Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÆiL Reuter Opið virka daga kl. 9-18 551 9400 Skipholtl SOb • Veisluþjónusta — bakkamatur. í þessu fyrirtaeki er matar- geröin allt frá heimilismat og upp í kóngafæði og allt þar á milli. Nú er tækifæri á aö eignast skemmtilegt fyrirtæki sem er búiö að vera í eigu sama aðila í mörg ár. Einnig er á staðnum borðbúnaóar- leiga. 14008. MEST hefur mætt á landgönguliði kínverska hersins í æfingunum í Fujian-héraði í Suðaustur- Kína. Hér ösla láðs- og lagardrekar upp fjöruna til fundar við ímyndaðan óvin. Tævanbúar varaðir við Hong Kong. Reuter. ÆFINGAR kínverska hersins í Fuj- ian-héraði í suðausturhluta Kína eru til að vara stjórnvöld á Tævan við að lýsa yfír sjálfstæði. Kom þetta fram í dagblaði í Hong Kong í gær en það styður kínversku stjómina. Dagblaðið Wen Wei Po hafði það eftir Xin Qi, kínverskum sérfræð- ingi í málefnum Tævans, að æfing- unum væri sérstaklega ætlað að vara þá Tævana við, sem héldu, að þeir gætu skilið landið frá Kína „með lýðræðislegum aðferðum" og erlendri aðstoð. Þingkosningar eru á Tævan 2. desember og eitt helsta stefnumál stjómarandstöðunnar er að landið verði sjálfstætt ríki. Æfðu landgöngu I heræfingunum var lögð mest áhersla á landgöngu með það fyrir augum að „gjörsigra óvininn" á sem stystum tíma. Xin Qi sagði, að Kín- veijar vildu sameina Kína og Tævan með friðsamlegum hætti en ef þörf krefði yrði gripið til annarra ráða. Kínveijar hafa litið á Tævan sem hérað á valdi uppreisnarmanna allt frá árinu 1949 þegar þjóðemissinn- ar flýðu þangað eftir að hafa beðið ósigur fyrir kommúnistum á megin- landinu. • Sölutum miðsvæðis í Reykjavík. Rótgróinn og góður söluturn í nálægð menntastofnunar. Þarna er líf og fjör allan daginn og góð verslun. Stórt og gott húsnæói sem býóur upp á mikia möguleika. Nánari uppl. gefa sölumenn Hóls. 10044. • Sælgætisframleiðsla. Vorum að fá í einkasölu lítið sæl- gætisframleiðslufyrirtæki. Þama er á ferðini pottþéttir möguleikar á að auka innsvif fyriitækisins. Stór og mikill mai’kaöur fyiii- hendi ef rétt er haldið á kúlunum. 15017. • Kaffi- og veitingahús. Vorum að fá í einkasölu lítið kaffi- og veitingahús miðsvæðis í Reykjavík. Staðurinn er með léttvínsleyfi. Nánari uppl. hjá sölumönnum. • Veitingahús. Vorum að fá í einkasölu eitt besta veitingahús landsins þar sem metnaður í matargerö er á heimsmælikvarða. Þessi staður hentar fagmönnum, sem vilja láta mikið að sér kveða. Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Hóls sem fræða yður um listina að elda og hvernig á að eignast þetta frábæra veitingahús. 13033. • Kvenfataverslun. Þekkt kvenfataverslun vel staðsett í verslun- arkjama og með eigin innflutning að hluta til. Möguleiki er að kaupa húsnæðið þar sem verslunin er rekin. 12028. • Saumastofa. Vorum að fá á skrá vel tækjum búna saumastofu með góðum viðskiptasamböndum. Næg verkefni framundan. Möguleiki er að fá opinber lán fyrir kaupum á þessari. Já, þetta er aldeilis spennandi tækifæri! 15013. • Matvöruverslun. Erum með á skrá litla matvömverslun (eigin húsnæði á góðum stað í Kópavogi. Verslunin selst vegna sérstakra aóstæðna. Nánari uppl. geftiar á skrifstofú Hóls. 12012. • Myndbandaleiga - sölutum. Nýlegur sölutum og mjmdbanda- leiga á góðum stað í Kópavogi til sölu. Hagstæó innkaup á mynd- böndum. Gott húsnæði. 11001. • Vefnaðarvöruverslun með meiru, Vegna sérstakra aðstæðna er nú frábært tækifæri til þess að eignast góða vefnaðarvöruverslun með meiru í öflugu hverfi í Reykjavík. Frábært kaupverð í boði. ÖII jólatrafffkin framundan. Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Hóls. 12023. • Vöruflutningaleið. Um er aö ræða vöruflutninga frá? og til? Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þetta fyrirtæki þá vinsamlega komdu við hjá okkur og spumingamerkin renna út í sandinn! 16028. • Skóverslun o.fl. Um er að ræða skó- og fataverslun á Reykjavíkursvæðinu sem rekin er í afar glæsilegu húsnæði. Frá- bær sölutími framundan. 12030 Óskum m.a. eftir eftirtöldum fyrirtækjum á skrá; Lftilli vélsmiðju, heildsölum, framleiöslufyrirtækjum, sérverslunum, bókabúðum og ýmiskonar rekstri sem flytja má út á landsbyggðina. Ef þú hefur áhuga á að selja fyrirtækið þitt, þá endilega hafðu sam- band við okkur á Hóli og málið er í höfn. Þú nefnir það, við seljum það! írar samþykktu hjónaskilnaði naumlega Kann að fara fyrir dómstóla Dublin. Reuter. ÍRAR samþykktu með naumum meirihluta atkvæða að breyta bæri stjómarskránni og heimila hjóna- skilnaði en andstæðingar breyting- anna íhuga nú að vísa málinu til dómstóla og krefjast þess að þjóð- aratkvæðið á föstudag verði dæmt ógilt. Breytingarnar voru sam- þykktar með 50,3% atkvæða gegn 49,7% í tvísýnasta þjóðaratkvæði í sögu landsins. Andstæðingar hjónaskilnaða hafa viku til að skjóta málinu til dómstóla. Munurinn var aðeins 9.114 at- kvæði. Akveðið var að endurtaka talninguna vegna þess hversu naumt var á munum og er þetta í fyrsta sinn sem það er gert. Stjómin kvaðst sannfærð um að þjóðaratkvæðið yrði ekki dæmt ógilt. „Ég tel að þetta sigur mann- úðar og mannréttinda," sagði Dick Spring aðstoðarforsætisráðherra. „Þetta er til marks um samúð með þúsundum hjóna sem hafa verið í erfiðri stöðu en geta nú hafið nýtt líf.“ Stjórnarskráin brotin? John Bruton forsætisráðherra sagði að andstæðingum hjóna- skilnaða væri heimilt að vísa mál- inu til dómstóla en benti á að eng- in fordæmi væm fyrir því að þjóð- aratkvæði væri dæmt ógilt. Andstæðingar breytinganna íhuga að vísa málinu til dómstóla á grundvelli úrskurðar undirréttar fyrir 10 dögum þess efnis að stjórnin hafi brotið stjómarskrána með því að veija 500.000 írskra punda, 52 milljónum króna, í aug- lýsingar vegna þjóðaratkvæðisins. Auglýsingarnar hafi jafngilt stuðn- ingi við breytingar á stjórnar- skránni til að heimila hjónaskiln- aði. Stjómin sagði hins vegar að auglýsingunum hefði aðeins verið ætlað að upplýsa kjósendur um þjóðaratkvæðið. Irska stjórnin og leiðtogar allra stjórnarandstöðuflokkanna höfðu Rússneskur þingmaður myrtur Sá fjórði á tveimur árum Deilt um tildrögin sem þykja fremur óljós ' * Á Moskvu. Reuter. RÚSSNESKUR þingmaður, Ser- gei Markídonov, lést af skotsámm á sunnudag þegar hann var á kosningaferðalagi í Petrovsk- Zabaíkalskíj í Austur-Síberíu. Lét lífvörður hans einnig lífið en ekki er ljóst hvort mennirnir urðu fyrir árás annarra eða hvort þeim lenti sjálfum saman. Alexei Leushkín, formaður flokksins, sem Markídonov til- heyrði, sagði í gær, að um væri að ræða pólitískt morð. Markí- donov hefðu nýlega borist lífláts- hótanir frá pólitískum andstæð- ingum sínum. Vísaði hann á bug þeirri skýringu lögreglunnar, að hugsanlega hefði þeim lent saman dmkknum, Markídononv og líf- verði hans, og sagði, að hann hefði alls ekki neytt áfengis. Lögreglan telur, að lífvörðurinn hafi líklega skotið sjálfan sig eftir að hafa skotið Markídonov á hótel- herbergi hans. Efast um rannsóknina í yfirlýsingu frá flokki Markí- donovs, Stöðugleika, sem er mið- flokkur, sagði, að sá flýtir, sem hefði verið á rannsókn málsins, vekti grunsemdir um fram- kvæmdina og því var haldið fram, að ekkert áfengi hefði fundist í blóði Markídonovs, sem hefði ver- ið myrtur í svefni. Markídonov er fjórði rússneski þingmaðurinn, sem er myrtur frá því í kosningunum fyrir tveimur árum og sá fyrsti, sem fellur í yfirstandandi kosningabaráttu. Ofbeldi mótmælt Nokkrir þingmenn hafa enn einu sinni mótmælt getuleysi stjórnarinnar við að kveða niður ofbeldisglæpi og þeir hafa minnt á, að meðal frambjóðenda í kosn- ingunum nú eru allmargir menn með glæpsamlega fortíð. lýst yfir stuðningi við breytingarn- ar en kaþólska kirkjan beitti sér gegn þeim. Irland hefur verið eina ríkið inn- an Evrópusambandsins sem hefur bannað hjónaskilnaði og naumur sigur andstæðinga bannsins sýnir hversu mikil áhrif kaþólska kirkjan hefur enn í landinu, þótt hún hafi átt í vök að veijast að undanförnu. Nokkrir prestar hafa verið sakaðir um kynferðislega misnotkun á börnum og kirkjusóknin hefur ekki verið jafn lítil í 20 ár. Samkvæmt breytingunum geta hjón, sem hafa ekki búið saman í fjögur ár, fengið lögskilnað og gengið í hjónaband að nýju. Verði málinu ekki skotið til dómstóla gætu breytingarnar orðið að lögum á næsta ári og tekið gildi árið 1997. Talið er að allt að 80.000 hjón hafi skilið og bíði eftir lög- skilnaði og bið þeirra gæti orðið mun lengri verði málinu skotið til dómstóla. Gaddafi sakaður um morð Kaíró. Reuter. LÍBÝSK stjórnarandstöðuhreyfing. sakaði í gær Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, um að hafa látið útsendara myrða einn af stofnfé- lögum hreyfingarinnar, Ali Mo- hamed Abouzid, í London á sunnu- dag. Abouzid fannst látinn af völdum stungusára i verslun sinni í Lond- on. „Við teljum engan vafa leika á því að þetta var pólitískt morð,“ sagði talsmaður hreyfingarinnar, Þjóðfylkingarinnar fyrir björgun Líbýu (NFSL). „Gaddafi hefur lengi beitt pólitískum morðum. Við erum vissir um að þetta var Gaddafi." Talsmaðurinn sagði að Gaddafi hefði eitt sinn lýst Abouzid sem glæpamanni og nýlega hvatt til þess að útlægir andstæðingar hans yrðu ráðnir af dögum. Ættingi Abouzids hefði skýrt honum frá því að útsendarar Gaddafís væru að undirbúa morðtilræði. Breska lögreglan sagði ekkert hafa komið fram sem benti til póli- tísks morðs en útilokaði ekki þann möguleika. Líbýska utanríkisráðu- neytið bauðst til að aðstoða við rannsókn málsins. Sjálfiýsandi kettlingnr Kaupmannahöfn. Reuter. FJOLDI Dana flykktist um helgina í Náttúrfræðisögusafn Árósa til að sjá tíu vikna gamlan kettling með grænan sjálflýsandi feld. Sérfræðingar hafa að undan- förnu gert rannsóknir á kettlingn- um og segjast sannfærðir um að feldurinn sé í raun sjálflýsandi og hafí ekki verið litaður. Telja þeir litningagalla liggja að baki því að feldurinn sé þessum eiginleikum gæddur. Eigandi kattarins heitir Krist- inne Bischoff og er fimm ára göm- ul. Hún sýndi kettlinginn sinn er ber nefnið „Miss Greeny" í sex klukkustundir í safninu í Árósum um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.