Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 29 fHwguiiÞIjifrfí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GRUNNSKOLI OG GÆÐI FJÓRIR grunnskólar á Norðurlandi, Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit, Hafralækjarskóli í Aðaldal, Borgar- holtsskóli á Húsavík og Grenivíkurskóli, hófu í haust vinnu við verkefni er nefnist Aukin gæði náms. Verkefni þetta er byggt á skólaþróunarlíkani hóps háskólakennara og fræðimanna við Cambridge-háskóla í Englandi og er gert ráð fyrir að það taki tvö ár undir stjórn utanaðkomandi aðila. ^ Markmið verkefnisins er að efla og bæta starfsemi skólanna og auka gæði skólastarfsins. Er gengið út frá þeirri forsendu að nemendur og kennarar hafi þekkingu á því sem er að gerast í skólanum en ekki að utanaðkom- andi aðilar taki ákvarðanir um hvað sé gott og slæmt í viðkomandi skóla. í fyrri hluta verkefnisins er gerð könnun á daglegu lífi utan kennslustofu en í þeim síðari á því sem gerist innan skólastofunnar, til dæmis hvort nemendur fái daglega tækifæri til að tjá sig eða ná framförum. Rósa Eggertsdóttir, forstöðumaður hjá Fræðsluskrif- stofu Norðurlands, segir í Morgunblaðinu í gær að kann- að sé hvort námsefni sé sett þannig fram að nemandinn hlusti einungis og skrifi niður eða hvort hann fái að leggja eitthvað til málanna. „Er nemandi sjálfur að komast að einhverju eða eru aðrir að segja honum hvernig lífið er,“ segir Rósa. Fátt skiptir meira máli upp á framtíðina en gæði skóla- starfs. Nægir þá ekki einungis að einblína á efri skólastig á borð við mennta- og háskóla. Mótunaráhrif grunnskól- ans á þroska ungra einstaklinga eru mikil. Það er vitað mál, að einstakir grunnskólar standa mismunandi vel undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Þessu eiga þær stéttir er starfa við menntakerfið ekki að neita held- ur ræða opinskátt og reyna að ráða bót á. Sú forvitnilega tilraun sem á sér stað á Norðurlandi er nýstárleg nálgun að viðfangsefninu. Því ber að fagna að kennarar og fræðsluyfirvöld í þessum landshluta hafi í samstarfi við Kennaraháskólann ákveðið að ráðast í verkefni af þessu tagi með það að markmiði að bæta skóla- starfið. SAMEINING A VESTFJÖRÐUM SAMEINING sex sveitarfélaga á norðanverðum Vest- fjörðum um seinustu helgi er stórt framfaraskref fyrir byggðirnar sem um ræðir. Hún er jafnframt sigur fyrir þær skynsemisraddir, sem á undanförnum árum hafa hvatt til sameiningar sveitarfélaga í því skyni að efla byggðarlög á landsbyggðinni og sporna við fólks- flótta til Reykjavíkur. Sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum var felld í atkvæðagreiðslu fyrir rúmum tveimur árum. Síðan hafa hins vegar ýmsar forsendur breytzt. Mikilvæg- asta breytingin er eflaust sú, sem Magnea Guðmundsdótt- ir, oddviti á Flateyri, bendir á í samtali við Morgunblaðið í gær; með gerð jarðganganna undir Breiðadals- og Botns- heiði hafa samgöngur breytzt þannig að íbúar sveitarfélag- anna sex eiga möguleika á daglegum samskiptum árið um kring. Með þessu skapast forsendur fyrir því að íbúarnir geti sótt þjónustu á færri staði í sveitarfélaginu og nýtt þann- ig skattpeninga sína betur en ella. Um leið getur stærra og öflugra sveitarfélag boðið upp á betri þjónustu og tek- izt á við stærri verkefni, til hagsbóta fyrir almenna borg- ara og atvinnufyrirtæki. Sameining og efling sveitarfélaga er raunar skilyrði fyrir því að þau geti tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu. Þá þarf ekki að fjölyrða um þann sparnað í stjórnunarkostnaði, sem sameining sveitarfélaga hefur í för með sér. Sá eindregni stuðningur, sem sameining hlaut í sveitar- félögunum sex, hlýtur að vekja nágrannana í Súðavík og Bolungarvík til umhugsunar um það, hvort þessi byggðar- lög eigi ekki að bætast í hópinn. Rökin gegn slíku eru raunar vandséð. Sameining er ekki aðeins styrkur byggð- arlaganna, sem um ræðir, heldur eflir hún Vestfirði sem heild og möguleika landshlutans til að vaxa og dafna. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins Endurbygging flugbrauta kost- ar 1,2 milljarða Flugráð hefur lagt til að ráðist verði í endur- byggingu flugbrauta Reykj avíkurflugvallar fyrir 1,2 milljarða kr. Flugmálastjóri telur ekki möguleika á uppbygg- ingu nýs flugvallar fyrir innanlandsflug á höfuð- borgarsvæðinu og óhag- kvæmt að reka það frá Keflavíkurflugvelli. í samtali við Helga Bjarnason segir hann brýnt að tekin verði ákvörðun um framtíð Reykj avíkurflugvallar. MRÆÐUR um framtíð Reykjavíkurflugvallar hófust fyrir alvöru á sjö- unda áratugnum. Þá var talið að miklar framkvæmdir væru nauðsynlegar og fannst mönnum þá þegar að byggðin þrengdi nokk- uð að vellinum. Breska setuliðið byggði flugvöll- inn í Vatnsmýrinni og var hann tekinn í notkun árið 1942. Var hann afhentur íslenska ríkinu í stríðslok. Fyrstu áratugina þjónaði hann flugi til og frá landinu, sam- hliða innanlandsflugi. Eftir 1960 fluttu Loftleiðir millilandaflug sitt til Keflavíkur og Flugfélag íslands rak Boeing-þotu sína, sem kom til landsins 1967, frá Keflavík, þó fé- lagið hefði bækistöð sína áfram í Reykjavík. Álftanes besti staðurinn Menn sem um þetta fjölluðu töidu flestir að fínna þyrfti annan fram- tíðarstað fyrir flugvöll höfuðborg- arinnar og voru gerðar margar at- huganir og skýrslur um efnið. í áliti sem Flugvallanefnd skilaði á árinu 1967 kom fram að hún taldi framtíðarmöguleika núverandi Reykjavíkurflugvallar of takmark- aða til þess að hann gæti gegnt hlutverki framtíðarflugvallar Reykjavíkursvæðisins. Bent var á möguleikana á því að flytja allt millilandaflug til Keflavíkur um sinn að minnsta kosti og þá gæti innanlandsflugið enn um sinn farið um Reykjavíkurflugvöll. Hins vegar var talið líklegt að innanlandsflugið yrði einnig að víkja af vellinum þegar frá liði vegna truflana af hávaða er þotur yrðu teknar í notk- un á innanlandsleiðum eða hag- kvæmt yrði að taka flugvallarsvæð- ið til annarra nota. Ekki var talið fært að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur vegna ferðatíma og ferðakostnaðar og var því talið nauðsynlegt að taka frá land á höfuðborgarsvæð- inu fyrir nýjan flugvöll. Á þessum tíma voru einkum athuguð þijú svæði fyrir flugvöll: Álftanes, Garðahraun og Kapellu- hraun. Álftanes þótti besti kostur- inn en Kapelluhraun sá sísti, ekki síst af öryggisástæðum. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðunni til þess hvort byggja ætti völlinn á Álftanesi fyrir innanlandsflug ein- göngu og láta millilandaflugið fara alfarið um Keflavík eða hvort fram- tíðarmiðstöð alls innanlands- og millilandaflugs ætti að vera á Álfta- nesi. Meirihluti nefndarinnar vildi nota Keflavíkurflugvöll til milli- landaflugs. Framtíð Reykjavíkurflugvallar virðist hanga í jafn lausu lofti nú og fyrir tæpum þremur áratugum. Þær raddir heyrast enn að flytja beri völlinn. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, segist til dæmis vera hlynnt því að flytja flugvöllinn út fyrir borgar- mörkin og á málþingi fyrir skömmu sagði hún brýnt að hefja viðræður um það hvað tæki við eftir árið 2010, þegar nýtt aðalskipulag þarf að liggja fyrir. Halldór Blöndal samgönguráðherra og forsvars- menn íslensku flugfélaganna eru aftur á móti þeirrar skoðunar að innanlandsflugið verði að fara um Reykjavíkurflugvöll. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að vissulega megi færa fram rök fyrir því að flytja innanlands- flugið út úr borginni. Hins vegar sé ekki um neinn annan kost að ræða en flytja það til Keflavíkur- flugvallar. Telur hann að þeir þrír staðir sem helst hafa verið nefndir á undanförnum árum fyrir nýtt flugvallarstæði, það er Álftanes, Garðahraun og Kapelluhraun, hafi allir verið útilokaðir vegna byggðar eða af umhverfisástæðum. Álftanes heltist úr lestinni þegar ákveðið var að skipuleggja þar íbúðarbyggð og Kapelluhraun féll út vegna vernd- unar vatnsbóla Hafnfirðinga auk þess sem veðurfar þar er talið óhagstætt. Hann tel- ur því að valið standi á milli núverandi Reykjavík- urflugvallar og Keflavík- urflugvallar. Mundu frekar aka Sér Þorgeir marga vankanta á því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. „Það hefði ýmsar breyt- ingar í för með sér og allar forsend- ur núverandi innanlandsflugs mundu bresta,“ segir hann. Nefnir hann tímann og kostnaðinn við ferðina milli Reykjavíkur og flug- vallarins. Allar flugleiðir mundu lengjast og verða dýrari, auk þess mundi tíminn lengjast sem færi í það að aka út á flugbrautarenda og að flugstöð. Líklega þyrftu t.d. Flugleiðir að bæta við einni vél vegna þessa. Þá þyrfti að byggja upp aðstöðu fyrir innanlandsflugið í Keflavík. Allt kostaði þetta pen- inga og kæmi fram í hækkun flugfargjalda. Telur flugmálastjóri að í mörgum tilvikum mundi fólk hætta að notfæra sér flugið og fara heldur á bílum. Nefnir í þessu sam- bandi Sauðárkrók, Akureyri og Vestmannaeyjar en segir að áhrif- anna mundi einnig gæta á lengri flugleiðunum. Við þetta ykist álagið á þjóðvegakerfið og ekki mundi öryggið á vegunum aukast við það. Nú fara um 300 þúsund flugfar- þegar innanlandsflugsins um Reykjavíkurflugvöll. Ef sá fjöldi færi um Keflavíkurvöll mundi kosta 150 milljónir á ári að flytja fólkið til og frá Reykjavík, ef allir færu með rútum. Mundi þurfa tíu til tutt- ugu rútuferðir til Keflavíkur á dag og jafn margar til baka. Vafalaust mundu margir nota einkabíla og segir Þorgeir að álagið á Reykja- nesbrautina mundi að líkindum aukast verulega. Hugmyndir hafa verið um að tengja Keflavíkurflug- völl og Reykjavík með hraðlest eða einteinungi en Þorgeir segist ekki sjá að það geti verið raunhæfír kostir. Segir að miðað við reynslu- tölur frá Finnlandi mætti gera ráð fyrir að stofnkostnaður við hraðlest yrði 20-30 milljarðar kr. Þá bendir hann á að nánast hvergi á norðlæg- um slóðum hafi verið settir upp einteinungar og segi það talsvert um þá hugmynd. Þessu til viðbótar bendir Þorgeir á öryggisgildi þess að hafa flugvöll í borginni. Hægt sé að flytja fólk og tæki flugleiðis til og frá borg- inni. Þá nefnir hann gríðarleg efna- hagsleg áhrif flugvallarins fyrir Reykjavíkurborg og bendir á að töluverður hluti af þjónustu við landsbyggðina mundi vafalaust flytjast á Suðurnes, í kjölfar flutn- ings innanlandsflugsins. Það er því skoðun Þorgeirs Páls- sonar að áfram verði að treysta á Reykjavíkurflugvöll. Flugbrautirn- ar eru illa farnar og hefur staðið yfir undirbúningur að endurbótum sem fyrirhugað er að hefja 1997. Þorgeir viðurkennir að nauðsynlegt sé að taka ákvarðanir um framtíð flugvallarins áður en ráðist verður í framkvæmdir. Til þess sé tæki- færi fram eftir næsta ári. Áhætta fyrir íbúana Nefnd sem Steingrímur J. Sig- fússon, þáverandi samgönguráð- herra, skipaði til að vinna áhættu- mat vegna Reykjavíkurflugvallar, í kjölfar þess að flugvél brotlenti við Hringbraut á árinu 1988, skilaði endanlegri skýrslu 1991. Þar eru settar fram ýmsar tillögur sem miða að því að draga úr áhættuþátt- um, ónæði og mengun án þess að skerða mikilvægi flugvallarins sem miðstöð samgangna í innanlands- flugi. Meðal tillagna nefndarinnar var að æfinga-, kennslu- og einkaflugi yrði fengin aðstaða á nýjum flug- velli í nágrenni höfuðborgarinnar, feijuflugi og millilandaflugi einka- flugvéla yrði beint til Keflavíkur og hætt yrði notkun norðaust- ur/suðvestur-brautar vallarins og henni lokað. Þær tillögur nefndar- innar sem virðast veigamestar hafa ekki verið framkvæmdar. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri bendir á að tillögurnar hafi aldrei ver- ið teknar upp sem stefna samgönguráðuneytisins en þrátt fyrir það hafi verið reynt að taka tillit til þeirra. Segir flugmálastjóri að flutning- ur einkaflugsins hafi ekki náð fram að ganga, bæði vegna kostnaðar við að byggja upp flugvöll og alla aðstöðu á öðrum stað og vegna þess að þeir staðir sem verið hefðu í umræðunni hefðu útilokast af ýmsum ástæðum. Hann bendir þó á að umferð einkavéla um völlinn hafi minnkað mikið á undanförnum árum, hún deildist nú niður á fleiri flugvelli á Suðurvesturlandi. Þor- geir segir að ekki hafi þótt ástæða til þess að beina feijufluginu frá Reykjavíkurflugvelli. Að vísu hefðu lendingargjöld verið hækkuð meira í Reykjavík en Keflavík og það væri eina raunhæfa leiðin sem menn sæju til að stuðla að slíkri þróun. Flugmálástjóri telur að af öryggisástæðum sé útilokað að loka NA/SV-brautinni, því sams konar flugbraut hafi verið lokað í Keflavík. Ástandið hefur batnað mjög á Reykjavíkurflugvelli, að sögn Þor- geirs, með tilkomu nýrra flugvéla sem menga minna og eru lágvær- ari en þær eldri. Er nú verið að vinna að reglugerð til að útiloka eldri og hávaðasamari flugvélar frá vellinum. Þá segir hann að settar hafi verið reglur um komu- og brottfararleiðir til að beina fluginu meira frá byggðinni. „En það fylg- ir ákveðin hætta öllum samgöngu- mannvirkjum, ekki síst flugvöllum. Hins vegar er Reykjavíkurflugvöll- ur að mörgu leyti vel staðsettur út frá flugtæknilegu sjónarmiði og alls ekki hættulegri en sambæri- legir flugvellir erlendis,“ segir Þor- geir. Uppbygging kostar 1,2 milljarða Flugmálastjórn lét gera úttekt á Reykjavíkurflugvelli og fékk skýrslu um það frá Almennu verk- fræðistofunni í marsmánuði síðast- liðnum. Þar var staðfest að nauð- synlegt væri að gera verulegar endurbætur á flugbrautum. Sama stofa var fengin til að gera tillögur um endurbætur. Flugráð hefur haft þær til umfjöllunar að undan- förnu og hefur nú samþykkt að leggja til við samgönguráðherra að ráðist verði í nýbyggingu brauta fremur en uppbrot og takmarkaða uppbyggingu eða yfirbyggingu eins og einnig var talið koma til greina. Telur ráðið það einu varan- legu lausnina. Kostnaður við þessa fram- kvæmd er áætlaður liðlega 1,2 milljarðar kr. í flugmálaáætlun er gert ráð fyrir að þessar fram- kvæmdir hefjist árið 1997 og fyrir- hugað hefur verið að veija 100 milljónum til verksins það ár, hvað svo sem verður vegna niðurskurðar framkvæmdafjár í samgöngumál- um. Þorgeir Pálsson segir að gera verði ráð fyrir auknum framlögum til þessa verkefnis á komandi árum. „Ef ftugmálaáætlun verður ekki skert gæti hún staðið undir þessari fjárfestingu, samhliða öðr- um nauðsynlegum framkvæmdum í flugmálum, með því að hún verði greidd upp á hæfilega löngum tíma,“ segir hann. Þær áætlanir sem flugráð hefur nú gert tillögu um gera ráð fyrir því að hlutverk flugvallarins verði það sama og verið hefur. Þar vega þarfir innanlandsflugsins mest og er gert ráð fyrir óbreyttri lengd flugbrauta á þeirri forsendu að ekki sé útlit fyrir að vélar í innan- landsflugi stækki á komandi árum. Einnig að völlurinn þjóni sem vara- flugvöllur í millilandaflugi eins og verið hefur. í samþykkt flugráðs er bent á nauðsyn þess að byggja flugstöð í Reykjavík og hvatt til að tímasett áætlun um hana liggi fyrir þegar endurbygging flugvallarins hefst, til þess að fjármunir nýt- ist sem best, m.a. vegna uppbyggingar flughlaða. Á vegum Flugmála- stjórnar er verið að vinna að úttekt á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar í þeim tilgangi að honum verði ekki raskað við framkvæmdirnar. Segir Þorgeir að sú úttekt verði innlegg í umhverfis- mat vegna framkvæmdanna við völlinn. Flugmálastjóri segir að áfram verði unnið að undirbúningi endur- byggingar flugbrautanna og segir að jafnframt þurfi að fara fram umræða um framtíð flugvallarins. í þeirri umræðu gegni samgöngu- ráðherra og borgaryfirvöld lykil- hlutverki, en hann telur einnig æskilegt að fram fari umræður meðal almennings og hags- munaaðila. 300 þúsund farþegaríinn- anlandsflugi Nauðsynlegt að byggja flugstöð Nauðsynlegar breyt- ingar - ekki róttækar Lokaskýrsla hugleiðing- arhóps Evrópusam- bandsins ber vott um að ríkjaráðstefna sam- bandsins á næsta ári muni snúast um nauð- synlegustu breytingar, en enga grundvallarend- urskoðun á stofnunum sambandsins. Bretland leggst gegn mörgum breytingum, sem önnur ríki telja nauðsynlegar. JUSTUS Lipsius, bygging ráðherraráðs ESB í Brussel. Bretland greinir á við önnur Evrópusambandsríki um það hvort fjölga beri atkvæðagreiðslum í ráðinu til að gera ákvarðanatöku sam- bandsins skilvirkari eftir að aðildarrikjum hefur fjölgað. RÍKJARÁÐSTEFNA Evr- ópusambandsins, sem hefst á ári, mun snúast um allra nauðsynlegustu breytingar, en enga grundvallarend- urskoðun á stofnunum Evrópusam- bandsins, samkvæmt lokaskýrslu hins svokallaða hugleiðingarhóps, sem var lögð fram í Brussel í gær. Skýrslan verður grundvöllur um- ræðna er leiðtogar Evrópusambands- ins undirbúa ríkjaráðstefnuna á fundi sínum í Madríd í næstu viku. Andstaða Bretlands við ýmsar breyt- ingar, sem öll hin ESB-ríkin telja nauðsynlegar, setur svip á skýrsluna. Hugleiðingarhópnum, sem Carlos Westendorp, Evrópumálaráðherra Spánar, veitti forstöðu, var ætlað að leggja línurnar fyrir ráðstefnuna. í hópnum sátu hátt settir trúnaðar- menn ríkisstjórna Evrópusambands- ríkjanna og fulltrúar stofnana sam- bandsins. Hópurinn tók ekki afstöðu til flóknustu deilumálanna innan Evr- ópusambandsins, s.s. hins peninga- lega samruna Evrópuríkja (EMU), og leggur í skýrslunni áherzlu á nauðsynlegustu breytingar á stofn- anakerfí sambandsins, vegna fyrir- hugaðrar fjölgunar aðildarríkja. „Við teljum að [skýrslan] eigi fyrst og fremst að snúast um nauðsynlegar breytingar, í stað þess að ráðast í allsheijarendurskoðun á stofnsátt- málanum,“ segja skýrsluhöfundar. Megináherzluatriðin í skýrslunni eru þessi: • Tryggja verður að íbúar Evrópu- sambandsríkjanna beri traust til sambandsins. • Undirbúa verður sambandið fyrir aðild allt að tólf ríkja í Mið- og Aust- ur-Evrópu. • Auka verður vægi Evrópusam- bandsins á alþjóðlegum vettvangi. Lögð er áherzla á að ekki beri að ræða að nýju á ríkjaráðstefnunni áform um EMU og skilyrði fyrir aðild að hinum sameiginlega gjaldm- iðli. Þá eigi endurskoðun á hinni sam- eiginlegu landbúnaðarstefnu sam- bandsins (CAP) að eiga sér stað utan ráðstefnunnar. Aftur á móti vill hugleiðingarhóp- urinn að á ríkjaráðstefnunni verði rætt um fjölgun atkvæðagreiðslna í ráðherraráði ESB, þar sem aukinn meirihluti ráði úrslitum. Jafnframt beri að ræða sameiginlega varnar- stefnu og hvemig efla megi ESB í baráttunni gegn ólöglegum eiturlyfj- um. „Einn okkar var ósammála" Það gæti þó reynzt erfitt að ná þessum markmiðum þar sem aðildarríkin eru ós- ammála um margt og Bretar ósammála öðrum ríkjum um flest. í skýrslunni er á mörgum stöðum að fínna athuga- semdir á borð við „einn okkar var ósammála“. Ríkisstjórn Bretlands leggur mikla áherzlu á að hún muni ekki falla frá neitunarvaldi sínu við ákvarðanatöku með því að samþykkja fleiri atkvæðagreiðslur, þó svo að flest önnur ríki séu þeirrar skoðunar að það sé forsenda þess að ESB verði starfhæft eftir fjölgun aðildarríkja. Þá vilja Bretar ekki að ríkjaráðstefnan taki ákvarðanir um sameiginlega stefnu í varnarmálum. Westendorp gerði þó lítið úr þess- um ágreiningi á blaðamannafundi í gær og sagði hópinn ekki hafa reynt að setja niður deilumál. „Við vorum ekki að leita eftir samstöðu, samstöð- unnar vegna. Við töldum réttara að hylja ekki málefnaágreining okkar,“ sagði hann og bætti við að ríkin hefðu verið sammála á mun fleiri sviðum en þau voru ósammála. Westendorp sagði að í sínum huga léki enginn vafi á því að Evrópusam- bandið myndi ná fram markmiðum sínum á ríkjaráðstefnunni. Afsala sér ekki neitunarvaldi Brezki Evrópumálaráðherrann David Davis sagði sömuleiðis í gær að Bretar væru ekki jafneinangraðir og virtist við fyrstu sýn. Þeir væru sammála samstarfsríkjum sínum á ijölmörgum sviðum s.s. varðandi samkeppnishæfni Evrópu, nálægðar- regluna — þ.e. að ákvarð- anir skuli taka á því stjórn- sýslustigi, sem á bezt við — og stöðu þjóðþinga. Hann sagðist hins vegar ekki geta séð hvernig Bret- ar ættu að geta fallizt á að afsala sér neitunarvaldi í ráðherraráði ESB. Þýzki Evrópuþingmaðurinn Elmar Brok, sem sæti á í hugleiðingarhópn- um, sagði að flestir fulltrúar hópsins hefðu tekið tillit til tillagna Evrópu- þingsins. Evrópuþingið hefur lagt mikla áherslu á að ríkjaráðstefnan ákveði ljórar meginbreytingar á stofnana- kafla stofnsáttmálans. • Evrópusambandið verði gert opn- ara þannig að almennum borgurum verði ljóst hver beri ábyrgð á hvaða málum. • Aðeins þrjár tegundir ákvarðana- tökuferlis verði viðhafðar í samskipt- um ráðherraráðsins og Evrónuþings- ins: Sameiginleg ákvörð- un (þingið getur gert breytingar á löggjöf), samþykki (þingið getur samþykkt eða synjað frumvarpi, en ekki gert breytingar) og samráð (þingið gefur álit sitt, en ráðherraráðið getur horft framhjá því). Sem stendur eru fimm teg- undir ákvarðanatöku notaðar, mismunandi eftir málaflokkum og eðli máls. • Evrópusambandið verði gert „lýðræðis- legra“ með því að auka völd Evrópuþingsins. • Flestar ákvarðanir ráðherraráðs- ins verði teknar með atkvæða- greiðslu, þar sem aukinn meirihluti ráði, en ekki samhljóða ákvörðunum. Lægsti samnefnari „hræðilegur" Elisabeth Guigou, fyrrum Evrópu- ráðherra Frakklands, sem einnig var fulltrúi þingsins í hópnum, sagðist vera sátt við þær tillögur til breytinga á stofnanakerfi ESB sem væri að fmna í skýrslunni. Hún væri hins vegar ósátt við að málaflokkum á borð við atvinnumál, félagsleg mál- efni og opinberan rekstur væri lítið sinnt. Greinilegur skoðanamunur var milli fulltrúa einstakra ríkja í hópnum og sagði Guigou að betra væri að koma þeim ágreiningi á hreint en að taka máttlausar ákvarðanir of snemma. „Mesta hættan hefði verið fólgin í því að láta ríkjaráðstefnuna sleppa því að ræða mikilvægustu málin og fallast þess í stað á lægsta mögulega samnefnara. Það hefði ver- ið hræðilegt, ekki síst í ljósi fjölgunar aðildarríkja," sagði Guigou. Hún nefndi ekki Bretland á nafn en sagði þó dapurlegt að afstaða eins ríkis hefði stundum hamlað mjög gegn árangri í störfum hugleiðingar- hópsins. Hún vildi þó ekki taka jafn- djúpt í árinni og belgíski sósíalistinn Raymond Dury, sem á mánudag lagði til að hætt yrði við ríkjaráðstefnuna þar sem að ljóst væri að ekki yrði samstaða um útkomuna. Brok, sem er kristilegur demó- krati, sagði hins vegar að hann teldi að forsendur væru til staðar að ná öllum þeim árangri á ráðstefnunni, sem nauðsynlegur væri fyrir fjöigun aðildarríkja. Mikill árangur hefði náðst á mörgum sviðum. í sameiginlegri yfírlýsingu for- dæmdu þau Brok og Guigou Breta og sögðu skýrsluna sýna greinilega fram á einangrun eins ríkis er vildi ekki horfast í augu við í hvaða átt hrónnin s+efndi. Flóknustu málin ekki rædd Carlos Westendorp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.