Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 41 FRÉTTIR Sambandsstjórn ASA Omaklegar árásir á fulitrúa í launanefnd GUÐNÝ Guðmundsdóttir og Marja Entrich. Myndin er tek- in í tilefni níræðisafmælis Marju Entrich fyrr á þessu ári. 10 ára af- mæli Grænu línunnar VERSLUNIN Græna línan, Laugavegi 46, verður 10 ára fimmtudaginn 7. desember. Verslunin Græna línan var opnuð að Týsgötu 3 þennan dag fyrir 10 árum. Flutti sig að Berg- staðastræti 1 um tíma en hefur verið staðsett að Laugavegi 46 síðan 1990. Aðalstarfsemi fyrir- tækisins felst í húðráðgjöf, heilsu og bætiefnaráðgjöf þar sem kenningar Maiju Entrich, Birgis Ledins og fl. eru hafðar að leiðar- ljósi. Grunnhugmyndir Grænu línunnar eru þekking, fræðsla og traust. Árangur starfseminn- ar hefur verið fólgin í sléttari og jafnari húð, að eyða bjúg í andliti og að gera andlitið stinnara, auk almennrar meðvit- undar um eigin líðan. SAMBANDSSTJÓRN Alþýðusam- bands Austurlands segir í ályktun sem samþykkt var um helgina að árásir einstakra verkalýðsfélaga á fulltrúa ASÍ í launanefnd séu með öllu ómaklegar og telur að sú niður- staða sem fékkst í launanefnd sýni ótvírætt styrk verkalýðshreyfingar- innar. I ályktuninni segir að þrátt fyrir samkomulagið í launanefnd og yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar sé aug- ljóst að markmið kjarasamninganna um launajöfnun hafi ekki gengið upp. ASÍ félögin hafa knúið fram lagfæringar með samstöðu „Með samstöðu sinni hafa ASÍ félögin knúið fram lagfæringar, bæði af hálfu ríkisstjórnar og at- vinnurekenda. Þó deildar meiningar séu um hvort launanefndin hefði átt að segja upp kjarasamningum eða ekki, er ljóst að launanefndar- fulltrúar ASÍ unnu í fullu umboði og samræmi við ákvarðanir sam- bandsstjórnarfundar ASI og funda formanna lands- og svæðasam- banda. Árásir á þá eru því með öllu ómaklegar, og einungis til að skapa sundrungu í hreyfingunni," segir i ályktuninni. „Það er augljóst að hefði verka- lýðshreyfingin ekki brugðist hart við, hefðu bæði ríkisstjórn og at- vinnurekendur haldið fast við þá stefnu sína að engar lagfæringar þyrfti af þeirra hálfu til að samning- urinn stæði... Það er ótvírætt for- gangsverkefni hreyfingarinnar á næstu árum að skapa launafólki sambærileg lífskjör við það sem best gerist í nágrannalöndum okk- ar. Það er því mikilsvert að forystu- mennirnir sói ekki dýrmætum tíma í innbyrðis deilur um keisarans skegg,“ segir þar einnig. Morgunblaðið/Þorkell Barnadeild Borgarspít- alans fær sjónvarp ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Bendill hefur fært barnadeild Borgarspítalans sjónvarps- tæki, myndbandstæki og leikjatölvur að gjöf í tilefni af útgáfu Jólabókar barnanna og er myndin tekin við það tækifæri. Talin frá vinstri: Steinunn Garðarsdóttir, að- stoðardeildarstjóri, Auður Agnarsdóttir, deildarstjóri og, frá útgáfufélaginu Bendli, Salvar Björnsson og Magnús Einarsson. Tölvukennsla á myndbandi ÚT ER komið nýtt ís- lenskt kennslumynd- band sem nefnist Að læra á tölvu og eru þar kennd undirstöðuatr- iðin við notkun tölva. Myndbandið er ætl- að þeim sem lítið hafa komið nálægt tölvum en vilja öðlast nauð- synlega grundvall- arþekkingu. Fjallað er um uppbyggingu tölv- unnar og hvernig hlut- ar hennar vinna, hvernig forrit eru búin til og hvernig tölva geymir upplýsingar og vinnur úr þeim. Útskýrð eru hug- tök eins og innra og ytra minni, bæti og baud og fjallað um helstu jaðar- og hjálpartæki, svo sem KÁPA myndbands- ins Að læra á tölvu. prentara, gagnadiska, myndskanna og síma- mótöld. Myndbandið sýnir notkun Windows-stý- rikerfisins og algeng- ustu hugbúnaðarkerf- anna, svo sem rit- vinnslu, töflureikna, gagnasafnskerfa og bókhaldsforrita. Þá er fjallað um tengingu við Alnetið (Internet- ið). Loks er kennt hvað hafa beri í huga þegar tölvur eru keyptar, útskýrt hvernig, setja á upp tölvu í fyrsta skipti og gang- setja og farið yfir ýmis öryggisatr- iði og hvað helst beri að varast, til dæmis tölvuvírusa. Myndbandið Að læra á tölvu er 70 mínútur að lengd og er gefið út af Hagavík hf. Karl Jóhannsson hafði umsjón með verkinu, Nýja bíó hf. sá um myndatöku og Rauði dregillinn hf. um klippingu. Máni Svavarsson samdi tónlist og Jón H. Marinósson sá um grafík. Myndbándið kostar 2.480 krónur. Hagavík hf. hefur áður gefið út kennsiumyndbönd undir sam- heitinu Myndbandaskólinn, þar sem kennd er notkun ýmissa tölvu- forrita, svo sem Windows 3.1, Word, og Excel. í fréttatilkynningu frá Hagavík segir að kannanir á Norðurlöndum hafi sýnt fram á að tölvunám með hjálp myndbanda skili allt að 70% meiri árangri en hefðbundin tölvukennsla. Afmælis- Aðventukvöld fundur ITC Nýrrar dögunar ITC samtökin á íslandi eiga 20 ára afmæli í desember. Af því til- efni efna samtökin til hátíðafundar með jólaívafi þann 7. desember nk. í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Fyrir 20 árum var stofnuð ís- lensk deild sem í voru aðeins konur og kölluðu þær samtökin Málfreyjur. Síðan á árinu 1985, þegar jafnréttislögin tóku gildi, hafa bæði konur og karlar starfað með samtökunum og þá var tekið upp enska nafnið sem stendur fyrir Þjálfun í mannlegum sam- skiptum. Hér á landi starfa nú 17 deildir víðsvegar um land þar sem aðilar frá þjálfun í að tjá sig málefnalega og af öryggi. Einnig er þjálfun í fundarsköpum og mörgu fleira sem nýtist öllum í mannlegum samskiptum. Fundurinn á fimmtudaginn er öllum opinn en hann hefst kl. 20. Erla Guðmunsdóttir _sem var fyrsti landsforseti ITC á íslandi verður heiðursgestur kvöldsins. Núver- andi og fyrrverandi ITC félagar eru hvattir til að líta inn. AÐVENTUKVÖLD Nýrrar dög- unar verður í safnaðarheimili Breiðholtskirkju fimmtudaginn 7. desember. Þar syngur Hrafnhildur Björns- dóttir söngkona nokkur lög við undirleik, Edda Þórarinsdóttir leik- kona sér um upplestur og sr. Gísli Jónsson flytur jólahugleiðingu. Heitt kakó og kökur verða á boð- stólum. I janúar er dagskrá Nýrrar dög- unar eftirfarandi: 11. janúar: Trú og sorg. Fyrirlesari sr. Sigfinnur Þorleifsson. 18. janúar: Opið hús í Gerðubergi. Allar samverur Nýrr- ar dögunar fara fram í Gerðubergi og hefjast kl. 20. J ólatí skusýning Skaparans JÓLATÍSKUSÝNING Skaparans verður haldin í kvöld, miðvikudag- inn 6. desember, á Sólon íslandus og hefst hún kl. 21.30. Páll Óskar syngur nokkrar ball- öður og La Divina heillar gesti með nærveru sinni. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Kirkjubæ, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. desember. María Gunnarsdóttir, Runólfur Alfreðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elsku dóttir okkar og systir, MARÍA SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, sem lést á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn aðfaranótt 20. nóv- ember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á málefni til styrkt- ar börnum. Guðný Jóhannsdóttir, Stefán G. Sveinsson, Sveinn S. Stefánsson, Stefán G. Stefánsson. TELEVISIOW teléviseubcuu«ob1 . . • RAÐAUGÍ YSINGAR S JÁLFST ÆÐISFLOKKURINN FÉ LAGSSTARF Jólafundur - Hvöt Jólafundur Hvatar veröur haldinn sunnudaginn 10. desember í Átt- hagasal Hótels Sögu kl. 20.00. Fjölbreytt dagskrá. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri veröur haldinn i Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, miövikudaginn 6. desember, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins veröur Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Stjórnin. Félags sjálfstæðismanna í Selja- og Skógahverfi ___ verður haldinn í Álfabakka 14a í kvöld, miðvikudags- kvöldið 6. desem- ber, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Gestir fundarins verða Pétur Blön- dal, alþingismaður og Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.