Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 279. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tilgangs- laust að taka til fótanna London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN eru ekki færir um að koma í veg fyr- ir rigningu og reynist oft og tíðum erfitt að spá um hana en þeim hefur hins vegar tekist að leiða til lykta gam- alt deilumál sem tengist of- ankomunni. Það snýst um það hvort menn blotni síður ef þeir taka til fótanna þegar rignir. I nýjasta hefti tímaritsins Weather fullyrða vísinda- menn við Reading-háskólann í Suður-Englandi að það sé tilgangslaust að hlaupa í skjól í rigningu, menn blotni ekkert síður en þó þeir gangi. Þar með er endi bund- inn á deilu sem staðið hefur á síðum vísindat ímarita und- anfarna mánuði. Jafnvel þó að menn séu styttri tíma í rigningu ef þeir hlaupa en þegar þeir ganga, verða menn jafnblautir í lok- in. Astæðan er sú að regn- dropar lenda á mönnum á tvo vegu. I fyrsta Iagi falla þeir beint á fólk og í öðru lagi „ganga“ menn á þá þegar þeir hreyfa sig. Yfirborðið framan á fólki er enn meira en á höfði og öxlum og því blotna þeir meira sem hlaupa en þeir sem fara sér hægar. Við rannsóknir sínar notuðu vísindamennirnir fernings- laga „fólk“ til að gera út- reikninga auðveldari. Niðurstaða vísindamann- anna er því sú að gangi menn ekki þeim mun hægar, sé til- gangslaust að lilaupa í skjól. Hvar mörkin liggja fer eftir magni úrkomunnar og hraða fólks. Því meiri úrkoma, þeim mun minna máli skiptir hraðinn. Mútumál Roh Tae-woo í Suður-Kóreu Sjö stórfyrir- tæki ákærð Seoul. Reuter. LAGÐAR voru fram ákærur á hendur Roh Tae-woo, fyrrum for- seta Suður-Kóreu, og yfirmönnum sjö stærstu fyrirtækja landsins í gær. Eru þeir sakaðir um aðild að mútumálum. Þá voru fimm af fyrrum æðstu yfirmönnum hersins settir í farbann. Roh hefur játað að hafa safnað saman sem samsvarar 42,5 millj- örðum króna í ólöglegan sjóð á meðan hann var í embætti og er hann sakaður um að hafa þegið 24 milljarða króna í mútur frá alls 35 viðskiptajöfrum. Yfirmenn ekki handteknir Yfirmenn Daewoo-, Samsung-, Dong ah-, Jinro-, Daelim-, Dongbu- og Daheo-fyrirtækjanna hafa verið kærðir fyrir að hafa greitt Roh mútur. Stórfyrirtæki eru mjög ráðandi í hagkerfi Suður- Kóreu. Saksóknari landsins sagði að ákveðið hefði verið að handtaka ekki yfirmennina í ljósi viðskipta- hagsmuna fyrirtækja þeirra. Þykir þetta benda til þess að ekki verði tekið hart á mönnunum. Hlutabréf í fyrirtækjunum sjö hækkuðu í verði á fjármálamörkuðum er þetta varð ljóst í gær. Eðlileg framlög frá Samsung? Samsung-fyrirtækið sendi þeg- ar í stað frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem segir að fyrirtækið hafi greitt „framlög" í sjóði Rohs en þau hafi verið talin eðlileg á sínum tíma. Meðal þeirra er settir voru í farbann í gær voru Lee Sang-Hoon og Lee Jong-koo, fyrrum varnar- málaráðherrar, og Han Chu-Sok, fyrrum yfirmaður flughersins. Verður farbannið í gildi á meðan rannsókn fer fram á hernaðarupp- byggingu í forsetatíð Rohs. Mennirnir þrír voru handteknir 1993, sakaðir um að hafa þegið mútur í tengslum við innkaup fyr- ir herinn en látnir lausir hálfu ári síðar eftir að hafa fengið skilorðs- bundna dóma. ll'M" Þjarmað að ríkisstjórn Juppe Klaka- kirkjan YFIRVÖLD í sænska bænum Skellefteá í norð- urhluta landsins hafa lát- ið reisa kirkju sem að öllu leyti er gerð úr snjó og klaka. Kirkjan, sem er um 15 fermetrar að stærð, var opnuð al- menningi um síðustu helgi. Messað verður í henni um jólin. MSI: wk SíÍÉpP Reuter Atlantshafsbandalagið samþykkir að senda herlið til Bosníu Friðargæslan mesta verk- efni í sögn bandalasrsins oinn. Rrnssol. Rpufpr. ÁRÓÐURSSTRÍÐ franskra verka- lýðssamtaka og stjórnar Alains Juppe náðu nýju hámarki í París í gær. Fjölgaði þá verkfallsmönn- um og vinstrimenn gerðu harða hríð að forsætisráðherranum á þingi en vantrauststillaga þeirra náði þó ekki fram að ganga. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í helstu borgum landsins. Lyktaði einni göngunni í París og annarri í Nantes með ofbeldisaðgerðum unglinga er m.a. beittu bensínsprengjum. Lög- reglan braut mótmælin á bak aftur með táragasi; 20 lögreglumenn slösuðust. Á þingi hafnaði Juppe því alfarið að semja við verkalýðs- foringja um velferðarmálin, um- bætur væru löngu tímabærar og án þeirra yrði Frakkland annars flokks ríki. Sagði hann hins vegar til greina koma að skoða Önnur mál, svo sem eftirlaunamál opin- berra starfsmanna. Á myndinni mótmæla kolanámumenn í Mar- seille og skírskota þeir til kjarn- orkutilrauna Frakka í Kyrrahafi því á skiltinu segir: Chirac, við erum næsta sprengjan. Washington, Brussel. Reuter. RÁÐHERRAFUNDUR Atlants- hafsbandalagsins, NATO, sam- þykkti á fundi sínum í gær áætlun um að senda 60.000 manna herlið til friðargæslu í Bosníu á næstu mánuðum. Um er að ræða mestu aðgerð í 46 ára sögu bandalagsins og þá fyrstu utan skilgreinds varn- arsvæðis þess. Þriðjungur liðsins verður bandarískur og hlaut Bill Clinton Bandaríkjaforseti í gær stuðning forvera síns í embætti, George Bush, við þá ákvörðun. Bush hvatti Bandaríkjaþing, þar sem flokksbræður hans, repúlikan- ar, hafa meirihluta í báðum deild- um, ákaft til að samþykkja þátttöku í friðargæslunni. Annar fyrrverandi forseti og repúblikani, Gerald Ford, og Colin Powell, fyriverandi forseti herráðsins, sögðust vera sama sinn- is. Vaxandi líkur eru taldar á því að þingið samþykki ákvörðun Clint- ons. I Reuters-fréttum í gær var haft eftir Bob Dole, leiðtoga meiri- hlutans í öldungadeildinni, að lík- legá yrðu greidd atkvæði þar í næstu viku um málið. Auk utanríkisráðherra NATO tóku að þessu sinni varnarmálaráð- herrar aðildarríkjanna þátt í fund- unum. Ákvörðunin um friðargæsl- una hlýtur fyrst endanlega staðfest- ingu þegar deiluaðilar í Bosníu hafa undirritað friðarsamningana sem áætlað er að verði gert í París 14. desember. Rússar og fleiri þjóðir utan NATO munu einnig leggja fram nokkurt lið í Bosníu. Stefnubreyting Frakka Á fundinum var staðfest að Javi- er Solana, utanríkisráðherra Spán- ar, yrði næsti framkvæmdastjóri NATO. Utanríkisráðherra Frakka, Herve de Charette, lýsti því yfir í gær að Frakkar myndu framvegis auka mjög þátttöku sína í hernaðar- samstarfi NATO, sem þeir drógu sig að mestu út úr 1966. „Það ríkir mikil eindrægni innan samtakanna og á margan hátt bjartsýni um framtíðina, en það mun skipta miklu hvernig til tekst við friðargæsluna í fyrrum Júgó- slavíu. Það mun líka verða mjög þýðingarmikið hvernig samstarfið við Rússa tekst, en það markar mikil tímamót að allar þessar þjóð- ir skuli ætla að vinna sarnan að friðargæslunni," sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í gær. ■ Segja NATO hafa breyst/20 Stöðumæl- ar tæmdir Wellington. Reuter. TVEIR nýsjálenskir stöðu- mælaverðir voru í gær hand- teknir, sakaðir um að hafa stol- ið nær 35 milljónum íslenskra króna úr stöðumælum í höfuð- borginni Wellington á tveimur og hálfu ári. Borgarstjóm Wellington ætl- ar að höfða mál á hendur mönn- unum til að reyna að endur- heimta féð. Þeir hafa báðir við- urkennt verknaðinn og lýst því yfir að þýfið verði endurgreitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.