Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mál og mynd SUMIR byrja að mála mynd/af því sem þeir sjá út um/ gluggann heima hjá sér./ Fjöllin, blómin, fiðrildin og fuglana. BÆKUR Mv n d I is t - Barnabók STÓRT OG SMÁTT Tryggvi Ólafsson. Hf. Uppi - Upp- eldi. Bröndum, Aschehough ALLT of lítið hefur verið gert af því að tengja mál, tákn og mynd í íslenzkum bókmenntum, og telst viðburður þegar það er gert á þann veg að eftir er tekið. Þetta er afleitt til frásagnar því að við Islendingar eigum gnægð listamanna, sem gætu hér lagt hönd á plóginn og auðgað sviðið, en einhvern veginn er mönnum afar ósýnt um að nýta sér lærdóm þeirra og þekkingu. Tryggvi Ólafsson málari í Kaup- mannahöfn, hefur sýnt áhuga á að sinna þessari þörf, og enn er hann kominn af stað með nýja bók, sem er í einu og öllu eigið frumkvæði og framkvæmd. Þetta er engin venjuleg barnabók og heldur ekki nein venjulega mynda- bók, því hér felst meginveigurinn í því að hræra upp í hugarflugi yngstu lesendanna, og allt eins þeirra sem ekki eru enn læsir. Þetta er bók til að hafa skemmtun af og einnig bók með þroskagildi, því hún víkkar sjóndeildarhringinn og fær barnið til að bijóta heilann um eitt svið lífsgátunnar. Læðir að skammti af almennri lífsheim- speki, í þessu tilviki tilganginum með því að mála. Sjálfir textarnir, sem eru í knappara iagi, lýsa þessu best, þannig er allt lesmál á fyrstu opnu einungis sex línur: „Eins og þú veist, / mála allir krakkar mynd- ir/. Að vísu misjafnlega margar./ Sumir mála myndir alla ævi,/ líka eftir að þeir eru orðnir stórir. /það eru þeir sem kallaðir eru málarar". Og á næstu síðu „Þeir mála mynd- ir af öllu mögulegu,/ í öllum hugs- anlegum stærðum. / Langar mynd- ir, mjóar myndir,/ háar myndir og lágar. / Lika hringlaga og breiðar, / allt eftir því hvað hugurinn kýs“ Svona heldur þetta áfram bók- ina í gegn, og fylgir hveijum texta heilsíðu myndlýsing, er tekur fyrir allan textann og setur barnið inn í hugarheim málarans. Myndirnar eru mjög litríkar og einkennandi fyrir Tryggva Ólafsson, svo og allt handbragðið, og er ekki að efa að tilgangurinn komist til skila og bókin eigi eftir að verða mörgum ungum handleiðsla til þroska og um leið er þetta öðruvísi barnabók, eins konar sjónrænt gagn og gam- an. Af höfundinum er það helst að segja, að framlag hans á vettvang- inum var á mikilli sýningu á barna- bókum í gegnum tíðina á Fjónska listasafninu í Óðinsvéum nýlega, og var mynd eftir hann valin á boðskort og eða/póstkort sýn- ingarinnar. Bókin Stórt og smátt er gefin út í 1.000 eintökum á íslandi og jafnmörgum í Danmörku. Keypti Pædagogisk Bogklub 500 eintök af bókinni á bókakaupstefnunni í Forum á dögunum... Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur Lífsbarátta og föðurland ÁRSTÍÐIRNAR eftir Bjama Th. Rögnvaldsson eru komnar út. I kynningu segir: „ Kvæðaflokk- urinn um „Árstíð- irnar“ er sá fyrsti er birtist eftir við- komandi höfund. Þar er kveðið um margt er tengist lífinu, lífsbarátt- unni og þakkar- gjörð tit gjafara allra góðra hluta. Einnig um þann tilfínningahita sem mætir landsmönnum í framrás daganna á hverri árstíð á okkar kæra fósturlandi." Útgefandi er höfundur. Bókin er 125 síður fjölfölduð hjá Ljósborg. -----------♦ ♦ ♦ • KOMIN er út barnasagan Nikkó- hóhínus eftir Terry Jones, mynd- skreytt af Michael Foreman. „Nikkóbóbínus og Rósa vinkona hans eiga heima í Feneyjum. Þau ákveða að leita að Landi drekanna, sem verður mikil hættuför og oft barátta upp á líf og dauða, enda verður hinn versti óþjóðalýður á vegi þeirra.“ Páll Hannesson sneri á íslensku. Bókin ergefin út af Máli ogmenn- ingu, en prentuð íSvíþjóð. Hún kost- a r 1.380 kr. ------»-♦-♦------ •BOSNÍSKI kvikmyndaleiksljór- inn, Emir Kusturica, hefur lýst því yfir að hann hyggist hætta að gera kvikmyndir. Astæðan er hörð deila sem risið hefur vegna nýj- ustu myndar Kusturicas, sem er múslimi, en hann er sakaður um að afsaka gerðir Serba í stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Mynd hans „Neðanjarðar" hlaut fyrstu verð- laun á síðustu Cannes-kvikmynda- hátíðinni en hún fjallar um tíma- bilið frá árásum nasista á Belgrad 1951 og fram til þess tíma er stríð- ið í Bosniu hófst, séð með augum manns sem dvelur í neðanjarðar- byrgi. í myndinni er hvatt til þess að Júgóslavía verði að nýju eitt ríki og var hún fordæmd í heima- landi Kusturiea, svo og í Frakk- landi, þar sem leikstjórinn er bú- settur. Bjarni Th. Rögnvaldsson KAFFI-JARÐSKJÁLFTAR MYNPLIST Mokka HLJÓÐVERK Finnbogi Pétursson. Opið alla daga til 8. des. Aðgangur ókeypis HLJÓÐVERK Finnboga Péturs- sonar hafa í flestum tilvikum byggst á nokkrum samverkandi þáttum. Hinn fyrsti snertir útlitið - hvernig uppsetning þeirra kemur fyrir sjónir (sem ræður mestu um að menn eru tilbúnir til að líta á verkin sem ákveðna grein myndlistar); annar er hið óvænta - hvemig þessar einföldu eða margþættu tengingar af leiðsl- um, tækjum og tólum virka í raun á umhverfi sitt og áhorfendur/áheyr- endur, og loks hljóðið - hina endan- legu afurð þess flókna ferils, sem hljóðverkin byggja á. Oftast hafa allir þessir þættir verið sýnilegir gestum, sem hafa þá getað fylgst með virkni þeirra og framvindu, þannig að í raun hefur mátt tata um ákveðið ferli og hrynjanda, sem skap- aði sterka heild. Svo er ekki að þessu sinni; í Mokka sjást engin merki verksins á veggjum kaffihússins. Þetta er í raun í full- komnu samræmi við það efni sem Finnbogi er hér að fást við, en verkið er tileink- að jarðeðlisfræðingnum Charles F. Richter (1900-1985), sem er þekktastur fyrir skil- greiningu sína á stærð- um jarðskálfta, sem enn í dag eru mældir með svonefndum Richter- skala, sem vísindamað- urinn setti fram 1935. Þeir sem hafa upplif- að sæmilega öflugan jarðskjálfta gleyma því aldrei, en eitt meginat- riðið við slíkan skjálfta er að hann kemur ætíð á óvart; augnablikið áður var stund í kyrrð og ró. Jarðskjálftanum fylgir síðan ólýsanleg hljóðbylgja jarðarinnar. sem ber með sér allt í senn, háværan hvin, brot og toghljóð, skruðninga - fjölbreytileg hljóðtákn um þau átök náttúrunnar sem menn skilja enn ekki til fullnustu. Þetta verk Finnboga birtist gest- um Mokka á svipaðan hátt - þeim að óvörum. Fyrirvaralaust skellur á þeim hljóðbylgja jarðskálfta, svo ekki væri óeðlilegt að kaffibollar hristust í höndum þeirra og augun leituðu eftir merkjum um þann skjálfta sem hljóðin boða; gott ef einhveijir hafa ekki leitað út- göngu hið fyrsta. Ösnortið umhverfi er hins vegar sú staðfest- ing, sem sálin þarf til að róast. Þessi einfalda út- færsla á hugmynd lista- mannsins um verk sem tengist einu flóknasta fyrirbæri náttúruvísind- anna er vel til fundin, og gæti í raun ekki ver- ið öðruvísi; jarðskjálfti í kaffihúsi þarf einnig að koma á óvart. Til- einkun sýningarinnar er einnig eðlilegur þáttur hennar, og gæti í raun ekki verið önnur, þar sem nafn Richters er tengt jarðskjálftum órofa böndum. Það er hins vegar eifitt að ímynda sér að þessi góð- mannlegi fræðimaður sé settur í samhengi við þær náttúruhamfarir, sem ár hvert kosta hundruð og þús- undir manna lífið, fyrir utan aðrar hörmungar og ómælt eignatjón; ef aðeins allir jarðskjálftar væru jafn saklausir og þeir á Mokka . . . Eiríkur Þorláksson CHARLES F. Ric- hter (1900-1985). Undir ógnarstjórn KVIKMYNPIR Rcgnboginn HANDAN RANGOON „BEYOND RANGOON" ★ ★ ★ Leikstjóri: John Boorman. Handrit: Alex Lasker og Bill Rubenstein. Aðalhlutverk: Patricia Arquette, U Aung Koo, Frances McDormand, Spalding Grey. Castle Rock Ent- ertainment. 1995. MYND breska leikstjórans John Boormans, Handan Rangoon, er áhrifamikil og sterk lýsing á ástandinu i Burma undir einræði herforingjastjórnarinnar i landinu. Boorman er einn af mörgum kvik- myndaleikstjórum sem undanfarin ár hafa tekið að sér það hlutverk að greina frá morðum og vald- níðslu gerræðisstjóma í heiminum. Þeir hafa gert það sem kalla má dramatískar heimildamyndir með því markmiði sérstaklega að vekja athygli umheimsins á mannrétt- indabrotum; „Cry Freedom", „The Killing Fields“ og „Salvador" falla undir þann hatt. Boorman gengur í smiðju leikstjóra þessara mynda til að lýsa ástandinu í Burma en Handan Rangoon er kannski dýr- mætari en margar hinna vegna þess að umheimurinn þekkir sára- lftið til þeirra skelfilegu atburða sem átt hafa sér stað eins og skýrt kemur fram í myndinni. Frétta- mönnum hefur að mestu leyti ver- ið bannaður aðgangur að landinu. Boorman tekst fjarska vel það ætlunarverk sitt að opna sýn inn í ástandið í landinu og fá áhorfand- ann til að gleyma ekki Burma. Eins og í mörgum þessara mann- réttindamynda leiðir útlendingur áhorfandann um hið ljarlæga land þjáninga og morða í Handan Rangoon. Patricia Arquette leikur unga konu frá Bandaríkjunum, Láru Bowman, á ferðalagi um Austurlönd árið 1988 er lokast inni í Burma þegar landið rambar á barmi borgarastyijaldar. Hún lendir vegabréfslaus á flótta undan hern- um ásamt særðum kennara úr höfuðborginni sem kominn er á svartan lista stjórnarinnar. Sagan ku byggja á sönnum atburðum og Boorman býr til úr henni spennandi persónulegt drama um leið og hann lýsir bijálæðinu í Burma; fjölda- morðum hermanna í höfuðborginni Rangoon, mótmælum lýðræðis- sinna, aftökum í sveitaþorpi og flóttaleiðum andófsmanna til Thai- lands. Kennarinn kvartar á einum stað yfir gæflyndi og hæversku þjóðar sinnar sem gert hefur hana að Ljóðalestur á Café Læk LJÓÐALESTUR og fleiri uppákomur verða á Café Læk, Lækjargötu 4, í kvöld, miðvikudagskvöld. Meðal annars lesa Sigurður Páls- son, Þorsteinn frá Hamri, Ingibjörg Harðardóttir og Sigurður Magnússon upp úr nýútkomnum bókum sínum. ----------♦ ♦ ♦----- Nýir geisladiskar • TRÍÓ Nordica hefur nýlega gefið út geisladisk með rómantískum píanótríóum eftir Clöru Chumann, Franz Berwald og Felix Mend- elssohn. Japis dreifir disknum á ís- landi, en honum hefur einnig verið dreift í Svíþjóð. í Svenska Dagbladet 8. nóvember síðastliðinn er dómur um diskinn með fyrirsögninni: Ungt píanótríó með frábært „debut“. Þar segir meðal annars: „Tríó Nordica er píanótríó sem hefur alla burði til að slá í gegn. Það hefur hrífandi útgeis- un sem smitar frá sér jafnvel í gegn- um hátalarana og það fer ekki fram hjá neinum hve músíkalskar þær eru ... Tríóið nálgast Clöru Schum- ann með miklum kærleik, Felix Mendelssohn með djúpum tilfinning- um og Franz Berwald með ögrandi snilli. Alveg frábær diskur!,, Tríó Nordica var stofnað árið 1993. Þrátt fyrir ungan aldur hefur tríóið þegar leikið víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Útgáfutónleikar fyrir geisladisk- inn verða haldnir í tónleikaröð Borg- arleikhússins 12. desmber kl. 20.30. ----------» » ♦----- Nýjar bækur Úrval ljóða Hannesar Péturssonar ÚT er komið úrval af Ijóðum Hann- esar Péturssonar. Nefnist það Hjá fljótinu og hefur að geyma ljóð úr öllum ljóðabókum skáldsins. I ljóðaúrvalinu Hjá fljótinu birt- ast mörg þekkt- ustu ljóð skálds- ins og er elsta kvæðið, Bláir eru dalir þínir, ort 1951, en hin yngstu eru úr Eldhyl, sem kom út 1993. Haukur Hannesson valdi ljóðin. „Hannes hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með þjóðskáldum íslend- inga og Ijóðin sem hér birtast eru tær og máttugur skáldskapur," segir í kynningu. Útgefandi er Iðunn. Bókin Hjá fljótinu er 112 bls. prentuð í Prentbæ hf. Verð hennar er 1.980 kr. auðveldu fórnarlambi morðingja- stjórnar. í orðum hans felst að þjóðina skorti baráttuhug til að velta herforingjunum úr sessi. En hún á við ofurefli að etja, ekki aðeins ógnarstjórn sem dritar niður mótmælendur, heldur algert áhugaleysi umheimsins á þessum tíma. Boorman lýsir ástandinu frá sjónarhóli fólksins á götunni og það má sín lítils gegn byssukjöftum hermannanna en bindur allar vonir sínar við baráttukonuna Aung San Suu Kyi, sem er eini tengiliður lýðræðissinna við umheiminn og hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels. Þau verðlaun og það að þessi mynd skuli yfirleitt vera gerð sýnir að augu heimsins eru smámsaman að opnast fyrir ástandinu í Burma. Leikurinn í myndinni er með ágætum og Boorman tekst það sem hann ætlar sér, að fá okkur til að leiða hugann að Burma og fyllast reiði. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.