Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 43 FRÉTTIR VINNINGSHAFAR teiknimyndasamkeppni Vogabúa. Skátar í Grafarvogi gefa út jólakort JÓLAKORTASALA skátafélagsins Vogabúa verður fyrir þessi jól eins og undanfarin ár. Þetta árið gefur skátafélagið Vogabúar út í fyrsta skipti sín eigin jólakort en í haust fór fram teiknimyndasamkeppni hjá ljósálfum, ylfingum og skátum í félaginu og voru valdar fimm mynd- ir úr sem prýða hin nýju jólakort. Listamenn þeirra mynda sem voru valdar fá verðlaun en þeir eru Steinar Páll Veigarsson 8 ára ylf- ingur, Björg Þórsdóttir 11 ára skáti, Erla Brynjólfsdóttir 10 ára ylfing- ur, Jónína Guðrún Eysteinsdóttir 9 ára ylfingur og Eyrún Pétursdóttir 12 ára skáti. Seld verða 10 kort í pakka með umslögum á 350 kr. og allur ágóði af sölu jólakortanna rennur til skátastarfs. Gengið verður í hús í hverfinu næstu helgar en einnig verður hægt að nálgast kortin í skátaheimilinu við Logafold 106 alla virka daga kl. 15-18 og við jólatrésölu félagsins frá 12. desem- ber. Hún verður staðsett við versl- unarmiðstöðina Torgið í Grafar- vogi. Einnig selja nokkur önnur skátafélög jólakortin. * Islenskir jólasvein- ar á jóla- korti LANDSBÓKASAFN íslands - Há- skólabókasafn gefur fyrir jólin út jólakort með teikningum úr safni handritadeildar af íslenskum jóla- sveinum eftir Tryggva Magnússon (1900-1960). í myndaröðinni eru 15 teikningar sem upphaflega voru gerðar sem myndskreyting við jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum í bókinni Jól- in koma sem fyrst kom út 1932. Ætlunin er að gefa út allar myndirn- ar í röðinni. Um þessi jól koma út fjögur kort. A hinu fyrsta er teikn- ing af jólasveinunum 13 á ieið til byggða en síðan koma þeir einn af öðrum Stekkjastaur, Giijagaur og Stúfur. „Þótt hugmyndir um jólasveina eigi sér fornar rætur í íslenskri þjóð- ÍSLENSKU jólasveinarnir á kortunum. trú voru fyrstu myndir sem vitað er um af .íslenskum jólasveinum ekki gerðar fyrr en á þriðja áratug þess- arar aldar. Myndir Tryggv'a eru á meðal þeirra fyrstu og samræmast þær hugmyndum sem ríktu um útlit jólasveinanna um og eftir síðustu aldamót. Tryggvi teiknar jólasvein- ana í mannsmynd og íklæðir þá gömlum, íslenskum bændabúningi," segir í frétt frá safninu. Hingað til hafa teikningarnar ein- ungis birst sem myndskreytingar í bókum sem misjafnlega vel hefur verið vandað til. Við vinnslu jólakort- anna var hins vegar lögð höfuð- áhersla á að ná fram eiginleikum blýantsteikninganna. Myndirnar birtast nú í fyrsta sinn í fullri stærð sem nákvæm eftirmynd frumteikn- inganna og sá prentsmiðjan Oddi hf. um prentvinnsluna. Jólakortin eru með texta þar sem gerð er stuttlega grein fyrir lista- manninum og íslenskri jólasveina- hefð bæði á ensku og íslensku. Jólakort Vinafélags Blindrabókasafnsins GEFIÐ hefur verið út jólakort Vinafélags Blindrabókasafns ís- lands fyrir jólin 1995. Þetta er annað árið í röð sem Halla Haraldsdóttir gler- og mynd- listarkona styður málefni Blindra- bókasafns með mynd í fínlegum litum. í fyrra fóru jólakort Vinafélags- ins víða og seldust vel. Hreinn ágóði af jólakortasölu var um 200 þús. kr. í fyrra. Fornleiðir farnar í aðventugönguferð Verkalýðsfélag Húsavíkur gagnrýnir launanefnd Kallar á hörð viðbrögð á næsta þingi ASI Jólakort Kiwanis KIWANISKLÚBBURINN Setberg í Garðabæ hefur undanfarin ár staðið fyrir myndasamkeppni nemenda í Garðabpe vegna jóla- korta sem klúbburinn gefur út. Nemendur úr Flataskóla sendu inn myndir og var þátttaka mjög góð. Var þetta gert í nánu samstarfi við kennara og skólastjóra. Kiwanismenn eru ánægðir með hversu þátttaka var mikil, sem sýnir áhuga nemenda á þessu verkefni. Skólastjóri Flataskóla ásamt fulltrúum Setbergs völdu þær myndir sem notaðar eru. Nemendurnir eru Erna Heiðrún Jónsdóttir, 6 RF, og Jóhann Ernir Vilmundarson, 5 GT. Kiwanis- menn munu selja jólakortin í versl- unarkjarna Garðabæjar auk þess sem þau fást í Bókaversluninni Grímu. Allur ágóði af sölu kort- anna rennur í styrktarsjóð Kiwan- isklúbbsins Setbergs. STJÓRN og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sam- þykkti ályktun á fimmtudag þar sem niðurstaða meirihluta launanefndar aðila vinnuinarkaðarins er harðlega gagnrýnd. Á fundinum var samþykkt að segja ekki upp kjarasamningurn. „Athygli vekur að tveir af þremur fulltrúum launþega í nefndinni skuli telja sig eiga samleið með fulltrúum atvinnurekenda, þrátt fyrir að stór hluti launafólks innan ASI hafi lagt ■ KONUR úr Kvenfélagi Hafn- arfjarðarkirkju safna nú í árlegt jólahappdrætti sitt sem verður á jóla- fundi félagsins 10. desember nk. í Skútunni. Félagskonur hafa útbúið marga eigulega muni í happdrættið og verða þeir til sýnis í glugga Ein- arsbúðar laugardaginn 2. desember og á jólafundinum 10. desember. að nefndinni að segja upp samning- um. Þessi niðurstaða kallar á hörð viðbrögð á næsta þingi Alþýðusam- bandsins sem haldið verðu í maí 1996. Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur leggur á það áherslu að verkalýðshreyfingin hefjist nú þegar handa við að und- irbúa næstu kjarabaráttu. verkafólk verður ekki svelt til hlýðni," segir í ályktuninni. Félagskonur sem gefa muni í happ- drættið eru beðnar að koma þeim í Safnaðarheimilið laugardaginn 9. desember milli kl. 13 og 14 eða hafa samband við Margréti Guðmunds- dóttur, formann. Jólahappdrættið er aðalfjáröflun kvenfélagsins og er öll- um ágóða varið til að hlúa að kirkj- unni og starfi hennar. HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Keldum að Ártúni. Farið verður með rútu frá Hafn- arhúsinu kl. 20 upp að Keldum og þaðan gengið kl. 20.30 eins og kost- ur er yfir á Kjalnholt og síðan eftir gamla þjóðleiðarstæðinu frá Vestur- og Norðurlandi fyrir Grafarvog um Jörfa og niður Reiðskarð að Ártúni. ÁSTHILDUR Þorvaldsdóttir snyrti- fræðingur hefur opnað nýja snyrti- stofu að Þinghólsbraut 47, Kópavogi. Snyrtistofa Ásthildar býður upp á alla alhliða snyrtingu s.s. andlitsbað, húhreinsun, plókkun, litun, hansnyrt- ingu, fótsnyrtingu, varanlega há- reyðingu, geivineglur, förðun við öll tækifæri og Qölsvæðameðferð. Á stofunni er veitt ýmiss konar ■ MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi ályktun frá Sósíal- istafélaginu: „Félagsfundur Sósíal- istafélagsins haldinn 25. nóvember 1995 fordæmir áform ríkisstjórnar- innar um niðurrif velferðarkerfisins sem fram koma í fjárlagafrumvarp- inu. Aftenging tryggingabóta frá launaþróun í landinu er forkastanleg Á leiðinni verður komið við í Grafar- vogskirkju en þar mun sr. Vigfús Þór Árnason taka á móti hópnum og kirkjukórinn syngja nokkur jóla- lög. Frá Ártúni er val um að fara í rútuna eða ganga niður í Fossvogs- dal og fara í SVR þar. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. ráðgjöf um snyrtingu og meðferð húðar. Ásthildur hefur langa reynslu að baki sem snyrtifræðingur en hún hefur starfað á snyrtistofum og unn- ið við sölu og kynningar á snyrtivör- um. Snyrtistofan er opin alla virka daga en hægt er að fá kvöld- og helgartíma samkvæmt samkomulagi. árás á þá sem minnst mega sín. Áform um innritunargjöld á sjúkra- hús og verulega einkavæðingu í heil- brigðiskerfinu höggva að rótum ör- yggis fyrir almenning í heilbrigðis- málum. Fundurinn skorar á allan almenning að hnckkja þessum áformum með sameiginlegum að- gerðum." UNNIÐ að jólahappdrætti Hafnarfjarðarkirkju. ÁSTHILDUR Þorvaldsdóttir. Ný snyrtistofa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.