Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Áfram stefnt að settu markí STJÓRN Samtaka fámennra skóla hefur nú nýverið sent frá sér ályktun þar sem sveitarstjómarmenn og full- trúar ríkisvaldsins eru hvattir til að taka til íhugunar frestun á áformum um flutning alls rekstrarkostnaðar grunnskóla tii sveitarfélaga 1. ágúst 1996. Þessi ályktun berst frá sam- tökum sem álitið var að væru vel upplýst um þá miklu undirbúnings- vinnu sem fram hefur farið varðandi yfirfærsluna, sem fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélög kennara taka fullan þátt í. Ályktunin gæti valdið þeim misskilningi að ekki væri vandað til undirbúnings yfir- færslunnar og þeirrar vinnu sem fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og kenn- ara hafa innt af hendi. í ályktuninni kemur jafnframt fram óverðskuldað vantraust á sveitarstjómir sem síst var að vænta frá þessum samtökum. Því er nauðsynlegt að rekja í stuttu máli aðdraganda málsins, hvemig að því hefur verið unnið og hver staða þess er nú. Efling sveitar- stj órnarstigsins Sveitarfélög á íslandi ráðstafa miklu lægri hlutdeiid opinberra út- gjalda en í nálægum löndum og rík- ið hefur á hendi þeim mun fleiri verk- efni, sem eðlilegra væri að vista hjá sveitarfélögunum. Fulltrúar rík- isvaldsins hafa á umliðnum árum lýst þeirri skoðun sinni að rétt væri að efla og styrkja sveitarfélögin og færa til þeirra fleiri verkefni. Öllum er ljóst að slíkt gerist því aðeins að nægar tekjur fylgi. Allur þorri sveit- arstjómarmanna er samþykkur slíkri verkefnatilfærslu að því tilskildu að sveitarfélögunum séu tryggðar tekj- ur til að standa undir auknum verk- efnum. Grunnskólinn er samstarfs- verkefni ríkis og sveitarfélaga, með nánast jafnri kostnaðarþátttöku þessara tveggja stjórnsýslustiga, sem eðlilegt er að skoða í þessu tilliti. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Veruleg breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga kom síðast til framkvæmda í ársbyrjun 1990. Sveitarfélögin tóku þá m.a. í sínar hendur allan rekstrarkostnað tónlist- arskóla og allan stofn- og rekstrar- kostnað grunnskóla annan en launa- greiðslur til kennara. Ýmsir voru tortryggnir varðandi þessar breyt- ingar og þær breytingar sem jafn- hliða voru gerðar á tek- justofnum sveitarfé- laga. I öllum aðalatrið- um hefur sú breyting reynst vel og þau verk- efni sem féllu í hlut sveitarfélaganna eru síst af öllu verr af hendi leyst en meðan þau voru í verkahring ríkisvalds- ins. Skipting grunn- skólakostnaðar Samkvæmt gildandi grunnskólalögum skipt- ist grunnskólakostnað- ur milli ríkis og sveitar- félaga. Nánari athugun leiðir í ijós að á þessu ári er kostnað- ur ríkisins áætlaður um 5,4 milljarð- ar króna og grunnskólakostnaður sveitarfélaganna um 5,4 milljarðar króna. Hlutverk sveitarfélaga samkvæmt gildandi grunnskólalögum er að bera kostnað af og sjá um: Almennan rekstur grunnskólans, m.a. efni til verklegrar kennslu, -pappír og ritföng til sameiginlegra nota o.fl. Skólaakstur. Heimavistar- gæslu. Kennslutæki. Stofnkostnað grunnskóla. Viðhald og rekstur skólahúsnæðis. Hutverk ríkisins samkvæmt gild- andi grunnskólalögum er að bera kostnað af og sjá um: Laun vegna kennslu og stjórnunar í almennum giunnskólum. Námsráðgjöf í grunn- skólum. Samræmd próf og könnun- arpróf. Allan kostnað við fræðslu- skrifstofur. Allan kostnað við skóla fyrir fötluð börn (sérskóla). Náms- gögn. Æfinga- og tilraunakennslu. Námsleyfi. Af framangreindu sést að lögum samkvæmt gegna sveitarfélögin nú þegar miklu hlutverki varðandi grunnskólahald í landinu og kostn- aðarlega er hlutverkaskiptingin jöfn milli ríkis og sveitarfélaga. Auk þess hafa þau tekið á sig þungar fjárhags- legar byrðar langt umfram lagalegar skyldur til að tryggja grunnskólahald víða um land og frumkvæði að upp- byggingu grunnskólanna hefur líka komið frá sveitarstjórnarmönnum. Eftir að stofnkostnaður grunnskóla var færður til sveitarfélaganna í árs- byijun 1990 hefur síst dregið úr nauð- synlegri uppbyggingu skólamann- virkja og hún hefur verið skipulegri og framkvæmdir tekið skemmri tíma. Skýr stefnumörkun sveitarf élaganna Með hliðsjón af því mikla hlutverki sem sveitarfélögin gegna nú þegar varðandi grunn- skólahald í landinu og því frumkvæði sem þau hafa sýnt varðandi upp- byggingu í þeim mála- flokki er því mjög rök- rétt að færa til þeirra þann kostnað sem ríkið hefur haft með höndum, sem fyrst og fremst eru launagreiðslur til kenn- ara. Itarleg umfjöllun hefur farið fram um yfirfærsluna á tveimur síðustu full- trúaráðsfundum sambandsins og á landsþingi þess um mánaðamótin ágúst-september 1994, sem fulltrúar flestra sveitarfélaga í landinu sátu. Á fulltrúaráðsfundunum og lands- þinginu var mörkuð stefna sveitarfé- laganna í þessu máli og hún er mjög skýr. Landsþingið ályktaði að rétt væri að fela sveitarfélögunum að fullu rekstur grunnskólanna með þeim fyrirvörum, að nægar tekjur fylgdu til að taka við auknum verk- efnum, að með jöfnunaraðgerðum væri mætt vanda þeirra sveitarfélaga sem yfirtaka háan rekstrarkostnað grunnskóla miðað við tekjur, að sam- komulag náist milli ríkis, sveitarfé- laga og kennara um réttindamál, þ.m.t. lífeyrisréttindi. Undirbúningur málsins í júnímánuði sl. skipaði mennta- málaráðherra verkefnisstjórn og þrjár undirnefndir til að vinna að undirbúningi málsins, þ.e.: Nefnd til að meta kostnað af verk- efninu og gera tillögur um jöfnunar- aðgerðir og breytingar á tekjustofn- um sveitarfélaga. Nefnd til að fjalla um réttindamál kennara. Nefnd til að fjalla um verkefni fræðsluskrifstofa, sem sveitarfélögin yfirtaka og önnur fagleg mál. Verkefnisstjórnin hefur umsjón með vinnu nefndanna og þar er unn- ið að lausn ágreiningsmála. Fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga kennara eiga fulltrúa í verkefnis- stjórninni. Sú vinna sem fram hefur farið hefur verið unnin í samstarfi þessara aðila og með hliðsjón af Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ályktun landsþingsins og þeim fyrir- vörum sem þar voru settir. Víðtæk kynning Sambandið hefur frá upphafi lagt áherslu á að sem víðtækust kynning færi fram varðandi allan undirbúning yfirfærslunnar. Staða þess hefur ver- ið kynnt á fundum með stjórn- armönnum þess og fulltrúum lands- hlutasamtaka, á aðalfundum lands- hlutasamtaka og á fundum kennara- félaga víðsvegar um land. Síðast var málið til ítarlegrar umfjöllunar á fjár- málaráðstefnu sambandsins 23. nóv- ember sl. en þá ráðstefnu sátu um 400 manns. Áuk þess hafa lands- hlutasamtökin verið með málið til sérstakrar umfjöllunar á sínum vett- vangi og unnið að undirbúningi að yfirtöku á verkefnum fræðsluskrif- stofanna. Undirbúningur yfirfærsl- unnar hefur'því hlotið víðtæka kynn- ingu á fjölmörgum fundum þar sem gott tækifæri hefur gefist til skoð- anaskipta. Fjárhagur sveitarfélaga Á Ijármálaráðstefnu sambandsins 23. og 24. nóvember sl. kom glögg- lega fram að fjárhagur sveitarfélaga hefur farið versnandi undanfarin ár og skuldir þeirra í heildina tekið hafa aukist verulega og eru orðnar allt of háar. Á þeirri ráðstefnu og fjármálaráðstefnunni á síðasta ári var ítarlega fjallað um þá alvarlegu Fullyrða má, segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, að sveitarfélögin hafi lagt metnað sinn í að sinna vel málefnum grunnskólans. stöðu og ljóst er að fjölmörg sveitar- félög vinna nú að margvíslegum að- gerðum til að bæta fjárhagslegu af- komu sína og ná niður skuldum. Fulltrúum ríkisvaldsins er kunnugt um þá fjárhagslegu erfiðleika sem ýmis sveitarfélög standa frammi fyr- ir og þeir verða að gera sitt til að skapa sveitarfélögunum eðlileg rekstrarskilyrði miðað við það hlut- verk sem þeim er ætlað að sinna. Þrátt fyrir erfiðan fjárhag hafa sveitarféiögin staðið við skyldur sínar og mörg þeirra hafa lagt mun meira af mörkum til einstakra málaflokka ekki síst varðandi málefni grunnskól- ans. Varðandi yfirtöku grunnskólans er það algjört skilyrði að sveitarfé- lögunum verði tryggðar nægar tekj- ur til að mæta því aukna verkefni. Verði ekki séð til þess munu sveitar- félögin ekki taka við verkefninu. Valfrelsi að lífeyris- sjóðum er óskynsamlegt ÞVÍ verður varla á móti mælt að stofnun almennra lífeyrissjóðanna fyrir aldarfjórðungi var mikið gæfu- spor. Margar þjóðir horfa öfundar- augum til íslands, enda hefur ís- lenska lífeyrissjóðakerfið þá helstu kosti, sem prýða slík kerfi. Er þá átt við Essin þijú, sem eru höfuðkostir kerfisins, þ.e.a.s. sjóðsöfnun, sam- tryggingu og skylduaðild. Því koma nokkuð á óvart skrif leiðarahöfundar Morgunblaðsins, 28. nóvember sl., þar sem beinlínis er skorað á þingmenn stjórnarflokkana að afnema skylduað- ild að lífeyrissjóðunum með lögum, þvert á öll skynsamleg rök og sam- dóma álit heildarsamtaka aðila vinnu- markaðarins að skylduaðild að lífeyr- issjþðum sé skynsamlegur kostur. Ég tel hins vegar mörg veigamik- il rök mæla með skylduaðild og gegn frjálsri aðild að lífeyrissjóðunum og skulu aðeins nokkur nefnd. í fyrsta lagi mun kostnaður lífeyr- issjóðakerfísins stóraukast, ef aðild yrði gefin fijáls. Auglýsingar lífeyris- sjóða, banka, sparisjóða, verðbréfa- fyrirtækja, tryggingafélaga, verð- bréfamiðlara, svo nokkur dæmi séu nefnd, um þennan veigamikla sparnað al- mennings, munu skella eins og flóðbylgja yfir þjóðina, þar sem höfð væri í frammi ýmis gyiliboð í kapphlaupi um lífeyrisiðgjöldin. Núverandi auglýsinga- kostnaður séreigna- sjóða, tryggingafé- laga, banka og spari- sjóða, yrði hreinn barnaleikur í sam- anburði við það sem þá yrði. Hjá • ljölmiðlum, ekki síst Morgunblað- inu, yrðu jólin allt árið og þeir myndu að sjálf- sögðu fitna eins og púkinn á fjósbitan- um í þessum gjömingum. I öðru lagi mun frjáls aðild að líf- eyrissjóðunum hafa í för með sér verulega aukinn kostnað við eftir- fylgni við innheimtustarfsemi. Þegar búið verður að hleypa öllu lausu verða að sjálfsögðu sífelldir flutning- ar sjóðfélaga á miili lífeyrissjóða og í stað þess að fyrirtæki greiddi t.d. nú í 10 lífeyrissjóði af starfsmönnum sínum gætu sjóðirnir orðið margfalt fleiri og enginn vissi sitt ijúkandi ráð, hvert ætti að greiða og hver ættí að innheimta vanskilagjöld. Lögfræð- ingar við innheimtustörf myndu blómstra meira en nokkru sinni fyrr. í þriðja lagi væri sú hætta vissulega fyrir hendi að launþeginn, sem mun hafa mjög tak- markaða yfirsýn yfir rekstur lífeyrissjóða, þ. á m. mat á líklegri ávöxtun fram í tímann, þróun rekstrarkostnaðar, aldurssam- setningu, kynjasamsetningu, ævilík- ur og örorkuáhættu, léti einfaldlega atvinnurekandann um að velja lífeyr- issjóðinn. Valfrelsi launþegans yrði í raun valfrelsi atvinnurekandans. Þar með -væri hætta á að stjórnand- inn notaði frelsi til að beina aðild launþega að lífeyrissjóði banka eða tryggingafélaga, þar sem hann væri Hrafn Magnússon með viðskipti. Þannig væru sjóðfé- lagarnir orðnir að eins konar við- skiptavöru, nánast eins og fé á fæti í öllu frelsinu. í fjórða lagi mun valfrelsi bijóta smám saman niður samtryggingar- eðlið í lífeyrissjóðakerfinu. Sam- trygging gengur einfaldlega ekki upp þegar menn fara að flakka milli sjóða. Hver verður t.d. réttarstaða þeirra sjóðfélaga, sem fyrir eru í líf- eyrissjóði, sem nú er fjárhagslega sterkur, ef inn í sjóðinn flykkist eldra fólk og öryrkjar? I fimmta lagi væri farið að verð- Að mínu mati er val- frelsi í lífeyrismálum ekki hyggilegt, segir Hrafn Magnússon, og hreint og beint fráleitt. leggja sjóðfélagann eftir kyni, þar sem konur lifa lengur en karla og þyrftu því að greiða hærri iðgjöld en þeir. Eftir aldri, því iðgjöld sjóð- félaga eru þeim mun verðmætari, sem sjóðfélaginn er yngri og eftir fjöl- skylduaðstæðum, því íjölskyldufaðir, sem fellur frá, er kostnaðarmeiri en sá sem er einhleypur. Þannig yrði núverandi kerfi samhjálpar og sam- tryggingar í lífeyrissjóðunum rústað á fáeinum mánuðum eða misserum. Þetta er fulltrúum ríkisvaldsins og kennurum fullkunnugt um og ráð- herrar hafa ekki gefíð neitt annað í skyn en að það verði tryggt. Yfirtaka launakostnaðar Sá kostnaður sem færist frá ríki til sveitarfélaga er fyrst og fremst launakostnaður. Hjá sveitarfélög- unum eru nú rúmlega 9 þúsund stöðugildi. Við yfirtöku rekstrar- kostnaðar grunnskólans myndi þeim fjölga um rúmlega 3 þúsund eða u.þ.b. þriðjung. Sveitarfélögin hafa verið tryggir og skilvirkir launagreið- endur og verða það áfram. Ein meg- inskylda sveitarstjórna er fólgin í því að fara vel með peninga skattgreið- enda með skynsamlegri fjármála- stjórn. I ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu verða þau enn frekar en áður að gæta ýtrustu hagkvæmni og aðhalds og það á við rekstur grunnskóla eins og annarra rekstrarþátta. Það sama á við um ríkið en fjárhagur ríkissjóðs er engan veginn góður um þessar mundir. Grunnskólanám allra barna tryggt Forsenda yfirfærslu alls grunn- skólakostnaðar til sveitarfélaga er að nægar tekjur fylgi því verkefni. Það er margítrekað skilyrði af hálfu sveitarfélaganna. Ekkert bendir til annars en það skilyrði verði uppfyllt í samningum við ríkisvaldið. Nægar tekjur og skilvirkar jöfnunaraðgerðir eiga að leiða til þess að grunnskóla- nám allra barna í landinu verði ekki síður tryggt með ábyrgð og ákvarð- anavaldi í höndum sveitarfélaganna en ríkisins. Itarleg kynning hefur farið fram varðandi allan undirbún- ing málsins og málið í heild sinni og fáar úrtöluraddir komið fram. Engin ástæða er því til annars en að undir- búningi yfirfærslunnar verði haldið áfram í þeim farvegi sem hann er nú og fullreynt hvort ekki náist sam- komulag um aðalatriði málsins, þ.e. tekjuflutning til sveitarfélaganna og meðferð réttindamála kennara. Fullyrða má að sveitarfélögin hafi lagt metnað sinn í að sinna málefnum grunnskólans vel á undanförnum árum. Einnig hefur komið fram í opinberri umræðu að áhugi sveitar- stjórnarmanna á málefnum grunn- skólans er vaxandi. Sú verkefnatil- færsla sem unnið er að á að leiða til þess að sveitarfélögin, kennarar og foreldrar geti trj’ggt börnum og unglingum góða menntun og sem jöfnust tækifæri til náms. Samband íslenskra sveitarfélaga mun áfram vinna af fullum heilindum að því að samkomulag náist um flutning alls rekstrarkostnaðar grunnskólans til sveitarfélaga 1. ágúst 1996. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Rýmkun reglna í Bretlandi í val- -frelsisátt, árið 1988, hefur skapað stórkostleg vandamál, sem ekki er séð fyrir endann á. Þó er ekki um almenna greiðslugetu að lífeyrissjóð- um að ræða á Bretlandseyjum og flestir sjóðanna eru byggðir upp á fyrirtækjagrundvelli. Þar geta laun- þegar valið að greiða í viðkomandi lífeyrissjóð eða í fijálsan sparnað. Þar hafa menn lært af mistökunum, þar sem launþegar voru blekktir út úr samtryggingarsjóðunum með ýmsum gylliboðum og sitja nú eftir með milljarða punda mistök vegna rangra ráðlegginga sérfræðinga trygginga- og verðbréfafyrirtækja. Ætlum við nú hér á íslandi með tiltölulega gott lífeyrissjóðakerfi að taka upp svokallað valfrelsi að sjóð- unum og rústa þannig kerfið með tilraunastarfsemi? Til þess eru vítin að varast þau. Að mínum dómi er valfrelsi í lífeyrismálum ekki hyggi- legt og hreint og beint fráleitt. Eðli- legra væri fyrir Morgunblaðið að hvetja stjómvöld til að huga að stór- kostlegum vanda Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, svo ekki sé minnst á lífeyrissjóði alþingismanna og ráð- herra. Fjarhagsvandi þessara sjóða nemur tugmilljörðum króna. Nær væri að snúa sér að lausn þeirra vanda- mála, heldur en að agnúast út í lífeyr- issjóði á almennum vinnumarkaði. Höfundur cr framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.