Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 47
I DAG
Árnað heilla
fT/\ÁRA afmæli. í dag
I "miðvikudaginn 6.
desember er sjötug Svan-
fríður Kristín Benedikts-
dóttir frá Hnífsdal, Espi-
gerði 20, Reykjavík. Eig-
inmaður hennar var Rafn
Magnússon matsveinn, en
hann lést árið 1966. Svan-
fríður tekur á móti gestum
í Sóknarsalnum, Skipholti
50A, laugardaginn 9. des-
ember eftir kl. 19.
BRIPS
llmsjön Guömundur Páll
Arnarson
NS EIGA tæplega styrk til
að reyna Qóra spaða, enda
voru fá pör í geiminu þegar
spilið kom upp hjá BR í síð-
ustu viku. En fjórir spaðar
er skemmtilegt spil, bæði í
sókn og vörn:
Austur gefur; allir á
hættu. Norður
♦ B93
V KD75
♦ G104
♦ Á96
Vestur Austur
♦ 86 ♦ ÁK5
V Á1082 II V G964
♦ 875 ♦ D62
♦ K1054 ♦ G82
Suður
♦ G10742
V 3
♦ ÁK93
♦ D73
Ef suður freistast til að
vekja á einum spaða, sýnir
norður honum enga misk-
unn og lætur hann spila
fjóra. Vestur gæti auðveld-
að sagnhafa verkið með því
að spila út laufí, en ef hann
hittir á tromp út eða hlut-
lausan tígul, verður suður
að vinna fyrir kaupinu sínu.
Gerum ráð fyrir tígulútspili.
Sagnhafi depur drottn-
ingu austurs með ás og
spilar strax hjarta. Drepi
vestur, er samningurinn í
húsi, því þá má henda
tveimur laufum niður í KD
í hjarta. Svo vestur neyðist
til að dúkka.
Þar með gefur sagnhafi
ekki slag á hjarta. Ilann
spilar næst trompi. Segjúm
að austur taki þann slag á
kóng og skipti yfir í !auf-
tvist. Nú verður suður að
gæta sín. Hann lætur lítið
í slaginn og dúkkar síðan
lauftíu vesturs. Nú getur
vörnin ekki hreyft laufið
meira. Vestur spilar til
dæmis tígli og sagnhafi
sækir trompásinn af austri.
Og fyrr en varir er þessi
staða komin upp:
Norður
♦ -
▼ D
♦ -
♦ Á9
Vestur Austur
♦ - ♦ -
V Á llllll VG
♦ - llllll 4 _
♦ K5 ♦ G8
Suður
♦ 10
▼ -
♦ -
♦ D7
Síðasta trompið þvingar
vestur til að henda laufi,
svo sagnhafi fær tíunda
slaginn á laufdrottningu.
/?/AÁRA afmæli. í dag,
Ovfmiðvikudaginn 6.
desember, er sextug María
Ingólfsdóttir, Kjartans-
götu 7, Borgamesi. Hún
tekur á móti gestum í Fé-
lagsheimili hestamanna í
Borgarnesi laugardaginn 9.
desember frá kl. 17 til 20.
verður fimmtugur Páll
Skúlason, pípulagninga-
meistari, Furugrund 15,
Akranesi. Hann tekur á
móti gestum á afmælisdag-
inn frá kl. 19.30 í Kiwanis-
húsinu, Vesturgötu 48.
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
Svartur á leik.
ÞESSI staða kom upp á
rússneska meistaramótinu í
Elista um daginn. Stór-
meistarinn Semen Dvoiris
(2.600) var með hvítt en
Sergei Djatskov (2.520)
hafði svart og átti leik. Hvít-
ur var að enda við að fóma
manni á d4 og svartur stend-
ur nú frammi fyrir tvöfaldri
hótun á b6 og f6. En hann
lumaði á laglegum gagn-
sóknarleik: 24. - Hxg2+!
og hvítur gafst upp. 25.
Kxg2 - Bd5+ 26. Kgl -
Hg8+ leiðir til máts og
25. Dxg2 - Dxd4+ er
sömuleiðis vonlaust.
Verðlaunin í Elista voru
mjög góð, en borgin er
höfuðborg í rússneska
lýðveldinu Kalmykíu.
Forseti þar er einmitt II-
umsjínov, nýi FIDE for-
setinn, sem tók við eftir
að Campomanes sagði af
sér í París fyrir stuttu. Hann
hefur látið halda mörg skák-
mót í Elista og þykja þau
hafa tekist vel. Borgin hefur
sótt um að fá að halda
Ólympíuskákmótið árið
1998. í Kalmykíu býr hálf
milljón manna.
Farsi
STJÖRNUSPÁ
cftir Franccs Drakc
BOGMAÐUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur listræna hæfi-
ieika ogkannt vel að
meta góðan skáldskap.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að ræða við ráðgjafa
þína í fiármálum, því nú er
unnt að ná hagstæðum samn-
ingum um viðskipti. Slakaðu
á í kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að hljóta viðurkenn-
ingu í vinnunni í dag fyrir vel
unnið verk. Einhver óvissa
ríkir í fjölskyldumáli í kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Viðræður við ráðgjafa skila
árangri sem kemur þér
ánægjulega á óvart í dag, og
þér miðar vel að settu marki
í vinnunni.
Krabbi
(21. júní — 22. júlí) HBB
Taktu enga áhættu í fjármál-
um í dag. Þér berast góðar
fréttir símleiðis. í kvöld bíður
þín ánægjulegur vinafundur.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Þér semur vel við ráðamenn
í vinnunni, en þú ættir að
halda þig við hefðbundnar
leiðir við lausn á 'erfiðu verk-
efni dagsins.
Meyja
(23. ágúst - 22. septembe.r)
Láttu það ekki á þig fá þótt
fundi, sem þú ætlaðir að
sækja í dag, verði frestað.
Þú ættir að bjóða heim góðum
gestum í kvöld.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Mundu að örlæti á sín tak-
mörk. Vinátta og peningar
fara ekki alltaf vel saman.
Ástvinir þurfa tíma útaf fyrir
sig í kvöld.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Dráttur getur orðið á því að
þér berist greiðsla, sem þú
átt von á. Sýndu þolinmæði
og reyndu að slaka á heima
í kvöld.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Taktu ekki mark á orðrómi,
sem er á kreiki í vinnunni í
dag, því þú átt að vita betur.
Hugsaðu um fjölskylduna í
kvöld.
Steingeit
(22.des.-19.janúar)
Til þess eru freistingarhar að
varast þær, og þú ættir ekki
að taka neina áhættu í fjár-
málum í dag. Þér gengur vel
f vinnunni.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) $5%
Góð dómgreind kemur þér
að gagni f viðskiptum dags-
ins, og þú lætur ekki blekkja
þig. Astvinir standa vel sam-
an.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Þér verður falið að leysa verk-
efni, sem þú hefur mikinn
áhuga á, og fjárveiting fæst
til að hrinda því í fram-
kvæmd.
Stjörnuspána i að lesa sem
dægradvöi Spárafþessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra stað-
reynda.
Opnað hefur:
SÁLFRÆÐISTOFAN ANDARTAK
(við Skúlagötu 63, Reykjavík)
Sálfræðingar og símar;
Guðrún íris Þórsdóttir Jón Sigurður Karlsson Kolbrún Baldursdóttir Loftur Reimar
588 1619 897 0615/553 6695 5682488 Gissurarson
566 7747/562 1382
Ekkert mannlegt er okkur óviðkomandi.
OLYMPUS
Þegar hvert orð
skiptir máli!
OLYMPUS
DIKTAFÓNAR
Notaðir af læknum, lögreglu,
blaðamönnum, skólafólki og fl.
Margar gerðir fáanlegar. Verð frá kr. 5.990,-
Borgartúni 22,
-B- 561 0450.