjálfan Kasparov í sjöttu umferð. Hinum fímm skákum PCA-heimsmeistarans hef- ur öllum lyktað með jafn- tefli og stefnir í einn slak- asta árangur Kasparovs á öllum hans ferli. Víkveiji skrifar... ATHYGUSVERÐUR greina- flokkur birtist í Morgunblað- inu í síðustu viku og þessari um skaðsemi reykinga, forvarnarstarf, innflutning og tekjur hins opinbera og fleira tengt þessu efni. Margt forvitnilegt kom fram í greinum þessum og vonandi hafa þær ýtt við fleirum heldur en blaðamannin- um, sem kynnti sér málin frá mörg- um hliðum og ákvað að hætta að reykja með orðunum: „Þetta er ósið- ur og ég er hætt!“ í lokagrein hennar sagði m.a: „Ég hef tíundað skaðsemina og kostnaðinn í greinaflokki undan- farna viku og í raun kom ekkert nýtt þar fram. Við vitum öll að það er tóm tjara að reykja. En þegar viti borið fólk sér þessar upplýs- ingar allar á einum stað, þá getur það tæpast látið eins og ekkert sé.“ xxx MEÐAN þessar greinar voru í vinnslu birtist í blaðinu Fréttir í Vestmannaeyjum viðtal við Bjöm Elíasson kennara í bamaskól- anum í Eyjum sem hefur kennt á unglingastigi í mörg ár. Hann fjall- ar þar um reykingar og neyslu áfengis meðal unglinga sem vax- andi vandamál. I sámtalinu segir Bjöm meðal annars: „Því miður er viðhorfið hjá ungl- ingum þannig að það er sjálfsagður hlutur að drekka áfengi. Þú ert ekki maður með mönnum ef þú byijar ekki að drekka áfengi eftir fermingu, sem yfírleitt er viðmiðun- in. Það kemur fljótt fram í námi hveijir em að drekka. Þegar ungl- ingur hefur tekið helgina með trompi og dottið í það, kemur hann eða hún illa stemmd og undirbúin í skólann á mánudegi. Mér fínnst það mjög skrýtið að foreldrar skuli láta þetta viðgangast. Þá fínnst mér reykingar hafa aukist gríðarlega undanfarin miss- eri sem er hreint með ólíkindum. Krakkamir sem reykja fara út fyrir skólalóðina og þeir eru orðnir marg- ir. Það er ákveðinn hópur sem hef- ur of mikið sjálfræði og er of mikið úti. Innan skólans hefur aukningin einnig mikið verið rædd og sýnist sitt hveijum um ástæðumar. Ég og fleiri erum þeirrar skoðunar að það beri að auka fræðsluna og for- vamir til muna.“ xxx SÍÐAR í samtalinu segir Bjöm: „Ástæðan fyrir því hversu miklar áhyggjur ég hef af þessu eru þær breytingar sem verða hjá nemendum sem fara úr 8. í 9. bekk. 8. bekkur er yfírleitt mjög þægileg- ur í umgengni. En þegar krakkarn- ir byrja í 9. bekk hefur ýmislegt breyst. Margir þeirra em famir að reykja og jafnvel drekka. Og án þess að ég vilji fullyrða nokkuð um það fylgjast oft að reykingar og áfengisdrykkja. En svo virðist sem krakkarnir álíti ferminguna inn- vígslu í heim hinna fullorðnu og að þá megi þau prófa hitt og þetta,“ segir Björn i samtalinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.