Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR DANÍEL Glad og Hafliði Kristinsson forstöðumaður Fíladelfíu- safnaðarins við gáminn sem fer utan áleiðis til Úkraínu í dag. Fullur gámur af fötum FYRIR tæpum hálfum mánuði hófst söfnun að undirlagi hvíta- sunnumanna hérlendis, til handa þurfandi fólki í Úkraínu, en meðal þeirra sem lagt hafa söfnuninni lið eru trúarfélög á borð við Hjálpræðisherinn, Veg- inn o.fl. Söfnunin hefur gengið mjög vel að sögn Daníels Glad, forsvarsmanns hennar, og verð- ur sex metra langur gámur sendur úr landi í dag. Daníel segir að meðal þess sem safnast hefur séu föt, leik- föng, skór, Braga-kaffi og sæl- gæti frá Opal-sælgætisgerðinni. Hann segir að söfnunin hafi fengið hlýjar viðtökur allra þeirra sem til hafi verið leitað. ;,Sonur minn sem búsettur er á Alandseyjum fer með gáminn til Kíev og þaðan til þess svæðis sem kennt er við Tsjernobyl, en þar eru aðstæður um margt ólýsanlegar. Þar búa yfir 50 milljónir manna og þörfin er mikil. Gámurinn er að fyllast en síð- ustu forvöð fyrir þá, sem vilja láta eitthvað af hendi rakna, eru fyrir hádegi í dag. Samskip flytja gáminn utan og kveðst Daníel afar þakklátur fyrirtæk- inu sem lækkaði flutningsgjöld verulega til að veita þessu hjálp- arstarfi liðsinni. Laufvangur 1 - Hafnarfirði Nýkomin í sölu falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð í Norðurbæn- um. Sérinng. Parket á gólfum. Verð 6,2 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. 5521150-9521370 LARUS f>. VAIDIMARSS0N, framkvæmoastjORI KRISTJAN KRISTJANSS0N, lOGGiUUR fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góð eign - lækkað verð Endurnýjað einb. við Digranesveg í Kóp. með mjög rúmg. 3ja herb. íb. á hæð og tveimur herb. í kj., þvottah. og baði. Frábært útsýni. Ýmiskon- ar eignaskipti. Fyrir smið eða laghentan Nokkrar 3ja herb. íbúðir við Grensásveg, Hjallaveg, Æsufell, Kleppsveg og Njálsgötu. Ennfremur rúmgott raðh. í Seljahverfi. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Sérhæð - eins og ný - Álfheimar Glæsileg neðri hæð um 160 fm. Allt sér. 2 rúmg. forstofuherb. með sér snyrtingu. Góður bílsk. Ágæt sameign. Þríbýli. Nánar á skrifst. • • • Nokkrar glæsilegar eignir - sérhæðir og einbýlishús. Óvenju hagstæð skipti. Nánar á skrifstofunni. ALMENNA FASTEIGNASALAN UU6>VE6118 S. 552 1151-552 1370 Sýnishorn úr söluskrá ★ Framleiðsla á matvælum - bakstur. ★ Bílaverkstæði á Norðurlandi. ★ Bílaþjónusta í Reykjavík. ★ Sérhæfð, vönduð útgáfustarfsemi. ★ Bílasala í eigin húsnæði. ★ Sólbaðsstofa með 8 bekkjum. ★ Ljósabekkir í heimahús. ★ Veisluþjónusta - þakkamatur. Leiga. ★ Ein stærsta flatkökugerð landsins. ★ Hverfispöbb - mikil vín- og bjórsa'la. ★ Heildverslun með sælgæti. ★ Sjoppa og myndbandaleiga á frábæru verði. ★ Sælgætisverslun og steikhús í Hafnarfirði. ★ Dagsöluturn og smurbrauðsleyfi. ★ Nýlenduvörubúð - sælgæti, myndbönd. ★ Trésmíðaverkstæði - framleiðir húsgögn. ★ Sjoppuhúsnæði til sölu, vel staðsett. Húsnæðið jafnvel til sölu. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Til athugunar að sameina verkfræði- nám HÍ og Tækniskóla íslands Tillagna að vænta á hausti komanda NEFND sem menntamálaráðherra skipaði í haust til að gera úttekt á tækni- og verkfræðinámi hérlendis í Tækniskóla íslands og Háskóla íslands, með hliðsjón af samræm- ingu og samvinnu milli þeirra með skilvirkni og hagkvæmni að leiðar- Ijósi, hefur meðal annars haft til athugunar að sameina Tækniskól- ann og verkfræðideildir HÍ í einum tækniháskóla. Nefndin var skipuð eftir að félag verkfræðinga og tæknifræðinga sneru sér til ráðherra fyrr á þessu ári með vangaveltur um þetta efni, og á hún að skila af sér tillögum í október á næsta ári. Guðbrandur Steinþórsson skólameistari Tækni- skóla íslands, sem á sæti í nefnd- inni, kveðst telja ýmis tormerki á að hugmyndir um sameiningu verði að veruleika. Nýju fötin keisarans „Þetta er fyrst og fremst spurn- ing um hvað menn eiga við þegar rætt er _ um „Tækniháskóla ís- lands.“ Ég þykist þekkja slíkar stofnanir af eigin raun í nágranna- löndum okkar, og sé ekki fyrir mér að íslendingar komi sér upp neinu í líkingu við það, enda svo stór biti að kyngja að ekki er líklegt að ís- lensk stjórnvöld verði á næstu ára- tugum tilbúin til að leggja út í slíkt ævintýri. Ef menn eru hins vegar að hugsa um eitthvað annað undir þessu nafni, er það ekkert annað en ævintýrið um nýju fötin keisar- ans. En að gera grundvallarbreyt- ingar á formi þessa náms, er pólí- tísk ákvörðun," segir Steinþór. „Hvað svo sem kemur úr störfum nefndarinnar, er ljóst að við erum að tala um ferli sem hlýtur að taka VALHUS FASTEIGIMASALA REYKJAVÍKURVEGI 62 S: 565 1122 896 5122 DOFRABERG - TVÆR ÍBÚÐIR Vorum að fá vandað hús sem skiptist I 2ja herb. samþ. íb. á jarðhæð. 6 herb. efri hæð ásamt tvöf. bíisk. Glæsilegar ibúðir. Seljast saman eða í sitt hvoru lagi. HÁTÚN - ÁLFTAIMESI Gott 6 herb. 142 fm einb. á einni hæð ásamt tvöf. 42 fm bilsk. Góð lán. Verð 11,8 millj. MOSABARÐ - LAUS 5-6 herb. 128 fm neðri hæð í tvib. Góð lán. Verð 8,6 millj. HRINGBRAUT - LAUS 5 herb. 101 fm íb. á miðhæð í þríb. Verð 7,9 millj. HÁAKINN 3ja-4ra herb. íb. á efstu hæð í þríb. Áhv. byggsj. 3,7 millj. Verð 5,9 millj. ÁLFASKEIÐ - LAUS Góð P.ja herb. íb. á 1. hæð ásamt bílsk- rótti. Verð 5 millj. ÓSKAST - ÓSKAST 2ja-3ja herb. íb. óskast í skiptum fyrir 4ra herb. íb. við Breiövang. GjöriéI svo vel að líta inn! _ Sveinn Sigurjónsson sölustj. Valgeir Kristinsson hrl. æði mörg ár og slíkur háskóli kæm- ist ekki á koppinn hérna megin við aldamót. Og þó svo að ákvörðun yrði tekin, þyrfti að leysa marga hnúta áður en hægt er að leggja í framkvæmdir." Hann kveðst telja tæknifræðin- ámið meginstyrk Tækniskóla ís- lands og helstu skrautfjöður skól- ans, sem hafi leitt til að nemendur skólans séu eftirsóttir starfskraftar í atvinnulífinu. Aðstaða fyrir hendi „Ég held að ekki halli á neinn þótt að ég fullyrði að þegar harðn- ar á dalnum er auðveldara fyrir þá að fá vinnu í mörgum tilvikum, heldur en þá sem ljúka verkfræði- prófi í HÍ,“ segir Guðbrandur. „Hins vegar tel ég ákveðna þörf á að stokka upp þetta kerfi, þannig að menn séu með tvær alþjóðlega við- urkenndar prófgráður. Við í Tækni- skóla íslands teljum að þar sé allt fyrir hendi til að starfrækja allt BS-nám á þessu sviði í landinu, og gætum yfirtekið það frá og með næsta hausti, ef einhver er tilbúinn til að borga fyrir það.“ Formaður SFR Olög’mæti uppsagnar vísað á bug SIGRÍÐUR Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, vísar því á bug að tilkynning SFR um uppsögn kjarasamninga sé ógild vegna formgalla. I fréttatilkynningu sem formaður SFR hefur sent frá sér segir að full- trúar SFR hafí sent tillkynninguna til Gunnars Björnssonar, varafor- manns samninganefndar ríkisins, á fimmtudagskvöld þar sem formaður nefndarinnar og fjármálaráðherra voru ekki viðlátnir. „Gunnar kvittaði fyrir móttöku til- kynningarinnar, með fyrirvara um gildi uppsagnarinnar. Jafnframt var tillkynning sama efnis send rík- issáttasemjara þá um kvöldið, og þar var einnig kvittað fyrir móttöku," segir í yfirlýsingunni. „í kjarasamningi okkar segir efn- islega að ef til uppsagnar komi verði hún að koma fram fyrir 1. desember. Við þetta ákvæði stóðu fulltrúar fé- lagsins. Hvergi stendur í samkomu- laginu að tilkynning um uppsögn þurfi að berast á skrifstofutíma. Því vísum við á bug fullyrðingum Samn- inganefndar ríkisins hvað þetta atriði varðar. Samninganefnd ríkisins hefur verið iðin við að lýsa því yfir í fjöl- miðlum undanfarna daga að uppsögn kjarasamningsins sé ólögmæt vegna formgalla, og vísa til skrifstofutíma ráðuneytisins eins og hér hefur verið rakið. Það skýtur því skökku við að samninganefndin skuli enn ekki hafa látið svo lítið að tilkynna félaginu um þennan skilning sinn.“ Alfaskeið - Hf. - bflskúr. 2ja herb. 57 fm ib. á 2. hæð i góöu fjölb. ásamt bilsk. Hagst. greiöslukj. Ymis skipti, jafnvel bílinn uppí. Áhv. 3,5 millj. byggsj. o.fl. 1915. Blikahólar - útsýni. Falleg 2ja herb. 57 fm ib. á efstu hæö í litlu fjölb. Nýtt eldh. Parket og flísar. Hús og sameign í mjög góðu lagi. Laus. Lyklar á skrlfst. 1962. Mávahlíð - laus. 2ja herb. lít- iö niöurgr. 72 fm íb. í góðu fjórb. Mikið endurn. og snyrtil. eign á góðum staö. Sérinng. Lyklar á skrifst. Verð 5,7 millj. 3082. Bollagata — laus. 3ja herb. 82 fm fb. ( kj. Eftirsóttur staður. Gott hús. Mikið endurn. íb. Áhv. byggsj. 2,6 millj. Verð 5,9 mlllj. 1724. Rauðalækur. 3ja herb. 96 fm ib. i kj. í litlu fjórb. Parket á stofum. Fráb. staösetn. Stutt i skóla og flest alla þjón- ustu. Laus. Lyklar á skrifst. Áhv. 2,3 millj. Verð 6,7 millj. 54. Þingholtin. Glæsil. „penthouse"- Ibúö í húsi byggöu 1991. Vandaöar sórsmíöaöar innr. Stórar svalir. Bilsk. Áhv. byggsj. 5,3 millj. Verð 11,8 mlllj. 3411. Brekkusmári - Kóp. Raðh. 207 fm meö innb. bilsk. Afh. fokh. inn- an, fullb. utan með grófjafnaðri lóö. Verð 9,1 millj. 3287. Reyrengi - raðh. Mjög skemmtil. 166 fm raöh., hæð og ris með innb. bílsk. Húsin afh. fokh. að innan, að utan fullb. með grófjafnaðri lóð. Verð frá 7,3 millj. 443. Tindasel. 108 fm mjög gott iönaö- arhúsn. á jarðhæð með góðum innkdyr- um. Góð lofthæð. Til afh. strax. 3486. ÁSBYRGI Suóurlandsbraut 54 viA Faxafen, 108 Reyk|avik, (. 568-2444, fax 568-2446. Morgunblaðið/Þorkell Kirkjuleg örnefni ÞÓRHALLUR Vilmundarson prófessor, forstöðumaður Ör- nefnastofnunar Þjóðminjasafns, hélt á mánudag fyrirlestur um kirkjuleg örnefni, en þau eru flest frá kaþólskri tíð og einn þáttur í menningararfi kristninn- ar. Þórhallur sýndi gestum margvíslega uppdrætti í tengsl- um við þetta efni ásamt myndum til skýringar. Þórhallur flytur annan fyrirlestur um kirkjuleg örnefni í dag, miðvikudag, á Nik- ulásmessu, klukkan 17.15 í Há- skólabíói. KÍN -leikur að itera! Vinningstölur 5. des. 1995 6*12*18*19*20*21 *24 Eldri urslit á slmsvara 568 1511 Blab allra landsmanna! fgforgnttblaMb - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.