Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Föstudagsbrids BSÍ EINS kvölds tölvureiknaður monrad- butler með forgefnum spilum var spil- aður föstudaginn 1. desember. 22 spil- U, DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 uðu sjö umferðir með fjórum spilum á milli para. Efstu pör voru: Eggert Bergsson - Guðlaugur Nielsen 51 Friðrik Jónsson - Bjöm Jónsson 31 Halldór M. Sverrisson - Bjami Á. Sveinsson 31 Dagskrá Föstudagsbrids BSÍ næstu föstudaga verður þannig: Föstudaginn8.des. Eins kvölds mitchell Föstudaginnlö.des. Monrad-barómeter Föstudaginn 22. des. Eins kvölds mitchell Miðvikudaginn 27. des. Monrad-barómeter Bridsfélag Sauðárkróks Nú er lokið hjá félaginu 3 kvölda butler-tvímenningi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta spili. Efstu pör urðu: SigurgeirÞórarinsson - Guðm. Guðjónsson 112 Jón Öm Bemdsen - Ásgrimur Sigurbjömsson 111 Kristján Blöndal - Birkir Jónsson 101 Guðmundur Bjömsson - Einar Svavarsson 99 Mánudaginn 11. desember verður síðasta spilakvöldið á árinu og verður spilaður jólatvímenningur. Ekkert þátttökugjald. Fríar veitingar. Bridsfélag Kópavogs Eftir tvö kvöld í hraðsveitakeppni félagsins er staðan eftirfarandi: Ragnar Jónsson 1292 Heímir Tryggvason 1285 Armann J. Lárusson 1167 Sigrún Pétursdóttir 1142 Bridsfélag Akureyrar Þegar hraðsveitakeppni félagsins var hálfnuð var staða efstu sveita þessi: Sveinn Torfi Pálsson 604 Anton Haraldsson 594 Stefán Vilhjhálmsson 569 Ævar Ármannsson 560 Hjartans þakkir til þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á 90 ára afmœli mínu þann 5. nóvember sl. Einnig vil ég fœra karlakór Slökkviliösins í Reykjavík sérstakar þakkir fyrir óvœnta uppá- komu og fagran söng. Alfons Oddsson, Mávahlíð 8, Reykjavík. Áhe/iíliiií'ar á injólkitruinhúðuin, nr. 42 af 60. Fleiri orð! Notkun lýsingarorða er stundum óþarflega fábreytt, til dæmis þegar talað er um „stórar“ byrðar, „stóra“ erfiðleika, „stórar“ tölur og „stórar“ ákvarðanir. f staðinn mætti segja: þungar byrðar, mildir erfiðleikar, háar tölur, mikilvægar ákvarðanir. Góður orðaforði vegur þungt! j*"***, MJÓLKURSAMSALAN íslenskufræflsla ú mjólkurumbúOum er samslarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjófls. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Leitin bar árangur JÓN ÖGMUNDUR Þor- móðsson, höfundur bókar- innar Fegursta kirkjan á íslandi, hringdi og greindi frá því að strax hefði hafst upp á stúlkunni sem mynd- uð var við vígslu Hall- grímskirkju, en fyrirspurn um hana var í Morgunblað- inu sl. sunnudag. Stúlkan heitir Védís Árnadóttir og er í máladeild Menntaskói- ans í Reykjavík, 18 ára að aldri. Einn af forfeðrum hennar var Rögnvaldur Ólafsson húsameistari sem teiknaði m.a. Húsavíkur- kirkju og fleiri kirkjur sem myndir eru af í bókinni. Stúlkan fékk bókina sam- dægurs. Hugvekja MIG langar að benda ráða- mönnum þjóðarinnar á að lesa Hugvekju, Vilji er allt sem þarf, sem birtist í Mbl. sl. sunnudag. Þeir mættu lesa hana a.m.k. tvisvar. Guðmunda Snorradóttir Ljótar gjörðir ÁSLAUG hringdi og lýsti undrun sinni yfir að hlutir væru teknir af leiðum í kirkjugarðinum í Grafar- vogi. Hún sér um leiði þar og hefur m.a. skreytt það. Legsteinn er á leiðinu og á honum er ljósker þar sem inn í er laust ljós sem lítur út eins og kerti. Þetta „kerti“ var tekið og er það bæði leitt og ljótt að fólk skuli ekki sýna meiri virð- ingu en þetta. Gæludýr Kisa fæst gefins FALLEGUR þriggja ára hreinræktaður síamskött- ur fæst gefms á ástríkt og barnlaust heimili vegna sérstakra ástæðna. Allt dót fylgir með honum. Uppl. í síma 565-8696 eftir kl. 18. Jóhanna. Tapað/fundið Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með merki Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og fjórum lyklum fannst á Lindargötu fyrir aftan Þjóðleikhúsið á sunnudaginn. Eigandi vin- samlegast hringi í síma 421-1850 á vinnutíma og biðji um Val. Karlmannsúr tapaðist á Laugavegi PIERPOINT karlmanns- gullúr tapaðist föstudag- inn 1. desember á Lauga- veginum. Ó1 úrsins er gyllt og silfurlituð. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 554-2416. Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR týndist föstudagseftirmið- daginn 1. desember við útréttingar í bænum. Lokkurinn er alveg sléttur hálfhringur og er fyrir göt í eyru. Finnandi vinsam- legast hringi í Ellen í síma 551-2252,- Lyklakippa tapaðist SVÖRT og krómuð lykla- kippa með bandi til að hengja í belti með u.þ.b. 10-15 lyklum á síðastliðinn laugardag. Farið var víða um bæinn þannig að lykla- kippan getur verið allt frá Grensásvegi vestur í Granaskjól. Finnandi vin- samlegast hringi í Þórð eða Lilju í síma 587-7737. Kápa tapaðist MAX Mara stutt kápa, drapplituð með spælum á öxlum varð viðskila við eig- anda sinn í haust. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 568-2547. Týnd jata ÞESSI jata tapaðist í flutningum fyrir nokkrum árum. Jatan er sú eina sinnar tegundar hér- lendis. Húsið er úr tré með ljósi og allar fígúrur úr gleri (leir) og er hálmur í botni. Jötunnar er nú sárt saknað af vissum ástæð- um og er finnandi eða einhver sem veit um afdrif jötunnar beð- inn að hafa samband við Ólafíu í síma 561-4895. Fundarlaun. Með morgunkaffinu LEIÐRÉTT ÉG veit að 7. áratugurinn er aftur kominn í tísku, en á þeim tíma fylgdum við tískunni alltaf. Asperger-veiki Mikillar ónákvæmi gætti í frétt á bls. 20 í laugardagsblaði sem fjall- aði um að ákveðið hefði verið að gefa tilteknum sænskum bömum í Gauta- borg lyfið Prozac. Vegna mistaka við vinnslu frétt- arinnar mátti skilja hana sem svo að vandræðabörn og börn sem þjást af svo- nefndri Asperger-veiki væru flokkuð með sama hætti í Svíþjóð. Svo er ekki. Asperger-veiki er fötlun sem er afar tengd einhverfu. Morgunblaðið biður lesendur velvirðingar á þessum mistökum. Julius Blom í frétt í þriðjudagsblaði um útkomu bókarinnar Julius Blom veit sínu viti eftir Bo Carpelan féll niður nafn þýðandans, Gunnars Stefánssonar. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt föðurnafn Helgi S. Ólafsson, formað- ur verkalýðsfélags Hólma- víkur, var ranglega sagður Sigurðsson í myndatexta um fund formanna verka- lýðsfélaga í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu nafnabrengli. Yíkveiji skrifar... AÐ er með ólíkindum hversu allt getur orðið hér grámyglu- legt og Ijótt, þegar jafn illa viðrar og gert hefur undanfarna daga. Það leggst einhvers konar drungi yfír allt og alla og skammdegispúkinn verður svo áberandi, að eiginlega fyllist maður vantrú á því, að dag- inn muni nokkurn tíma lengja á ný. Það er ekki síst þegar svo viðrar til sálar og umhverfis, sem maður fyllist tilhlökkun til jóla og gerir sér fulla grein fyrir því hversu mikilvæg þessi ljóssins hátíð er okkur Frónbú- um, ekki einvörðungu í trúarlegum skilningi, heldur einnig í bókstafleg- um skilningi. Það væri einfaldlega of mikið á okkur lagt að þurfa að þrauka svartasta skammdegið án nokkurrar tilbreytingar eða upp- lyftingar. xxx HÉR á baksíðu Morgunblaðsins í gær birtist frétt um afnám skattfríðinda Mjólkursamsölunnar í Reykjavík í þá veru að MS verður ekki lengur undanþegin útsvari, tekju- og eignaskatti, verði frum- varp það sem fjármálaráðherra hef- ur lagt fram á Alþingi að lögum. Það sem Víkveija finnst ótrúlegast við þessa frétt,'er að það sé ekki fyrr en nú, í lok ársins 1995 sem full alvara virðist vera í því að af- nema þessi óeðlilegu fríðindi fyrir- tækisins sem hafa verið í gildi fyrir MS allar götur frá árinu 1936. Árum og áratugum saman hafa einkaaðilar í framleiðslu sem er í samkeppni við framleiðslu MS bent á hin óeðlilegu samkeppnisskilyrði sem fríðindi sem þessi sköpuðu, nægir þar að nefna Kjörís hf. og Sói hf. Auðvitað er ráðstöfun sem þessi löngu tímabær. XXX SÖLUAUKNING nýrra bíla i nóv- embermánuði reyndist vera hvorki meiri né minni en 38% miðað við sama mánuð á liðnu ári. Þetta er ótrúlega mikil aukning og fyrstu 11 mánuði ársins seldust 20% fleiri bílar en á sama tímabili í fyrra. Víkveiji veltir því fyrir sér hvort það sé í raun og veru staðreynd að fólk hafi umtalsvert meiri fjármuni á milli handa nú en í fyrra og kemst að þeirri niðurstöðu að slíkt sé í raun harla ólíklegt. Ætli skýringar þessa liggi ekki fremur í þeim vænt- ingum sem fólk almennt virðist hafa farið að gera sér, við það að samn- ingar um stækkun álversins í Straumsvík voru undirritaðir ekki alls fyrir löngu, rætt er um annað álver á Grundartanga og líkur á stöðugleika á vinnumarkaði út næsta ár eru nú meiri, eftir að flest- ir hafa horfið frá áformum um upp- sagnir kjarasamninga. Sennilegast telur Víkveiji að íslenska eðlið geri það að verkum, að um leið og eitt- hvað birtir til í efnahagslífi landans, þá gerist hann ófeiminn við að eyða, jafnvel þótt hann sé að eyða tekjum sem enn hefur ekki verið aflað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.