Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 25 LISTIR M ARTEIN SMINNI MYNDLIST Listasafn Kópavogs TRÉRISTUR Þorgerður Sigurðardóttir. Opin frá 12-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 17. desember. Aðgangur 200 krónur. ÞORGERÐUR Sigurðardóttir vakti óskipta athygli með röð stórra trúarlégra tréristumynda á samsýn- ingu félagsins íslenzk grafík í Nor- ræna húsinu á síðastliðnu ári. Síðan hefur hún verið mjög virk á vett- vanginum, átt myndir á sýningum í Bejing, Árósum, Hásselbyhöll, Stokkhólmi og loks á framkvæmd- inni Stefnumót listar og trúar í Portinu, Hafnarfirði. Annars kom listakonan fyrst fram árið 1990, og hafði þá lokið námi úr grafíkdeild MHÍ árið áður. Eftir grunnnám við MHÍ á árunum 1962-64 varð langt hlé á samfelldu námi, eða allt þar til hún settist í grafíkdeild skólans 1986. Ferillinn er þannig nokkuð óvenjulegur, og um leið lærdómsríkur, því augljós- lega hafa hér dijúgir hæfileikar blundað með listakonunni um ára- tugaskeið, og loks runnið í sinn rétta farveg, fengið eðlilega útrás. Það er eftirtektarverðast við framkvæmdir Þorgerðar, hve djúpt hún kafar í mýndefnið, þó er það jafnan eitthvað úr næsta nágrenni og tengist lífi hennar og uppeldi, leitar síður langt yfir skammt. Þannig átti hún æskuheimili að Grenjaðarstað og var vel vitandi um hið forna og sögufræga altaris- klæði kirkjustaðarins, sem þar hékk uppi á seinni miðöldum. Það segir sögu heilags Marteins frá Tours, sem álitinn er fæddur 315 eða 16, en klæðið er nú varðveitt í Louvre safninu í París. Til að setja sig bet- ur inn í söguna fór hún síðastliðið sumar í pílagrímsferð til Tours, þar sem er að finna veglega basilíku, sem ber nafn dýrlingsins. Nú um stundir leita fleiri og fleiri listamenn myndefna til fortíðar og hér eru hinar „myrku miðaldir" ineðai hins forvitnilegra, því stöðugt er nýtt að koma í Ijós, sem þó frek- ar bregður birtu yfir tímabilið sem eitt hið merkasta í sögunni, en var um aldir í skugga endurreisnar. Miðaldir fæddu af sér marga gim- steina listasögunnar, og má minna á að þá hefst ritöld á Islandi. Altarisklæðið er myndasaga í 12 þáttum úr lífi Marteins, og hana hefur Þorgerður skorið í tré og þrykkt í 32 mismunandi útgáfum. Mismunandi í lit- og formrænni úfcfærslu þótt myndstefið sé að sjálf- sögðu ávallt hið sama. Tekst lista- konunni að finna stöðugt nýjar og nýjar úrlausnir og helst er ég með á nótunum, þegar tímaleg fylling gengur inn í litinn eins og í myndum nr. 10, 11 og 12, því að við það fá myndirnar yfir sig fornan og eðli- legan blæ. Annars má það vera matsatriði hvenær Þorgerði tekst best upp og ekki er ég frá því að myndirnar njóti sín best einar sér, því þetta virkar helst til stór skammtur af endurteknu myndefni, þar sem áherslur breytast einungis í lit, formi og uppsetningu. Að ósekju hefði mátt útfæra eina og eina helgisögnina í stærra formi og þá í fijálsri mótun og hefði það lífgað upp á ferlið. Vísa ég til myndanna í Norræna húsinu, en þar var sam- anþjappaður tjákrafturinn meiri. Þetta er afar vönduð og menningar- leg sýning þótt þungt virðist yfir henni í fyrstu, en það er öðru frem- ur vegna hinna dökku jarðlita og hins endurtekna og einhæfa mynd- efnis. Þá ber að geta þess, að listakon- unni hefur ekki nægt venjuleg sýn- ingarskrá, heldur er hún í formi ritlings upp á 43 síður sem Ólafur Torfason hefur tekið saman með upplýsingum um heilagan Martein, TRÉRISTA eftir Þorgerði. og er hann vel skrifaður og afar fróðlegur aflestrar. Er óhætt að hvetja fólk til að nálgast hvort tveggja, sýninguna og ritlinginn ... Andleg málverk Listasafn Kópavogs MÁLVERK Margrét Elíasdóttir. Opið á sama tíma. TRÚNA og guðdóminn má nálg- ast á margan veg, og þannig eru liin andlegu og upphöfnu málverk Margrétar Elíasdóttur allt annars eðlis en tréristur Þorgerðar Sigurð- ardóttur. Og um leið eru myndir Margrétar jafn bjartar, lausformað- ar og lýsandi og myndir Þorgerðar eru dökkar, yfiivegaðar og afmark- aðar. Hér er ekki um myndasögur að ræða heldur óræð tákn, sem iáta skoðandann um að geta í eyðurnar. Um er að ræða ferðalag á vit hins andlega og yfirnáttúrulega innra með manninum og í astralplaninu, að segja má. Sjálf útskýrir hún ferl- ið þannig: „Líf mitt er stöðug innri uppgötvunarferð, allur veruleikinn er innra með manni og skilningur á eðli lífsins fæst eingöngu þar. Uppspretta sköpunar er einnig þar eins og öll svör. Hugurinn er tölva, persónuleikinn er filter og tilfinn- ingarnar eru farartæki. Kjarni „málsins“ er handan við alla þessa þætti og aðaláhugamál mitt er þar. Að mála er þörf og mínir innri leið- angrar skila sér á vissan hátt í málverkum." Það má til sanns vegar færa að nútímamálverk sé eins og ferðalag, sem á sér upphaf en engan sýnileg- an endi, því málverk er í sjálfu sér aldrei fullgert. Málaranum finnst einfaldlega sem kominn sé tími til að hætta og að hann komist ekki lengra í bili, en að ljúka við mál- verk er sama og að drepa það. Menn verða að skilja þennan ein- falda orðaleik, því gott málverk heldur áfram að mótast og taka á sig form hjá skoðendunum, og við- brögðin eru eins ólík og mennirnir eru margir, eins konar fingraför og línurit sálarinnar. Sjálfur guðdómurinn liggur svo í myndverkinu, það er að segja í útfærslunni en síður myndefninu, í formi línu, lit og byggingu og þann- ig getur verið meiri guðdómur í vel höggnum ferningi en reisulegu guðshúsi. Á þann hátt er hinn and- legi styrkur útfærslunnar það sem máli skiptir, en ekki myndefnið eða trúaropinberunin sem það tjáir. Margréti Elíasdóttur liggur mikið á hjarta og myndir hennar eru lík- ingar andlegra sýna, uppfullar af ljósi og birtu. Einhvern veginn á ég þó erfitt með að fylgja henni í þessum víddaskilum og paradísar- hugleiðingum, og má það helst vera fyrir þá sök hve verkin eru undar- lega ójarðnesk. Það var helst er málverk eins og „Hulið skin“ bar fyrir augu mín að má'larinn í mér tók við sér, því þar bregður fyrir hráum jarðarmögnum. Tvö frí- standandi verk á gólfi „Verndari I og 11“ eru hins vegar skýr og klár í útfærslu og þannig séð veigamest. Bragi Ásgeirsson FÉL AGAR úr Leikfélagi Rangæinga í hlutverkum Dýranna í Hálsaskógi. Líf og fjör í Hálsaskógi Hvolsvelli. Morgunblaðið. í HÚSNÆÐI saumastofunnar Sunnu á Hvolsvelli hefur nú vaxið upp mikill og fagur skógur sem nefndur er Hálsaskógur. I skógin- um hefur hreiðrað um sig fjöldi dýra sem vinnur að því að gera líf sitt betra og fegurra. Það eru félagar úr Leikfélagi Rangæinga sem lifa sig inní hlut- verk Dýranna í Hálsaskógi en það sívinsæla leikrit eftir Thorbjörn Egner var frumsýnt síðastliðinn sunnudag. Það er Ingunn Jens- dóttir sem leikstýrir uppfærslunni en þúsundþjalasmiðurinn Erlend- ur Magnússon, vert í Ásgarði, hefur hannað og búið til hina ævintýralegustu leikmynd. Alls taka 30 manns þátt í sýn- ingunni en aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Guðmundar Sva- varssonar, Svavars Friðleifssonar og Hauks Dýrfjörð. Næstu sýning- ar verða á morgun kl. 21 og laug- ardaginn 9. desember kl. 14. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að halda sérstaka jólasýningu og verður hún þriðjudaginn 26. des- ember kl. 14. • Nytsamleg gjöf i við öll tækifæri! •♦Tölvuborð með 3 hillum: A.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 ÞEIR BREYTTU ÍSLANDSSÖGUNNI TVEIR ÞÆTTIR AF LANDI OG S)0 Eftir ViUijálm Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra Metsöluhöfundinum Vilhjálmi Hjálmarssyni er einkar vel lagið að sema frá eins og al- kunna er. Hann nefur nú tekið saman tvo afar Siisverða þætti um efni sem of lengi hafa í þagnargildi: tjl nvrra ráða ... Áraoátaútgerð vinaþjóðar okkar, Færeyinga, héðan. Færeysku sjómennirnir komu áratugum saman sunnan yfir sæinn og höfðu sumardvöl við einhvern fiörðinn eða víkina... Fróðleg og skemmtileg bók - eins og Vilhjálms er vandi. ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.