Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Árni Jóhannes- son bifvéla- virkjameistari fæddist 11. septem- ber 1907 í Bakka- búð (síðar breytt í Bakkabæ) í Fróð- árhreppi á Snæ- fellsnesi. Hann lést á Vífilsstöðum 26. nóvember sl. Foreldrar hans voru Jóhannes Bjarnason sjómað- ur, f. 28.8. 1867, d. 12.7. 1921, og Anna Sigurðardóttir, f. 27.9. 1871, d. 14.12. 1926. Faðir Jóhannesar, Bjarni Hallsson, var hálfbróðir Friðgeirs Frið- rikssonar, en frá honum eru komnir Asgeir og Andrés Sigur- vinssynir. Móðir Jóhannesar var Ingibjörg Arnadóttir er stundaði ljósmóðurstörf, hún var systir Árna á Holti (eldri) föður Árna á Jaðri í Ólafsvík, hans sonur var Kristján glímu- kóngur Snæfellinga um árabil, faðir hins heimskunna doktors og rithöfundar Lúðvíks Kristj- ánssonar. Móðir Árna var Anna Sigurð- ardóttir, dóttir Þórkötlu Jó- hannesdóttur Þorsteinssonar af Snæfellsnesi og Þuríðar Þórar- insdóttur frá Reykjum í Hrúta- firði. Systir Þórkötlu var Jó- hanna, búsett í Ólafsvík, sem gekkst fyrir stofnun sparisjóðs í Ólafsvík, mun þetta vera með því fyrsta að kona flytti mál á opinberum fundi. Þórkatla var tvígift, með Sigurði átti hún 6 börn og var Anna þeirra yngst, með Pétri átti hún 3 börn, Sig- urð Kristófer rithöfund sem ÁRNI ólst upp í Brimilsvallahverf- inu á Snæfellsnesi, þá var skóla- ganga barna miðuð við 10 ára ald- ur, var það farskóli og kennt á 2-3 bæjum í sveitinni. Fyrsta veturinn sem Árni var í skóla fékk hann taugaveiki en eftir það gekk honum vel og ver efstur á fullnaðarprófi. Árni var á þrettánda ári er hann byijaði á sjónum, það var á Kútter Júlíusi frá Þingeyri, 40 smálesta bát, skipstjóri var Sigþór Pétursson frá Klettakoti í Fróðárhreppi, móð- urbróðir hans. Ámi var hjá honum fimm vertíðir á skútum og lærði þar margt er að sjómennsku laut og sem greiðslu fyrir kennsluna lét Sigþór skrifaði bókina „Hrynjandi ís- lenskrar tungu“, Sigþór skipstjóra og Ingibjörgu móður Halldórs E. fyrrv. fjármálaráðherra. Friðrik núverandi fjármálaráðherra er einnig af þessari ætt, kominn af Dýr- unni systur Þuríðar. Árni átti sex systk- ini: Sigurborg Þór- katla, f. 1894; Jó- hanna Kristrós, f. 1896; Ágúst, f. 1898; Valdís, f. 1902; Soffía Ingibjörg, f. 1904; og Bjarni Sigurvin, f. 1913, og eru þau öll látin nema Soffía fyrrv. kennari, sem nú dvelur í hárri elli að Skjólbraut la \ Kópavogi. Árni kvæntist 2. maí 1931 Ásdísi Kristinsdóttir húsmóður, f. 22.7. 1912, d. 7.8. 1991, af ætt Bólu-Hjálmars, og Skáld- Rósu. Börn þeirra: Ananías Valdimar, f. 15.2.1931, d. 12.12. 1978, bílstjóri og tölvuritari í Ástralíu, maki: María Guð- mundsdóttir, 3 börn; Karl, f. 2.5. 1932, forstöðumaður, maki; Ólöf P. Hraunfjörð, 3 börn; Kristín Eva, f. 19.3. 1936, rit- ari, maki eitt: Björn Magnússon (látinn), 1 barn, maki 2: skilin; Birna, f. 26.10. 1927, húsmóðir; Soffía Ingibjörg, f. 31.12. 1947, hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð, maki: Sigurður Signrbergsson, 1 barn; Anna, f. 21.8. 1953, kaupmaður, maki: Torfi Sig- urðsson, 4 börn. Utför Árna fer fram frá Kópavogskirkju 6. desember klukkan 13.30. hann skera fyrir sig neftóbakið. Síð- an á árunum 1924-25 var Árni á skonnortunni Fönix frá Þingeyri, sem komin var með hjálparvél, feng- inn var „mótoristi“ frá Hellissandi. Lifnaði þá strax áhugi hjá Árna fyrir vélum og komst hann fljótt upp á lagið að annast vélina og leysti „mótoristann" af í forföllum að beiðni skipstjórans. Heimili Árna varð fyrir þeirri þungbæru sorg 1921 að heimilisfað- irinn fékk lungna- og bijósthimnu- bólgu og lést eftir kvalafulla bar- áttu. Anna móðir hans hélt þá heim- ilinu saman með hjálp barna sinna, Soffíu 16 ára, Árna á 14. ári (Árni var þar með orðinn „karlmaðurinn á heimilinu", og vildi standa sig sem best) og Bjarna sem var 8 ára. Árni, móðir hans og Bjarni flytja til Reykjavíkur 1926. Árni fór nokkru á undan til að útvega sér vinnu, sem ekki var auðvelt á þeim tíma og að fá húsnæði en við það naut hann hjálpar eldri systra sinna. Sem farareyri hafði hann með sér harðfisk er hann hafði verkað um veturinn og tókst að selja hann Silla og Valda. Ámi fékk Eyrarvinnu til að byija með en hún var stopul og suma daga var ekkert að gera en á þessum árum hófst vinnan kl. 6 á morgnana. Anna, móðir Árna, fékk sumar- vinnu fyrir þau bæði hjá Emil Rok- stad, norskum manni, sem rak lýsis- bræðslu og búskap á Bjarmalandi í nágrenni Reykjavíkur og allstórt bú á Elliðavatni. Þetta sumar voru um 20 manns á Elliðavatni við búskap- inn, þ. á m. Áslaug, kona séra Bjarna Jónssonar, með börn sín tvö. Seinni hluta þessa sumars kenndi móðir Árna sér lasleika, hélt hún þá vestur aftur og iést þar. Leystist heimilið þá endanlega upp. Bjami sem þá var 13 ára fór til Sigurborg- ar elstu systur þeirra en Árni hélt upp á Akranes til Ágústar bróður síns og_ Lilju Kristjánsdóttur konu hans. Ágúst var þá landformaður hjá Haraldi Böðvarssyni, sem þá var aðallega með útgerð frá Sandgerði. Árni fékk því vinnu hjá H. Bö. og sagði að hann hefði reynst starfs- fólki sínu vel. Um vorið 1927 var farið á síld til Siglufjarðar á vegum H. Bö., en fyrst varð að fara til Akureyrar að sækja síldarnót. Að lokinni síldarvertíð um haustið fóru þeir suður og lauk þar með sjó- mannsferli Áma. Síðar meir á lífs- leiðinni sagði hann: „Maður sat ávallt við sinn keip,“ (reri alltaf á sama borð). Þá um haustið hóf Árni störf hjá B.M. Sæberg í Hafnarfirði sem rak bílastöð og annaðist fólks- flutninga milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar og kenndi bílaakstur. Skyldi Árni vinna kauplaust á verk- stæðinu og læra að aka bíl í 3 mán- uði og fá bílprófið að launum. Tók han það 8. mars 1928 og meirapróf- ið 24. september 1928. Það var svo 30. mars 1936 að hann lauk prófi í bifvélavirkjun (með þeim fyrstu á íslandi) og um leið prófi í öku- kennslu. 7. september 1942 öðlaðist hann síðan meistararéttindi í bif- vélavirkjun. Haustið 1928 hóf hann akstur á Bifreiðastöð Haraldar Sveinbjörns- sonar og um áramótin 1928 til 1930 vann hann við akstur hjá BSR og keyrði m.a. Fljótshlíðarrútuna auk leiguaksturs. T.d. var skoskur fisk- kaupmaður, Copeland, sem stundði laxveiðar í Laxá í Kjós, hann pant- aði alltaf Árna til að keyra sig og sína. Árið 1930 byijaði Árni á bíla- verkstæðinu hjá BSR og var hann þartil 1. febrúar 1931, þegarhonum bauðst betur launað starf í Kola- sundi hjá Páli Stefánssyni, þar var hann í 13 ár eða til 1944. Þá bauðst honum verkstjórastarf hjá nýju fyr- irtæki, Þrótti hf. (sem síðar hét Stefnir, en heitir nú Hekla hf.) og var þann þar til 1949 eða í fimm ár. Ámi stóð um þær mundir í hús- byggingum. Honum hafði verið neit- að um lán, var staurblankur með sjö manna fjölskyldu. Einu sinni sem oftar er hann átti leið í búðina til Páls Stefánssonar að kaupa vara- hluti, gaf Páll sig á tal við hann og spurði frétta. Það æxlaðist svo þannig að Páll lánaði honum pen- inga í bygginguna gegn því að hann hæfí störf sem verkstjóri hjá sér. Þar var Árni svo í tvö ár, 1949-51 eða þar til Páll seldi fyrirtækið. Árni byijaði þá að vinna sem verk- stjóri á bílaverkstæði Olís (BP) 1. maí 1951 og vann hann þar sam- fleytt í 30 ár til 1. október 1980. Fyrstu 11 árin vann hann sem verk- stjóri en síðan sem birgðavörður. Það má segja að þó að bílarnir yrðu stærri, kraftmeiri og fullkomnari, fylgdu hvorki verkfæri né vinnuað- staða þeirri þróun eftir og því var vinnan oft þrælavinna. Á meðan Árni var vekstjóri, hafði hann fjölda nema í bifvélavirkjun sem hann útskrifaði, þar á meðal undirritaðan son sinn og unnum við feðgarnir saman frá árinu 1948 allt til ársins 1961 hjá Olís. Árið 1933 hóf Árni ásamt fleirum undirbúning að löggildingu_ bifvéla- virkjunar sem iðngreinar. í kjölfar þess var Félag bifvélavirkja stofnað 17. janúar 1935. Árni var gjaldkeri Styrktarsjóðs Félags bifvélavirkja frá 1944-1970 eða í 26 ár, fulltrúi félagsins á Alþýðusambandsþing- um, sat í samninganefndum, í full- trúaráði verkalýðsfélaganna, átti sæti í prófanefnd, var í 1. maí nefnd og flutti m.a. ávarp í Ríkisútvarpinu 1. maí. Hann var sæmdur gullmerki Félags bifvélavirkja. Árni tók þátt í Spurningaþáttum Svavars Gests veturinn 1963-64 enda var hann hafsjór af fróðleik, víðlesinn og stálminnugur. Árni var hagmæltur vel og voru ljóð hans flutt við ýmis tækifæri, m.a. flutti Brynjólfur Jó- hannesson gamanbrag eftir hann er nefnist „Fiskakvæði" á sjó- mannadaginn 1964 og 17. júní 1985 flutti Jóhanna Norðfjörð Hátíðarljóð eftir hann á útiskemmtunum í Kópa- vogi. Árni og Ásdís voru samhent hjón og auðnaðist þeim að vera gift í 60 ár. Þau keyptu sér landspildu suður í Kópavogi árið 1943 og byggðu þar í fyrstu sumarbústað, en á árunum 1947-48 hófu þau byggingu íbúðar- húss enda orðin langþreytt á flutn- ingum úr einni leiguíbúð í aðra og börnin orðin fímm. Öll fjölskyldan stóð saman að þessari framkvæmd og gróf Ámi fyrir húsinu á höndum, hrærði steypu og smíðaði að vinnu- degi loknum sbr. vísu sem varð til af þessu tilefni: Þó að bogni bak af raun biiar ei minn kjarkur. I gigt fær margur greidd sín laun gamall vinnuþjarkur. Þau fluttu svo í húsið Kópvogs- braut 48 (síðar 84) 14. maí 1950. Það vantaði margt hér á frumbýl- ingsárunum en verstur var þó vatns- skorturinn. Allt vatn þurfti að flytja á brúsum eða nota rigningarvatn og þegar færi gafst var farið með þvottinn í Þvottalaugarnar í Reykja- vík. Því var það að Árni hafði sam- band við oddvita Kópavogshrepps, Finnboga Rút Valdimarsson, og bauðst til að reyna að útvega lán hjá Styrktarsjóði félags bifvéla- virkja til vatnsveituframkvæmda ef oddvitinn gæti útvegað ríkisábyrgð á lánið, sem tókst. Lánið fékkst og vatnið kom. Það má því segja að það sé Félagi bifvélavirkja að þakka, að Vatnsveita Kópavogs komst í gagnið. Árni var alla tíð framsóknarmað- ur, m.a. í framboði til bæjarstjómar í Kópavogi, og Tímann keypti hann fram á siðasta dag. Þau Ásdís og Árni fluttu sig um set 1983 í Hamraborgina í miðbæ Kópavogs um það leyti sem verið var að byggja upp miðbæinn fyrir alvöru og stutt í alla félagslega þjón- ustu. Þar byijaði hann að skrifa niður endurminningar sínar og ljóð og lauk við það. _ Ásdís lést árið 1991 og var það Árna mikið áfall, hann bjó þó áfram einn og hjálpuðu börnin hans honum eftir mætti. Heilsu hans hrakaði smám saman og 21. nóvember 1994 flutti hann í Sambýli atdraðra, Skjólbraut la, Kópavogi, en þangað hafði Soffía systir hans flutt nokkru fyrr, en það var alla tíð mikið samband og kært á milli þeirra systkina. Síðustu árin varð hann oft að liggja á sjúkrahús- um og 20. október sl. var hann lagð- ur inn á sjúkrahús með lungna- og bijósthimnubólgu og lést hann svo 26. nóvember sl. á Vífílsstöðum. Við viljum þakka pabba fyrir alla hans hlýju sem hann sýndi okkur börnunum á langri samleið og um- hyggju þegar eitthvað bjátaði á. Við sendum starfsfólki á Sambýli aldraðra og hjúkrunarfólki sem ann- aðist hann þakkir fyrir hlýju og nærgætni í hans garð. ÁRNI JÓHANNESSON t Elskuleg móðir okkar, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hverahlið 12, Hveragerði, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 4. desember. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Björgvin Heiðar Árnason. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓNA VALDIMARSDÓTTIR frá Bjargi, Garöi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garð- vangi í Garði mánudaginn 4. desember. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkjú laugardaginn 9. desember kl. 14.00. Guðbjörn Ingvarsson, Sigríður Lúðvíksdóttir, Hafsteinn Ingvarsson, Hjördís Traustadóttir, Agnes Ingvarsdóttir Khoberger, Sigurður Ingvarsson, Kristin Guðmundsdóttir, Kristjana Ingvarsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Matthildur Ingvarsdóttir, Magnús Magnússon, Ingvar Jón Óskarsson, Karen Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Hildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ingólfur Theo- dór Guðmunds- son var fæddur 3. desember 1905 I Þverárdal í Bólstað- arhlíðarhreppi í A- Húnavatnssýslu. Hann lést á heimili sínu 28. nóvember síðastliðinn, tæp- lega 90 ára gamall. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson sýslu- maður á Sauðár- króki og síðar í Borgarnesi og Ingi- björg Ólafsdóttir. Ingólfur ólst upp í Þverárdal hjá fóstra sín- um Brvrijólfi Bjarnasyni og móður sinni. Systkini Ingólfs sainfeðra eru: Ingibjörg, f. 1903; Júlíus, f. 1904, d. 1991; Björn, f. 1905; Þuríður, f. 1907; Karl, f. 1908, d. 1941; Jórunn, f. 1913; Anna, f. 1915, Margrét, f. 1917. Kveðja frá Oddfellowreglunni Hér skal minnst með örfáum orð- um Ingólfs Th. Guðmundssonar er Ingólfur kvæntist 1944 Laufeyju Ilall- dórsdóttur hjúkr- unarkonu sem lést fyrir tíu árum. Kjör- sonur þeirra var Brynjólfur Ingólfs- son, f. 1951, d. 1984. Ingólfur lauk gagnfra*ðaprófi á Akureyri 1921, en stundaði síðan nám við Verzlunarskóla Islands og útskrifað- ist þaðan árið 1924. Auk þess var hann við nám við hag- fræðideild háskólans i Kiel 1931-’32. Ingólfur vann við ýmis störf tengd verslun á árunum 1924-1930, m.a. hjá Jónatan Þorsteinssyni, Höepfnersverzlun og yerzlunarfélagi Borgarfjarð- ar. Árið 1932 stofnaði hann fyrir- tækið I. Guðmundsson & Co. og starfaði við það samfellt til ársins 1948, er hann gerðist fulltrúi andaðist 28. fyrra mánaðar. Ingólfur gerðist félagi í Odd- fellowreglunni árið 1945 og spann- aði starf hans í félagsskap okkar verðgæslustjóra. Verðgæslu- sljóri ríkisins var hann á árun- um 1951-56. Árið 1957 hóf hann svo störf sem fulltrúi í Félagsmálaráðuneytinu og starfaði hjá því ráðuneyti í tíu ár. Árið 1968 var hann skipaður deildarstjóri sjúkratryggingar- deildar Tryggingastofnunar ríkisins. Af því starfi lét hann fyrir aldurs sakir er hann varð sjötugur, en starfaði þó að ýmsum verkefnum hjá stofnun- inni eitt til tvö ár eftir það. Ingólfur sinnti ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum og var m.a. formaður rannsóknarnefndar ríkisins í iðnaðarmálum 1952-’53, skipaður í stjórn verðjöfnunarsjóðs varðandi bensín og olíur 1953 og um árabil síðan, þar af formaður stjórnar 1957 og 1958. Þá var Ingólfur í stjórn félags starfs- manna stjórnarráðsins 1964-’68, þar af formaður frá 1966. Hann var einnig virkur félagi í Oddfellow-reglunni og gegndi þar fjölda trúnaðar- starfa. Útför Ingólfs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. yfir 50 ár við andlát hans. Þetta er langur tími í einum félagsskap og betri félaga en Ingólf var ekki hægt að fá. INGÓLFUR TH. GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.