Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Haraldur Böðvarsson hf. býður út 50 milljóna hlutafé Hagnaður áætlaður 99 milljóuir í ár og Bandaríkjunum. Á árinu var sett upp ný vinnslulína frá Marel. Þá hefur verið fjárfest í endurbótum í fiskimjölsverkgmiðjunni og er stefnt að því að auka afköstin í um 750 tonn á sólarhring. Burðarás stærsti hluthafinn Sérstök grein er að venju gerð fyrir áhættuþáttum í rekstri og vek- ur þar athygli að væntanlegum íjár- festum er bent á að líta til hugs- anlegra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða íslendinga. Félagið er einn af stærstu kvótahöfum í sjávarút- vegi og hefur yfir að ráða 86 þúsund tonnum sem samsvarar um 12.200 þorskígildistonnum. Sömuleiðis er bent á að búast megi við sveiflum í afkomu frá ári til árs vegna þess hversu stór hluti tekna kemur af veiði og vinnslu á loðnu og síld. Eigið fé Haraldar Böðvarssonar í lok júní var alls 772,5 milljónir, og eiginijárhlutfall 28%. Innra virði fyr- irtækisins var á sama tíma 1,93. Hlutabréf í félaginu hafa gefið afar góða ávöxtun á þessu ári. Þannig var gengi þeirra 1,65 í byrjun ársins en síðustu viðskipti áttu sér stað á Stjórnendur hóflega bjartsýnir á komandi ár Verðbólga eyksteu atvinnuleysi minnkar HAGVÖXTUR hérlendis verður 2,77% á næsta ári samanborið við 3,2% í ár en verðbólga eykst, verður 3,15%, samanborið við 2% í ár sam- kvæmt niðurstöðum efnahagsspár spástefnu Stjórnunarfélagsins, sem haldin var í gær. Þá er því spáð að meðaltekjur aukist um 5,81% á næsta ári, samanborið við 5,5% áukningu í ár, en atvinnuleysi minnki, verði 4,41% á næsta ári en í ár er áætlað að það verði um 5%. Þátttakendur voru einnig spurðir um langtímahorfur í íslensku efna- hagslífi og töldu 78% að þær væru í meðallagi og íslendingum tækist að halda í við nágrannaþjóðir. 14% töldu horfurnar vera góðar en aðeins 4% töldu þær vera slæmar. Við gerð efnahagsspárinnar var leitað til 130 forsvarsmanna í at- vinnulífi en af þeim sendu 52 svör. Niðurstöðurnar voru síðan kynntar á spástefnu Stjórnunarfélagsins, sem var nú haldin í sextánda sinn. Auk þess voru tíu erindi haldin á ráðstefnunni, þar sem iagt var mat á efnahagsþróun fram til aldamóta. Overulegar gengisbreytingar Óveruleg breyting verður á gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónunni á næsta ári ef marka má niðurstöðu spárinnar. Gengi Bandaríkjadals mun hækka um 1,7% og verður því 65,75 krónur í lok næsta árs en það er nú 65,38 kr. Þýska markið mun lækka um 0,7% og verður því 45,31 í lok næsta árs en nú er það 45,48. Meðalgengi mun hins vegar hækka um 1,48. Þátttakendur í könnuninni gera ráð fyrir að vextir innan lands haldi áfram að lækka á næsta ári. Sam- kvæmt spánni munu meðalvextir á verðtryggðum útlánum banka í árs- lok 1996 nema um 8,04% en um síðustu mánaðamót voru þeir 8,9%. Þá er því spáð að ávöxtunarkrafa húsbréfa verði 5,5%, samanborið við 5,9% nú, og nafnvextir á þriggja Morgunblaðið/Ásdís SPÁÐ í efnahagsþróun næstu ára. Frá spástefnu Stjórnunarfé- lags íslands, sem haldin var í gær. mánaða ríkisvíxlum yerði 7,08%, samanborið við 7% nú. Ræðumenn spástefnunnar lögðu ríka áherslu á mikilvægi menntunar fyrir atvinnulífið. í ræðu Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, kom fram að ríkið væri að endurskil- greina hlutverk sitt og auka vald- dreifingu í menntamálum. Ábyrgð væri flutt til sveitarfélaga, foreldra og skólanna sjálfra. Rétt væri að auka frelsi nemenda til að velja um skóla en ekki mætti bannfæra orð eins og þjónustu og samkeppni þegar rætt væri um skóla. „Ef þessi orð eru bannfærð, þegar rætt er um skóia, hvernig geta þeir þá búið nem- endurna, viðskiptavini sína, undir líf- ið, þar sem þjónusta og samkeppni eru leiðarljós til góðs árangurs?" Erlend samkeppni? Ræðumönnum á spástefnunni varð tíðrætt um upplýsingabyltinguna og þörfina fyrir öflugt menntakerfi á Islandi. Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskipaféiags Islands, sagði m.a. að búast mætti við því að þróun- in í flutningaþjónustu yrði áfram hröð en áherslur ættu eftir að breyt- ast. Fyrirtæki myndu t.d. í meira mæli bjóða alhliða flutningaþjón- ustu. Þá væri ljóst að bætt vega- kerfi myndi gera iandflutninga sam- keppnisfærari og þeir myndu aukast á kostnað flug- og sjóflutninga. Hörður sagði að freistandi væri að líta á flutninga á skilaboðum, þ.e. síma- og fjarskiptaþjónustu, sem samgöngu- og flutningamál í víðari merkingu. „Það er skoðun mín að í markvissum áföngum eigi ríkisvald- ið að draga sig út úr þessum rekstri. í mörgum nágrannalöndum, þar sem ríkið hefur hætt rekstri símaþjón- ustu, hefur kostnaður lækkað um 25-30%.“ Hörður vék að samkeppni í flutn- ingamálum og sagði að líklegt væri að fá og stór fyrirtæki myndu áfram vera afgerandi á markaðnum. „Fyr- irtæki þurfa að ná ákveðinni stærð til að geta tryggt hagkvæmni í rekstri, sveigjanleika, víðtæka þjón- ustu og fjárhagslegan styrk. Án fjár- hagslegs styrks og stærðar hefðu íslendingar ekki náð jafn langt og raun ber vitni að tryggja traustar og góðar samgöngur við landið. Búast má við erlendri samkeppni erlendis frá. Þetta á bæði við um siglingar og flugrekstur." HARALDUR Böðvarsson (HB) hf. á Akranesi hefur boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 50 milljónir króna. Bréf- in verða seld á genginu 2,4 til for- kaupsréttarhafa fram til 27. des- ember, en almenn sala hefst daginn eftir. Söluandvirði bréfanna er því 120 milljónir króna Tilgangur útboðsins er að styrkja fjárhagsstöðu félagsins, greiða upp óhagkvæmt lánsfé og fjármagna frekari uppbyggingu í síldar- og fiskimjölsverksmiðju félagsins með það fyrir augum að auka afköst hennar. Á síðasta ári nam hagnaður HB alls 103 milljónum af um 2,2 millj- arða rekstrartekjum. Þar af nam söiuhagnaður o.fl. óreglulegir liðir 32 milljónum. Fyrirtækið gerir nú út einn frysti- togara, tvo ísfisktogara, tvö nóta- skip og rekur frystihús og fiskimjöls- verkmiðju. Á árinu 1995 gera for- ráðamenn HB ráð fyrir að afli tog- ara fyrirtækisins verði 12 þúsund tonn, en þar af verði 1.700 tonn af úthafskarfa og öðrum utankvótateg- undum. Jafnframt er gert ráð fyrir að nótaskipin afli 72.600 tonna af loðnu og síld, þar af 13 þúsund tonn Fjárfestar varaðir við hugsanlegum breytingum á fisk- veiðilöggjöf af síld úr Síldarsmugunni. Loks er reiknað með því að unnin verði 8.100 tonn af hráefni í frystihúsinu og 70 þúsund tonn í fiskimjölsverksmiðj- unni. Afkoman af rekstrinum sjálf- um stefnir í að verða nokkuð lakari í ár en á árinu 1994 en á móti koma lægri íjármagnsgjöld. Samkvæmt áætlun verður hagnaður ársins 99 milljónir. Þá er í útboðslýsingu sýnd rekstr- aráætlun ársins 1996. Þar kemur fram að reiknað er með 13.500 tonna afla togara og 74.500 tonnum af síld og loðnu. Unnin verði 7.700 tonn í frystihúsinu og 70.200 tonn í fiskimjölsverksmiðjunni. Er ein- ungis gert ráð fyrir 60 milljóna hagnaði á árinu. Félagið hefur unnið markvisst að því að fullvinna afurðir og fer stór hluti framleiðslu frystihússins í smá- pakkningar fyrir markaði í Evrópu Lykiltölur úr rekstri Haraldar Böðvarssonar hf. i i Upphæðir í milljónum kr. XssaB Áætlun Áætlun Rekstrarafkoma og horfur 1994 1995 1996 Rekstrartekjur 2.188 2.340 2.175 Hagnaður fyrir afskriftir 438 400 371 Hagnaður án fjárm. tekna og (fjárm. gjalda) 231 180 160 Fjármunatekjur og (fjármunagjöld) (159) (81) (100) Afkoma af reglulegri starfsemi 72 99 60 Hagnaður (tap) 104 99 60 Veltufé frá rekstri 262 Efnahagur 31.12J94 31.6.’95 Eignir alls 2.712 2.806 Skuldir alls 2.012 2.033 Eigið fé 700 773 Eiginfjárhlutfall 26% 28% Verðþróun hlutab í HB á árinu réfa 9- 2,50 4U - 2,20 — i ,yu l ,7 u 20.1. 3 3. 4 4. 4 5. 1 6. 11 7. 4 8. 20 .9. 8.1 1.2 3.11. . genginu 2,50 þannig að hækkunin er um 50%. Á þessu ári nema heild- arviðskipti með hlutabréf í HB alls um 202 milljónum og vega þar þungt mikil hlutabréfakaup Burðaráss hf., eignarhaldsfélags Eimskips. Burðar- ás er nú stærsti hluthafinn með 10,5% hlut. Hagnaður Flugleiða hf. 1.056 milljónir fyrstu níu mánuðina Um 40 millj. kr. rekstrarbati HAGNAÐUR Flugleiða fyrstu níu ráð fyrir að vöxturinn í millilanda- mánuði ársins var alls 1.056 millj- fluginu verði rúmlega 15%, eink- ónir samanborið við 765 milljónir um vegna tveggja nýrra flugleiða á sama tímabili í fyrra. Hagnaður til Boston og Halifax. af sölu flugvélar í janúar vegur Þá benda Flugleiðamenn á að þyngst í þessum bata en afkoma greiðslustaðan sé sterk um þessar af reglulegri starfsemi hefur mundir. Handbært fé frá rekstri batnað um 40 milljónir á tímabil- fyrstu níu mánuðina hafi verið inu. Rekstrarafkoma félagsins 2,2 milljarðar og bankainnstæður var nokkuð lakari í september tæplega 2,9 milljarðar í lok sept- miðað við sama mánuð í fyrra, ember. Eigið fé Flugleiða í lok því fyrstu átta mánuðina var september nam alls 5.674 milljón- rekstrarbatinn um 116 milljónir. um en var 4.754 milljónir á sama Afkoman fyrstu níu mánuði tíma í fyrra.. ársins og bókanir til ársloka Vegna aukinna umsvifa hefur benda nú eindregið til þess að félagið ráðið 27 nýja flugmenn félagið muni skila hagnaði á ár- og er gert ráð fyrir að ráða 75 inu, að því er segir í frétt frá nýjar flugfreyjur og flugþjóna. félaginu. Farþegum í millilanda- Áætlað er að farþegum í milli- flugi hefur fjölgað um 4% á árinu landaflugi fjölgi á næsta ári um sem er í takt við vöxt hjá öðrum 15% og veltan aukist um 1,8 millj- flugfélögum. Á næsta ári er gert arða sem er 11%. Smith tekur við af Smale hjá GM Detroit. Reuter. JOHN SMITH framkvæmdastjóri hefur verið valinn stjórnarformaður General Motors í stað Johns Smales, sem komst til valda með sögulegum hætti 1992. Smale mun sitja áfram í stjórn GM og verður formaður nýtilkomins framkvæmdaráðs hennar. Ráðið verður skipað formönnum annarra fastanefnda stjórnarinnar auk Smales og mun samræma eftirlits- starf stjórnar GM. Smith verður eftir sem áður æðsti stjórnandi GM (CEO) og í forsæti forstjóraráðs, sem verður sem fyrr helzti ákvörðunaraðili stjórnar fyr- irtækisins. Harry Pearce, einn af varafram- kvæmdastjórum GM, var kjörinn einn framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins og verður varastjórnarformaður. Pearce heldur sæti sínu í forstjórar- áðinu. Smale var áður stjórnarformaður Procter & Gamble Co. og stóð fyrir brottvikningu fyrrverandi stjórnar- formanns GM, Roberts Stempels, og stjórnar hans 1992 þegar fyrir- tækið átti við alvarlega fjárhags- erfiðleika að etja. Hann kvað ákvörðun sína um að láta af formennsku sýna að hann treysti stjórn Smiths og þeirri stefnu sem væri fylgt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.