Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegsráðherra um einhliða setningu síldarkvóta • • Oginin og dónaskap- ur af Noregs hálfu lílll l,!ili!í ll11'"" "V Uhll!i i I! ■ 1! 1 í 1Í i h'il IBWi Ijlllf ’lii I í Hiliri r 1 1 / / i r ‘ i 'i'llli 1 I'! I' 1111111 ii' l1 i i u Því miður, góði, frú Gro ætlar að vérða feit aftur. Stj órnmálaály ktun miðstjórnar Framsóknarflokksins Komið verði á rétt- látara skattakerfi MIÐSTJÓRN Framsóknarflokks- ins telur að aðilar vinnumarkaðar- ins og ríkisvaldið verði að leita allra leiða til þess að bæta hag þeirra sem lökust hafa kjörin. Skorað var á ráðherra flokksins í stjórnmálaályktun á aðalfundi miðstjórnar flokksins sl. laugar- dag að stuðla að slíkri sátt. I stjórnmálaályktuninni var lögð áhersla á að halla ríkissjóðs verði eytt á næstu árum m.a. með auk- inni ábyrgð stjórnenda, hag- kvæmni í rekstri og sameiningu stofnana. Miðstjórnin telur brýnt að komið verði á réttlátara skatta- kerfi, þ.m.t. fjármagnstekjuskatti, og undanskot frá skatti verði stöðvuð. Fagnað er nýjum möguleikum sem opnast hafa í útflutningi þekkingar í sjávarútvegi fyrir for- göngu starfsmanna og stjórnenda framsækinna fyrirtækja. Mikil- vægt sé að setja niður deilur um veiðar á úthafinu og að haldið sé á rétti Islands af fullum myndug- leik. Samningar við aðrar þjóðir um veiðar verði að byggjast á verndun fiskistofna um leið og þess sé krafíst að íslendingar fái réttláta hlutdeild í veiðum. Leita verði leiða til að bæta rekstrar- stöðu fiskvinnslu í landi. Endurskoða þarf lögin um LIN Miðstjórnin telur að samningur- inn um stækkun álversins í Straumsvík marki þáttaskil í því tilliti að erlend fjárfesting aukist hérlendis eftir langt hlé. Með samningnum sé rofin sú áratuga kyrrstaða sem ríkt hefur á þessu sviði. Áfram þurfi að halda á þeirri braut að laða erlenda fjárfesta hinjgað til lands. I stjórnmálaályktuninni segir að upplýsingatækni sé einn af grundvallarþáttum nútímaþjóðfé- lags. Mikilvægt sé að tryggja að allir hafi lágmarksþekkingu og fæmi til að hagnýta sér hana. Mikilvægt sé að enduskoðun laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna verði flýtt og að sjóðurinn uppfylli markmiðin um jafnrétti til náms. Miðstjórn Framsóknarflokksins lýsti yfir stuðningi við þá stefnu- breytingu sem fram komi í nýjum búvörusamningi við sauðfjár- bændur og hvetur til markvissrar sóknar til eflingar íslenskum land- búnaði. Hvatt er til nýrrar sóknar gegn atvinnuleysi með endurskoð- un á starfsemi vinnumiðlana og laga um atvinnuleysistryggingar. Miðstjórnin lagði áherslu á að þjóðin ynni sameiginlega að því að gera sunnudaginn að virtum fjölskyldudegi í þjóðfélaginu. Hert viðurlög við fíkniefnabrotum Miðstjórn Framsóknarflokksins lýsti yfír stuðningi við fyrirhugað- ar breytingar á fyrirkomulagi heil- brigðisþjónustunnar sem miða að stækkun þjónustusvæða þar sem við á, aukinni skilvirkni, forgangs- röðun verkefna og verkaskiptingu heilbrigðisstofnana. Lýst var yfir eindregnum stuðningi við fyrir- byggjandi starf í heilbrigðismál- um, svo sem í ávana- og fíkniefna- málum, sem skili sér í andlegri og líkamlegri vellíðan fólks og fjöl- skyldna í landinu. Herða þurfí sér- staklega baráttuna gegn ávana- og fíkniefnum og þyngja viðurlög við slíkum brotum. SUS vill einka- væða flugstöðina SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna styður þær tillögur sem fram hafa komið um einkavæðingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. I frétt frá SUS segir að nú virðist vera að myndast pólitísk samstaða um breytingar á rekstrinum og sé ekkert því til fyrirstöðu að af þeim verði. Einkavæðing hafí verið reynd annars staðar, m.a. á Kaupmanna- hafnarflugvelli, og reynst vel. „Flugstöð Leifs Eiríkssonar er á fjárlögum, svo það er í hendi stjórn- mála- og embættismanna að deila út fjármagni til stöðvarinnar. Rekstur og starfsemi flugstöðvar- innar hefur vegna þessa reynst þung í vöfum, nauðsynlegar breyt- ingar gengið hægt í gegn, mark- aðsmálum verið illa sinnt og mögu- leikar flugvallarins ekki nýttir til fulls. Reynslan frá Kaupmanna- höfn sýnir að þar hefur einkavæð- ingin verið til góðs og gert allan rekstur skilvirkari. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki staðið sig sem skyldi í að hrinda í framkvæmd einkavæðingaráformum sínum, þar þarf að bæta úr, og skorar Sam- band ungra sjálfstæðismanna á rík- isstjórn Davíðs Oddssonar að einkavæða Flugstöð Leifs Eiríks- sonar sem fyrst,“ segir í ályktun SUS. Sjálfboðalidar fara til Gambíu Blómlegt starf URKÍ Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir IGAMBÍU er starfandi ungmennahreyfíng hjá Rauða krossinum. Hugmyndin er að héðan fari sjálfboðaliðar til Gamb- íu til þess að kynnast starfi þeirra og taka þátt í því. Hvers vegna ætlar Ung- mennahreyfing Rauða kross íslands að senda sjálf- boðaliða til Gambíu? Þetta er þáttur í að efla skilning milli landa og kynnast Rauða kross starfi í öðrum löndum. Við förum tvö með okkar þekkingu á starfi Rauða krossins hérna heima og göngum inn í þeirra starf og verkefni. Ekki af því að við vitum betur en þeir sem þarna starfa heldur á þetta að vera gagnverkandi, við eig- um að læra hvert af öðru. Hve lengi dveljið þið þarna ytra? Við verðum þarna í fimm mán- uði. Ástandið í Gambíu er, að því er ég best veit, friðsamlegt núna, en aftur á móti stóð til að ég færi út í janúar á síðasta ári en vegna stjórnmálalegs óróleika varð ekki af þeirri för. Gambía er lítið land með um milljón íbúa. Landsvæðið er lítið, aðeins um ‘/io af stærð íslands. Efnahags- ástand er þar ágætt miðað við önnur Afríkulönd. Það er þó ekk- ert sambærilegt við það sem við eigum að venjast hér heima. Við sjálfboðaliðar, sem erum sendir til starfa hjá Rauða krossinum í öðrum löndum, fáum dagpeninga til þess að við getum lifað bæri- legu lífi en ekkert umfram það. í raun eru sjálfboðaliðar frá Rauða krossi íslands aðeins send- ir til Gambíu eins og er. Hins vegar eru sendifulltrúar í mörg- um löndum á vegum RKÍ. Þeir fá laun, enda er þeirra starf allt annars eðlis / hverju felst starf sjáifboða- iiða? í Gambíu eru verkefnin flest tengd skyndihjálp og almennri heilbrigðisfræðslu. Einnig eru mikil tengsl við skóla. Eg veit ekki enn nákvæmlega hvað ég mun starfa við, það fæ ég að vita þegar ég kem út, ég veit bara að það verður tengt þeim verkefnum sem verið er að vinna að þar. Hér á íslandi er starfs- svið sjálfboðaliða ungmenna- hreyfingu Rauða krossins marg- þætt. Við skiptum okkur aðallega niður í hópa og það er alþjóðhóp- urinn sem tengist verkefninu í Gambíu. Alþjóðahópur URKÍ er einnig í tengslum við önnur lönd en Gambíu en þá aðeins í skamm- tímaverkefnum og enginn sjálf- boðaliði héðan verður sendur þangað til starfa. Hafa margir sjálfboðaliðar far- ið til Gambíu? Já, þangað hafa verið sendir tíu sjálfboðaliðar á undanförnum árum, en enginn á síð- asta ári eins og fyrr kom fram. Þeir hafa verið í mjög misjöfnum verkefnum. Þeir fyrstu tveir sem fóru lögðu grunninn að því starfi sem síðan hefur verið unnið. Þeir lentu að vísu í óvenjulegu verk- efni, þeir tóku á móti flóttamönn- um frá Senegal ásamt gambísk- um sjálfboðaliðum. Hinir sem hafa farið hafa ekki lent i slíku. Þeir hafa starfað við skólana, við fjáröflun, skyndihjálp og skipu- ►Kristbjörg Edda Jóhanns- dóttir er formaður Ungmenna- hreyfingar Rauða kross ís- lands. Hún er fædd í Reykjavík árið 1973 og stundar mann- fræðinám við Háskóla íslands. Hún fer í janúar nk. sem sjálf- boðaliði til Gambíu á vegum Rauða kross Islands. lagt námskeið og sumarbúðir. Allt eftir því hvað hefur verið efst á baugi hverju sinni. Er mikil gróska í starfi URKÍ? Það hefur tvímælalaust verið undanfarin ár. Við héldum upp á tíu ára afmæli URKÍ í maí sl. í dag er fyrirkomulagi hreyfingar- innar þannig háttað að við skipt- um okkur niður í hópa. Þetta eru langtíma verkefnishópar. Fyrst er rétt að telja alþjóðahópinn sem tengist mest starfinu í Gambíu. Svo er það félagsmálahópur sem vinnur að barnagæslu í Kvenna- athvarfinu á sunnudögum. Einnig hefur sá hópur verið í tengslum við Sjálfsbjörgu. Þá má nefna húshópinn, sem starfar með Hús- inu, sem er athvarf fyrir börn og unglinga sem Rauði krossinn rek- ur. Vinahópurinn starfar með Vin, athvarfi fyrir geðfatlaða sem Rauði krossinn rekur. Loks er svo skyndihjálparhópurinn sem sinnir almennri skyndihjálp. í hreyfing- unni eru um 160 starfandi sjálf- boðaliðar. Það sem er nýtt hjá okkur í ár er barna- og unglinga- starfið. Það hófst í haust og hef- ur gengið mjög vel. Það starf tengist framtíð URKÍ og við bind- um miklar vonir við það. Mikill áhugi er á starfi Rauða krossins meðal íslenskra unglinga. Þeir sem koma inn í þetta starf eru fullir af fijóum hugmyndum. Hvað er á döfinni á ríæstunni hjá URKÍ? Það er að halda áfram því starfi sem hóparnir eru með núna og efla það. Auk þess sem ungl- ingadeildin er að hefjast handa við að undirbúa sumar- búðir sem stefnt er að því að koma á fót næsta sumar. Þetta verða óvenjulegar sum- arbúðir að því leyti til að við munum ferðast í kringum landið í rútu og stopp- um hér og þar með uppákomur og kynningar á Rauða krossinum. Mjög líklega verða þetta alþjóð- legar sumarbúðir. Ungmenna- hreyfingin er til húsa að Þver- holti 15 og tekur inn félaga á námskeið í janúar nk. Barna og unglinga- starfið það sem er nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.