Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ANTON AXELSSON ¦4- Anton G. Axels- son fæddist í Reykjavík 12. júlí 1920. Hann lést í Landspítalanum föstudaginn 17. nóvember síðastlið- inn og fór útförin fram 24. nóvember. A VORDOGUM árið 1946 kynntist ég Ant- oni G. Axelssyni en vhann var þá nýkominn frá fiugnámi í Banda- ríkjunum og hóf flug- kennslu hjá flugskólan- um Cumulus sem þeir Jóhannes R. Snorrason, Magnús Guðmundsson og Smári Karlsson höfðu stofnað eftir að þeir komu frá flugnámi í Kanada. Það má með sanni segja að þeir séu guðfeður kennsluflugs á Is- landi. Eftir síðari heimsstyrjöldina vaknaði mikill áhugi íslenskra æsku- manna á flugi sem þessir frumherjar og ármenn íslenskrar flugsögu gáfu þeim tækifæri á. Margir af þeim flug- nemum sem Toni kenndi urðu síðar meir atvinnuflugmenn og tóku virk- an þátt í því mikla ævintýri sem flug- jð varð og hefur borið hróður íslands um víða veröld. Anton hóf störf hjá Flugfélagi íslands hf. þann 1. janúar 1947 og fylgdi þeirri miklu og öru þróun sem varð á starfsferli hans, allt frá Catalina flugbátum til Boeing 727 þotna. Anton var afar farsæll í starfi sem varði yfir fjóra áratugi og eftir að hann kom í land tók hann upp þráðinn að nýju og gerðist kenn- ari og prófdómari hjá Flugmálastjórn fslands og miðlaði hann eins og fyrr- um þekkingu sinni og reynslu til æskumanna þessa lands, þjóðinni til Keilla og framfara. Sláttumaðurinn slyngi hefur á þessu ári fellt marga úr röðum frumherja íslenskra fiug- mála en sem betur fer hafa þeir skil- ið eftir sig vel plægðan akur sem uppsker eins og til var sáð. Nú að leiðarlokum þakka ég Tona framlag hans til flugsins á Islandi og síðast en ekki síst allar gömlu og góðu stundirnar er við áttum sam- an í gamla Cumulusbragganum á vordögum árið 1946. Ég votta Jenny, börnum, barnabörnum og ástvinum hans mína dýpstu samúð. Blessuð sé hans minning. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Félagi okkar, Anton G. Axelsson, '; hefur nú kvatt okkur að sinni eftir erfiða sjúkdómsbaráttu og lagt í sitt hinsta flug til annarra heima. Anton, sem lærði flug í Kanada og Bandaríkjunum á stríðsárunum, var einn af frumherjunum í flugi hér á landi, fyrst í flugkennslu og síðan í innanlands- og millilandaflugi hjá Flugfélagi íslands og eftir starfslok hjá Flugleiðum var hann eftirlitsflug- maður hjá Loftferðaeftirlitinu. Þá var hann einn af stofnendum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfaði þar að félagsmálum stétt- ar sinnar. Anton var vinsæll maður, farsæll í starfi sínu og góður heimilisfaðir. Undanfarin ár höfum við nokkrir j" félagar ásamt Antoni komið saman á eftirmiðdögum og rætt áhugamál okkar og hagsmuni eftirlaunaflug- manna sem Anton barðist ötullega gegn að yrðu skert og stöndum við í mikilli þakkarskuld við hann fyrir baráttu hans í því máli. Við félagarnir kveðjum nú Tona með söknuði eftir áratuga kynni og vináttu með þökk fyrir samfylgdina um leið og við sendum Jennýju eig- inkonu hans, börnum og öðrum ást- vinum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Jóhannes Markússon, Ol- af Olsen, Ingvar "Þorgils- son, Kristinn Olsen. Anton G. Axelsson, einn af frum- herjum íslenskrar atvinnuflugssögu, hefur kvatt okkur. Anton starfaði sem atvinnuflugmaður í hartnær hálfa öld, lengst af sem flugstjóri hjá Flugfélagi íslands, síðar Flug- leiðum, en síðast sem prófdómari og eftirlits- maður hjá loftferðaeft- irliti Flugmálastjórnar. Hann er orðinn stór flugmannahópurinn sem starfað hefur með Antoni í gegnum árin. Samstarf okkar um borð í flugvél hófst árið 1973, ég þá að byrja sem flugmaður á þotu, hann flugstjóri með þeim eldri og reyndari. Hann tók mér vel frá fyrstu stundu, óspar á tilsögn en þó aldrei uppáþrengjandi, þolin- móður - oftast - en umfram allt ætíð notalegur og skemmtilegur. Ekki kynntist ég Antoni sem manni margra orða, líklega hefði verið sagt að hann hefði „knappan stíl" hefði hann lagt fyrir sig ritstörf. Hann kom skoðunum sínum á framfæri í fáum orðum, sem þó skildust vel og átti auðvelt með að greina á milli aðalatriða og aukaatriða. Það sann- aðist á farsælum flugmannsferli hans. Anton var heiðarlegur í öllum samskiptum, ætlaðist til hins sama af öðrum, þoldi annað illa. Hann var mannþekkjari góður. Anton var einn af stofnendum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og tók alla tíð virkan þátt í félags- starfinu. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir félagið, sat meðal annars í stjórn þess og stjórn Lífeyr- issjóðs atvinnuflugmanna í mörg ár. Hann öðlaðist réttindi á fjölda flug- vélategunda, upplifði og tók þátt í þróun og framförum, sem hann hef- ur tæplega, frekar en aðra, órað fyrir þegar hann hóf flugnám í byrj- un árs 1944. Hann fékk fyrstur ís- lendinga réttindi til að fljúga þyrlu árið 1949. Anton lifði viðburðaríka ævi og var gæfumaður í starfi. Það fór aldr- ei fram hjá okkur sem með honum störfuðum að hann bar mikla um- hyggju fyrir sínum nánustu og sendi ég þeim mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Það var gæfa að fá að kynn- ast og starfa með Antoni Axelssyni. Blessuð sé minning hans. Krisljáu Egilsson. í hinstu flugferð sinni í jarðnesku lífi flaug Jónatan Livingston mávur fram á tvo stjörnubjarta máva er voru komnir til þess að fylgja honum í hærri hæðir. I hinni hugljúfu bók um þennan dáða' flugfugl er síðustu flugferð hans lýst á eftirminnilega hátt: „Ef við fljúgum nokkur hundruð metrum hærra, get ég ekki lyft mín- um gamla skrokki lengra upp." „Jú, þú getur það, Jónatan. Þú ert búinn að læra. Skóla okkar er lokið og mál til komið, að sá næsti byrji." Eins og skilningurinn hafði skinið yfir honum alla ævi, þannig brá hann nú birtu á þetta andartak í lífi Jónatans mávs. Þeir höfðu lög að mæla. Hann gat flqgið hærra og tími var til kominn að halda heim. Hann horfði lengi, lengi út í him- ingeiminn í síðasta sinn, út yfir þetta stórfenglega silfurland, þar sem hann hafði lært svo margt. „Ég er tilbúinn," sagði hann loks. Og Jónatan Livingston mávur hóf sig upp ásamt stjörnubjörtu mávun- um tveim og hvarf út í aldimman geiminn." Nú horfir Toni vinur minn, Anton Axelsson flugstjóri, út í heimigeim- inn í síðasta sinn. Núna flýgur hann á braut frá fjölskyldu og okkur vin- um sínum, hærra en nokkru sinni á sínum langa og farsæla flugferli. Aldursmunur okkar Tona var næstum því jafn mikill og atvinnu- flugsaga íslands er löng. Þrátt fyrir það finnst mér við báðir alltaf hafa verið jafn ungir þegar rætt var um okkar hjartans mál - flugmál, í víð- asta skilningi þess orðs. Ég hafði oft heyrt Tona að góðu getið áður en ég hitti hann í fyrsta sinn um borð í Boeing 727-þotunni Gullfaxa á Reykjavíkurflugvelli. Þá var ég aðeins tíu ára gamall flug- áhugamaður sem var sérstaklega boðið að „fljúga með" tvær ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar og var mér skipað til sætis í stjórnklef- anum hjá Tona. Síðar áttu ferlar okkar í fluginu eftir að liggja saman okkur báðum til gagns og gamans. Fyrst í starfi, tæpan áratug hjá Flugleiðum og nokkur ár hjá Flugmálastjórn. Síðar í leik, mörg undanfarin ár í góðum vinahópi við síðdegisskaffidrykkju á Hótel Loftleiðum. Ævilangt mun ég búa að kynnum mínum við Tona og vil með þessum fátæklegu orðum þakka honum gott veganesti í lífinu. Hver einasti maður var eitt sinn ungur en því miður vill það oft gleymast. Þessa einföldu staðreynd lífsins geymdi Toni hins vegar í huga sér og hjarta. Hann var ætíð boðinn og búinn að hjálpa ungu fólki sem var að fljúga úr hreiðrinu og taka fyrstu vængjatökin. Er Toni lét af störfum hjá Flug- leiðum hf. fyrir aldurs sakir sóttist Pétur Einarsson fyrrv. flugmála- stjóri eftir reynslu og hæfileikum hans í starf eftirlitsflugstjóra Flug- málastjórnar. Ein af fjölmörgum skyldum við þetta ábyrgðarmikla starf er að vera verklegur prófdóm- ari ungra flugnema. Ekkert var Tona ljúfara og skyldara en að sinna þessu unga fólki. Hann var alltaf tilbúinn að fara í próf þegar hinir ungu og spenntu flugnemar kölluðu með fiðringinn í maganum eftir sínu fyrsta einkaflugprófsskírteini. Allir flugmenn þekkja tilfinninguna sem fylgir því að hafa staðist þennan merka áfanga í upphafi flugferils. Oftar en ekki fór Toni í prófflugið án þess að krefjast gjalds því hann vissi sem var að hver einasta króna efnalítilla flugnema kemur að notum fyrir næsta flugtíma. Þannig var Toni fyrst og fremst flugmaður og mannþekkjari en ekki ópersónulegur embættismaður sem lét kaldan bók- stafinn blífa. Fyrir okkur sem störf- um á Reykjavíkurflugvelli var sér- lega ánægjulegt að sjá ungan flug- nema og Tona, þennan Nestor flug- manna, ganga áleiðis frá litlu flug- vélinni með sælusvip að loknu far- sælu prófflugi. Ég hef kosið að varpa hér að framan litlum geisla á þann hluta flugmannsferils Tona sem snýr að samvinnu hans og ungs fólks sem hefur kosið að hasla sér völl í flug- málum. Hann sýndi þessu unga fólki umhyggju og virðingu og það er ein- læg trú mín að hann hafi uppskorið jafn ríkulega og hann sáði á þessum akri. Það kom gjarnan fram í sam- tölum okkar hvað þessi þáttur á flug- mannsferlinum var honum mikils viðri. í minningunni mun Toni lifa sem aðlaðandi og jákvæður maður, heil- steypt og hreinskilin persóna, traust- ur og úrræðagóður vinur og afar skemmtilegur maður með ríka kímn- igáfu. Jónatan Livingston mávur var ekki eins og aðrir mávaf sem flugu einungis til þess að leita sér ætis. Fyrir Jónatani mávi var flugið ástríða. Hann leitaðist við að ná sem mestri fullkomnun í fluglistinni, hann flaug hærra og hærra, Iengra og lengra og hraðar og hraðar. Síð- ast en ekki síst var Jónatan Liyings- ton mávur góður leiðbeinandi. í Tona bjó þessi eini sanni Jónatan mávur sem ég held að búi í okkur öllum þó að mætti gjarnan bera meira á honum. íslensk flugmál standa í þakkar- skuld við Anton Axelsson þar sem hann varði lífstarfinu meðal margra annarra góðra manna og kvenna í að búa næstu kynslóðum enn traust- ari atvinnugrein í hendur. Gunnar Þorsteinsson. Maðurinn með Ijáinn hefur heim- sótt vin minn, Anton Axelsson. Það er ekki langt síðan, eða í ágústlok, að Toni, eins og hann var oftast kallaður, heimsótti mig á Landspít- alann þar sem ég lá allmikið veikur. Hann var svo hress eftir veru sína á Reykjalundi að hann lék á als oddi og átti ekki orð yfir hve dvöl hans þar hefði hjálpað honum. Nú, aðeins tæplega þremur mán- uðum seinna, er hann allur. Allir vissu að Toni hafði gengið í gegnum mikil og erfið veikindi en einhvern veginn fannst manni að tími hans væri ekki kominn. Sérstaklega ekki þegar hann kom hvað eftir annað í heimsókn til mín, brosandi og kátur á Volvo-bílnum sínum, svo glaðbeitt- ur til lífsins. Oft var hann nýbúinn að drekka eftirmiðdagskaffi með fyrrverandi flugstjórum og öðrum þeim, sem eru komnir á eftirlaun hjá Flugleiðum, þannig að næg virt- ist vera orkan. Kynni mín af Antoni hófust árið 1959 þegar ég hóf störf hjá Flugfé- lagi Islands hf. Þá voru flugstjórarn- ir goð í augum okkar flugafgreiðslu- mannanna og við umgengumst þá með mikilli ' lotningu svo ekki sé meira sagt. Árið 1967 varð ég stöðv- ar- og sölustjóri á Keflavíkurflug- velli en þá hafði Flugfélag ísiands eignast fyrstu þotu íslendinga, Gull- faxa. Anton Axelsson var að sjálf- sögðu í fyrsta flugstjórahópnum og það leiddi til þess að kynni okkar urðu meiri en áður. Árið 1981 styrktist syo vinátta okkar enn þegar Toni og Björn Guð- mundsson komu til Kano í Nígeríu, en þangað hafði ég verið sendur til að aðstoða við uppbyggingu á flugfé- laginu Kabo Air. Þar reyndist Toni betri en enginn og veitti mér mikinn styrk og aðstoð. í Nígeríu bundust fjölskyldur okkar Tona vináttubönd- um og Toni varð tíður heimagangur í Lálandi 23 þegar heim var komið. Samverustundirnar lifa nú áfram í safni minninganna ekki síst þegar við ræddum heimsmálin og fréttir líðandi stundar. Þegar ég missti eig- inkonu mína fyrir tæpum fjórum árum naut ég enn vináttu Tona og ekki síður eiginkonu hans Jennýjar. Þau sýndu þá ómetanlega umhyggju fyrir vini sem hafði misst mikið. Ég gerði mér alls ekki ljóst, þrátt fyrir veikindin, þegar ég heimsótti Tona á afmælisdaginn minn, 15. nóvember sl., að það vðeri komið að leiðarlokum. Hann var með fullri rænu og við spjölluðum saman vin- irnir í hinsta sinn í þessu jarðlífi. Ég bið Guð að blessa Anton Axels- son og ég votta þér, Jenný mín, börnum þínum, barnabörnum og tengdafólki mína innilegustu samúð vegna fráfalls þessa góða drengs. Grétar Haraldsson. Kær samstarfsmaður og vinur er kvaddur í dag. Langt var orðið hans flug, og spannaði 50 ár. Hann fædd- ist tæpu ári eftir að fyrsta flug var framkvæmt á íslandi. Sé flett í Flug- mannatali og æviágrip hans lesið, birtir það þverskurðarreynslu ís- lensks flugs frá upphafi. Frumstætt flug frumherja. Flogið „by the seat qf your pants", eða eftir eðlisávísun. Árið 1957 komu V. Viscount flugvél- ar til Flugfélags íslands. Skemmti- Iegt viðtal er við Anton í tímaritinu Flugmál, apríl/júní 1957, varðandi þjálfun á þessar flugvélar, sem tók tvo mánuði, og fór fram í London, ásamt lýsingu á flugvélunum. Á þessum tíma var höfuðstöð milli- landaflugs FÍ í Kaupmannahöfn. Þar voru oftast áhafnaskifti, og gist. Höfn varð því sem annað heimili Antons á þessum árum. Frá 1963 flaug hann jafnframt DC-6B flugvél- um FÍ, svo og um tíma til Bandaríkj- anna fyrir Loftleiðir hf. 1967 kom svo „þotan", sem svo var nefnd. Nýsmíðaður „Gullfaxi", Boeing 727/108, og sérsmíðaður, klæddur íslenskum myndum í farþegarými. Sú þjálfun stóð í tæpa tvo mánuði í Seattle í Bandaríkjunum. Hápunktur flugferils Antons er eflaust þegar hann flaug fyrstur hinum nýja far- kosti til Kaupmannahafnar, og til baka, 1. júlí 1967. Fjórum árum síð- ar bættist „Sólfaxi" í flotann, 1980 keyptu Flugleiðir hf. nýja Boeing 727/200, en 1983 urðu starfslok hjá Antoni, því hámarksaldri var þá náð. Næstu ellefu ár starfaði hann hjá Flugmálastjórn íslands, m.a. sem prófdómari. Það var ekki mulið undir Anton á æskuárum hans í miðri kreppu. Það átti við, sem Ö.A. sagði um Stjána bláa: „Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark". Sem unglingur starfaði Anton sem sendill í Bernhöftsbakaríi. Þar kynntist hann Kjarval, sem frá segir í ævisögu Kjarvals. Og þröngt hefur verið í búi Meistarans, sem fékk eitt sinn mán- aðarkaup Antons að láni, 10 krónur, og greiddi með tveimur afborgunum. Enda treysti Kjarval honum einum, bæði sem flugstjóra, sem og banka- stjóra og fararstjóra, þegar hann heimsótti Höfn í síðasta sinn árið 1964. Og í engu brást Anton vini sínum. Sem og af Kjarval gengu ýmsar sögur af Antoni, og margar stílfærð- ar. Ein lýsir honum nokkuð, og kann að vera færð í stílinn. Eitt sinn átti hann að hafa prófað nemanda til einkaflugprófs. Ekki mun honum hafa þótt flugmennt nemans traust- vekjandi. Felldi hann þó ekki, en sagði að skilnaði: „Blessaður. Taktu aldrei með þér farþega." Við störfuðum saman meira og minna í þrettán ár. Hann tók mér framan af með vissum fyrirvara, og í trúnað hans var löng leið, og alls ekki sjálfgefið. Til þess varð að vinna. Skapið var stórt, og ef hvessti, þá gerðist það hressilega. En vináttu sína gaf hann mér, og sú var traust. Anton var meðalmaður á hæð,. grannur sem ösp á yngri árum, en þéttist með aldri. Hærður vel. Augun snör, og sem þeim leyndist fátt. Með árunum fannst mér meiri ró færast yfir Anton, og sjálfur skynj- aði ég betur seinna þá streitu sem fylgdi hans starfi fyrrum. Eftir að hann kom á „þotuna", var sem hann væri kominn heim. Ég kveð vin minn Anton. Ég veit-_ hann mun eiga góða heimkomu, og segi: „Bon Voyage". Jennýju og ást- vinum öllum votta ég innilega samúð. Amundi H. Olafsson. Einn af frumherjum íslenzkrar flugmannasveitar er fallinn frá. An- ton G. Axelsson var um marga ára- tugi einn af máttarstólpum Flugfé- lags íslands, flugstjóri þar um langt árabil og síðar hjá Flugleiðum. Um náms- og starfsferil hans, ætt og fjölskyldu má lesa í hinu ágæta Flug- mannatali (og átti hann sjálfur sæti í ritnefnd þess). Margir af flugstjórum þessa brautryðjendatímabils í flugsögunni voru þjóðkunnir menn og að verð- leikum: undir starfi þeirra, öryggi og áræðni átti þessi litla þjóð á við- sjálum norðurslóðum oft ótrúlega mikið í varðveizlu mannslífa og ör- uggum samgöngum sem verið hafa lífæð viðskipta og samfélagstengsla. Flugið hefur fært saman lönd og þjóðir, svo að hreint undur hefði verið í augum allra þeirra sem uppi voru fyrir hundrað árum og þaðan af fyrr. Út á við var nafn Antons ekki jafn-kunnugt og sumra kollega hans, þótt hann væri virtur í starfi sem flugstjóri og prófdómari flugmanna í marga áratugi. En Anton lagði sig fram um að forðast sviðsljós fjöl- miðla, og því fóru færri fréttir af giftusamlegum ferðum hans en oft hefði verið ástæða til. En honum var snemma treyst til ábyrgðarstarfa og bar gæfu til að komast klakklaust og með reisn frá áskorunum lífsins. Anton hafði til að bera sterka skapgerð, hann var karlmenni, vel gefinn, hressilegur og sjarmerandi, hlýr í viðmóti, röddin styrk og djúp og eins og andaði af honum hvetj- andi áhuga, gefandi fyrir sjálfs- traust þeirra sem umgengust hann. Félágslyndur var hann, hrókur fagn- aðar á góðri samverustund og hlátur hans smitandi. Ég er á aldur við börn hans, frændsystkini mín, og þekkti Tona ekki sem jafningi hans eða félagi, heldur mest í fjölskyldu- boðum fyrri ára, en fyrir alla hluti minnist ég hans með virðingu og hlýju. Anton var kvæntur Jennýju Jóns- dóttur, móðursystur minni, sem var honum samboðin í reisn og myndar- skap. Hún sér nú á bak elskuðum manni sínum eftir langt og farsælt hjónaband og erfið veikindi undir það síðasta. Eg flyt henni, börnum þeirra fjórum, barnabörnum og öðr- um ættingjum innilegustu samúðar- kveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Jón Valur Jensson. • Fleiri minningargreinar um Anton Axelsson bíða birtingw og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.