Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 29 LISTIR Finnsk ang’urværð TONLIST llallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir Mendelssohn, Palmgren, Jarnefelt, Gustafsson, Franck, Grieg og Gounod. Hannu Jurmu tenór, Kaj-Erik Gustafsson, orgel, og karla- kóriim Esmila frá Esbo u. slj. Heikki Saari. Hallgrímskirkju, föstudaginn 24. nóvember. FINNAR eru því miður allt of sjaldséðir gestir í íslenzkum tón- leikasölum. Þessi austasta bræðra- þjóð okkar, sem talar öldungis óskiljanlegt mál, en er okkur svo furðulík að lunderni, hefur ekki sízt á vettvangi söngsins skarað fram úr mörgum erlendum gest- um, þá sjaldan fulltrúum hennar hefur lánazt að bera að garði. Meðal þeirra á seinni árum mætti nefna eftirminnileg dæmi á við Taru Valjakka, Tapiola-barnakór- inn og Serena stúlknakórinn. Síðasttaldi sönghópur kom frá nágrannabyggð Helsinkiborgar, Esbo, sem hýsti, eins og mörgum tónlistarunnendum er kunnugt, norrænu spurningakeppnina Kontrapunkt vorið 1994. Þaðan kom og karlakórinn Esmila sl. föstudagskvöld á leið sinni vestur um haf í hljómleikaför til Banda- ríkjanna. Hinn aðeins 16 ára gamli karla- kór kennir sig við heimabæ sinn (EsMiLa er samdráttur úr „Karla- kór Esboborgar" á finnsku) og hef- ur þegar ferðazt tvisvar út fyrir Evrópu og sungið inn á fjórar hljómplötur. Kemur þetta m.a. fram í fallega frágengnum bæklingi um kórinn, borgina og landið, sem bendir til, að hið opinbera jafnt sem einkaaðiljar átti sig betur á land- kynningargildi söngferðalaga þar eystra en hér er uppi á teningnum... Hallgrímskirkja' varð trúlega fyrir vali kórsins vegna Klais-org- elsins, enda orgelleikur Kaj-Eriks Gustafssonar allfyrirferðarmikill á dagskránni, en sá fylgdi böggull skammrifi, að hinn mikli ómur musterisins á Skólavörðuholti er jafnvel hagvönum söngvurum erfiður. Það var því heppileg tilvilj- un (hafi það verið tilviljun), að við- fangsefni kvöldsins skuli hafa ver- ið fremur í hæggengari kantinum. Tónleikarnir hófust með einleik Gustafssons í 2. orgelsónötu Mend- elssohns í e-moll. Verkið er tignar- legt og var vel leikið og registrað. Gustafsson mun prófesssor í org- elspuna við Sibeliusarakademíuna í Helsinki, og sýndi ljómandi tilþrif af fingrum fram síðar um kvöldið, þegar hann „blandaði á staðnum" impróvísasjón er spannaði allbreitt stílsvið og nýtti vel tónadýrð Klais- orgelsins. Þar að auki átti hann veigamikið hlutverk í lokaverkinu eftir Gounod, tónverki eftir sjálfan sig fyrir karlakór ög orgel (Christmas Trilogy) og kom fram í undirleikshlutverki í nokkrum lögum. Finnsku gestirnir sýndu okkur ekki aðeins þann sóma að frum- flytja Jólaþríleik Gustafssons þetta kvöld, heldur sungu þeir einnig þijú íslenzk þjóðlög á frummáli í raddsetningu og undir stjórn Tap- anis Hármás, Hrafninn flýgur, Vís- ur Vatnsenda-Rósu og Veröld fláa, og sýndu, bæði með lagavali og flutningi, fram á sameiginlegt hug- arþel útvarðaþjóða Norðurlanda með þessum döpru smáperlum. Eldri finnsku lögin eftir sam- tímamenn Sibeliusar, Selim Palm- gren og Armas Jámefelt, voru listavel samin fýrir karlakór, og Panis Angelicus og Ave Maria eft- ir César Franck og Ave maris stella eftir Grieg hentuðu miðlinum sömuleiðis mjög vel. Hinn viðam- ikli Jólaþríleikur Kaj-Eriks Gu- stafssons var að hluta unninn úr þrem lögum í helgisöngvasafni Ruutas frá 1582, Piae Cantiones. Verkið bauð upp á mikla fjöl- breytni, stílræna breidd og næmi fyrir sönghæfu lagferli, og bar jafnframt vott um öguð tök höf- undar á bæði hefðbundinni pólýfó- níu og framsæknum rithætti fyrir orgel og kór. Messe bréve eftir Charles Go- unod er mjög snoturt verk fyrir karlakór og orgel, en hættir, að smekk undirritaðs, sum staðar til að jaðra við væmni, nema flutning- urinn sé þá í algjörum úrvals- flokki. Þrjátíuogáttamenningarnir úr Esmila sluppu dálaglega frá mörgu. Kórinn er jafn og heil- steyptur, og tónn hans er hljóm- mikill, einkum í dýptinni, enda finnskir bassar trauðla heimsfræg- ir fyrir ekki neitt. Heikki Saari mótaði sönghendingana af alvöru- gefinni mýkt, og kór og orgel fylgdu honum vel eftir. Þó ekki bráðnuðu þau beinlínis á hlustlaukum þess er þetta ritar, höfðu hin tíðu, sérkennilegu „gliss“ þeirra kórfélaga upp í tón- inn efalítið hagstæð áhrif á þá hlustendur er kunnu að meta hefð- bundinn austrænan rétttrúnaðar- kórsöng, þótt engu skuli um full- yrt, hvort hér hafi verið um með- vitað stílbragð að ræða. Þótti und- irrituðum álíka mikið til hreinleika kórsins í tónstöðu koma, en að því leyti hætti einkum efri röddum kórsins til að síga. Vandamál þetta mun sem kunnugt er engan veginn þekkt meðal íslenzkra kóra, en hverfur yfirleitt, þegar mannskapur tekur að hitna. Ein- hverra hluta vegna tókst þeim félögum þó ekki að kveða tón- stöðupúkann í kútinn að þessu sinni, og skal ósagt látið, hvort fleiri ljón en ókunnugleg ginnung- arheyrð kirkjunnar hafi hugs- anlega staðið þar á vegi. Ríkarður Ö. Pálsson HELGA Egilsdóttir við eitt verka sinna. Atök formsins Mér er skemmt Söngdagskrá með vinsælum lögum frá 5.-7. áratugnum Egilsstöðum. Morgunblaðið. MYNPLIST Listasafn ASÍ MÁLVERK Helga Egilsdóttir. Opið daglega kl. 14-17 til 3. desember; lokað 27. og 28. nóvember. Aðgangur ókeypis LITIR og form eru þau hráefni sem listmálarar eru helst að vinna með, og listsköpun þeirra fer fram í stöðugum átökum í fletinum á milli þessara þátta. Einkum er þetta mikilvægur hluti í öllu afstrakt mál- verki, þar sem hlutveruleikinn er í upphafi fjarri, en kann að brjóta sér leið inn í verkið með þeim formum, sem litirnir, birta og skuggar taka á sig. Þessi átök eru undirstaðan í mál- verkum Helgu Egilsdóttur, eins og þau birtast á þessari sýningu. Helga stundaði listnám í Danmörku, á Is- landi og í Bandaríkjunum á sínum tíma, og hefur einnig tekið þátt í sýningum í öllum þessum löndum; hún sýndi síðast hér á landi fyrir Qórum árum, en hefur undanfarin ár búið í Danmörku. Þau átján verk sem hún sýnir hér mynda sterka heild í salnum, enda öll af svipaðri stærð og inntaki. Lita- spjaldið sem unnið er með er ekki fjölbreytt, heldur markast helst af svörtu og hvítu, og dekkri blæbrigð- um blárra, grænna og grárra lita. Þó slík lýsing kunni að vísa til dauf- legra myndverka, er það ekki reynd- in; í þeim fer fram stöðug barátta ljóss og skugga, og skarplega mótuð form birtast víða í yfirborðinu líkt og aðskotahlutir frá vélvæddri öld, sem ætla að hylja allt sem undir er. í hveiju málverki hefur einnig átt sér stað mikil vinnsla litanna undir yfirborðinu, sem kemur m.a. berlega fram í áferðinni, þar sem greina má ýmis litbrigði og mikla pensil- skrift undir niðri, sem svart eða hvítt yfirborð setur aðeins þunna húð ofan á; þessi undiralda skapar mál- verkunum bæði aukna dýpt og ann- að líf, sem yfirborðið nær ekki að halda aftur af. Um leið er vert að taka eftir hvernig listakonan hefur valið að láta birtuna vera miðlæga í verkun- um, á meðan skuggarnir berast í flestum tilvikum frá jöðrum þeirra og stefna inn á við; í þessari baráttu ljóss og myrkurs er einnig að finna vettvang þeirra vélrænu forma, sem áður er vísað til. Verk Helgu eru gott dæmi um myndlist, sem ljósmyndun eða end- urprentun getur ekki gert viðhlítandi skil; þau verður að skoða með eigin augum. Átök forma kunna að ráða yfirborðinu, en annað kraumar undir niðri, þ.e. áferð og línuspil, sem eru ekki síður virkir hlutar af heildinni. Allt hefur þetta verið ríkulegur hluti af listsköpun undir merkjum afstraktlistarinnar um langan tíma, og reynist hér halda áfram að lifa góðu lífi í málverkinu. Eiríkur Þorláksson „MER ER skemmt“ nefnist söng- dagskrá sem Leikfélag Fljótsdals- héraðs sýnir nú í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Dagskráin er að mestu söngur en fléttaður er leikur inn í atriðin sem tengir lögin sam- an og myndar þannig sýningin eina heild. Leikurinn segir frá sveitung- um sem taka að sér að undirbúa 70 ára afmælisveislu eins heima- manns ^em von er á héim eftir langa dvöl erlendis. Flest lögin eru frá 5., 6. og 7. áratugnum og má nefna lög eins og „Oft á vorin haldin eru héraðs- mót“, „Fjórir kátir þrestir" og „Vegir liggja til allra átta“. Leikfélagið fékk til liðs við sig Arndísi Þorvaldsdóttur til þess að semja og setja upp þessa sýningu en Arndís er einnig leikstjóri. Hún var höfundur söngdagskrár félags- ins í fyrra sem bar yfirskriftina „Hér stóð bær“. Sú sýning byggð- ist á vinsælum lögum sem Haukur NÆSTIJ vikurnar verður opin vinnustofa Rúnu Gísladóttur, list- málara, á Austurströnd 4. Þar verða til sýnis og sölu myndir unnar með mismunandi aðferð- um og efnum; akrýl, olíulitum og blandaðri tækni. Morthens gerði fræg á sínum tíma og leikþáttum sem Arndís samdi. Sýningin þótti skemmtilegt og var aðsókn langt umfram væntingar. „Mér er skemmt“ var frumsýnt nýverið og voru um 150 gestir sem sóttu sýninguna. Frumsýningin tókst vel og fékk mikið lof gesta. Um 30 manns koma fram og eru þar margir sem ekki hafa stig- ið á svið áður sem heitið getur. Arndís sagði að í litlu samfélagi væri erfitt að manna svo mörg hlutverk en hún dáðist að kjarki þeirra að þora og gaman væri að sjá þetta fólk í nýjum hlutverkum. Kvintett Valla frá Skúlum sér um undirleik en hana skipa Ármann Einarsson á hljómborð, Björn Hall- grímsson bassagítar, Einar Bragi Bragason saxófónn og þverflauta, Valgeir Skúlason trommur og Björgvin Harri Bjarnason gítar. Tónlistarstjóri er Ármann Einars- son. Breytingar verða á uppheng- ingu frá degi til dags oggestum gefst kostur á að sjá verk sem eru í vinnslu. Vinnustofan verður opin fram að jólum þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 15-19. RÚNA Gísladóttir, Opin vinnustofa Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. V.W Vento GL '93, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km. V. 1.250 þús. Nissan Primera 2.0 SLX '92, 5 dyra, grás- ans., 5 g., ek. 61 þ. km., rafm. i ruðum o.fl. V. 1.160 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græns- ans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús. Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. Til- boðsv. 1.980 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 '91, grár, 5 g., ek. 86 þ. km. V. 1.030 þús. Subaru 1800 Coupé 4x4 '88, grásans., 5 „g., ek. 93 þ. km. V. 630 þús. Nissan Patrol GR diesel '94, hvítur, 5 g., ek. 30 þ. km., 33“ dekk (2 dekkjagangar), álfelgur o.fl. V. 3.350 þús. Plymouth Grand Voyager LE 3,3 L 4x4 ’92, ek. 57 þ. km., 7 manna líknarbelgur, ABS og rafm. í öllu. Gullfallegur. V. 2.400 þús. Cadilac Sedan de Ville '91, ek. aðeins 64 þ. km., líknarbelgur, leðurinnr. og rafm. í öllu. Sjón er sögu ríkari. Ath. skipti á Ecnoline. Ath. V. 2.790 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Double Cap díesel m/ húsi '90, 5 g., ek. 98 þ. km., mikið breyttur. V. 1.700 þús. Hyundai Elantra GT ?95, sjálfsk., rauður, ek. aðeins 5 þ. km., álfelgur, spoiler. V. 1.390 þús. Toyota Corolla XLi 1600 ’93, rauður, ek. 45 þ. km., 5 g. V. 960 þús. MMC Lancer hlaðbakur GLX ’91, brúnn, 5 g., ek. 75 þ. km. V. 790 þús. Honda Civic GL '88, rauöur, sjálfsk., ek. 103 þ. km., fallegur bfll. V. 490 þús. MMC Galant GLSi 4x4 '90, 5 g., ek. 130 þ. km. (vél nýyfirfarin, tímareim o.fl.). V. 1.090 þús. Sk. ód. Ath.: Mikil eftirspurn eftir árg. ’92-’96. Vantar slíka bíla á skrá og á staðinn. Nýr bfll Renault Saframe 2.2 Vi ’94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1.600 þ. km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 þús. Renault Clio RN 5 dyra ’91, rauður, 5 g.. ek. 60 þ.km., rafm. í rúðum, fjarst. læsing- ar o.ft. V. 620 þús. Sk. ód. Nissan Pathfinder EX V-6 (3000) ’92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur jeppi. V. 2.290 þús. Porsche 928 S4 ’88, V8, 4,8L (350 hö), leðurinnr., rafm. í öllu. Einn sá sprækasti og fallegasti. Ath. skipti á fasteign. V.: Tilboð. Hyundai Pony LS ’94, 4ra dyra, 5 g.f ek. 16 þ. km. V. 780 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. MMC Pajero V-6 (3000) ’92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn með öllu. V. 2.690 þús. Chevrolet Blazer S-10 ’86, svartur, 6 cyl., sjálfsk., vél nýuppt., álfelgur o.fl. Óvenju gott eintak. V. 850 þús. Toyota 4Runner V-6 '90, svartur, sjálfsk., ek. 92 þ. km. V. 1.900 þús. Hyundai Pony LS '94, 5 g., ek. 45 þ. km. V. 780 þús. Toyota Corolla Sedan '90, Ijósblár, 4 g., ek. 100 þ. km. Gott eintak. V. 570 þús. Toyota Hilux Double Cap diesil '90, blár, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1.450 þús. Toyota Landcruiser VX langur '93, vín- rauður, sjálfsk., ek. 38 þ. km., 38“ dekk, læstur aftan og framan o.fl. V. 4.800 þús. Daihatsu Feroza EL lli '91, 5 g., ek. 51 þ. km Toppeintak. V. 1.050 þús. Grand Cherokee Limited (8 cyl.) ’94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. MMC Pajero ’83, uppgeröur, 32“ dekk o.fl. V. 440 þús. Tilboðsv. 360 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.