Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Búvörusamiiiiigiirinn staðfestur á Alþingi Einn þingmaður Sjálfstæðisflokks greiddi atkvæði á móti ALÞINGI lögfesti í gær breytingar á búvörulögunum í samræmi við nýjan búvörusamning milli stjórn- valda og bænda. Lagafrumvarpið, sem þannig fól í sér staðfestingu á búvörusamningnum, var sam- þykkt með 30 atkvæðum þing- manna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gegn 11 atkvæð- um þingmanna Alþýðuflokks, Kvennalista, Þjóðvaka og Péturs Blöndals þingmanns Sjálfstæðis- flokks, en þingmenn Alþýðu- bandalags sátu hjá. Pétur Blöndal sagði að nýi bú- vörusamningurinn væri að nokkru leyti betrj en sá samningur sem hann leysti af hólmi. Þá hefði samningurinn batnað nokkuð í meðförum landbúnaðarnefndar þingsins en engu að síður væri hann slæmur fyrir skattgreiðendur og neytendur og þó sérstaklega RAGNAR Böðvarsson loðdýrabóndi á Kvistum í Ölfusi hefur fallist á að afhenda Jarðeignum ríkisins jörðina og hús á henni. Þetta gerð- ist á fundi sem haldinn var á sýslu- skrifstofunni á Selfossi í gærmorg- un. Ragnar mun afhenda íbúðarhús- ið og jörðina á Kvistum 14. desem- ber og flytja loðdýr sín af jörðinni fyrir 4. janúar. Ragnar og sonur hans sem býr hjá honum leita sér nú að húsnæði á Árborgarsvæðinu. Ragnar hefur fengið vilyrði fyrir loðdýrahúsum í Ölfusi og mun flytja ioðdýrin þangað. Jarðeignir ríkisins keyptu eignir Ragnars á jörðinni árið 1993 en hann sagði upp ábúð á Kvistum árið 1991. Ragnar neitaði að yfir- gefa jörðina sem fengin var öðrum til ábúðar í júní á þessu ári. Héraðsdómur Suðurlands féllst bændur sem væru þvingaðir til að búa áfram við síminnkandi fram- leiðslu. Því fæli samningurinn í sér fátækragildru fyrir bændur en enga framtíðarsýn. Tjóðurhaft ríkisforsjár Nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar gerðu grein fyrir af- stöðu sinni við atkvæðagreiðsluna um frumvarpið og gagnrýndu þeir búvörusamninginn harðlega á svipuðum forsendum og Pétur. Jón Baldvin Hannibalsson þing- maður Alþýðuflokks sagði að þrátt fyrir yfirlýst markmið samnings- ins um afnám framleiðslu- og verðstýringar væri hann fram- á þessu hausti á þá kröfu Jarð- eigna ríkisins um að bera mætti Ragnar út af jörðinni ásamt öllu sem honum tilheyrði. Útburðarað- gerðum var frestað og málinu lykt- aði síðan með því að Ragnar féllst á að fara af jörðinni. „Ég beygi mig auðvitað fyrir valdi dómarans eins og allir þurfa að gera og féllst á að afhenda húsin. Ég þekkti ekki til vinnu- bragða ráðuneytisins þegar ég fékk loforð um að fá að sitja áfram en er nú reynslunni ríkari. Ég vara fólk eindregið við, sem þarf að skipta við Jarðeignir ríkisins, að treysta munnlegum loforðum frá þeim. Nú vonast ég eftir að fá vinnufrið eftir að ég er fluttur," sagði Ragnar. Hann var í gær önnum kafinn við slátrun á þeim 400 dýrum sem gefa af sér skinn á þessu ári en lenging á tjóðurhafti ríkisforsjár á bændur sem yrðu eftir sem áður ófijálsir menn að öllum ákvörðun- um um magn, viðskipti, verð og gæði afurða sinna. „Vegna ósæmilegra lögþving- ana á stéttina í heild um sameigin- lega kvöð til sölu hluta framleiðsl- unnar á undirverði til útflutnings munu bændur vart eiga annarra kosta völ en fjölga fé til héima- slátrunar á svörtum markaði og hagstæðari kjörum. Þar með fara 12 milljarðar króna frá skattgreið- endum fyrir lítið því birgðavandinn verður viðvarandi," sagði Jón Baldvin. Mörður Árnason varaþingmað- ur Þjóðvaka sagði samninginn hann verður með rúmlega 100 læður í búinu. Hann sagðist alls ekki sjá eftir að hafa þijóskast við gegn ríkinu því hefði hann farið 1. desember 1993 eins og krafist var fyrst þá hefði hann ekki átt vondan og Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista sagði mjög ólíklegt að markmið búvörusamn- ingsins næðu fram að ganga. Ver- ið væri að festa í sessi ofstjórnar- kerfi sem byggðist á miðstýringu og ófrelsi bænda. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Alþýðu- bandalags sagði að samningurinn væri sérkennileg blanda af of- stjórn og miðstýringu og frjáls- hyggju og það væri vondur kok- teill. Vandi sauðfjárbænda væri hins vegar mikill og því eðlilegt að þeir vildu frekar slakan samn- ing en engan. Stefán Guðmundsson þingmað- ur Framsóknarflokks sagðist áfram hafa efasemdir um ákveðna þætti samningsins en greiddi atkvæði með honum vegna jákvæðrar afstöðu Bænda- samtaka íslands. þess kost að koma sér fyrir án þess að leita aðstoðar því loðdýra- ræktin væri að rétta úr kútnum. Varnarbarátta hans gerði það að verkum að hann gæti útvegað sér húsnæði upp á eigin spýtur. Kíló af am- fetamíni frá Amst- erdam KARLMAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á sunnudag. í fórum hans fannst um eitt kíló af amfetamíni. Maðurinn, sem hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, var að koma frá Amsterdam. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í hálfan mán- uð, á meðan á rannsókn máls- ins stendur. Áfengisvarnaráð Fyrirspurn til lögreglu- stjóra ÁFENGISVARNARÁÐ sendi í gær lögfræðingi Lögreglu- stjóraembættisins í Reykjavík fyrirspurn um það hvernig auglýsing veitingahússins Bautans á Akureyri og um- íjöllun Morgunblaðsins um léttvín stæði gagnvart áfeng- islögum. Að sögn Jóns K. Guðbergs- sonar hjá Áfengisvarnaráði er ekki um kæru að ræða. Hann sagði að fyrirspurnin væri gerð til að fá úr því skorið hvar svona umfjöllun stæði gagn- vart lögunum. Holræsagjöld elli- og örorkulífeyrisþega Frumvarp um lækkun FRUMVARP um að breyta vatnalögum þannig að heimilt verði að lækka eða fella niður holræsagjöld tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun og samþykkt að það yrði lagt fram á þingi. Mál þetta verður lagt fram að ósk borgarstjórnar Reykja- víkur. Borgarráð samþykkti um miðjan' nóvember að fara þess á leit við félagsmálaráð- herra að umrætt frumvarp yrði flutt. Bóndinn á Kvist- um flytur sig um set í Olfusi Selfossi. Morgunblaðid. Morgunblaðið/RAX RAGNAR Böðvarsson loðdýrabóndi fyrir utan loðdýrahúsið á Kvistum með með eitt dýranna í fanginu. Atkvæðagreiðsla um tillögu launanefndar verður á félagsfundum í dag og á morgun Hörð gagnrýni á til- lögu launanefndar „ÉG ER sleginn og harmþrunginn yfir ákvörðun launanefndar. Mér finnst hún fráleit og algerlega í ósamræmi við þær væntingar sem menn báru til hennar,“ segir Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Stjórn og trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar kom saman til fundar í gær til að ræða hvaða afstöðu félagið ætti að taka-til tillögu launa- nefndar um hækkun desemberupp- bótar og hvort falla eigi frá upp- sögn kjarasamninga. Niðurstaða fékkst ekki á fundinum og verður annar fundur haldinn á morgun, fimmtudag. í framhaldi af honum verður væntanlega einnig haldinn félagsfundur í Dagsbrún, að sögn Guðmundar. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Stjórn og trúnaðarmannaráð verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi ákvað á mánudagskvöldið að láta fara fram allsheijaratkvæða- greiðslu meðal um 700 félags- manna Þórs, þar sem tekin verður afstaða til tillögu launanefndar og áskorunar vinnuveitenda um aftur- köllun uppsagnar. Atkvæðagreiðslan fer fram í dag og á morgun, en niðurstaða hennar á að liggja fyrir á föstudag en þann dag rennur út sá frestur sem vinnu- veitendur gáfu verkalýðsfélögunum sem sögðu upp samningum til að afturkalla uppsögn. Verkalýðsfélag Akraness, Jökull í Ólafsvík og Hlíf í Hafnarfirði verða með félagsfundi í kvöld, þar sem afstaða verður tekin til tillögu launanefndar og áskorunar vinnu- veitenda. Á fundi í gær ákvað stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur að boða til félagsfundar vegna málsins næstkomandi fimmtudagskvöld og sama kvöld verður Snót í Vestmannaeyjum með félagsfund. Vinnuveitendum verði sent gagntilboð Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur Hlífar, segir óhjákvæmilegt að verkalýðsfélögin sendi vinnuveit- endasamtökunum gagntilboð. „Við viljum ræða um að fá viðbót inn í launin, 3.000-5.000 krónur til við- bótar 2.700 krónunum um áramót, þá er Verkamannafélagið Hlíf til viðræðu," segir hann. Sigurður segir að 400-500 fé- lagsmanna í Hlíf eigi ekki rétt á 7.000 kr. hækkun desemberupp- bótar þótt félagið gengi að tilboði ál Morgunblaðið/Ásdls STJÓRN Dagsbrúnar kom saman tij fundar í gær til að ræða niðurstöðu launanefndar ASI og vinnuveitenda. vinnuveitenda. „Það eru ekki nema í hæsta lagi 30% af félagsmönnum Hlífar sem gætu fengið fulla desemberuppbót. Hvað er þá verið að bjóða? Við erum með hátt í 100 manns á atvinnuleysisskrá á árinu, sem hafa farið út á vinnumarkað- inn dag og dag eða viku til viku í senn. Þetta fólk á almennt engan rétt til þessara bóta þó það hafi unnið meira en hálft árið, vegna þess að það er á atvinnuleysisbót- um í dag,“ segir Sigurður. Aðspurður til hvaða ráða félögin myndu grípa að hans mati ef upp- sögn samninga verður haldið til streitu, en Félagsdómur dæmir uppr sagnir ólömætar, sagði Sigurður: „Þá munum við fara út í skærur, klippa á slagæðar þjóðfélagsins og við krefjumst langtum hærri bóta en við krefjumst í dag,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.