Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 15
LAINIDIÐ
Mikið
um dýrð-
ir í Jóla-
landinu
Hveragerði - Þó að veðurguð-
irnir hafi sett örlítið strik í
reikninginn við opnun Jóla-
lands í Hveragerði aftraði
veðrið ekki því að mikill mann-
fjöldi lagði leið sína þangað sl.
föstudagskvöld. Mikil bílaröð
myndaðist upp Kambana og
þar mátti sjá bílljósaraðirnar
eins langt og augað eygði.
Hinir fjölmörgu gestir Jóla-
landsins þetta kvöld voru sann-
arlega ekki sviknir af því sem
þar bar fyrir augu. Jólasöngv-
ar hljómuðu bæði frá Kirkju-
kór Hveragerðis og Skóla-
hljómsveit Grunnskólans. Jóla-
sveinar, Grýla og fleiri kynja-
verur heilluðu jafnt unga sem
aldna og síðast en ekki síst
skemmti Bubbi Morthens við-
stöddum.
í Hveragerði hafa íbúarnir
tekið vel við sér í sambandi við
jólaskreytingar og hefur aldrei
áður verið lagt jafn mikið í
skreytingar í bæjarfélaginu og
nú.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Börn frá Flateyri í Jólalandinu
JÓLASVEINNINN fór á laugardag vestur á Flateyri og sótti
þangað stóran hóp barna og fylgdarmanna og flutti þau í flug-
vél Flugleiða suður á vit ævintýra í Jólalandinu í Hveragerði.
Þegar þangað kom tók við mikil dagskrá og var greinilegt á
viðbrögðum barnanna að þau skemmtu sér konunglega. Vegna
þess hve mikið var að gera hjá hópnum var hægara sagt en
gert að ná þeim öllum saman á mynd, en hluti hópsins tyllti sér
þó niður til að spjalla við jólasveininn og þá var myndin tekin.
Saga Selfoss -
2. bindi komið út
UM ÞESSAR mundir er að koma
út á vegum Selfosskaupstaðar 2.
bindi af Sögu Selfoss, sem fjallar
í meginatriðum um tímabilið
1930-1960, þótt ýmislegt vilji þar
skarast og sums staðar verði þessi
tímaskil harla óljós, segir í frétt
frá bæjarskrifstofu Selfoss. Skráð
hefur Guðmundur Kristinsson og
í ritnefnd eru Jón R. Hjálmarsson,
Páll Lýðsson og Þór Vigfússon.
Bókin skiptist í 23 meginkafla.
Þar er fyrst yfirlit yfir sögu Mjólk-
urbús Flóamanna, Kaupfélags Ár-
nesinga og Verslunar S.Ó. Ólafs-
son & Co. Á umræddu tímabili
voru þessi fyrirtæki burðarásar
atvinnulífsins í hinu unga kaupt-
úni.
Olfusárbrú og bílaöld
Sagt er frá upphafi bílaaldar og
Ölfusárbrú þegar hún brast og ný
var byggð. Þá er kafli um landbún-
að, búskap bæjarbúa, heimasölu
nýmjólkur og loðdýrarækt. Sagt
er frá skipulagi og landakaupum
og birt nöfn allra íbúðarhúsa árið
1946. Kaflar eru um vatnsveitu,
rafveitu, slökkvilið, farskóla og
fastan skóla á Selfossi, sýslumenn
og upphaf löggæslu.
Síðan er kafli um sveitarstjórn.
Sagt er frá pólitískum flokkadrátt-
um og hvernig völdin í hreppsmál-
um færðust í hendur Selfossbúa.
Þar er sagt frá fyrstu iæknum og
stofnun Selfosslæknishéraðs og
sjúkrahúss.
Sagt er frá 21 iðnaðarmanni
sem settist að á Selfossi fyrir 1950
og 5 kaupmönnum, svo og frá
íþróttum og afreksmönnum. Þá er
kafli um samkomuhús og veiting-
ar, um veitingarekstur Brynjólfs
Gíslasonar og Kristínar Árnadóttur
í Tryggvaskála, kvikmyndasýning-
um Georgs Magnússonar í Georgs-
bíói og Eiríks Bjarnasonar í
Tryggvaskála og byggingu og
rekstri Selfossbíós. Gerð ér grein
fyrir þeim félögum sem stofnuð
höfðu verið fyrir 1950 og eftir-
minnilegum mannfundum, lýðveld-
ishátíð 1944 og heimsókn Ásgeirs
forseta 1955.
Þá er ítarleg frásögn frá stofnun
Selfosshrepps, sem olli miklum
deilum á sínum tíma.
Loks er langur kafli um dvöl
breskra og bandarískra hermanna
við Ölfusárbrú á stríðsárunum með
ljósmyndum frá komu þeirra.
Bókin er 387 blaðsíður og prýdd
365 ljósmyndum og uppdráttum
og með skrám yfir heimildir, ljós-
myndir og nöfn 1.220 manna sem
við sögu koma.
Bókin er unnin í Prentsmiðju
Suðurlands hf. á Selfossi og bund-
in hjá G. Ben. - Eddu hf. í Reykja-
vík.
Fimm býli í
eyði á árinu
Kaldalóni - ÞAÐ gerðist hér í ísa-
fjarðardjúpi í síðustu viku nóvem-
ber 1995, að 320 fjár voru send
til slátrunar vestur á Þingeyri, frá
Botni í Mjóafirði í Reykjafjarðar-
hreppi hinum forna, sem nú hefur
sameinast Súðavíkurhreppi. Er.
þetta í fyrsta sinn sem svo mörgu
fé er slátrað á þessum árstíma.
Bóndinn þar, Torfi Jónsson, hef-
ur búið í Botni í nokkur ár og
búnast þar ágætlega. Hann lét sig
ekki muna um að skreppa út í
Snæfjallahrepp á síðastliðnu sumri
til að bera þar á túnin og heyja þar
í sumar og flytja inn í Mjóafjörð.
í Botni í Mjóafirði eru nýlega
byggð íjárhús fyrir um 400 fjár
og feiknaleg hlaða þar við þau,
byggð af Ágústi Gíslasyni, bygg-
ingameistara, sem stóð fyrir stór-
kostlegustu uppbyggingu sem átt
hefur sér stað í ísafjarðardjúpi á
einu ári, að mestu gerð og af hendi
leyst af miklum ágætum.
Á þessu herrans ári 1995 er
þetta fimmta býlið sem fer í eyði
í Djúpinu, sem er ólýsanlegt áfall
fyrir byggðina í heild. En nú er
bændum stillt upp við vegg og
sagt: „Þú færð þetta ef þú hættir
búskap í fimm ár, annars getur
þú lapið dauðann úr öðuskel, eða
dáið drottni þínum úti á helkulda
tilverunnar, án nokkurrar mis-
kunnar.“
Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson
KIRKJAN á Reykhólum.
Reykhólakirkia fegruð
Miðhúsum - Unnið hefur verið að
því að undanförnu að fegra Reyk-
hólakirkju. Nú er búið að mála
kirkjuna og lakkbera kirkjubekki
og skipta um áklæði á sætum en
hönnuður sætanna, Jón Ólafsson
arkitekt, teiknaði þau og sá um
breytingu á áklæði þeirra nú.
Sr. Bragi Benediktsson prófastur
sá um alla yfirstjórn og flutninga
en Páll Jónsson, Reykhólum, vann
alla verkhliðina með mestu prýði.
Ákveðið er að flóðlýsa kirkjuna og
mun kirkjan auka á fegurð Reyk-
hóla þegar vetrarmyrkrið eykst en
kirkjan er hin mesta staðarprýði.
AKUREYRI
í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Akureyrarskrifstofa Morgunblaðsins
var sett á laggirnar í Hafnarstræti 85 er ætlunin að vera með sérstaka útgáfu
fimmtudaginn 14. desember nk. sem helguð er Akureyri.
í þessu blaði verður meðal annars fjallað um hvaða breytingar hafa orðið á
Akureyri á síðustu 10 árum, rætt verður við fjölda Akureyringa og púlsinn
tekinn á atvinnumálum, pólitík, menningar- og menntamálu'm og íþróttum.
Einnig verður mannlífið á Akureyri skoðað.
Upplýsingar um auglýsingabirtingar í þessa útgáfu veita sölufulltrúar
Morgunblaðsins, Dóra Guðný Sigurðardóttir og Rakel Sveinsdóttir, í síma
569 1171 eða með símbréfi 569 1110 til 7. desember, en dagana 7. og 8.
desember verða þær staddar á Akureyri til frekari aðstoðar auglýsendum þar.
ptoffgtwMtiMfe
-kjarni málsins!