Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 37 . Guð blessi minningu hans, fyrir hönd fjölskyldunnar, Karl Arnason. Elsku afi minn. í dag mun ég kveðja þig í síðasta skipti. Nú ertu horfinn yfír móðuna miklu til henn- ar ömmu sem búin er að bíða þín í þó nokkurn tíma. Þú varst alltaf svo stoltur af því sem maður gerði og vildir að allt gengi vel hjá mér, bæði hvað varðaði skólann og bara daglegt líf. Ég hef aldrei hugsað annað en að þú gætir verið við út- skriftina hjá mér, eins og hjá Guð- björgu systur, og fyllst stolti af að sjá barnabarn þitt útskrifast úr skóla, en ég veit af þér og ömmu fyrir ofan mig og þið munið horfa stolt niður til mín. Þau munu verða sérkennileg þessi jól hjá mér og minni fjölskyldu að hafa þig ekki hjá okkur. Dýrlega þig dreymi, og drottinn blessi þig. Eva Björg Fanndal. Jæja, afi minn. Nú ertu kominn á þann stað sem þú talaðir um og ég veit að þér iíður vel núna. Allar þær minningar sem þú gafst mér verða alltaf hjá mér, þó svo þú hald- ir áfram hinn langa veg. Ég man alltaf eftir því þegar ég var lítil og var að stelast niður í kjallara og þú sást til mín. Þá sagðir þú að kölski ætti heima þar og eftir það fór ég ekki aftur niður í kjallarann. Þú hafðir frá svo mörgu að segja og þær eru margar sögurnar sem þú sagðir mér um þína bernsku og þær eru allar sérstakar á sinn hátt. Síðustu ár hefur þú verið mikið hjá okkur og alltaf yfír jólahátíðina, en nú verður afar einkennilegt að hafa engan afa hjá okkur. í ár held- ur þú jólahátíðina með ömmu að nýju. Elsku afi minn, þú fylgdir mér fyrstu tvo áratugina mína í þessu lífi og þú sást allar mínar stærstu stundir, þú varst alltaf svo ánægður með það sem gert var, það er að segja ef það var rétt. Litlu systur mínar fengu líka að njóta nærveru þinnar, en ekki í jafn- langan tíma og ég. Þær tala um að afi sé kominn til ömmu og það sé gott. Missir okkar og sorg er mikil en minningin er stærri. Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta - barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín. Guðbjörg. Störf hans öll innan Reglunnar voru unnin af einlægni og einurð, enda voru honum falin mikilvæg trúnaðarstörf og verkefni, sem hann ávallt sinnti og skilaði með sérstökum sóma en jafnframt lítil- læti. Hann átti því láni að fagna að vera jafnan ungur í anda og áhugi hans á málefnum Oddfellowa var alltaf jafn brennandi. Mikil reynsla, veivild og hæfíleiki til þess að hrífa aðra með sér einkenndu störf hans á síðari árum. Það var því ekkert undrunarefni að starf Ingólfs Th. Guðmundssonar var afar árangurs- rík og eftir orðum hans var vand- lega tekið. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að kynnast Ingólfi og eiga sam- leið með honum um fjölda ára. Kynnast eijusemi hans og góðvild og loks að finna stuðning hans á efri árum við stöif sín. Sannarlega prúður og góður félagi. En jafn- framt hvikaði hann aldrei frá stefnufestu sinni og einbeitni við að gera hlut Reglu okkar þann veg að hlutverk okkar í þjóðfélaginu yrði Oddfellowum til sóma. Að leiðarlokum vil ég flytja ást- vinum hans öllum einlægar samúð- arkveðjur um leið og góðs drengs og góðs vinar er minnst og þökkum samfylgd á liðnum árum. Friður sé með sálu hans. Frið- helg veri minning hans. Geir Zoega. AGNAR BIERING + Agnar Biering fæddist í Reyk- javík 16. sept. 1928. Hann lést á Land- spítalanum 25. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Henrik C.J. Biering (1891- 1976) sem lengst var búsáhaldakaup- maður við Lauga- veg í Reykjavík og Olga Astrid Hansen (1895-1983). Agnar var yngstur fjög- urra systkina: Lára Biering, gift Þorvarði Jóni Júi- íussyni (d. 1972) framkvæmda- stjóra Verzlunarráðs íslands, Henrik Biering kaupmaður, kv. Ingunni Jensen Biering og Gunnar Biering yfiriæknir. Fyrri kona hans var Edda Ólafs- dóttir (d. 1957) hjúkrunarfræð- ingur. Seinni kona hans er Her- dís Jónsdóttir Biering hjúkr- unarfræðingur. Stúdentsprófi lauk Agnar frá MR árið 1949 og lagaprófi frá HÍ 1955. Hann varð héraðsdóms- lögmaður 1959. Agnar var fulltrúi við iögreglustjóra- embættið í Reykja- vík 1955-65. Á þeim tíma fór hann til Bandaríkjanna tii að kynna sér lögreglu- stjórn. Upp frá þvi stundaði hann kaup- sýslu og lengi fast- eignasölu í félagi við Hermann H. Helga- son hdl. Árið 1957 gekk Agnar að eiga Sigríði Guðrúnu Magnúsdóttur (f. 1928) kaup- konu, dóttur Magnúsar Böð- varssonar (1887-1944) bakara- meistara í Hafnarfirði og konu hans, Sigríðar Eyjólfsdóttur (1897-1983). Sonur þeirra er Gunnar Biering (f. 1969) versl- unarmaður í Reykjavík. Sam- býliskona hans er Hanna Lára Sveinsdóttir og eiga þau dóttur- ina Áróru Lind (f. 1989). Útför Agnars fór fram í kyrr- Þey. KUNNUGLEIKI okkar Agnars Biering er orðinn langur, óslitinn og vaxandi frá því að við settumst í fyrsta bekk Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga við Lækjargötu fyrir 52 árum. Ég hafði veitt honum athygli nokkrum árum fyrr á Tjörninni fyr- ir fími í að fara á skautum og ekki síst skautunum hans sem voru fastir við skóna, ekki skrúfaðir undir klossana með lykli eins og hjá okk- ur krökkunum vestan Tjarnar. Agn- ar var þar í hópi glæsilegra drengja úr íbúðarhverfum fyrirmanna við Hringbraut, Fjólugötu, Smáragötu og Laufásveg. Æskuheimili hans var við Hringbraut, næst Gróðrar- stöðinni. Smám saman tókst með okkur vinátta og við bundumst sama vina- hópi. Það var hópur á vinstri kantin- um, meðan vinstri var vinstri, en ekki hægri. Við Agnar vorum beggja blands en létum mannkosti félaganna innsigla vinaböndin. Þarna mættust mismunandi menn- ingarheimar og ekki alltaf gott að láta dæmið ganga upp. Löngu síðar kynntist ég foreldr- um Agnars og hans góða heimili. Þau voru bæði af gamalgrónum dönskum kaupmannaættum í Reykjavík. Það voru forréttindi að eignast vináttu Bieringsfólksins, sem var fastheldið á fomar siðvenj- ur, rausnarlegt og velviljað menn- ingarfólk í besta skilningi, Reykvík- ingar að langfeðgatali en með dönsku yfirbragði. Agnar fór hefðbundnar leiðir á þessum árum. Hann stundaði skóla- nám sitt, byggingar- og síldarvinnu á sumrin og lagði stund á laganám. Hann var vinsæll og vej látinn með- al skólasystkina sinna. í HÍ myndað- ist nýr vinahópur með traustum vinaböndum sem héldust alla tíð að viðbættum fjölskyldum í fyllingu tímans. Að líta yfír farinn veg er eins og að fylgjast með tónverki. Fiðlurnar hijóma og þagna, slagverkið lætur heyra í sér, blásturshljóðfærin hljóma hvert með sínum blæ. Allt kemur saman í lokin, þótt um skeið megi við öðru búast. Eins er það með lífið, vinahóp, störf, fjölskyldu; mismunandi hraði og hljómur. Öll var hljómkviðan í lífi Agnars indæl og ánægjuleg. Þau Rúrí settu saman heimili að Sólvallagötu 45 og vinirnir aðstoð- uðu við flutninginn, daginn fyrir brúðkaupið. Um nóttina var talið rétt að snúa hjónarúminu. Það var hinsvegar of stórt fyrir herbergið og festist skakkt miili veggja þann- ig að margra stunda erfíði var að losa það. Var brúðkaupið tekið að nálgast fskyggilega þegar sú gesta- þraut var leyst. Þar eignuðust þau soninn Gunnar. Einnig kynntumst við frábæru fólki Rúríar sem auðg- aði líf heimilisvinanna með traustri, gróinni menningu Hafnarfjarðar, þótt þar hafi stór skörð verið höggv- in í raðimar. Félagslyndi þeirra Agnars og Rúríar og gestrisni var mikil, heim- ilið fagurt og heimilislífið ljúft. Þau reistu sumarhús í félagi við vini sína. Ávallt lagði Agnar sig allan fram í hverju verki, enda smiður góður, vinnusamur og ósérhlífínn. Því kynntumst við þegar þau reistu sér heimili við Helluland og tóku að snyrta hús og rækta garð. Mikill heiður okkur hjónum var að við vorum nánast tekin í fóstur af fjöl- skyldu Agnars. Um áratuga skeið höfum við notið ótal samfunda við systkinin og fylgst með þeim í blíðu og stríðu. Þá kom í ljós sú trausta og djúpstæða menning sem fylgir því fólki öllu. Agnar reyndist trúr íslensk-danskri menningu, sem hann hafði úr foreldrahúsum. Hann var óvenju látlaus maður, lítt gefínn fyrir að berast á. Heimilið, starf, vinir og fjölskylda voru ávallt í fyrir- rúmi. Svo kvaddi ískyggilegur gestur sér dyra, átti skamma dvöl og tók kæran vin á brott með sér sem hendi væri veifað. Engum vörnum varð við komið. Agnar tók kveðju hans af karlmennsku og þrótti. Varð engu víli við komið í hans návist. Við hjónin þökkum Agnari sam- fylgdina öll þessi mörgu ár. Umfram allt minnumst við tryggðar hans og umhyggju. Ef hann hafði minnsta grun um hættur eða vandræði var hann kominn á okkar fund, uppör- vandi og hjálpfús. Kærleikur, vel- vilji og greiðvikni hans var einlæg og skýlaus. Hann var ávallt sam- kvæmur sjálfum sér. Ráð hans voru heiðruð verðmæti á heimili okkar. Blessuð veri minning Agnars Bi- ering. Eggert Ásgeirsson. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUCLBIÐIR IKÍTEL LOFTLEIUIR t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ALFREÐ BÚASON, Kleppsvegi 2, sem lést í Borgarspítalanum að morgni 29. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 7. desember kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Hrefna Jónsdóttir, Agnar Búi Alfreðsson, Elsa Alfreðsdóttir, Erlingur Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, AGNAR BIERING, Hellulandi 24, Reykjavík, lést 25. nóvember. Útför hans hefur farið fram. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Sigriður M. Biering, «- Gunnar Biering, Hanna Lára Sveinsdóttir, Áróra Lind Biering. t Elskuleg móðir og fósturmóðir okkar, MARTA ELÍNBORG GUÐBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, Mýrdal, Skeggjagötu 10, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum þriðju- daginn 5. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbrandur Guðjónsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. + Ástkœr eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Skólagerði 37, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 13.30. Ólafur Guðjónsson, Jónina Vilborg Ólafsdóttir, Karl Olsen jr., Oddur Ólafsson, Elsa Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Systir okkar og frænka, GUÐLAUG VILHJÁLMSDÓTTIR, Bólstaðarhlið 50, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 21. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega sýnda samúð og vinar- hug. Fyrir hönd vandamanna, Eva Vilhjálmsdóttir, Ásta Vilhjálmsdóttir, Fanney Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Ragnarsson. + Innilegar þakkir til allra, sem veittu aðstoð og sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okk- ar, stjúpföður, tengdaföður og afa, ARNARS GUÐBJÖRNSSONAR, Hákoti, Álftanesi. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og alúð til lækna og hjúkr- unarfólks krabbameinsdeildar Landspítalans. Ragnhildur Nikulásdóttir, börn, stjúpsonur, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.