Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samskip hefur tekið upp gerbreytta og einfaldari verðskrá fyrir innflutning Einföldun og lækkiui á grunnverði Morgunblaðið/Þorkell. BALDUR Guðnason, framkvæmdastjóri flutningasviðs Sam- skipa, kynnir nýju gjaldskrána á fundi með fulltrúum Félags íslenskra stórkaupmanna í gær. NÝ GJALDSKRÁ fyrir innflutning mun taka gildi hjá Samskipum hf. um mánaðamótin. Forráðamenn fyr- irtækisins segja að um sé að ræða gerbreytingu á gjaldskrárkerfí fyrir- tækisins, sem miði að því að gera viðskiptin einfaldari og hagkvæm- ari. Þá geti hún haft töluverða lækk- un flutningsgjalda í för með sér fyr- ir ákveðna hópa viðskiptavina. Núverandi gjaldskrá er frá árinu 1973 og segir Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri flutningasviðs Samskipa, að hún sé að mörgu leyti orðin úrelt og fullnægi vart kröfum um nútímalega viðskiptahætti. „Gamla gjaldskráin var lengst af háð skilyrðum og undir eftirliti verð- lagsyfírvalda. Hún er um 300 blaðs- íður og gjaldskrárflokkamir em á þriðja tug talsins. Hún ber sterk einkenni þess að vera samin fyrir tíma gámavæðingar enda eru flutn- ingsgjöld eingöngu miðuð við rúm- mál og þyngd vörunnar en ekki tengd gámum. Uppgefíð grunnverð í núverandi gjaldskrá á ekki lengur við enda er mikill og oft tilviljana- kenndur afsláttur gefínn frá því í mörgum tilvikum.“ Lækkun flutningsgjalda hugsanleg Baldur segir að nýja gjaldskráin verði mun aðgengilegri fyrir notend- ur, bæði viðskiptavini og starfsmenn, og grunnverð í henni mun lægra en í gömlu skránni. Grunnverðið gildi fyrir alla en fastar reglur verði settar um afsláttarkjör og muni þau miðast við umfang viðskiptanna. „Þetta kerfí gæti leitt til þess að flutningsgjöld lækkuðu hjá ákveðnum hópum við- skiptavina. Meginmarkmiðið með breytingunum er þó að einfalda gjald- skrána og gera hana hagkvæmari þannig að .hún endurspegli betur raunverulegan flutningskostnað ólíkra vöruflokka. Gjaldskrárflokkum er fækkað úr þijátíu í þijá, rúm- máls-, þyngdar- og gámataxta, og er jafnvel hugsanlegt að þeim verði fækkað enn frekar.“ Nýja verðskráin tekur mið af kostn- aði við flutning. í hinni gömlu var hins vegar tekið mið af verðmæti vörunnar en að sögn Baldurs er slík verðlagning á undanhaldi í alþjóðleg- um flutningarekstri. „Með þessu erum við því að færa vinnubrögð okkar til samræmis við það sem þekkist erlend- is.“ Hann segir að gjaldskráin eigi einn- ig að auka hagræðingu hjá fyrirtæk- inu og viðskiptavinum þess. „Einföld og auðskiljanleg gjaldskrá sparar við- skiptavinunum tíma og heilabrot. Til dæmis mun án efa draga úr því að þeir þurfí að óska eftir leiðréttingu á reikningi." ERM-æðiá sænskum peninga- markaði Stokkhólmi. Reuter. SVEIFLUR hafa verið á sænskum peningamarkaði vegna frétta um að sænska krónan verði tengd gengis- samstarfí Evrópu, ERM, í byijun næsta árs, þótt þær fréttir séu bomar til baka. Samkvæmt fréttunum hefur verið gerð „leyniáætlun" um að tengja krónuna ERM þegar gengi marksins verður skráð 4,30 krónur. „Það er ekki rétt,“ sagði talsmaður Riksbanken. „Stjómin hefur enga leyniáætlun gert um fast gengi krón- unnar.“ „Ekki er heldur unnið að slíkri áætlun,“ sagði talsmaður fjármála- ráðuneytisins. Þessum yfírlýsingum var tekið með vantrú á sænskum peningamarkaði. Arður skuldabréfa lækkaði vemlega og gengi krónunnar sveiflaðist. Sérfræðingar segja ólíklegt að leyniáætlun sé til, en telja að um slíkt sér rætt í Riksbankem og fjármála- ráðuneytinu. Þeir óttast að efnahags- batinn í Svíþjóð komist í hættu ef markið seljist á 4,30 kr. Pólitískir erfíðleikar kunna einnig að standa sænsku krónunni fyrir þrif- um. Ingvar Carlsson lætur af starfí forsætisráðherra í marz og eftirmaður hefur ekki verið valinn. Gengistap Vinnslustöðvarinnar stafaði m.a. af hækkun marks og punds Heildartapið óljóst þar sem samningar eru enn opnir EKKI er enn útséð með hversu mik- ið tap Vinnslustöðvarinnar hf. kann að verða vegna gjaldeyrisskipta- samninga sem fyrirtækið hefur þeg- ar gert. Tveir þessara samninga eru opnir til 1. júní 1997 og tapið vegna þeirra getur þvi enn aukist, eða minnkað, að því er fram kom í ræðu Sighvats Bjamasonar, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Eins og fram hefur komið í frétt- um varð rúmlega 90 milljón króna tap af rekstri Vinnslustöðvarinnar á síðasta reikningsári fyrirtækisins sem lauk þann 31, águst síðastlið- inn. í ræðu sinni á aðalfundinum sagði Sighvatur fímm ástæður liggja að baki þessu tapi. Framlegð í loðnu- fiystingu hefði lækkað um 110 millj- ónir króna, þrátt fyrir aukið magn og lægri tilkostnað við vinnsluna. Tap vegna sjómannaverkfallsins hefði legið á bilinu 35-45 milljónir króna og svipaðar upphæðir hefðu tapast þar sem að humarveiðin brást. Þá hafí framlegð af bolfísk- svinnslu fyrirtækisins verið neikvæð um 50 milljónir króna. Tapið gjaldfært en lokaniðurstaðan enn óljós Mest varð þó tapið af gjaldeyris- skiptasamningum fyrirtækisins, að því er fram kom í máli Sighvats. Þar töpuðust 76 milljónir króna og er allt tapið gjaldfært á nýliðnu reikningsári, að sögn Sighvats, þrátt fyrir að tveir þessara samn- inga séu ennþá opnir og því óljóst hver endanleg niðurstaða þeirra verður. Um orsakir þessa gengistaps sagði Sighvatur: „Fyrirtækið hafði snúið hluta af skuldum sínum úr dollurum yfir í þýsk mörk og bresk sterlingspund sumarið 1994, þegar gengi dollars var ríflega 70 krónur. Ástæða þessa var að menn óttuðust frekari hækkun dollars þá um haustið og vildu því tryggja sig gegn henni. Eins og alkunna er þróaðist gengi þessara gjaldmiðla hins vegar í þveröfuga átt.“ Sighvatur sagðist hins vegar ekki treysta sér til þess að meta hvort þetta tap hafi komið til vegna hreinnar óheppni eða hvort að sér- fræðingar þeir sem voru hafðir til ráðgjafar við gerð þeirra hafí ekki verið starfi sínu vaxnir. Niðurstað- an sé hins vegar 76 milljón króna gengistap en gengisþróunin á næsta ári muni síðan leiða í ljós hvort að þetta tap verður meira eða minna þegar upp verður staðið. Landsbréf stofnar hlutabréfasjóð Fjárfest í íslensk- um fyrirtækjum LANDSBRÉF hf. hefur stofnað nýjan hlutabréfasjóð, sem er ætlað að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi og í nýjum, vaxandi atvinnugreinum, sem þykja arðvæniegar. Sjóðurinn hefur fengið nafnið „íslenski fjársjóðurinn" og að sögn Kristjáns Guðmundssonar, mark- aðsstjóra Landsbréfa, vísar nafnið til þess að sjóðnum er ætlað að fjár- festa í íslensku atvinnulifí og fram- tíðartækifærum. „Að minnsta kosti helmingi sjóðsins og allt að 90% af honum verður varið til fjárfestinga í vel reknum fyrirtækjum í eða tengdum sjávarútvegi. Sérstaklega verður litið til fyrirtækja sem þjóna greininni og eru að gera athyglis- verðar tilraunir með frekari nýtingu sjávarfangs. Að minnsta kosti 10% af sjóðnum verða notuð til að fjár- festa í atvinnugreinum, sem byggj- ast á hugvitsemi, aukinni menntun, og eru líklegastar til að skapa meiri virðisauka og treysta efnahag þjóð- arinnar. Þar skal til dæmis nefna fyrirtæki í hugbúnaðarframleiðslu, ferðamannaþjónustu, matvæla- og lyfjaframleiðslu. Sérstakt ráðgjafar- áð, skipað aðilum úr atvinnulífínu verður stjórn íslenska fjársjóðsins og sérfræðingum Landsbréfa innan handar við fjárfestingar." Íslenski íjársjóðurinn er hreinn hlutabréfasjóður og þeir einstakl- ingar sem Ijárfesta þar fyrir ára- mót, eiga því rétt á skattaafslætti vegna hlutabréfakaupa. Kristján segir að sjóðurinn henti vel fyrir þá fjárfesta sem setja sveiflur hluta- bréfamarkaðarins ekki fyrir sig enda gefí hann mikla ávöxtun- armöguleika. Rekstrar- og viðskiptanám EndurmenntunaRstofmmar Háskóla íslands - þriggja missera nám með starfi - hefst í lok janúar 1996 Endurmenntunarstofnun býður fólki, með reynslu í rekstri og stjórnun, upp á hagnýtt og heildstætt nám í helstu viðskiptagreinum. Námið hafa nú þegar stundað á fjórða hundrað stjórnendur úr einkafyrirtækjum og stofnunum. Nemendur eru flestir fólk með viðamikla stjórnunarreynslu sem gera miklar kröfur um hagnýtt gildi og fræðilega undirstöðu námsins. Ávallt komast færri að en vilja. Tveggja missera framhaldsnám með sama sniði stendur til boða annað hvert ár. Inntökuskilvrði: Teknir eru inn 32 nemendur. Forgang hafa þeir, sem lokið hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sambærilega menntun sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjórnun. Helstu þættir námsins: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, íjármálastjórn, stjornun og skipulag, starfsmannastjórnun, upplýsingatækni í rekstri og stjórnun, framleiðslustjómun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Kennslutími er 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Námið er alls 360 klst. sem samsvarar 18 einingum á háskólastigi. Nemendur taka próf og fá prófskírteini að námi loknu. Stjórn námsins skipa þrír háskólakennnarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulítrúi Endurmenntunarstofnunar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verkfræðideildar HÍ. Kennarar m.a.: Bjami Þór Óskarsson, hdl. og adjúnkt HÍ. Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor HÍ. Guðmundur Ólafsson, hagífæðingur, stundakennari HÍ. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi. Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptadeild HÍ. Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur Sinnu hf. Næsi hópur hefur nám í lok janúar 1996. Verð fyrir hvert misseri er 72.000 kr. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 20. desember 1995) fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Tæknjgarði. Dunhaga 5.107 Revkiavik. sími: 525 4923. Fax 525 4080. Netfang: endum @ rhi.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.