Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Persson í framboð GÖRAN Persson, fjármálaráð- herra Svíþjóðar, sagðist í gær- kvöldi myndu bjóða sig fram til embættis leiðtoga jafnaðar- manna og forsætisráðherra í vor en þá lætur Ingvar Carls- son af störfum. Fyrr um dag- inn hafði Persson vísað harka- lega á bug öllum slíkum hug- myndum. Hann sagðist á blaðamannafundi hafa skipt um skoðun vegna þess að kjör- nefnd flokksins hefði lýst yfir einróma stuðningi við sig. Fahd kon- ungurá batavegi FAHD konungur Saudi-Arab- íu var í gær sagður vera á góðum batavegi eftir vægt hjartaáfall. Fahd er 73 ára en þeir sem næstir honum standa að ríkiserfðum eru einnig á áttræðisáldri; hálfbróðir hans Abdulla krónprins og Sultan prins varnarmálaráðherra, sem er albróðir konungs. Að þeim slepptum flækjast erfða- málin því faðir þeirra, Abd- ulaziz al-Saud, stofnandi Saudi-Arabíu, eignaðist 44 sonu með 22 konum. Suu Kyi líkt við land- ráðamann MÁLGÖGN stjómarinnar í Búrma birtu í gær aðvörun til Aung San Suu Kyi og flokks hennar, Lýðræðisbandalags Búrma, og sögðu ákvörðun flokksins að mæta ekki til stjórnlagaráðstefnu í síðustu viku hafa verið ólýðræðislega. Haft var í hótunum við Suu Kyi og henni jafnað við land- ráðamann, Maung Ba Than, sem leiddi Breta til valda í Burma á 19. öld. Hættir hjá Sony MICHAEL Schulhof, stjórnar- formaður og forstjóri Sony- fyrirtækisins í Ameríku, sagði af sér í gær og hefur eftirmað- ur hans ekki verið útnefndur. Schulhof hyggst hasla sér völl á sviði tölvu- og skemmtana- iðnaðar, sama vettvangi og hann hefur stýrt. Sony á. Blaðakona myrt í Alsír ALSÍRSK blaðakona, Khadidja Dahmani, var myrt skammt frá heimili sínu í Al- geirsborg í gær. Hún er annar blaðamaðurinn sem veginn er í borginni á fjórum dögum. Lögreglan staðhæfði að Dahmani hefði verið fórnar- lamb ofsatrúarmanna. Hafa þá tæplega 60 blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla verið lífl- átnir í ofbeldisverkum í Alsír frá í júní 1993. 'J/> ) WtMK/dfl »LAHLAÐBORÐ 'mm/i. Hádegi: kr. 1.950 - kvöld: kr. 2.650 Skíúabrú Vcitingahús \ið Austunöll. Borðapantanir í sftna 562 44 55 Frakkland ákveður að taka þátt á ný í hernaðarsamstarfi NATO Segja Atlantshafsbanda- lagið hafa breyst París, Brussel. Reuter. FRAKKAR útskýrðu í gær þá ákvörðun sína að ganga að nýju til hernaðarsamstarfs Atlantshafs- bandalagsins (NATO) með því að segja bandalagið hafa breyst. „Við erum ekki að snúa aftur til hins gamla NATO,“ sagði háttsettur embættismaður á skrifstofu Jacques Chirac, Frakklandsfor- seta. Fögnuðu talsmenn banda- lagsins ákvörðun Frakka og sögðu hana marka kafiaskil í sögu NATO. Herve de Charette, utanríkis- ráðherra Frakklands, tilkynnti um ákvörðun Frakka á fundi ut- anríkisráðherra NATO í gær- morgun. Hyggjast Frakkar taka að nýju sæti í hermálanefnd bandalagsins og sitja fundi varnarmálaráð- herra. Þeir munu hins vegar ekki taka sæti í kjarnorkuáætlana- nefnd og varnaráætlananefnd NATO. Jacques Rummelhardt, talsmað- ur utanríkisráðuneytisins franska, sagði Frakka staðráðna í því að taká þátt í þróun varnarmála í Evrópu og að það yrði gert í sam- vinnu við Bandaríkjamenn, ekki í andstöðu við þá. Heimildarmenn innan NATO segja að Frakkar tengi ákvörðun sína umræðum um stækkun bandalagsins í austurátt og til- raunum til að skilgreina hlutverk þess upp á nýtt í kjölfar endaloka kalda stríðsins. „Þeir [Frakkar] telja að þeir geti haft meiri áhrif á umræðuna [um friðargæslu NATO í Bosníu] með aukinni þátt- töku í bandalaginu,“ sagði ónefnd- ur heimildarmaður og sagði það snjallt hjá Frökkum að gera grein- armun á hinu „nýja“ og „gamla“ NATO. Yfirlýsingu Frakka var tek- ið fagnandi í höfuðstöðvum NATO í gær. „Jafnvel þó .að Frakkar taki ekki að nýju þátt í sameiginlegri yfirstjórn heraflans, er þetta nýtt upphaf í [samstarfi] þjóðanna,“ sagði Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands í gær. Snúa aftur eftir 30 ár í mars 1966 fyrirskipaði Charl- es de Gaulle Frakklandsforseti NATO að loka höfuðstöðvum sín- um í Frakklandi og kalla herlið sitt frá landinu, þar sem að Frakk- ar vildu ekki dragast inn í stríð sem væru þeim óviðkomandi. Þar með sauð endanlega upp úr á milli Frakka og Bandaríkjamanna sem höfðu deilt um það hveijir færu með stjóm bandalagsins og um kjarnorkuvopn þess. Þá voru Frakkar einnig afar ósáttir við til- raunir Lyndons B. Johnsons Bandaríkjaforseta til að fá heri NATO til að beijast í Víetnam. Frakkar störfuðu þó áfram í stjórnmálaarmi NATO og áttu auk þess náið hernaðarsamstarf við bandalagið. Þeir hafa tekið þátt í mörgum heræfingum þess, eftirliti NATO í lofthelgi Bosníu og átt hlut að sameiginlegum hernaðar- mannvirkjum og -skipulagi NATO, svo sem fjarskiptum. Árið 1991 sendi Francois Mitterrand, þáver- andi forseti landsins, franskt her- lið til að beijast við hlið Banda- ríkjamanna og Breta í Persaflóa- stríðinu. Þá heimilaði sósíalistinn Mit- terrand varnarmálaráðherra Frakklands og yfirmanni franska herráðsins að sitja óformlega fundi NATO vegna aðgerða bandalags- ins í gömlu Júgóslavíu. Þáttaskil í stríði stjórnarhersins og Tamílsku tígranna á Sri Lanka Jaffna á valdi stjómarhersins Skæruliðar tamíla segjast munu berj- ast áfram gegn Sri Lankastjórn Reuter TALIÐ er, að um ein milljón tamílskra barna hafi orðið fyrir barðinu á óöldinni í Iandinu með einum eða öðrum hætti. Þessi kona leitaði hjálpar fyrir sjúkt barn sitt í bænum Vavuniya. Colombo. Reuter. STJ ÓRNARHERMENN á Sri Lanka náðu borginni Jaffna, meginvígi uppreisnarhreyfingar Tamílsku tígranna, á sitt vald í gær og drógu ríkisfánann að húni sigri hrósandi. Aðskilnaðarsinnar tamíla hafa þó ekki gefíst upp og réðust í gær með miklu liði á eina eða tvær bækistöðvar lögreglunn- ar. Anuruddha Ratwatte, aðstoðar- varrfarmálaráðherra Sri Lanka, dró fánann að húni til marks um, að yfirráðum tamíla yfir borginni í næstum tíu ár væri lokið. Skær- uliðar Tamílsku tígranna, sem beijast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norður- og austurhluta landsins, hafa þó ekki viðurkennt, að borgin sé fallin og segjast munu halda baráttunni áfram. Tígrar safna liði Útvarpsstöð aðskilnaðarsinna, Rödd tígranna, skoraði í gær á tamíla að ganga til liðs við skæru- liða og stöðva sókn stjórnarhersins áður en það yrði um seinan. Var ennfremur skorað á tamíla erlend- is að beijast gegn Sri Lankastjórn með öllum ráðum. Nokkrum klukkustundum eftir að stjórnarherinn innsiglaði sigur sinn í Jaffna réðst fjölmennt lið skæruliða á eina eða tvær búðir Iögreglunnar á austurhluta eyjar- innar og var hart barist. Reyndu þeir að aka sendibíl hlöðnum sprengiefni inn í einar búðirnar en bíllinn var sprengdur í hliðinu. Segja talsmenn hersins, að mikið mannfall hafí orðið í röðum skæru- liða. Allir flúnir frá Jaffna Meira en 50.000 manns hafa fallið í átökum tamílskra að- skilnaðarsinna við stjórnina í Colombo. Segja talsmenn hersins, að tæplega 2.000 skæruliðar hafí fallið og um 5.000 særst í sókn- inni til Jaffna en íbúar borgarinn- ar, um hálf milljón manna, eru næstum allir flúnir. Stjórnvöld hafa skorað á þá að snúa aftur til heimila sinna en það er ekki aðeins, að fólkið óttist stjórnarherinn, heldur einnig, að skæruliðar hefni þess, setjist það að á yfírráðasvæði stjórnarinnar í Colombo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.