Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SOFFÍA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR + Soffía Guðrún Árnadóttlr fæddist á Dalvík 18. september 1905 og ólst upp með fjöl- skyldu sinni, fyrst á Skáldalæk í Svarf- aðardal en árið 1917 fluttu þau til Akureyrar. Hún lést 27. nóvember í Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Árni Friðriks- son, f. 4.6. 1864, d. 1.3. 1946, og Ingi- gerður Zophonias- dóttir, f. 24.10. 1867, d. 14.3. 1952. Bæði Svarfdælingar að ætt og uppruna. Systkini Soffíu voru: Hjör- leifur, f. 9.10. 1892, d. 9.7. 1958; Stefán Jón, f. 24.9. 1894, d. 26.4. 1966; Zophonías, f. 8.8. 1897, d. 16.9. 1978; Trausti, f. 27.10. 1900, d. 13.11. 1971, Sveinbjörn Tryggvi, f. 12.9. EITT það fyrsta sem ég heyrði sagt um Soffíu G. Árnadóttur var það, að hún væri hvunndagshetja. I mín- um eyrum hljómaði þetta þá eins og hvert annað viðkvæmnishjal son- ar sem elskar móður sína, jafnvel klisja sem fólk notar í afmælisræð- um og minningargreinum. Þegar ég svo fór að kynnast henni, skildi ég loks hina réttu meiningu þessa orðs, sem lýsir svo miklu í látleysi sínu. Ævivegur Soffíu varð snemma þyrnum stráður. Hjarta hennar beið skipbrot á yngri árum og hún stóð uppi með tvo unga, föðurlausa drengi, sem hún barðist fyrir af alefli. Þegar yngri drengurinn var á fjórða ári giftist hún og flutti til Raufarhafnar, þar sem hún bjó í 1902, d. 23.4. 1904; Arngrímur, f. 15.4. 1907, d. 30.6. 1932, og Elín Rannveig, f. 3.6. 1909, d. 14.1. 1923. Soffía giftist árið 1935 Hreiðari Frið- geirssyni frá Raufarhöfn, f. 7.9. 1910, d. 4.12. 1964. Börn Soffíu eru: Stefán Valur Páls- son, f. 1.7. 1929, maki Angela Bald- vins; Árni Valur Viggósson, f. 7.4. 1931, maki Unnur Þorsteins- dóttir; Geir Hreiðarsson, f. 3.2. 1936, og Elín Hreiðarsdóttir, f. 4.7. 1937, í sambúð með Dav- íð Zophoníassyni. Afkomendur Soffíu eru nú 58. Útförin fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. hartnær 20 ár. Hún eignaðist tvö börn með manni sínum og undi sér vel á Raufarhöfn. Á miðjum aldri veiktist hún al- varlega og var send fjársjúk með skipi til Kaupmannahafnar, þar sem hún gekkst undir mikla höfuðað- gerð. Veikindin leiddu til fötlunar sem háði henni æ síðan. Eftir að hún kom heim aftur, lömuð og veik- burða, var heimilið leyst upp og næstu árin voru henni mikil þrek- raun. Hún barðist af hörku fyrir æru sinni og sjálfstæði, staðráðin í að láta ekki bugast og tókst að stofna heimili aftur, af litlum efn- um, en með góðum stuðningi barna sinna og vina. Síðustu 18 árin bjó hún í Furugerði 1 og eignaðist þar loksins öruggt heimili og skjól, sem t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR JÓNASDÓTTUR frá Hofdölum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalar- heimilisins á Sauðárkróki. Hjalti Guðmundsson, Kristín Svavarsdóttir, Anna Jóna Guðmundsdóttir, Sigurður Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sólborg Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna útfarar INGÓLFS TH. GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi deildarstjóra, Fornhaga 23, Reykjavík, verður lokað frá kl. 14.00 miðvikudaginn 6. desem- ber 1995. I. Guðmundsson & CO. hf. Þverholti 18, Reykjavík. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkaerrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Rauðarárstig 32, Reykjavík. Guðjón Skarphéðinsson, Klara Bragadóttir, Pétur Skarphéðinsson, Sigriður Guttormsdóttir, Gunnar Skarphéðinsson, Anna Rósa Skarphéðinsdóttir, Sigurður Ágústsson, Hildur Skarphéðinsdóttir, Magnús Hjartarson, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Védís Skarphéðinsdóttir, Gunnlaugur Ó. Johnson, barnabörn og barnabarnabörn. hún fékk að njóta þar til yfír lauk. Ég hef aldrei kynnst manneskju með annan eins baráttuvilja, óbil- andi kjark og þrautseigju og hún tengdamóðir mín bjó yfir. Lágvaxin, tággrönn og hnarreist stóð hún af sér veikindi, vonbrigði, áföll og sorgir með eindæma reisn og æðru- leysi. Hún lagði hart að sér til að geta verið sem mest sjálfbjarga og það var stórkostlegt hvað hún gat. Aldrei heyrðist hún kvarta. Það kom fyrir að okkur þótti nóg um hetju- skapinn, þegar hún sagðist í mesta lagi vera löt eða aumingi, þótt við vissum að hún væri þjáð. Mörgum þótti hún eiga það til að vera hijúf og viðskotaill og víst var hún það af og til, en við sem þekktum Iífshlaup hennar vissum, að þetta var hennar aðferð til að veija sig og komast af. Hún var ekki allra, harður skóli lífsins hafði kennt henni að ekki er öllum treyst- andi. En í raun var hún yndisleg manneskja með stórt hjarta, sem hafði mikið að gefa. Börnin hennar fjögur og fjölskyldur þeirra voru henni einstaklega kær og hún um- vafði okkur öll óendanlegum kær- leika og hlýju, enda var hún vinsæl amma sem öllum þótti gaman að koma til. Svo var hún líka mikill húmoristi og ótrúlega ung í anda. Og allir voru tilbúnir að snúast fyr- ir hana, skreppa með henni út eða rétta henni á einhvern annan hátt hjálparhönd. Litla heimilið hennar í Furugerði var einskonar miðstöð ættarinnar, þar sem fólkið hennar hittist gjarna, eða sótti til ömmu fréttir af öðrum í fjölskyldunni, því hún fylgdist með öllum börnunum sínum af lífi og sál, var áhugasöm um líf þeirra og störf og vakandi yfir velferð þeirra. Auk barna sinna annaðist Soffía að miklu leyti uppeldi Vals Geirs- sonar, sonarsonar síns og milli þeirra var alla tíð mjög innilegt og sérstakt samband. Ánnaðist hann ömmu sína í veikindum hennar hin seinni ár af einstakri alúð og natni. Það gerði einnig dótturdóttur henn- ar, Soffía Björnsdóttir, en þau tvö vöktu yfir velferð hennar svo af bar. í veikindum hennar var erfitt að búa svo fjarri, en við vissum að hennar vær gætt eins vel og kostur var og vil ég, fyrir hönd okkar hjón- anna, þakka þeim þeirra kærleiks- ríku umhyggjusemi við ömmu sína, hún var ómetanleg og verður seint launuð. Sönn vinátta og ræktarsemi var henni mikils virði og hún átti einn- ig góða vini í Furugerði 1, sem reyndust henni vel og hún var tryggur og góður vinur. Það verður undarlegt lífíð, þegar engin amma Soffía er lengur og „fjölskyldumiðstöðinni í Furugerð- innu“ hefur verið lokað. Nú er það okkar, sem eftir lifum, að heiðra minningu hennar með sömu frænd- rækninni og sama vinarþelinu og hún hélt í heiðri og kenndi okkur. Soffía var mikil hannyrðakona og fagurkeri og liggja eftir hana mörg listaverk. Hún las einnig mikið og fylgdist vel með þjóðfélagsmálum, var afskaplega fróð og stálminnug. Þegar sjónin fór að bila fékk hún sér stækkunargler og grófari handavinnu, því aldrei skyldi það henda henni að sitja augum hönd- um. Hún hafði yndi af ferðalögum og hefði fötlunin ekki heft hana hefði hún örugglega lagst í heims- hornaflakk, sagði hún einhvern- tíma. Sem betur fer átti hún marga góða að sem voru ólatir að fara með henni í ferðir af ýmsu tagi. Á sumrin kom hún til okkar á Akur- eyri og naut þess að vera hér á sínum gömlu heimaslóðum og fara með okkur í skoðunarferðir um norðurlandið. Fastur áfangastaður á hveiju sumri var Svarfaðardalur og Dalvík, þar sem hún átti góða vinkonu og frænku sem hún heim- sótti. Ég kynntist Soffíu þegar hún var komin fast að áttræðu. Þegar sonur hennar kynnti mig fyrir henni sem konuefnið sitt, tók hún mér strax opnum örmum og milli okkar mynd- aðist fljótlega vináttuband sem aldrei bar skugga á. Og dætrum mínum varð hún sem amma frá fyrsta degi þeirra kynna. Hún sýndi mér strax sinn vand- aða innri mann þegar hún, fordóma- laust og með opnum huga, tók mig í fjölskylduna og sýndi mér strax að hún bar takmarkaða virðingu fyrir þeim sem settust í dómara- sæti yfir einkalífi annarra. Við átt- um saman margar góðar stundir, þar sem við spjölluðum um eilífðar- málin eða sögðum hvor annarri ýmislegt frá liðnum árum, ýmislegt sem við sögðum engum öðrum og enginn fær að vita, en við áttum margt sameiginlegt, og skildum hvor aðra, hjálpuðum hvor annarri kannski líka á stundum að leysa einhveija gamla, erfiða sálarhnúta. í huga mínum mun Soffía lifa sem einstaklega sterkur og aðdáun- arverður persónuleiki, lítil, grönn og veikburða að sjá, en svo ótrúlega sterk og með sjálfsvirðinguna í full- komnu lagi, þrátt fyrir fatlaðan og veikburða líkama. Tíguleg, vel til höfð, á hveiju sem gekk, traust og hlý. Þegar fjölskylda og vinir sam- fögnuðu Soffíu á níræðisafmæli hennar í september sl. kvaddi hún alla, vitandi að hveiju dró. Vissu- lega langað hana til að vera hér lengur, hugurinn var svo ungur og ern, en líkaminn var veikur og þjáð- ur, og hefur nú loks fengið hvíld eftir erfitt stríð. Hún kvaddi þetta jarðlíf sátt og þakklát, trúuð á feg- urra líf fyrir handan. Ég kveð kæra tengdamóður og vinkonu með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún var mér. Megi hún hvíla í friði. Unnur Þorsteinsdóttir. Þá er komið að kveðjustund, Soffía mín, og vil ég nota tækifær- ið að þakka 45 ára viðkynningu. Allt frá því að við vorum þijú á heimili þínu á Raufarhöfn fyrsta sumarið okkar og til þess tíma að búa í sama hverfi seinustu 18 til 20 árin. Aldrei hef ég skilið alla þessa tengdamömmubrandara, sem oft er vitnað í, vegna þess að ég upplifði þig sem mína bestu vinkonu og góðan félaga í öllum málum. Að vísu vorum við báðar „svolítið frek- ar“ eða ákveðnar í skoðunum, er betra að segja, en ég man aldrei eftir að það kæmi að sök. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína, allt frá því að passa dæturnar fyrst þegar ég fór út að vinna og svo fyrir alla fallegu handavinnuna og saumaskapinn. Mikið hefði verið gaman að sjá alla munina þína sam- an komna á einum stað og væri það merkileg „sýning“. En sumir kæra sig ekki um að vera í sviðsljós- inu, en mættu svo sannarlega vera það, hæfileikanna vegna. Alltaf var gaman að fara með þér í búðir og velja föt, en ég mundi segja að smekkur okkar hafi ekki verið ólíkur. Það væri áreiðanlega leitun að konu á þínum aldri sem hugsaði eins vel um klæðnað og útlit og þú. Og var það bara „eitt“ af þínum góðu einkennum. Og hvernig þú stóðst þig í þinni lífsbaráttu, með allt sem þú hefur gengið í gegn um, er „hetjusaga", sem ég veit að þú vilt ekki að minnst sé á. Að lokum þakka ég þér aftur fyrir allt og ég veit að þér líður vel núna. Samúðarkveðjur, Valur minn og allir hinir. Angela. Það var mánudagsmorguninn 27. nóvember að hringt var í mig og mér tilkynnt lát ömmu minnar. Sú fregn kom alls ekki á óvart, en samt er það einhvern veginn svo að maður er alltaf jafn óviðbúinn þegar um andlát ástvinar er að ræða. Tilhugsunin um að amma Soffía yrði ekki framar í Furugerð- inu varð allt í einu svo köld og miskunnarlaus og skildi eftir tóm- leika og söknuð. Það er á slíkum stundum sem manni finnst tíminn standa kyrr og maður spyr sjálfan sig: Hvað svo? Það hljómar barna- lega, en einhvern veginn bjóst ég alltaf við að amma Soffía yrði allt- af til staðar. Amma hét fullu nafni Soffía Guðrún Árnadóttir, en ég man ekki til þess að hún væri kölluð annað en amma Soffía meðal ættingja. Amma Soffía var mjög sérstök manneskja. Þótt hún væri smávaxin og afar fíngerð var hún síður en svo viðkvæm. Hún var dugnaðar- forkur, beinskeytt og hörð í horn að taka ef henni fannst sér misboð- ið. En hún var líka hjartahlý og skemmtileg, sanngjörn og umburð- arlynd. Hún var ótrúlega æðrulaus og ég tel að það hafi einkennt hana framar öðru. Þegar ég lít til baka minnist ég allra þeirra stunda sem við áttum saman og ævinlega voru skemmtilegar, enda bjó amma Soff- ía yfir sérstakri og skemmtilegri kímnigáfu. Þegar við hittumst töluðum við um alla heima og geima, hlógum og skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir 50 ára ald- ursmun. Lífshlaup ömmu var enginn dans á rósum. Hún gekkst undir mikla skurðaðgerð í Danmörku fyrir 50 árum og var mjög fötluð upp frá því. Hún átti einnig við erfið veik- indi að stríða á síðustu árum, en samt kvartaði hún aldrei. Ef maður spurði hana hvernig líðan hennar væri svaraði hún því ævinlega til að hún hefði það gott. Amma Soff- ía átti lítið og fallegt heimili í Furu- gerði 1 í Reykjavík. Að koma þang- að inn var eins og að koma í eins konar friðhelgi frá ys og þys dags- ins. Það var gott að leita huggunar hjá henni þegar manni fannst lífið leika mann grátt og alltaf fór mað- ur af fundi hennar fullur bjartsýni og trú á lífið og sjálfan sig. Hún gaf ríkulega af sér þótt hún vildi sjálf aldrei þiggja neitt. Amma Soffía fylgdist vel með öllum sínum afkomendum og öðrum ættingjum. Hjá henni fékk maður reglulega annál „síðan síðast“ svo maður vissi alltaf hvernig gekk hjá öðrum í fjölskyldunni, enda gætti hún þess að allir vissu af hinum því hún bar mikla umhyggju fyrir sínu fólki. Ég kveð þig, amma Soffía, með söknuði. Þú gafst mér mikið af sjálfri þér og varst umfram allt ein- lægur vinur minn. Farðu vel og guð geymi þig. Öllum aðstandendum ömmu Soffíu flyt ég innilegar samúðar- kveðjur og vil ég nota þetta tæki- færi til að þakka sérstaklega tveim- ur barnabörnum hennar, sonarsyni, sem annaðist ömmu í veikindum hennar á síðustu árum og dóttur- dóttur hennar í Hafnarfirði, sem hefur alla tíð sýnt mikla fórnfýsi og ástúð í garð ömmu. Soffíu. Friðjón. Elsku langamma. Nú þegar fréttirnar um að þú sért ekki lengur meðal okkar, ber- ast til mín hér í Chicago á þessum þungbúna mánudegi, kemur upp í huga mér tíminn fyrir tveimur mán- uðum þegar við kvöddumst síðast. Ég fann það þá að þú kvaddir mig eins og þetta væri okkar hinsta kveðjustund, þú vissir meira en ég. Ég svaraði þér eitthvað á þá leið að við mundum sjást. síðar. Síðar verður víst annars staðar en ég bjóst við. Heimurinn er án efa fátækari í dag en hann var í gær, þar sem við fáum ekki lengur notið bros þíns og hlýju. Minningin um góða ömmu mun samt ávallt fylgja mér í huga mínum og hjarta þar til við hittumst næst. Ég réyni samt að vera glöð fyrir þína hönd.þar sem þú.ert á betri stað sameinuð aftur með ættingjum og vinum liðinna tíma. En í dag er söknuðurinn yfirsterkari því að þrátt fyrir að þú hafir verið tilbúin að kveðja þá var ég það víst ekki. Manstu eftir fallegu litskrúðugu lopasokkunum sem þú pijónaðir fyrir mig í fyrra, þeir minna mig á þig; skemmtilegir og hlýir eins og þú. Takk fyrir allt langamma. Sjáumst, Angela.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.