Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 56
MTM alltaf á Miövikudögum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkomulag milli útgefenda og bóksala brostið Bóksalar taka ákvörðun um aðgerðir í dag STJÓRN Félags íslenskra bókaút- gefenda ákvað á fundi sínum í gær að hafna beiðni Félags íslenskra bóka- og ritfangaverslana um dreif- ingarbann á bækur til verslana Bón- us og Kaupfélags Árnesinga, sem hafa veitt meira en 15% afslátt á bækur. Teitur Gústafsson, formaður Félags íslenskra bóka- og ritfanga- verslana, segir þetta hálfgerðan heigulshátt hjá bókaútgefendum og aðgerða megi vænta frá bóksölum á næstu dögum. I svarbréfi bókaútgefenda við er- indi bóksala kemur m.a. fram að á stjórnarfundi félagsins í gær hafi ekki náðst samstaða um nýjar að- gerðir af háifu útgefenda og fram hafi komið þau sjónarmið að af- greiðslubann á þessu stigi yrði aldrei annað en táknræn aðgerð, og málin væru í raun ekki lengur í höndum bókaútgefenda, m.a. vegna þess að miklum bókabirgðum hefði verið safnað í verslunum og stórmörkuðum og myndu þeir aðilar fara sinu fram hvort sem sett yrði á þá afgreiðslu- bann af hálfu útgefenda eða ekki. Ekki von á samningum í framtíðinni Teitur Gústafsson sagði í samtali við Morgunblaðið að bóksalar myndu funda um málið í dag þar sem ákvarðanir um aðgerðir yrðu vænt- anlega teknar. Hann sagði ýmislegt vera í gangi til að svara samnings- broti bókaútgefenda, en að svo komnu máli vildi hann ekki nefna hveijar þær aðgerðir gætu orðið. „Þetta er algjörlega óþolandi að samningsaðili okkar standi ekki við samninginn og þær yfírlýsingar sem hann gaf,“ sagði Teitur, og sagðist hann ekki fá séð að samningur verði gerðir milli þessara aðila í framtíðinni. Morgunblaðið/Alfons Reykjavíkurflugvöllur Brautir þarf að end- urbvg-gja FLUGRÁÐ hefur lagt til við sam- gönguráðherra að við endurbætur flugbrauta Reykjavíkurflugvallar verði farin sú leið að byggja braut- irnar upp á nýtt. Kostnaður er áætl- aður 1,2 milljarðar kr. Lengi hefur legið fyrir að flug- brautir Reykjavíkurflugvallar eru lélegar og þarfnast mikilla endur- bóta ef áfram á að reka innanlands- flugið þaðan. Kom þetta skýrt fram í úttekt sem Almenna verkfræðistof- an hefur gert fyrir Flugmálastjórn. ■ Endurbygging flugbrauta/28 Víða tjón VÍÐA varð tjón í úrfellinu sem gengið hefur yfir landið undan- farna daga. Vegir hafa farið í sundur og lokast vegna vatna- vaxta og skriðufalla. Þá hefur vatn flætt inn í kjallara húsa, eins og í Ólafsvík þar sem þessi mynd er tekin, en hún sýnir Heiðar Magnússon ausa vatni úr húsi sínu. ■ Miklar vegaskemmdir/11 Kínversk- ur skurð- læknir til Islands ZÁNG Shaocheng, prófessor í taugaskurðlækningum, kemur til Islands nk. sunnudag, en ásamt Halldóri Jónssyni, yfír- lækni á bæklunardeild Land- spítala, mun hann gera aðgerð á Halldóru Thoroddsen, sem slasaðist í bílslysi 1989. Áformað hafði verið að Dr. Shaocheng kæmi til íslands í sumar, en yfirvöld hersjúkra- hússins í Sjanghæ, þar sem hann starfar bönnuðu það. Þegar Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti Islands, var í Kína fyrr á þessu ári tók hún þetta mál upp við forseta Kína. í kjölfarið gaf hann fyrirmæli um að dr. Shaocheng mætti fara til íslands til að gera að- gerð á Halldóru, að sögn Auð- ar Guðjónsdóttur, móður hennar. Félagsfundur í Einingu hafnaði tillögu launanefndar með 170 atkvæðum gegn 140 Verkalýðsfélag Grinda- víkur féll frá uppsögn FÉLAGSFUNDUR í Verkalýðsfélagi Grindavík- ur samþykkti í gærkvöldi með þorra atkvæða að draga uppsögn á kjarasamningi félagsins til baka. Á fimm félagsfundum í Einingu á Akur- eyri var tillögu launanefndar hins vegar hafnað með 170 atkvæðum gegn 140. Tveir sátu hjá. Félagið stendur því við fyrri ákvörðun um upp- sögn samninga. Benóný Benediktsson, formaður Verkalýðsfé- lags Grindavíkur, sagði að þrátt fyrir þessa niðurstöðu hefði verið mjög almenn óánægja með niðurstöðu launanefndar og þá launaþróun sem hefði orðið eftir að febrúarsamningarnir voru gerðir. Fundarmenn hefðu engu að síður talið að ekki væri annað fært í stöðunni en að sætta sig við niðurstöðu launanefndar. Hann sagði að það hefði haft áhrif á niður- stöðuna að lögfræðingar ASÍ hefðu lýst því yfir á fundi á mánudag að verulegar líkur væru á að Félagsdómur dæmdi uppsagnirnar ólöglegar. Björn Snæbjömsson, formaður Einingar, sagði greinilegt að fólk sætti sig ekki við niður- stöðu launanefndar. Hann sagði að almenn reiði væri í fólki út í launastefnuna, sem rekin væri í landinu. „Það er klárt að fólk er í bardaga- hug. Það sættir sig ekki við ölmusu eins og launa- nefndin hefur rétt að fólki.“ Baldur sendir gagntilboð Á fundi í verkalýðsfélaginu Baldri var sam- þykkt einróma að halda fast í fyrri ákvörðun um uppsögn samninga. Pétur Sigurðsson, for- maður Baldurs, sagði að fundarmenn hefðu ver- ið sammála um að tilboð vinnuveitenda hefði verið of lágt. Á fundinum var ákveðið að senda Vinnuveit- endafélagi Vestfjarða gagntilboð. „Launanefnd- in sendi okkur þetta í tillöguformi og við tökum það þannig að það megi svara tillögunni. Það var samþykkt að fela þremur aðilum úr stjórn- inni að semja tilboðið og senda það fyrir föstu- dag.“ Þessi niðurstaða félagsfundar Baldurs þýðir að Félagsdómur kemur tii með að úrskurða hvort uppsögn félagsins er lögleg. Málið verður tekið fyrir nk. mánudag og vænta má úrskurðar á miðvikudag. Á fundi í stjórn og trúnaðarmannaráði Hlífar í Hafnarfirði í gærkvöldi var samþykkt að leggja tillögu fyrir félagsfund þar sem mælt er með því að uppsögn samninga verði ekki dregin til baka. Sama niðurstaða varð á fundi í stjórn og trúnaðarmannaráði Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja. ■ Hörð gagnrýni/4 Mat tryggingafélaga á áhrifum af breyttum skaðabótalögum á bílatryggingar Iðgjöld myndu hækka um 30% SIGMAR Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir að sam- kvæmt könnun SIT og vátrygginga- félaganna á áhrifum tillagna um breytingu á skaðabótalögum leiði tillögumar til þess að bætur hækki um 1.200 milljónir á ári. Hann segir að verði tillögurnar lögfestar muni þær ieiða til 30% hækkunar iðgjalda ökutækjatrygginga. Allsheijarnefnd Alþingis fól Gesti Jónssyni hæstaréttarlögmanni og Gunnlaugi Claessen hæstaréttar- dómara að endurskoða lögin og er tiliögur þeirra lágu fyrir í haust létu vátryggingarfélögin og SÍT gera athugun á fjárhagslegum áhrifum tillagnanna. Sigmar sagði að könn- unin næði til allra tjóna sem bætt hefðu verið frá því að lögin tóku gildi, alls 244 tjón. Tjónabætur hefðu verið reiknaðar eftir reiknireglum sem settar væru fram í tillögum tvímenninganna, en í þeim er lagt til að margföldunarstuðull laganna verði hækkaður. Hann sagði að niðurstaðan væri að heildarbótagreiðslur myndu hækka um 50%. Uppgjör á tjónum, sem nú væru í vinnslu bentu til að hækkunin væri jafnvel enn meiri. Iðgjöld í lögboðnum ökutækja- tryggingum eru nú rúmlega 4 millj- arðar á ári. Um 60% fara í að greiða slysabætur vegna slysa á fólki eða um 2,4 milljarðar. Miðað við útreikn- inga tryggingafélaganna myndu til- lögur Gests og Gunnlaugs hafa í för með sér 1,2 milljarða króna hækkun bóta. Það þýðir um 30% hækkun iðgjalda eða um 10.000 króna hækk- un iðgjalda á hvetja bifreið í landinu. Vikuritið Vísbending hefur gert lauslegt mat á fjárhagslegum áhrif- um tilagnanna. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að þær muni leiða til 15-25% hækkunar á iðgjöldum og til 0,4-0,5% hækkunar á framfærsluvísitölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.