Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Ströng EMU-skil- yrði valda vanda Brussel, Róm. Reuter. EVRÖPSKIR sérfræðingar í efna- hagsmálum hafa sívaxandi áhyggjur af þeim mikla kostnaði, sem fylgir því fyrir aðildarríki Evrópusam- bandsins að aðlaga sig að skilmálum Maastricht-sáttmálans vegna hins peningalega samruna Evrópuríkja (EMU). Hvergi koma hin erfiðu áhrif þessarar aðlögunar betur í ljós en í Frakklandi. Sérfræðingar segja hinn félags- lega óróleika í Frakkiandi síðustu daga sýna fram á einn helsta galla Maastricht-samkomulagsins, nefni- lega að ríkisstjórnir geti ekki mildað áhrif harðra aðhaldsaðgerða í ríkis- fjármálum. Markmið peningastefnunnar er að sem minnst röskun verði á innbyrðis gengi evrópskra gjaldmiðla og í rík- isflármálunum verða ríkin að upp- fylla ströng skilyrði um verðbólgu, fjárlagahalla og skuldir. Benda hag- fræðingar á að á tímum efnahags- legrar niðursveiflu sé engin leið til að draga úr áhrifum þessara aðgerða á atvinnustig og félagslegt ástand. „Þegar búið er að afnema þann kost að lækka gengið veldur þetta gífurlegri spennu,“ segir Robin Marshall, yfirhagfræðingur Chase Manhattan Bank í London. „Frakk- land er það ríki þar sem þetta kemur skýrast fram.“ Talsmenn EMU á borð við Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórn- arinnar, halda því hins vegar fram að vandamál Frakka eigi ekki rætur sínar að rekja til tilrauna þeirra til að verða aðilar að sameiginlega gjaldmiðlinum. Áhyggjur af framtíðinni Franska ríkisstjómin, sem nýlega samþykkti harkalegan niðurskurð í félagslega kerfinu, vegna EMU-skil- yrðanna, stendur nú frammi fyrir því að þurfa að hækka vexti til að við- halda gengi frankans. Slíkt hefði slæm áhrif á efnahagslífið, sem nú þegar á í miklum erfíðleikum og myndi líklega auka atvinnuleysi. Þetta veldur mönnum áhyggjum varðandi framtíðina. Eftir að peninga- legur samruni hefur átt sér stað yrði ákvarðanataka í efnahagsmálum mjög miðstýrð. Einungis yrði fylgt einni peningastefnu á EMU-svæðinu, eitt gengi yrði til staðar og líklega munu gilda strangar reglur um opin- bera eyðslu. Leggja Þjóðveijar mikla áherslu á hið síðastnefnda. Ríkisstjórnir einstakra ríkja hefðu því litla sem enga möguleika til að jafna sveiflur í efnahagslífinu. „Evrópusambandsríki, ekki síst Frakkland, hafa miklu minna svig- rúm en áður til að lækka gengi gjaldmiðla sinna til að ýta undir hag- vöxt en það sem mikilvægara er, þau hafa einnig minna svigrúm til opin- berrar eyðslu," segja efnahagssér- fræðingar hjá Chemieal Bank í ný- legri skýrslu. Árangur skilar sér seint Nær allir eru sammála um að Evrópuríki verði að skera niður vel- ferðarkerfi sín og ríkisútgjöld. Vand- inn er hins vegar sá að slíkar aðgerð- ir eru mjög óvinsælat' og valda stór- um hópum í þjóðfélaginu vandræð- um. Árangurinn fer hins vegar ekki að skila sér fyrr en nokkrum árum síðar. Alþjóðlegir Ijárfestar eru að mati sérfræðinga enn í vafa um að frönsku stjórninni muni takast það ætlunar- verk sitt að koma ríkisútgjöldum í rétt horf. Vandinn er hins vegar sá að án Frakka er nær útilokað að af hinum peningalega samruna verði. Reuter Qiller biður um stuðning TANSU UiHer, forsætisráðherra Tyrklands, er nú I Þýzkalandi til að afla fylgis við samninginn um tollabandalag við Evrópusam- bandið, sem á að taka gildi um áramót ef Evrópuþingið sam- þykkir hann. Líklegt er að þing-. ið greiði atkvæði um samninginn um miðjan mánuðinn. Hér situr Giller með Helmut Kohl, kanzl- ara Þýzkalands, fyrir fund þeirra í Bonn í gær. EÞ á móti „mynt- Schengen“ • EVRÓPUÞINGIÐ hefur álykt- að um Efnahags- og myntbanda- lag Evrópu (EMU) og krafizt þess að leiðtogar aðildarríkja ESB ákveði nafn á nýjan Evrópu- gjaldmiðil á fundi sínum í Madríd síðar í mánuðinum. EÞ vill að gildistöku EMU verði ekki seink- að og að þess verði gætt að hald- ið verði við þau skilyrði, sem sett eru fyrir þátttöku. Þingið hafnar engu að síður „Schengen- samningi um peningamálin", þar sem bara sum aðildarríki ESB verði með. Þingið hvetur til þess að hinir nýju seðlar og mynt verði hönnuð með það fyrir aug- um að blindir og sjónskertir geti auðveldlega notað nýja Evrópu- gjaldmiðilinn. • BRETLAND stendur áfram í vegi fyrir því að sáttmáli ESB- ríkja um evrópsku lögreglusam- vinnustofnunina Europol verði samþykktur. Þetta stendur stofn- uninni mjög fyrir þrifum í störf- um hennar. Það, sem einkum fer fyrir bijóstið á Bretum, eru ákvæði um að Evrópudómstóll- inn hafi lögsögu yfir stofnun- inni. Búizt er við að leiðtogar ESB reyni að leysa málið sín á milli á fundi sinum í Madríd 15. desember. ERLEIMT GRÆNLENDINGAR hafa ákveðið að veita Nelson Mand- ela, forseta Suður-Afríku sér- stök j ólasveinaverðlaun, vegna starfs hans í þágu barna. Útnefna Grænlending- ar Mandela Alþjóðlegan jóla- svein ársins. „Það er mér mikill heiður, sem fulltrúi hins raunverulega Mandela jólasveinn ársins jólasveins sem við vitum að býr á Grænlandsjökli, að af- henda þessi verðlaun á suður- hveli jarðar,“ sagði Lars Emil Johansen, formaður græn- lensku landsstjórnarinnar er hann afhjúpaði höggmynd í fullri stærð af Mandela í rauð- um og hvítum jólasveinabún- ingi. Fór athöfnin fram í Pret- óríu og var myndin tekin við það tækifæri. Fundur andstæðinga Saddams í Amman? Líkur eru á að andstæðingar Saddams íraksforseta komi saman til fundar í Jórdaníu. Jóhanna Kristjónsdóttir fjallar um fjendur forsetans o g sinnaskipti Husseins Jórdaníukonungs, FUNDUR íraska þjóðarráðsins (ÍÞR) í Animan í Jórdaníu í þessum mánuði eða hinum næsta þykir sæta tíðindum. Þessi samtök hafa aðsetur í London og beijast gegn núverandi valdhöfum í írak en það hefur gætt nokkurrar sundurþykkju milli hópa innan þeirra eins og raunar flestra þeirra samtaka sem vilja koma Sadd- am Hussein, forseta landsins, frá völdum. Hér í Kaíró er staðhæft að Hus- sein Jórdaníukonungur hafi rætt við fulltrúa ÍÞR í London fyrir stuttu. Það hefur ekki verið staðfest en fulltrúi þeirra sagði þó að viðræður „háttsettra jórdanskra manna“ og fulltrúa ÍÞR hefðu farið fram en neitaði að segja hvort þar hefði kóngur sjálfur verið á ferð. Sinnaskipti Husseins Jórdaníu- konungs gagnvart írak hafa verið mönnum áleitið umhugsunarefni og yfirlýsingar hans í vikuritinu Time í haust þess efnis að tímabært væri að breytingar yrðu á stjórn íraks vöktu verulega athygli þá. Síðan var um sinn dregið úr orðum konungs og ýmsir létu í veðri vaka að orð konungs hefðu verið ranglega túlk- uð. En fari svo að konungur leyfi ÍÞR að halda fund í Amman eins og flest sólarmerki benda til er það vitanlega mjög afgerandi skref sem þar með er stigið. Sagt var að í fyrstu hefði fundurinn átt að vera síðla nóvem- ber en var frestað. Ef af honum verður munu sitja hann 100-120 stjórnarandstæðingar Saddams og trúlega fulltrúar allra hópanna sem gegn honum betjast. Flótti Husseins Kamals Flestum virðist sem sinnaskipti konungs hafi orðið fyrir alvöru sýni- leg þegar tengdasynir Saddams flýðu yfir til Jórdaníu 8. ágúst ásamt eiginkonum sínum, sem eru dætur Saddams, og nokkrum barnabörn- um. Þær móttökur sem fólkið fékk hjá .Jórdaníukonungi vöktu mikla athygli. Einkum þegar haft er í huga að annar tengdasonanna, Hussein Kamal, var óumdeilanlega með ámóta blóði drifnar hendur og Sundurþykkju gætir milli hópa sem vilja koma Saddam Hussein frá völdum. Andstæð- ingar hans vilja þó engin sam- skipti eiga við Hussein Kamal. tengdafaðir hans og hafði m.a. sýnt. mikla hörku eftir innrásina í Kúveit, en þar skipaði Saddam hann hæst- ráðanda. Stjórnarandstöðuhóparnir hafa ekki viljað eiga nein samskipti við Kamal og íraska þjóðarráðið tek- ur svo djúpt í árinni að segja að hann sé meðal þeirra fimm sem það telji að hafi framið alvarlegustu stríðsglæpina. Kamal og fjölskylda býr í Amman og þótt fréttir hafi birst um það í haust að hann væri að íhuga að snúa aftur til íraks því Saddam hefði lofað að fyrirgefa og gleyma ef fjöl- skyldurnar kæmu aftur, hefur aug- ljóslega ekkert orðið af því. En þó afstaða Husseins Jórdaníu- konungs í bræðramálinu þyki furðu- leg og njóti ijarri stuðnings þorra manna þar í landi er fleira sem bæði Jórdönum og grönnum þeirra finnst hið undarlegasta og má þar ekki síst nefna hina miklu ákefð konungs að halda til streitu að frið- urinn við ísrael verði „hlýr“ en ekki kaldur friður eins og er milli ísraela og Egypta. Margir hafa uppi getgát- ur um að Jórdaníukonungur sé und- ir miklum þrýstingi frá Bandaríkja- mönnum að skera á tengslin við ír- aka - altjent við valdahópinn þar og muni fá það vel og ríkulega laun- að. Jórdanir hafa einnig sýnt verulega hörku upp á síðkastið gagnvart írök- um sem hafa flúið í búntum til Jórd- aníu frá því stríðinu lauk. Talið er | að um 50 þús. írakar séu án leyfis og lögmætra pappíra í Jórdaníu og staðhæft er að mörgum hafi verið skipað að hypja sig hið bráðasta. Vegsemd Raad Bin Zeid hefur aukist Þó jórdanska stjórnin hafi hægt og rólega reynt að sýna að Kamal tengdasonur sé ekki í neinum háveg- um hafður er enn eitt sem menn ! hrista spytjandi hausinn yfir: Það I er aukin vegsemd Raad Bin Zeid, j prins. Hann er sonur hálfbróður Faisals I, fyrrv. konungs íraks. Raad prins hefur verið búsettur í Jórdaníu síðan konungnum var steypt af stóli í írak 1958. Hann nýtur virðingar fyrir heiðarleika og góðar gáfur. Tvívegis á síðasta mánuði hefur honum verið falin forsjá ríkisins þeg- ar Hussein konungur og Hassan krónprins hafa verið utanlands. Mo- hammed, annar bróðir Husseins, í hefur venjulega verið sá sem þá j hefur farið með stjórnina. „Sumir álíta að með þessu sé ver- ið að sýna mönnum fram á að Raad prins væri til að mynda ljómandi vel hæfur til að taka við stjórninni í írak. Og víst er talið að Hussein konungur mundi kjósa að Raad prins gegndi stærra hlutverki í málefnunt Iraks en Sharif Aii, sem býr í Lond- ' on og gerir kröfu til írösku krúnunn- ar en er fjarskyidari," sagði viku- i blaðið Middle East Times sem er j gefið út hér í Kaíró og mér hefur virst hið vandaðasta blað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.