Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 11 FRETTIR 29 klukkustundir á leiðinni frá Reykjavík til Isafjarðar ísafirði. MorgUnblaðið. „ÉG FÓR frá Hólmavík um kl. 15 á mánudag og var kominn að Hestakleifinni um klukkustund síð- ar. Þar sá ég skilti sem stóð á að vegurinn væri lokaður. Því var ekki um annað að gera en að aka út Isafjörðinn og fara fyrir Reykja- nesið. Eftir um fimm mínútna akst- ur frá vegamótunum upp Hgsta- kleifina og út ijörðinn sá ég að vegurinn var í sundur,“ sagði Hall- dór Guðmundsson, bifvélavirki á Isafirði, en hann var einn fjöl- margra ferðalanga sem lentu í erf- iðleikum í ísafjarðardjúpi aðfara- nótt þriðjudags. Halldór heldur áfram með ferðasöguna: „Vöruflutningabíll frá Ármanni Leifssyni var hinum megin við skarðið í veginum og komst ekki leiðar sinnar. Því var ekkert annað að gera en að snúa Fastir á heiðinni í nær hálfan sólarhring við. Ég fór því upp á Hestakleifina ásamt ökumanni annarrar bifreið- ar og þar komum við strax að stórum snjóskafli. Við reyndum að koma annarri bifreiðinni í gegn en hún festist svo henni varð ekki haggað. Moksturstækið um miðja nótt Við skildum bílinn eftir og fór- um niður af heiðinni. Þar mættum við stórum flutningabíl og öku- maður hans tjáði okkur að snjór- uðningstæki væri á leiðinni til að opna Hestakleifina. Þegar hér var komið var klukkan orðin sex og klukkustund síðar fórum við upp aftur til að athuga með snjómokst- urstækið. Það var hvergi að sjá og kom ekki fyrr en um miðja Miklar vegaskemmdir á Vestfjörðum vegna vatnselgs Tjónið nemur millj. króna ísafirOi. Morgnunbtaðið. MIKLAR vegaskemmdir hafa orðið á Vestfjörðum undanfarna daga vegna mikilla rigninga og vatns- elgs. Á mánudag lokaðist mjólkurbíll inni á milli tveggja aurskriða sem féllu úr Skápadalshlíð innan Pat- reksfjarðar og nokkrar bifreiðar á leið til og frá ísafirði urðu stopp í hálfan sólarhring í botni Mjóa- fjarðar í ísafjarðardjúpi, þar sem vegurinn fór í sundur við bæinn Botn. Að sögn Kristins Jóns Jóns- sonar, rekstrarstjóra Vegagerðar ríkisins á Isafirði, nemur tjónið milljónum króna og óvíst er hversu langan tíma tekur að koma vegin- um í samt lag. „Það hafa orðið miklar skemmdir í Mjóafirðinum, á Vatnsfjarðarvegi og í ísafirði. Vatns^arðarvegur er í sundur inn- an við bæinn Hörgshlíð, en þar er hægt að komast framhjá vel útbúnum bílum. Hinum megin fjarðarins, við bæinn Eyri, er veg- urinn alveg í sundur á 40 metra kafla og því með öllu ófær. Báðar þessar vegaskemmdir urðu síð- degis á mánudag og sömu sögu er að segja af veginum fyrir botni Mjóafjarðar. Þar fór vegurinn í sundur við brúna og var með öilu ófær fram undir hádegi í dag (þriðjudag). Auk þessa urðu miklar vatns- skemmdir í brekkunum upp Hesta- kleifina og víða má sjá skörð í veginum um allt ísafjarðardjúpið," sagði Kristinn Jón Jónsson. Fullnaðarviðgerð tekur langan tíma Kristinn Jón sagðist vonast til að bráðabirgðaviðgerð lyki í dag eða á morgun en nokkrar vikur myndu líða þar til fullnaðarviðgerð væri lokið, jafnvel yrði þeim ekki lokið fyrr en næsta vor. „Það eru víða skemmdir án þess að það trufli umferðina en það er ljóst að skemmdirnar eru miklar. Tjónið nemur milljónum króna og við von- umst til að geta gert veginn akfær- an á morgum. Fullnaðarviðgerð tekur langan tíma, jafnvel nokkrar vikur og sumt verður ekki lagað fyrr en í vor.“ Höskuldur Þorsteinsson, starfs- maður Vegagerðar ríkisins í Vest- ur-Barðastrandarsýslu, sagði í samtali við blaðið að skemmdir á vegum í sýslunni, væru mun minni en í Isafjarðardjúpi, en víða væri þó skörð í vegi. „Tvær misstórar aurskriður lokuðu veginum um Skápadalshlíð fyrir botni Patreks- fjarðar og hann hefur ekki verið opnaður ennþá. Þá kom skarð í veginn við vegamótin á Barða- strandarvegi auk fjölmargra minni skemmda. Við höfum gert við flest- ar skemmdirnar til bráðabirgða en leiðin út á Patreksfjarðarflugvöll er enn ófær minni bílum,“ sagði Höskuldur. nótt. Við komumst því ekki niður af Hestakleifinni fyrr en hálfum sóiarhring síðar, eða á milli klukk- an sex og sjö á þriðjudagsmorgun. Þar tók ekki betra við því vegur- inn fyrir botn Mjóafjarðar var í sundur. Þar sátum við stopp þar til kl. 13 á þriðjudag, en þá gátum við haldið áfram leið okkar til ísa- fjarðar. Eftir það var vegurinn í lagi, en víða skorningar." Ekki þurr þráður Halldór sagði að hann og öku- maður hinnar bifreiðarinnar, Rún- ar Vífilsson, skólastjóri Grunnskól- ans í Bolungarvík, hefðu farið út úr bílnum um nóttina til að reyna að losa bifreið Rúnars en urðu frá að hverfa eftir 5-10 mínútur vegna hávaðaroks og mikils slag- viðris. „Það var ekki þurr þráður á okkur eftir þessa stuttu stund. Rokið og rigningin var svo mikil og ekki bætti úr skák að mjög hált var á fjallinu. Það var varla stætt og því ekki um annað að ræða en að halda kyrru fyrir í bíln- um. Við náðum að halda hita í bílnum í nótt með því að ræsa hann öðru hvoru, en eftir að við komumst niður í Mjóafjörðinn urð- um við að drepa á bifreiðinni þar sem bensínið stóð taept til áfram- haldandi aksturs til ísafjarðar. Þetta voru aðstæður sem mig langar ekki til að lenda í oft á ári. Ferðin frá Reykjavík tók 29 klukkustundir og því vorum við fegnir að ná á áfangastað,“ sagði Halldór Guðmundsson. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson HALLDÓR Guðmundsson bifvélavirki við komuna til ísafjarðar eftir 29 klukkustunda ferðalag frá Reykjavík. í fangelsi í 2Vi ár Flutti inn amfetam- ín, hass og kókaín HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 23 ára mann, Júlíus Kristófer Eggertsson, til 2 'h. árs fangelsis fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni, rúmum fjórum kílóum af hassi og 43 grömmum af kókaíni. Tveir félagar hans og jafnaldrar voru dæmdir í 10 mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið, fyrir þátttöku í brotunum. Júlíus keypti fíkniefnin í Amsterdam í nóvember í fyrra, faldi hluta amfetamínsins í tveimur fataskápum og sendi þá hingað til lands með skipi á nafni félaga síns. Þá fékk hann danskan mann til að fela það sem eftir var af efninu í tveim- ur hátölurum og senda hingað, á nafni sama félaga. Sá tók við fyrri sendingunni upp á eigin spýtur, en á móti seinni send- ingunni við annan mann. Mennimir þrír játuðu brot sín. Fram kom, að Júlíus stóð einn að innflutningi fíkniefn- anna, fjámagnaði kaupin, fór út til að kaupa efnin og sá um að senda þau til íslands. Félag- ar hans tveir tóku þátt í að flytja efnin og geyma hér á landi og fengu greitt fyrir aðstoð sína, en hvorugur vissi um hvað mik- ið magn var að ræða. I niðurstöðu dómara, Gunn- ars Aðalsteinssonar, kemur fram að Júlíus hafí viðurkennt að hafa ætlað að selja efnin í ágóðaskyni, eh „til refsilækk- unar kemur að hann var sam- vinnuþýður við rannsókn máls- ins og játaði sinn þátt“. Víða tjón vegna úrkomu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var þrisvar kallað út í fyrrinótt til að dæla vatni sem flætt hafði inn í hús vegna mikillar úrkomu. Var vatni dælt úr skjalasafni Kópavogs og tveimur íbúðarhúsum í Reykjavík. Talsvert mun hafa verið um minni háttar tjón vegna úrhellisins í fyrra- kvöld. „Verktakar, sem um þessar mundir eru að setja snjóbræðslurör í bílaplan framan við húsnæði skjala- safnsins, höfðu breitt plastdúk yfir og þannig lokað fyrir niðurfallið. Auk þess höfðu þeir látið talsvert magn af sandi ofan á plastið. Vatns- flaumurinn komst því ekki um niður- fallið og átti þess vegna greiða leið inn á jarðhæð hjá okkur," sagði Leó Ingason, bæjarskjalavörður í Kópa- vogi, þegar rætt var við hann í gær. Sagði hann að menn frá vélamið- stöð Kópavogs hefðu strax verið kallaðir út, en þegar ljóst hefði ver- ið að tækjabúnaður þeirra nægði ekki, hefði verið óskað eftir aðstoð slökkviliðsins í Reykjavík. Mest hætta á skemmdum af völdum raka Blásarar voru notaðir til að þurrka loftið og voru þeir í gangi í fyrri- r.ótt og allan gærdag. Einnig var, að sögn Leós, notað sérstakt tæki til að hreinsa raka úr loftinu. „Vatns- flaumurinn skemmdi ekki mikið af gögnum, en skemmdir af völdum raka eiga eftir að koma í ljós. í svona safni er mest hætta á að raki eyði- leggi gögn. I safninu hjá okkur eru meðal annars geymd bókhaldsgögn og bréf frá árinu 1948, líkön af nýjum hverfum, myndir og fleira." Félagsheimili Alþýðuflokksins er á sömu hæð hússins og að sögn Leós eru gólfefni þar, parket og korkur, ónýt og sömuleiðis skilveggir á allri hæðinni. Björn Björnsson, varðstjóri slökkviliðsins í Reykjavík, sagði að þegar liðið væri kallað út vegna . vatnsflóðs, væri byrjað á að sjúga upp vatn. „Síðan hreinsum við gróflega og reynum að bjarga verð- mætum. Að því loknu höfum við gjarnan samband við fulltrúa tryggingafélaga sem koma og fín- hreinsa." Hann sagði að það hefði tekið um hálftíma að dæla vatni úr íbúðarhúsunum í Reykjavík, en um tvo tíma úr skjalageymslu Kópavogs, enda miklu meira vatns- flóð þar. Takmörkuð ábyrgð tryggingafélaga Hjá Sjóvá-Almennum og Vá- tryggingafélagi íslands fengust þær upplýsingar að tjón af völdum mikill- ar úrkomu væri ekki bætt, nema skyndilegt úrhelli yrði, svo mikið að niðurföll og frárennslisrör hefðu ekki undan. Hjá talsmönnum beggja fé- laga kom fram að síðustu daga hefði nokkur fjöldi fyrirspurna borist um það hvort heimilis- eða fasteigna- tryggingar næðu yfir tjón af völdum vatns. Hefði vatn þá í flestum tilvik- um komist inn um glugga, dyr eða þak hjá fólki, en þá giltu tryggingar ekki. AGREININGUR kom upp á Al- þingi í gær um hvort þingmenn væru í raun að lýsa sig sammála efni lagafrumvarpa ef þeir sam- þykktu í atkvæðagreiðslu að vísa frumvörpunum til 3. umræðu, en lagafrumvarp fara gegnum þrjár umræður á þinginu. Ragnar Arnalds þingmaður Al- þýðubandalagsins og fyrsti vara- forseti Alþingis lét þessa skoðun í Ijós, þegar hann sat hjá í atkvæða- greiðslu um hvort vísa ætti frum- varpi um breytingar á búvörulög- unum til þriðju umræðu. Gömul þingvenja Kristín Ástgeirsdóttir þingmað- ur Kvennalista kvaddi sér hljóðs Þingmenn greinir á um eðli atkvæðagreiðslu um störf þingsins og sagðist hafa ótal sinnum greitt fyrir því að mál færðust milli umræðna þótt hún væri þeim algerlega ósammála, enda liti hún svo á að um þing- venju væri að ræða. Kristín sagði að greidd væru atkvæði um mál í heild við 3. umræðu og þá kæmu viðhorf þingmanna fram til efnis frumvarpanna. Ragnar Arnalds sagði að það væri gömul þingvenja að efnisleg afgreiðsla þingmála færi fram við 2. umræðu um lagafrumvörp og þar létu menn í ljós endanlega afstöðu sína til mála. Því væri rök- rétt og sjálfsagt, að ef menn væru á móti máli, greiddu þeir atkvæði gegn því að vísa málinu til þriðju umræðu. Ragnar sagði að mál gætu þó verið þess eðlis, að þau yrðu að fá afgreiðslu með einhverjum hætti og þingmenn samþykktu því að hleypa þeim til 3. umræðu. Það ætti t.d. við um fjárlagafrumvörp. Þá væru rnenn almennt sammála um að vísa málum frá 1. til 2. umræðu, því menn vildu að þau fengju efnislega umræðu i þing- nefnd milli umræðnanna og síðan við 2. umræðu. Undrunarefni Bæði Rannveig Guðmundsdóttir þingflokksformaður Alþýðuflokks og Valgerður Sverrisdóttir þing- flokksformaður Framsóknarflokks lýstu undrun sinni á túlkun Ragn- ars á þingvenjum. Þær sögðust líta svo á að þegar rnálum væri vísað milli umræðna væri verið að stuðla að þeirri lýðræðislegri umfjöllun, sem ákveðið hefði verið að mál fengju á Alþingi. Sú skoðun kom fram að halda þyrfti sérstakan fund forseta Al- þingis og formanna þingflokka um þetta mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.