Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ WtAOAUGL YSINGAR Ferðamálafulltrúi Starf ferðamálafulltrúa Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Æskilegt er að væntanlegur starfsmaður geti hafið störf í byrjun janúar. Nánari upplýsingar veita Sigurður Ananías- son í síma 471 1500 og Ingibjörg Ingadóttir í símum 471 1836 og 471 3820. Viðskiptafræðingur Óska eftir samstarfi við viðskiptafræði- menntaðan aðila, sem tilbúinn er að leggja á sig vinnu við að byggja upp ný tækifæri í útflutningi í sjávarútvegi. Hugsanleg eignar- aðild kemur til greina. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast sendið inn upplýsingar um nafn og símanúmer á faxnúmer 587 7733. Kennarar Vegna forfalla vantar kennara til starfa við Grunnskólann í Súðavík frá næstu áramót- um. Um er að ræða almenna kennslu í 5.-10. bekk og íþróttakennslu. Hlutastarf kemur til greina. Ef þú hefur áhuga, skaltu hafa sam- band og athuga hvaða hlunnindi eru í boði. Þetta er gott tækifæri fyrir par, því mikil atvinna er í Súðavík og nágrenni. Upplýsingar gefur skólastjóri í vs. 456 4924 eða hs. 456 4961. FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK íslenskukennsla Umsóknarfrestur um íslenskukennslu við Framhaldsskólann á Húsavík á vorönn 1996 framlengist til 12. desember. Upplýsingar gefur aðstoðarskólameistari í síma 464 1344. Skólameistari'. Framkvæmdastjóri Prenttæknistofnun óskar að ráða fram- kvæmdastjóra í fullt starf og þarf hann helst að taka til starfa um næstu áramót. Prenttæknistofnun er í eigu Samtaka iðnað- arins og Félags bókagerðarmanna. Helsta hlutverk hennar er að halda uppi eftirmennt- un í útgáfu- og prentiðnaði, en einnig að stuðla að umbótum á grunnmenntun í starfs- greininni. Eftirfarandi hæfnikröfur eru gerðar til framkvæmdastjórans: • Hafi ítarlega þekkingu og reynslu á sviði útgáfu- og prentiðnaðar. • Eigi auðvelt með að tjá sig í rituðu og mæltu máli og hafi gott vald á íslensku. • Hafi vald á ensku og helst einnig einu Norðurlandamáli. • Hafi gott vald á tölvunotkun. • Hafi þekkingu og/eða reynslu af rekstri fyrirtækja. • Eigi auðvelt með að vinna í samstarfi með ólíkum hópum og einstaklingum. Nánari upplýsingar veitir Guðbrandur Magn- ússon, fráfarandi framkvæmdastjóri, í síma 568 0740. Umsóknir sendist stjórn Prenttæknistofnun- ar, pósthólf 8676, 128 Reykjavík; í síðasta lagi 12. desember nk. 1 Hafnarfjörður íþróttahús Víðistaðaskóla Baðvarsla Laus er til umsóknar staða baðvarðar í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkom- andi að geta hafið störf 1. janúar nk. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 555 2911 og skólafulltrúi í síma 555 3444. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 15. des- ember nk. á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. TIL SÖLU M KÓPAVOCíSBÆR Dalvegur 16 - breytt deiliskípulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Dalvegur 16 auglýsist hér með skv. grein 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Tillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni verði byggt einnar til tveggja hæða atvinnuhúsnæði, samtals um 4.700 fm. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum verða til sýnis hjá bæjarskipulagi, Kópavogs, Fann- borg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 6. desember 1995 til 12. janúar 1996. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. Þorláksmessuskata Verslanir - veitingahús! Fyrirliggjandi vel kæst vestfirsk smáskata. Fastir kaupendur - hafið samband sem fyrst. Óskar Friðbjarnarson, harðfisk- og hákarlaverkun, Hnífsdal, s. 4564531 og 456 3631. Hugbúnaðurtil Eistlands Skýrr, f.h. ElSdata Ltd., óskar eftir að kom- ast í samband við íslensk fyrirtæki, sem geta boðið upplýsingakerfi fyrir verslanir. Ein stærsta verslunarmiðstöð í Eistlandi ósk- ar eftir tilboðum í heildarupplýsingakerfi fyrir sína starfsemi. ElSdata Ltd. er tölvuþjónustufyrirtæki í eigu Skýrr, Finna og Eistlendinga, með aðsetur í Tallinn. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf, sölu og rekstri á upplýsingakerfum. Nánari upplýsingar veitir Jón Þór Þórhalls- son, forstjóri Skýrr, í síma 569 5165. Mr Skrífstofu- og lagerhúsnæði (m/innkeyrsludyrum) 126 fm, til leigu í nýlegri byggingu í Kópa- vogi. Skrifstofubúnaður getur fylgt. Upplýsingar milli kl. 13 og 14 daglega í síma 564 1005, fax 567 0003. ElSdata Tilkynning til eigenda óskráðra eftirvagna Frestur til að skrá skráningarskylda eftir- vagna (kerrur, bifreiðar eða dráttarvélar, sem gerðar eru fyrir a.m.k. 750 kg. heildar- þyngd), búna sem „eftirvagn tekinn í notkun fyrir gildistöku strangari reglna um hemla- búnað“, rennur út um nk. áramót. Bifreiðaskoðun íslands hf., skráningarstofa, veitir allar nánari upplýsingar varðandi kröfur um búnað eftirvagnanna og fyrirkomulag skráningar. Reykjavík, 4. desember 1995. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Aðalfundur Aðalfundur borðtennisdeildar KR verður haldinn í KR-heimilinu þriðjudaginn 12. des- ember kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ALMENNUR LÍFEYRISSJÓÐUR IÐNAÐARMANNA SkiphoUi 50C -105 Rcykjavík - Simi 551-7588 - F«x 5S1-7580 - Kennilala 420169-1409 Félagsfundur Félagsfundur í Almennum lífeyrissjóði iðnað- armanna verður haldinn í Skipholti 50c (fund- arsal Iðju), Reykjavík, miðvikudaginn 20. des- ember 1995 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar sjóðsins um sameiningu við Lífeyrissjóðinn Framsýn. Stjórn Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna. Lausafjáruppboð Eftirtalið lausafé verður boðið upp við bif- reiðageymslu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 13. desember 1995 kl. 14.00: Bifreiðarnar í-2342, Lada, árgerð 1986 og MX-710, Daihatsu Applause, árgerð 1991. Ennfremur gufupressa til spónlagningar og límingar, límáburðarvél og spónskurðarvél. Gera má ráð fyrir að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 4. desember 1995. ouglýsingor Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 7 = 17712068‘A = E.K. I.O.O.F. 9 = 17712067'/2 = Bh. RF.GLA MUSTT:RISRI0I)ARA RMHekla 6.12. -VS-JM. SAMBAND ISLENZKRA ij&ír KBISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma I kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson sjá um efni og hugleið- ingu. Allir velkomnir. Hvítasunnukírkjan Ffladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.