Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Framúr- skarandi MYNPLIST Jcns/Skólavörðustíg SKISSUR/ UNDIRBÚNINGSVINNA Magnús Ó. Kjartansson. Opið áverzlunartíma. Aðgangnr ókeypis. NU um stundir virðist það vera sáluhjálparatriði hjá ungum og framsæknum málurum að mála á stóra fleka, og því stærri sem grunnflöturinn er, því alvarlegri og marktækari virðast athafnirn- ar teljast. Rými og tími eru ein- kunnarorð dagsins, og stundum eru innsetningarnar í þá veru, að einungis risavaxnir salir rúma þær, en er þó sjaldnast um viðlíka fyrirferð um listræna andgift og hugsæi að ræða hjá fremjendun- um. Rétt er þó að stórir fletir og þróttmikil útfærsla myndefnis grípa skoðandann sterkari tökum en lítil og fínleg verk, sem þarfn- ast meiri nálgunar og tíma, en þó er það svo að mörg mestu lista- verk heimssögunnar eru af meðal- stærð og sum af minni gerðinni eins og t.d. fjölmörg málverk nið- urlenzkra meistara. Þetta gefur svo auga leið að í raun skipta stærðir ekki meginmáli, og alls ekki um listræn tilþrif, en yfir- stærðir eru þó kærar flestum myndlistarmönnum a.m.k. ein- hvern tímann á ferli J>eirra. Málarinn Magnús 0. Kjartans- son er einn þeirra, sem hafa feng- ið yfirstærðaveiruna eins og at- hyglisverð framkvæmd hans í Austursal Kjarvalsstaða bar með sér. En minni myndirnar á sýning- unni gáfu þó hinum stærstu lítið eftir, nema að síður væri. Sýning sú kom mörgum í opna skjöldu, og það munu án efa lítil frumriss og undirbúningsvinna í listmunaverslun Jens Guðjónsson- ar að Skólavörðustíg 20 sömuleið- is gera. í þeim birtast nefnilega ýmsir bestu eðliskostir Magnúsar sem málara, sem eru sjálfsprottin áreynslulaus vinnubrögð og fá- gæt kímni, sem er hans eigin. Listamaðurinn er afar vel mennt- aður í niðurskipan myndefnisins og glímunni við flatarmál, sem kemur vel fram í öllum þessum myndum, jafnframt því sem litur- inn vinnur vel með hinum sér- stöku áhersluþáttum. Við sjáum eins og í hnotskurn forvinnu listamannsins að stóru flekunum, en hér er þungbúin alvaran og lífspínan ekki í fyrir- rúmi, heldur létt kímni, sem fellur einkar vel að myndefninu. Mann- sonurinn er hér óforvarendis að skáskjótast milli stórhýsa á Laug- arnesinu með krossinn á bakinu, og er einhvern veginn svo nálæg- ari og mannlegri en á stóru flekunum, jafnframt fær skírskot- unin aukinn brodd, sbr. „Borgar- ljós“ (11) og „Næturganga“ (12). Leikandi geit og eldspýta í yfir- stærð eru í myndrænum pataldri (14) og brokkgeng kirkja ögrar náttúrulögmálunum (24). Ró og jafnvægi einkennir svo myndina „Glugginn minn“ (1) , en hins vegar er fóturinn í „Uppstigning" tákn sársauka og þjáningar. Þetta eru afar vel útfærðar myndir, sem skila sér enn betur við endurtekna skoðun og er jafn furðulegt að listamaðurinn veigr- aði sér við að sýna þær og að Eiríkur Smith skyldi stinga vatns- litamyndunum sínum undir stól á sínum tíma, sem við gátum nálg- ast í Stöðlakoti fyrir skömmu. Sem sagt framúrskarandi... Bragi Ásgeirsson Steinblóm „Skref“ - hvers vegna ekki? MYNPLIST Stödlakot TEXTÍLAR Hrönn Vilhelmsdóttir. Opið frá 14-18 alla daga. Til 3. desember. Aðgangur ókeypis. TextflhönnuðurinnHrönn Vil- helmsdóttir er óþekkt stærð í ís- lenzkri myndlist, og einkasýning hennar í Stöðlakoti mun frumraun hennar á vettvanginum á höfuð- borgarsvæðinu. Aður hefur hún sýnt í Listhúsinu ASH Varmahlíð, og tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Hún nam við Textíldeild MHÍ TÓNLIST Ncskirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Rossini: Forleikur að Rakaranum í Sevillu; Mozart: Hornkonsert nr. 3 í Es-dúr K447; Beethoven: Sinfónía nr. 5 í c-moll Op. 67. ÞorkeU-Jóels- son, hom; Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna u. stj. IngvarS Jónassonar. Neskirkju, sunnudaginn 26. nóvem- ber kl. 16.30. ÞAÐ var ekki verið að ráðast á lægsta garðinn á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna í Neskirkju vestur á Melum á sunnudaginn var. Að vísu er nokk- uð um liðið síðan atvinnuhljómlist- armönnum þótti sinfóníur Beét- hovens óspilandi, en á móti kem- ur, að Örlagasinfónían er líklega þekktasta hljómkviða heims og hverju mannsbami, sem á annað borð veit af sígildri tónlist,- þaul- kunnug. Það þarf því ekki lítið hugrekki til að flíka opinberlega afrakstri mismenntaðra viðvan- inga, sem æfa aðeins einu sinni á viku fyrir enga aðra umbun en ánægjuna. Ekki var heldur hægt að fela sig á bak við ókunnugleikann í 1990 og iðnhönnunardeild skólans næsta vetur. Hefur frá námslokum einbeitt sér að hlutum notagildis á sviðum textíla og rekur Textíl- kjallarann, þar sem hún hefur ver- ið með vinnustofu og verslun frá því í september sl. ár. Hrönn fylgir sýningunni úr hlaði með stuttum inngangi „í „Kirkju- gólfi“ koma saman átök trúar og þjóðtrúar og íslenzk náttúra, fög- ur, tignarleg en ægileg. Einnig formfesta sem einkennir textílinn. Látum hann springa út í stein- blómi, losna úr Læðingi." Ekki er mér fulljóst hvað lista- konan er að fara með þessari tilvís- un né hvernig hún tengir hana framkvæmdinni og verkum sínum, hinum verkefnunum tveimur. For- leikurinn að „bezt heppnuðu gam- anóperu heims“, Rakaranum í Sevilla eftir Rossini, er mun létt- ari áheyrnar en í flutningi, og tón- verk Mozarts ekki síður, en allt rann þetta ljúflega niður við góðar undirtektir hinna fjölmörgu ánægðu áheyrenda. Stemningin var góð og minnti mann á að sækja betur skólatónleika en mað- ur hefur gert um hríð, því þrátt fyrir eðlilega misjafna hæfíleika ungmenna er þar glímt við undir- stöðuatriði, sem hveijum hlus- tanda á tímum gerilsneyddrar full- komnunar er hollt að rifja upp annað slagið - að ekki sé minnzt á þá umbúðalausu spilagleði, sem furðuoft virðist láta sig vanta á tónleikum atvinnumanna. Nú má til sanns vegar færa, að hin fimm ára gamla Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna er að því leyti frábrugðin skólahljórnsveit- um, að. meðalaldur meðlima er hærri og tónlistarkennarar og fyrrum atvinnumenn meðal flytj- enda, og hlýtur það allt að stuðla að meiri hljómgæðum. Þó var ekki laust við, í samanburði við óvænt góða frammistöðu sveitarinnar í Nýjaheimssinfóníu Dvoráks á tón- leikunum í Fella- og Hólakirkju sem eru silkidúkar í mismunandi tónbrigðum, vinnsluferlið er æt- ing, málun og tauþrykk. Jafnvel þótt skreytikennd formin gangi út frá einu grunnþema, sem mun vera umrætt kirkjugólf eru þau full laus í sér. Þetta teljast full einhæf vinnubrögð á heildina litið, en stuðlabergið í innsetningunni er uppörvandi viðbót í formrænum hreinleika sínum. Hins vegar kem- ur kirkjugólf síður upp í hugann, er maður ber dúkana augum, og að auk virðist listakonunni yfir- drifin gljáandi áferð kærari líf- rænni og mattri. Þannig fannst mér matti dúkurinn „Blómstrun" (4) bera af og vera helst í tengsl- um við mögn jarðar, og um leið kirkjugólfið nafnkennda úr stuðla- bergi. A Ioftinu eru nokkrir púðar og hér er efnisáferðin sömuleiðis full stássleg að mínu mati. Bragi Ásgeirsson sl. vor, að sá frábæri standarður væri nú í hættu, enda virtust nokk- ur mannaskipti hafa orðið í milli- tíðinni, einkum í yngingarátt. En ef aðstandendur kjósa að horfa frekar til framtíðar en fortíðar, er það ekki nema hið bezta mál. Þorkell Jóelsson, hornleikari úr atvinnumannahljómsveitinni í næsta húsi við Neskirkju, var ein- leikari í 3. hornkonsert Mozarts. Þorkell blés af öryggi og hispurs- leysi, ekki sízt í lokarondóinu, þar sem innri taktmælirinn sló þón- okkrum slögum fleiri á mínútu en áhugahljómsveitarfólki er tamast, og mátti S.Á. hafa sig alla við undir hvetjandi og óeigingjarnri stjórn Ingvars Jónassonar til að valdhornið hyrfi ekki á undan og út í buskann. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna er hið lofsverðasta fram- tak, og væri ekki óviðeigandi fyrir borgaryfirvöld að rétta starfsem- inni einhvetja hjálparhönd, þó væri ekki nema út á nýfengna evrópska menningarborgarnafn- bót. Að lokum: nafn S.Á. er heldur óþjált og gæti valdið ruglingi í skammstöfun.......hvernig væri „Con Amore“? Ríkarður Örn Pálsson TONLIST Borgarlcikhúsinu KYNNINGARTÓNLEIKAR Flytjendur: Camerarcica, Ólafur Eliasson, Armann Helgason, David Knowles, Signrður Halldórsson, Daniel Thorsteinsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir og- Kristinn Om Kristinsson. Þriðjudagur 21. nóvember. BÓKASÖFN eru til á hveiju íslensku heimili, það er hluti af sér-íslenskri menningu, við söfn- um bókum, lesum þær kannski ekki allar frá a-ö, en við vitum af þeim, þær eru við höndina, við getum flett upp í þeim þegar okk- ur hentar og um leið eru þær heim- ildir sem nýtast þegar á þarf að halda. Á sama hátt eru þeir ein- staklingar til sem safna hljómdisk- um, en slíkir menn mættu vera miklu fleiri og ekki er síður hægt að nota hljómdiskana en bækurnar til að sækja sér heimildir eða sam- anburð. Bækur eru misjafnar að gæðum, skrifaðar af ungu fólki sem er að byija rithöfundaferil sinn, af þeim sem eru á báðum áttum og síðan af þeim sem náð hafa þeim þroska að hafa fundið sinn stfl og þróað hann, og þeir hinif sömu stigu einu sinni fyrstu spor í leit að töfrasprotanum, og hversu áhugavert er þá einmitt ekki upphafið og samanburðurinn. Ekki minni möguleika hefði hljóm- • KVIKMYNDIN Bróðir minn Ljónshjarta er komin út á mynd- bandi. „Þessi einstaka saga eftir Astrid Lindgren er hér ljóslifandi í æsi- spennandi mynd fyrir börn og ung- linga“, segir í kynningu. Myndin gerist að stærstum hluta í landinu Nangijala þar sem tími ævintýranna og varðelda er enn í fullu gildi. Bræðurnir Karl og Jónat- an hittast á ný eftir stutt líf á jörð- inni. Vegna hugrekkis fá þeir nafn- ið bræðurnir Ljónshjarta. Stór hluti kvikmyndarinnar var tekinn á ís- diskasafn á hveiju heimili til að geyma þennan feril. Skref gefur tóninn. Ólafur nokkur Elíasson, nemandi í píanóleik, á líklega fyrstan heiðurinn af því framtaki að tónlistarflutningur ungra flytj- enda komist á varanlegt blað án þess að kostnáðurinn sé flytjend- unum algjör ofraun og það út af fyrir sig er merkilegt skref. Skref hélt kynningartónleika á framtakinu og nýútkomnum geisladiskum í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið er kannski ekki það heppilegasta fyrir sum ein- leikshljóðfæri og kammermúsík- salur getur aðalsalurinn tæpast talist, og kannski bitnaði það nokkuð á flutningnum. Tæpast var heldur hægt að tala um heilstæða tónleika, þar sem úr sumum verk- unum á efnisskránni var aðeins fluttur lítill hluti. Hér var því fyrst og fremst um kynningartónleika að ræða og í upphafi tónleikahna flutti Ólafur Elíasson tölu um til- urð og framtíðarmarkmið Skrefs og gerði það einnig á léttu nótun- um eins og vera bar og sagði frá þeim forvitnilegu geisladiskum sem þegar eru til sölu á ótrúlega lágu verði, svo og þeim sem líta munu dagsins ljós á næstu vikum. Fleiri tónlistarnemendur hefðu mátt mæta í Borgárleikhúsið á þriðjudagskvöldið, en svona er það, brautryðjendastarfið er sjald- an auðvelt og því fær startið marg- faldar óskir um gott gengi. Ragnar Björnsson landi. Myndin er talsett af ljölda leikara og í aðal- hlutverkum eru ' Finnur Guð- mundsson og Björn Ingi Hilm- arsson. Lengd mynd- arinnar er 102 mín., þýðandi er Veturliði Óskars- son, leikstjóri ísl. tals Guðrún Þórðardóttir og um talsetningu sá Hljóðogmynd. Áhugans vegna Ný myndbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.