Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 11 FRÉTTIR Hallinn á botnfiskvinnslunni orðinn þrír milljarðar króna miðað við heilt ár ERFIÐLEIKAR í botnfísk- vinnslunni hafa verið að ágerast á þessu ári og fram hefur komið að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum rekur versnandi afkomu á síðasta fískveiðiári m.a. til þess að afkoma í bolfiskvinnslu hefði verið óviðun- andi á árinu, og fyrstu átta mánuði ársins var afkoman í frystingu hjá sjávarútvegsgeira Kaupfélags Ey- fírðinga á Akureyri sú slakasta sem verið hefur í tvo áratugi. Er þessi þróun hjá KEA m.a. talin stafa af því að kaupa hefur þurft fisk á of háu verði á fiskmörkuðum, og í of- análag sé fískurinn oft á tíðum léleg- ur. Samkvæmt skýrslu Þjóðhags- stofnunar frá því í september um hag fiskveiða og fískvinnslu er gert ráð fyrir að botnfískafli haldi áfram að dragast saman og verði tæplega 8% minni í ár en í fyrra, og á næsta ári er gert ráð fy_rir 1% minni botn- fiskafla en í ár. í fyrra var afkoma veiða og vinnslu botnsfísks jákvæð um sem nam 1% af tekjum, en í haust áætlaði Þjóðhagsstofnun að afkoma þessara greina væri orðin neikvæð um 3,1%. í fyrra var botn- fískvinnslan hins vegar rekin með hagnaði þriðja árið í röð og var hagn- aður af frystingu og söltun þá 2,9% af tekjum. Miðað við rekstrarskilyrði í ágúst síðastliðnum var frysting og söltun rekin með 4% tapi að mati Þjóðhags- stofnunar, en sú breyting hafði þó orðið að afkoman í söltun var orðin betri en í frystingu sem er breyting frá undanförnum árum. Verð á land- frystum afurðum var 2,2% lægra í ágúst en að meðaltali í fyrra, en á sama tíma hafði verð á sjófrystum afurðum hækkað um 2,8% frá með- altali fyrra árs. Verð á saltfiski var í ágúst 4,8% hærra en það var að meðaltali 1994. Frystar afurðir hafa ekkert hækkað Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, segir að frá því skýrsla Þjóðhagsstofnunar var birt í september hafí enn hallað und- an fæti í botnfiskvinnslunni. Sam- kvæmt nýjum útreikningum Samtaka fískvinnslustöðva miðað við hráefnis- verð og afurðaverð eins _____________ og það er í dag, og vinnu- laun og aðra þætti sem eru óbreyttir frá því í haust, þá er botnfísk- vinnslan nú rekin með 7,5% halla, en á heilu ári gerir það rétt tæplega 3 ____________ milljarða króna halla. Hallinn er mun meiri í frystingu en söltun, eða rúmlega 2,5 milljarðar á móti um 450 milljónum króna í sölt- uninni. I útreikningum Samtaka físk- vinnslustöðva er miðað við 8% ávöxt- un stofnfjár en í útreikningum Þjóð- hagsstofnunar 6% ávöxtun, en sam- kvæmt því mældist hallinn í botnfisk- vinnslunni nú 6,5%. Hækkun á hráefnis- verði helsta ástæða hallarekstursins Afkoman í botnfiskvinnslunni er mjög erfíð um þessar mundir, aðallega vegna aflasamdráttar og hækkunar á hráefnisverði. Botn- fískvinnslan er nú rekin með 7,5% halla samkvæmt útreikningum Samtaka fiskvinnslustöðva, og hefur afkoman versnað verulega frá því í haust þegar hallinn var um 4% að mati Þjóðhagsstofnunar. Ef framleið- andinn á kvót- ann og hráefn- ið þá hagnast hann vel Hafa teygt sig of langt í hráefniskaupum „Helsta ástæðan fyrir því að hallinn hefur verið að aukast eru hreinar hráefnis- hækkanir, sem rekja má að einhveiju leyti til sjómanna- verkfallsins í vor og úrskurð- ir úrskurðarnefndarinnar um fískverð hafa leitt af sér hækkun í nokkrum tilvikum. Það er ekki hægt að rekja þetta til verðs á fiskmörkuð- unum. Þarna er hreinlega komin fram hráefnisverðs- hækkun, sem kemur verr niður á frystingunni þar sem afurðir frystingarinnar hafa ekkert hækkað á tímabilinu og í raun örlítið lækkað. Á móti hefur orðið hækkun á saltfískafurðunum og þar kemur skýringin á því að hallinn í söltuninni er minni en í frystingunni," segir Am- ar. Aðspurður um hvað hann teldi hægt að gera til að snúa dæm- inu við segir Arnar að það væri greinilegt að í mörgum til- fellum væri hráefniskostn- aðurinn örðinn of mikill og það gerði dæmið þyngra að menn í frystingu og söltun væm að keppa bæði á fiskmörkuðum og í bein- um viðskiptum með físk. Menn hefðu einfaldlega teygt sig of langt í hráefniskaupun- um, og þegar við bættist að engar afuðaverðshækkanir hefðu orðið á tímabilinu þá væri ljóst að svona gæti þetta ekki gengið í heilt ár. „Hallinn var í september á bilinu 1,5-1,8 milljarðar miðað við heilt ár, og við vitum að mörg þessara fyrir- tækja em í blönduðum rekstri og hafa kannski verið að tapa eitthvað á þessu og græða á öðm. En þama hefur hallinn nálgast það að vera eins og þetta var verst síðastliðið vor. Svo má ekki gleyma því að um næstu áramót er samkvæmt kjara- samningum gert ráð fyrir launabreyt- ingum sem má meta á um rúm 3% hjá okkur í vinnslunni og síðan er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir að launaskattur hækki um 0,5% en hann vegur hjá okkur að minnsta kosti 60-70 milljónir á heilu ári. Þama em viðbótarkostnaðarliðir sem við sjáum og þarna er ég ekki að fjalla um það að í þjóðfélaginu er nú uppi ófriður og verkalýsðleiðtogar kreíjast þess að kjarasamningum verði sagt upp og em með launakröfur upp á að minnsta kosti 3-4% til viðbótar. Ef þetta gengur allt saman fram þá lætur eitthvað undan síga,“ segir hann. Nauðsynlegt að fjalla um tekjuskiptinguna Arnar segir nauðsynlegt að farið verði að fjalla um tekjuskiptinguna því greini- legt sé að sjómenn nái fram í gegnum úrskurðarnefnd umtalsverðum launahækk- unum í sumum tilfellum á sama tíma og laun hjá öðrum hafa ekki verið að hreyfast. Hluti af vandanum sem fisk- vinnslan þurfi að kljást við núna sé einfaldlega að hrá- efnisprósentan sé komin að meðaltali í 64% og það þoli vinnslan einfaldlega ekki. „Ég sé því ekki annað en að menn verði í sumum til- fellum að taka slag í að lækka hráefnisverðið og ég hygg að það sé einhversstað- ar byijað að gerast. Þetta er auðvitað hægara sagt en gert en menn standa einfaldlega frammi fyrir þessu,“ segir hann. Miðað við óbreytta af- __________ komu telur Amar viðbúið að mörg fyrirtæki muni lenda í verulegum erfíð- leikum í kringum áramótin og spuming hvort þau komist þá af stað aftur eftir hátíðamar. Hann sagðist alveg sannfærður um að ef það yrði í ofanálag ófriður á vinnumarkaði og gengið fram með stórfelldar launabreytingar þá gerðist það sjálfkrafa að gengið myndi falla þar sem ljóst væri að ýmislegt annað myndi þá gefa sig um leið og físk- vinnslan. „Menn reka ekki svona fyrirtæki í hefðbundinni botnfiskvinnslu í Mörg fyrir- tæki lenda ■ verulegum erfiðleikum um áramótin marga mánuði að óbreyttu. Við erum búnir að gera kjarasamninga út næsta ár og ég er ekki með þessu að segja að við eigum að komast út úr þeim samningum. En ef afkom- an á að halda áfram á þessu stigi þá eru fjölmörg fyrirtæki í frysting- unni sem ekki eiga möguleika á því að fara í söltun og ég sé ekki annað en að þau muni stöðvast í kringum áramótin ef ekkert gerist," segir Arnar Sigurmundsson. Skilaverð til saltfiskfram- leiðenda aldrei verið hærra Sem fyrr segir hefur afkoman í saltfiskvinnslunni á þessu ári verið betri en í frystingunni, og að sögn Gunnars Amars Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Sölusamtaka ís- lenskra fiskframleiðenda, hefur það hlutfall sem skilað hefur verið til framleiðenda af endanlegu söluverði hefur aldrei verið hærra hjá SÍF. Nú fæst að meðaltali 5-10% hærra verð á saltfiskmörkuðum en á sama tíma í fyrra og í vissum flokkum hátt í 20% hærra verð. Gunnar Öm segir að vandamálið sé hins vegar að fram- leiðendurnir hagnist ekki af hækk- andi verði heldur þeir sem eigi kvót- ann eða hráefnið. „Ef það fer hins vegar saman að framleiðandinn á kvótann og hráefn- ið þá hagnast hann vel á þessu. Vandamálið í þessum verðbreyting- um er að það vill oft verða þannig að þegar á sér stað hækkun á skila- verði til framleiðenda þá virðist verð- ið á fískmörkuðunum hækka. Stund- um skilur maður ekki þetta verð sem menn eru að borga á mörkuðunum og hvemig þeir ætla að framleiða á því og hafa eitthvað út úr því, en ég hugsa að menn séu að vinna á hrá- efnishlutfalli sem er eitthvað vel yfír 70%. Ég held að það sé alveg ljóst að þeir sem þurfa að keppa um hrá- efnið á fískmörkuðum eru oft í vanda með að ná endum saman. Menn hafa því mikið fariij út í það að reyna að ná beinum viðskiptum við báta og þá með því að útvega mönnum kvóta á móti þeim kvóta sem viðkomandi bátur er með og reyna með því að fá einhvem stöðugleika í hráefnis- verðið," segir Gunnar Öm. Minnkandi framboð á þorski hefur þýtt það að allur sá fiskur sem til er hefur farið út jöfnum höndum og engar birgðir hafa verið til frá því í vor. „Allavega hafa þeir framleiðendur sem hafa verið í viðskiptum við okk- ur losnað við sínar afurðir jöfnum höndum. Verð- hækkanir fóm fyrr af stað í ár en t.d. í fyrra, þannig að þessi verðhækkun hefur staðið lengur nú en þá. Sölutímabilið núna fyrir jólin er liðið og næsta sölutímabil er svo fyrir páskana, þannig að útlitið er í sjálfu sér ekki slæmt. En menn verða hins vegar að gera ráð fyrir að verð- ið fari lækkandi á næstu vikurn," Gunnar Öm. Yerðbréfafulltrúi VÍB í útibúi íslandsbanka viö Strandgötu i Hafnarfirði er Eggert Þór Kristófersson. Hann mun annast alla almenna ráðgjöf kaup ogsölu verðbréfa. Síminn hjá Eggerti er 555-4400. FORYSTA Í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRl-FAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910. VÍB opnar í útibúi íslandsbanka við Strandgötu í Hafnarfirði VIB býður nú ásamt íslandsbanka enn frekari þjónustu við einstaklinga með því að hafa sérstakan verðbréfafulltrúa í útibúi bankans við Strandgötu í Hafnarfirði. I dag verður opið hús í útibúinu þar sem hin nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VÍB verða á staðnum, auk þess sem fluttir verða áhugaverðir fyrirlestrar. 14:30 10 ráð til áð hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB. 15:00 Vextir og ávöxtun, hvað er að gerast? SigurðurB. Stefánsson, framkvæmdastióri VÍB. 15:30 Skipta 45.000 krónur pig máli? — Hlutabréfakaup einstaklinga. Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.