Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Að lokum fundum við klúbbhúsið, skil- Mjög undarlegt. Við vitum það í hersveitinni urðu, og þá varð lögfræðingurinn minn minni hvernig á að fara með slíka skelfingu lostinn og hljóp heim ... menn! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Jákvæð þjónusta Frá Rósalind Ósk Alvarsdóttur: ÞJÓNUSTA getur verið bæði nei- kvæð og jákvæð. Sumir standa við loforð um góða þjónustu en aðrir ekki. Þannig má segja að ein versl- unarkeðjan okkar hérna veiti þjón- ustu sem aldrei er auglýst og ein- göngu til að létta undir með gömlu fólki sem alltof fáir hugsa um. Sá kaupmaður sem mér finnst standa uppúr hér á landi er Jóhann- es í Bónus. Hann er einn þeirra sem auglýsa aldrei þjónustu. Hann aug- lýsir vöruverð sem er eins og við vitum allt langt fyrir meðan þann skala sem aðrar verslanir hafa og ég tala nú um vöruverðið hér fyrir u.þ.b. 7 árum áður en Bónus opn- aði. Þetta er maður sem hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að gera alla glaða, auðvelda fyrir fjöl- skyldum á þessum erfiðu tímum at- vinnuleysis, með lágu vöruverði. Hann er góður vinur okkar sem þurfum að hugsa um hvar við gerum hagstæðustu og bestu kaupin. Hann hefur einnig reynst okkur ánægðum viðskiptavinum sínum vel með alls- kyns „sprengitilboðum" þegar við á. Hann er bestur á sínu sviði. Það sem vakti sérstaka athygli mína var að ekki alls fyrir löngu vissi ég að öldruð frænka mín var á leið í Bónus. Þar sem hún reynir að drýgja ellilífeyrinn lagði hún það áður á sig að ferðast með strætó þó uní langan veg væri að fara, til að fara þangað sem vöruverð er lægst. Eins góðhjörtuð og ég er gat ég ekki hugsað mér að senda gömlu konuna eina á vappið með þunga poka í strætó. Ég fór til hennar án þess að hafa talað við hana og þá segir hún mér að Jóhannes í Bónus sjái til þess að hún og vinir hennar komist auðveldlega leiðar sinnar með því að senda á eftir þeim í rútu, fram og til baka. Hún sagði að hann sæi til þess að þau yrðu þarna á rólegasta tímanum svo þau gætu verslað í ró og næði. Það skal tekið fram að þessi þjónusta er gamla fólkinu alveg að kostnaðarlausu. Ég á ekki orð sem fá lýst aðdáun minni á þjónustu sem þessari. Þar sem mér fannst Jóhannes eiga hrós skilið ákvað ég að hringja í hann og láta í ljós ánægju mína. Hann sagði mér að hann hefði tekið fyrst upp á þessu þegar hann var verslun- arstjóri í Austurveri árið 1976. Þeg- ar hann hætti þar þá datt þetta uppfyrir. Svo var það fyrir rúmu ári síðan þegar hann opnaði Bónus í Holtagörðum að bílstjórinn sem sá um að keyra gamla fólkið í Aust- urver fyrir hann, hafði samband við hann og ákváðu þeir í sameiningu að taka upp á þessu að nýju. Fyrst byijuðu þeir að sækja gamalt fólk í tvö fjölbýlishús aldraðra og hafa síð- an verið að bæta við fleirum. RÓSALIND ÓSK ALVARSDÓTTIR, Hlíðarvegi 28, Kópavogi. Svar til áhyggju- fullrar móður Frá Karli ívari ípsen: HINN þriðja desember skrifaði „áhyggjufull móðir“ bréf til Velvak- anda, þar sem hún lýsti vanþóknun sinni yfir kynlífshjali okkar unga fólksins, og nefndi nokkur öfgafull og ósennileg dæmi máli sínu til stuðn- ings. Ég er ekki svo viss um að þessi „áhyggjufulla móðir“ viti um hvað málið snýst. Samkvæmt kynlífskönnunum byija flestir unglingar að „sofa hjá“ — stunda kynlíf — sextán ára gaml- ir. Sú staðreynd hlýtur að kalla á fræðslu. Það væri óábyrgt og ófyrir- gefanlegt af sálfræðingum og fjölm- iðlafólki að hunsa fræðsluskyldu sína. Ef fræðslan til þessa aldurshóps yrði felld niður, fjölgaði „unglingaþung- unum“ meira en nú þegar er. Kyn- sjúkdómar yrðu grasserandi og þá fyrst hefði þessi móðir sanna ástæðu til að vera áhyggjufull. En hún talar um annað í bréfi sínu en kynlíf unglinga, hún talar líka um unglingadrykkju. Rétt er að viss fjöldi unglinga er farinn að drekka 12 ára gamall. En að þeir unglingar (ég vil nú kannski frekar kalla 12 ára gamla unglinga krakka) sem ekki drekka séu lagðir í einelti, það held ég að sé þvæla. ég er 17 ára gamall, og drekk ekki. Ennfremur hef ég ekki í hyggju að drekka. Ég hef aldrei orðið fyrir einelti af þeim sökum, og býst ekki við því að verða fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu héðan af. Og ég held reyndar að það sé þroskandi fyrir krakka að geta sagt nei. Ef það hefur í för með sér að þeir eru útskú- faðir frá vinahópum þeirra sem drekka, þá held ég ekki að það séu svo slæm örlög. Trúlegt er nefnilega að þeir sem eru byijaðir að drekka 12 ára gamlir séu ekki sérlega góður félagsskapur. Þessi móðir hefur líka áhyggjur af Æskunni (það er að segja blaðinu sem gefið er.út af templurum), nán- ar tiltekið vandamáladálki þess blaðs. Hún hneykslast yfir því að veitt séu svör við bréfum sem fjalla um samkynhneigð, tvíkynhneigð og kynlíf yfirleitt. Hún efast um að slíkt lesefni sé þroskandi. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að spyija hana hvort hún telji það þroskandi fyrir unglinga á kynþroskaaldri að efast um kynheigð sína? Hvort hún haldi að það sé þroskandi að lifa í ótta um viðbrögð annarra? Hvort það sé þroskandi að vita ekki sjálfur hvort maður er eðlilegur? Nú er ég svo „heppinn" að vera gagnkyn- hneigður og þarf ekki að velkjast í vafa um hvort ég sé „eðlilegur". En samkvæmt því sem ég hef lesið, séð og heyrt þá er ég viss um að allt það sem getur gefið unglingum sem eru hræddir um kynheigð sína smá vonarglætu um að kynhneigð þeirra sé „eðlileg", hver svo sem hún er, sé eingöngu til góðs. Hins vegar er ég viss um að það er ekki þroskandi að lifa í fávisku um kynlíf og kyn- hegðun. KARLÁGÚST ÍPSEN, Bræðraborgarstíg24, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í uppiýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.