Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 27 GRÁAR STÆRDIR MYNPLIST Önnur hæö DÚKAR Alan Charlton. Opið miðvikudaga milli 14 og 18. Nóvember - desem- ber. Aðgangur ókeypis. GRÁTT er grátt, er grátt og grátt, má segja um margvíslega formaða dúka Alans Charlton í sýningarsalnum önnur hæð að Laugaveg 37. Um er að ræða innsetningu í rými þar sem ferningurinn, strend- ingurinn og flatarmálslögmálin ráða ríkjum, og þessum atriðum raðað á ýmsan veg á tilfallandi veggi í virkum og óvirkum hlutföll- um. Óvirkum þegar ferningurinn stendur einn og sér, en virkum þegar strendingum er raðað skipu- lega í röð, jafnvel þótt sjálfar hlut- fallaandstæðurnar séu samvirkar og þarmeð í sjálfu sér óvirkar. Listamaðurinn, sem er fæddur í Sheffield 1948 lifir og starfar í London, en verk hans hafa víða ratað og hann mun í dijúgu áliti hjá þeim sem dýrka rýmið og inn- setninguna öllu öðru framar. Fyrir þeim er rýmið allur samanlagður heimurinn, víðátturnar, fjarlægð- irnar og stærðargráðurnar, og því er óraunhæft að trufla skilningar- vitin með hlutvakinni ímynd, eða nokkurri tegund pensilskriftar. Þannig er það ekki fínleiki né gróf- leiki léreftisins sem. máli skiptir í list Charltons, ei heldur sjúgandi eða sléttur þekjandi grunnur, held- ur sjálfur dúkurinn óg mjúk efnis- áferð hans, og hér nægir að strengja dúkinn á blindrammann ALAN Charlton og láta efnið sjálft, þögn þess og dýpt hefja samræðurnar. Myndverkin eru þannig ekki af neinu, eða eigum við kannski að orða það svo, að þau séu mismun- andi þróunarferill af gráu tómi, sem listamaðurinn víxlar í ýmsar stærðareiningar. Ber í sér ýmsar stemmningar, sem svo aftur fæða af sér ákveðnar kenndir og hug- myndir, sem eins og kallast á við skoðandann, sértæka vitund hans og upplag. Það væri svo jafn rétt að nefna þessa list nýju fötin keisarans, og að upphefja hana sem hina einu fullkomnu og alsæju nekt, því það fer allt eftir afstöðu þess sem meðtekur sannindin, menntunar- legu upplagi og heimssýn . . . Bragi Ásgeirsson Trio Nordica fær lofsam- lega dóma NÝÚTKOMINN geisladiskur Trio Nordica hefur fengið góða dóma í dagblöðum að undan- förnu. Diskinum hefur verið dreift á Islandi og í Svíþjóð og hafa sænsk dagblöð gefið honum góða dóma. Nýverið fékk Trio Nordica mikið lof fyrir diskinn í Dagens Nyheter. í Svenska Dagbladet 8. nóvem- ber sl. er dómur um diskinn með fyrirsögninni: Ungt píanótríó með frábært „debut“. Þar segir m.a.: „Trio Nordica er píanótríó sem hefur alla burði til að slá í gegn. Það hefur hrífandi útgeisl- un sem smitar frá sér jafnvel í gegnum hátalarana og það fer ekki framhjá neinum hve músík- alskar þær eru ... Tríóið nálgast Clöru Schumann með miklum kærleik, Felix Mendelssohn með djúpum tilfinningum og Franz Berwald með ögrandi snilli. Al- veg frábær diskur“ ------» ♦ ♦---- Ný myndbönd • KVIKMYNDIN Börnin í Öláta- garði eftir sögu Astrid Lindgren er komin út á sölumyndbandi með íslensku tali. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum barna og þau sem ljá sænsku persónunum raddir sínar á ís- lensku eru: Mar- grét Sigurðar- dóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Árni Egill Ornólfsson, Arnar Sig- mundsson, Theodóra Sigurðar- dóttir, Birna Pálmadóttir og Halla Björg Randversdóttir. Leiksljóri íslensku talsetningar- innar er Guðrún Þórðardóttir. ----------♦ ♦ ♦----- SÆNSKI leikstjórinn Ingmar Bergman tilkynnti á fimmtudag að hann hygðist segja skilið við leikhúsið á næsta ári og einbeita sér þess í stað að skrifum. Berg- man hefur starfað við leikhús og kvikmyndir í hálfa öld en hann er nú 77 ára. í samtali við dag- blaðið Expressen segist hann ætla að setjast í helgan stein á eynni Farö næsta vor. „Eg finn fyrir geysilegum létti eftir að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði hann. „Eg þrái eyna og hugsa daglega til hennar, eina staðarins á jörðu sem mér finnst ég eiga heima á . . . Þessi ákvörðun er svipuð þeirri sem ég tók fyrir 13 árum eftir að ég lauk við „Fanny og Alexander", en þá strengdi ég þess heit að gera ekki fleiri kvik- myndir." Ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni segir Bergman vera persónulegar, en eiginkona hans til 24 ára, Ingrid von Ros- en, lést i maí sl. Söludeild Pósts og síma í Ármúla 27 hefur verið breytt og hún endur- bætt. Af því tilefni verðum við með símadaga í versluninni þar sem við bjóðum afslátt af nokkrum úrvals símum og faxtækjum. Verið velkomin í glæsilega og endur- bætta söludeild þar sem hægt er að gera sannkölluð reyfarakaup. Breyttur afgreiðslutími Opið mán-fös. frá kl. 9-18 Benefon Delta Jupiter Ódýr og traustur borðsími. Sanyo 980 Léttur og traustur þráðlaus sími . 24.980,- Telepocket Léttur og traustur þráðlaus sími. 25.200,- Sagem Safax 140 RC Vandað faxtæki m/símsvara og pappírsskera. 44.780,- Beocom 9500 GSM -3Sí*ka£- PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Pósts og síma Ármúla 27 - nýtt símanúmer: 550 7800 - nýtt faxnúmer: 550 7809 3 VISA - EURO RAÐGREIOSLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.