Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LYQAR HASKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó GoldenEye STEPHEN DORFF GABRIELLE ANWAR SAKLAUÍ INNDÖ ganga of lang Milljónamæringur er myrtur og morðinginn virðist vera há- klassa vændiskona sem gengur undir nafninu Jade. En hver er hún? David Caruso leikur saksóknara sem grunar fyrrum ástkonu sína (Linda Fiorentino) sem nú er gift vini hans (Chazz Palminteri) um að vera Jade. Sýnd kl. 7, 9 og 11 . Bönnuð innan 16 ára. fsr fíiíð .' ’t Iglæsilega dóma gagnrýnerillá og fjöldamörg verðlaun viðP’únW&im, sigraði m.a. á kvikmyndahátiðinni í Feneyjum i fyrra og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin i ár. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. Kyngimögnuð spennumynd. Lögreglumaður rannsakar morð á félaga sínum og verður ástfanginn af gullfallegri stúlku sem tengist morðinu og fleiri dauðsfölllum. Aðalhlutverk: Stephen Dorff (Backbeat), Gabrielle Anwar (Scent of A Woman) og Adrian Dunbar (Widows Peak). Leikstjóri er Patrick Dewolf (Monsieur Hire). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. RY SINIS HARRIS Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aðventutónleikar NÚ ER aðventan hafin og tími aðventutónleika þar af léiðandi einnig, en þeir njóta sívaxandi vinsælda í kirkjum landsins. Með- fylgjandi mynd var tekin í Hall- grímskirkju, þar sem Karlakór Reykjavíkur og Drengjakór Laugarneskirkju sungu um síð- ustu helgi. Stjórnandi var Friðrik S. Kristinsson og um orgelundirleik sá Hörður Askelsson. IMýjar hljómplötur Stuð, sveifla og rómantík Morgunblaðið/Ásdís GLEÐIGJAFINN André Bachmann. Margir þekkja nafn André Bachmanns, enda hefur hann skemmt fólki um land allt í mörg ár. Hann starfrækir hljómsveitina Gleðigjafana og vann með söngkonunni Ellý Vilhjálms urn tíma. GLEÐIGJAFINN André Bac- hmann sendi nýlega frá sér geisladiskinn „Til þín“, en þar syng- ur hann ýmis þekkt lög auk nýrra laga eftir Carl Möller og sjálfan sig. Morgunblaðið ræddi við André af þessu tilefni. . „Lögin á plötunni eru sérhönnuð fyrir dansiðkun. Ég fékk Arngrím, föður Köru Amgrímsdóttur dans- ara, til að velja rétta taktinn í lögin svo að þau yrðu í 100% réttum takti fyrir dansara þannig að nú er kom- inn fyrsti diskurinn sem er sérhann- aður að þessu leyti,“ sagði André Bachmann og bætir við að stuð, sveifla og rómantík séu einkunnar- orð plötunnar. Fer glaður í vinnuna „Ég er með þetta fasta nafn nú orðið, Gleðigjafinn, og það er komið út af því að ég er alltaf hress, kát- ur og glaður. Ég hef reynt ýmislegt í lífinu og ég veit það af eigin raun að fólk hefur þörf fyrir að láta lyfta sér upp. Það er alltaf verið að kvarta og kveina og hafa áhyggjur en það er alltaf leið út úr öllum vandamál- um. Dúndur stuð og stemmning eru slagorð mín þegar ég spila fyrir fólk,“ sagði André. Hann sagðist alltaf fara glaður og ánægður í vinnuna, hvort sem það er í stól vagnstjóra á leið fjög- ur hjá SVR eða að skemmta fólki með söng. „Ég er eini maðurinn sem dreifi Morgunblaðinu á mánudög- um,“ segir André, „leið fjögur er nefnilega Moggastrætóinn," og þá áttar blaðamaður sig á að sá vagn er klæddur blaðinu uppúr og niður- úr. „Astæðan fyrir því að ég fer glað- ur í vinnu og kem glaður heim er eiginkona mín og börnin mín. Kon- an mín er minn stærsti lottóvinning- ur. Lífið er svo skemmtilegt. Það er verst hvað tíminn líður hratt,“ segir André og brosir. Hann hefur lengi verið viðriðinn skemmtanabransann og leikið með ýmsum hljómsveitum. Hann byijaði að leika í hljómsveitum af alvöru fyrir um 20 árum með Steina spil á Selfossi. Hljómsveit André, „Gleðigjafarn- ir“, hefur verið starfandi síðustu sjö árin og hefur spilað um land allt í félagsheimilum, á hótelum, pöbbum og fleiri stöðum. Heiður að starfa með Ellý Það er erfitt að lifa eingöngu af tónlistinni hér á íslandi og því ekur André strætó og er að sjálfsögðu aðeins kallaður „Gleðigjafinn" þar. Hann keyrir annaðhvort fyrir eða eftir hádegi en á frí um helgar. - Tekur þú aldrei lagið fyrir farþegana? „Nei, ég geri það nú ekki, en ég reyni að gera farþegunum lífið auð- veldara og hjálpa fólki við að kom- ast inn og reyni að taka vel á móti því. Það er nauðsynlegt fyrir mig líka, að sýna kurteisi og alúðleg- heit, það gerir mér starfið skemmti- legra. Margir eldri borgarar sem ég hef kynnst við starf mitt stinga oft að mér sælgætismolum sem þeir vita að mér þykja góðir,“ sagði hann. André starfaði um skeið með söngkonunni Ellý Vilhjálms, sem er nýlátin. Hann lýsir þeirra fyrstu fundum. „Fyrir rúmum fimm árum fékk ég upphringingu frá henni þar sem hún sagðist vilja fara að syngja aftur eftir nokkurt hlé. Ég varð undrandi á því af hvetju hún hringdi í mig en skýringin var þá sú að Carl Möller hafði bent á mig. André sagði að sér hafi þótt það mikill heiður að hún hafi viljað syngja með honum og hann hafi lært mikið af henni. Það var til dæmis henni að þakka að hann færði sig af trommunum og framar á sviðið og byijaði að syngja. „Hún hvatti mig til að gera þessa plötu og fór með mér yfir lögin og annað. Ég held að ég geti sagt að ég hef ekki kynnst öðrum eins persónuleika og henni á lífsleið- inni. Eftir að hún veiktist hringd- umst við alltaf á í hverri viku og þá var það bara til hlæja saman að sögum sem ég sagði henni af okkur strákunum í hljómsveitinni,“ sagði André Bachmann að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.