Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDACUR 6. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvað er að rgm«j k/o> ***• HANN bara þolir ekki að heyra minnst á reglur, síðan hann varð fyrir því áfalli að vera rekinn úr Oddfellow-reglunni á yngri árum, hr. læknir. Sendifulltrúar Rauða kross Islands Nítján störfuðu erlend- is á síðasta starfsári NÍTJÁN íslendingar störfuðu á veg- um Rauða kross Islands erlendis á síðasta starfsári að því er fram kem- ur í ársskýrslu Rauða krossins 1994- 1995. Vinna íslensku sendifulltrú- anna af svokallaðri veraldarvakt Rauða krossins er stærsta og stöðug- asta framlag íslendinga til alþjóða neyðarhjálpar. Hannes Hauksson, viðskiptafræð- ingur, er verkefnisstjóri Rauða kross- ins í Eþíópíu. Helga Leifsdóttir, viðskiptafræð- ingur, og Jean Francois Goulay, eig- inmaður hennar, voru í Naíróbí í Kenýa. Jakobína Jónsdóttir, _ viðskipta- fræðingur, starfaði í Úganda og Kenýa. Kristín Davíðsdóttir og Hildur Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingar, voru T 'stríðshijáðum hluta Suður- Súdan. Ríkarður Pétursson, rafiðnfræð- ingur, var í Kabúl í Afganistan. Maríanna Csillag, hjúkrunarfræð- ingur, var í flóttamannabúðum í Tanzaníu en þangað flúðu hundruð þúsunda frá Rúanda. Maríanna er nú í Split í Króatíu og sér um að koma birgðum til sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva í Mostar og ná- iægum sveitum. Helga Þórólfsdóttir, félagsráð- gjafí, vann við dreifingu hjálpar- gagna í Líberíu en þurfti að flýja þaðan vegna átaka eftir stutta við- veru og komst úr landi við illan leik. Hún fór síðan til Georgíu og stýrir sendinefnd í borginni Zugdidi sem liggur nálægt Abkhazíu. Dagbjartur Helgi Guðmundsson, verkfræðingur, vann við endurbygg- ingu vatnshreinsistöðva í Bosníu. Björg Pálsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, fór í stutta ferð til N-Yemen. Elín Guðmundsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, og Þór Daníelsson, iðn- rekstrarfræðingur, fóru til Goma. Þorkell Diego Þorkelsson var í Rúanda. Róbert Þorsteinsson, við- skiptafræðingur, sá um fjármálalega hlið neyðarhjálpar í búðum flótta- fólks frá Rúanda og Búrúndí í Ngara, nyrst í Tanzaníu. Sigurbjörg Söebech, hjúkrunar- fræðingur, var á Vesturbakkanum. Hólmfríður Garðarsdóttir og Rannveig Björnsdóttir, hjúkrunar- fræðingar, störfuðu á sjúkrahúsi í Jalalabad í Afganistan. David Lynch er í Georgíu og sinnir þar fræðslu um mannúðarlög. 4-RÚSSLAND HVÍTA t+RUSSLAND ) +ÚKRAÍNA +NIGERI . SÚDAN ÁANGÓLAl NÝJA GÍNEA ■irFIDJI EYJAR + HAITI i +KARABÍSKU EYJARNAR + GRENADA GRÆNHÖFÐAEYJAR Framlag til þrounar- og neyðaraðstoðar Sendifulltrúar Talsmenn Kúrda í Tyrklandi Bannað að tala eigin tungu YALMAS segir Kúrda í Tyrklandi vilja fá sjálfstjórn í eigin málum og rétt til að nota eigið tungumál, fá þjóðerni sitt viðurkennt. Tyrknesk stjórnvöld reyni að gera sem minnst úr íjölda Kúrda í landinu en hreyfing henn- ar telji að þeir séu um 20 milljónir af alls 60 milljón- um manna í Tyrklandi. Milljónir Kúrda búa einnig í írak, íran og Sýrlandi. Kúrdar eru ekki arabar en nær allir múslimar, tunga þeirra er indó-evrópsk eins og flest Evrópumál. „Við erum sérstök þjóð, með okkar eigin menningu og tungu. Fyrir 35 árum var sagt opinberlega að Kúrdar í Tyrklandi væru 12 milljónir og nýlega var sömu tölunni haldið á lofti af Tansu Ciller forsætisráðherra er hún ræddi við fulltrúa Evrópusam- bandsins. Þá virðist ekki vera gert ráð fyrir að fólksíjölgun hafi orðið hjá tyrkneskum Kúrd- um. Þetta hefur samt verið enn verra, þeir voru vanir að segja að engir Kúrdar byggju í Tyrk- landi. Krafa okkar er fyrst og fremst þessi, að mega vera Kúrdar. Ef lýðræðisleg réttindi væru einnig tryggð myndi ekki vera þörf á því að _ stofna sjálfstætt ríki Kúrda. í stjórnarskrá Tyrklands er beinlínis sagt að ekki séu aðr- ar þjóðir í landinu en Tyrkir og eina opinbera tungumálið er tyrk- neska. Við megum ekki tala kúr- dísku, ekki gefa börnunum okkar kúrdísk nöfn. Það eru núna um 10.000 pólitískir fangar í Tyrk- landi. Þegar kúrdískar mæður heimsækja syni sína í fangelsun- um, menn sem sitja inni vegna stjórnmálaskoðana sinna, geta þau ekki talað saman vegna þess að ekki má nota kúrdísku. Mannréttindin skipta okkur mestu og þessi mál eru að sjálf- sögðu orðin alþjóðleg núna. Við stefnum ekki að því að kljúfa Tyrkland, búa til ný landamæri, sambandsríki gæti vel verið lausnin.“ Kúrdískir stjórnmálaflokkar, aðrir en PKK, hafa að sögn Yalmaz átt fulltrúa á tyrkneska þinginu frá 1990. Hún segir þá á hinn bóginn hafa sætt kúgun af hálfu stjórnvalda frá upphafi þótt þeir hafi boðað friðsamlega lausn á deilunum. 84 liðsmenn þessara flokka hafi verið myrtir síðustu árin, þ. á m. nokkrir þing- menn, liðsmenn sérsveita örygg- islögreglunnar hafi þar verjð að verki. Fyrr á árinu voru átta þing- menn Kúrda fangelsað- ir fyrir meintan undir- róður gegn ríkinu. „í stuttu máli, tyrk- nesk stjórnvöld halda áfram að að afneita til- vist Kúrda og kúga þá ■ ..— á alla lund eins og þau hafa gert í 70 ár,“ segir Yalmaz. PKK hefur stundað skæru- hernað gegn tyrkneskum stjórn- völdum í rúman áratug og hafa þúsundir manna fallið í þeim átökum. Yalmaz er spurð um starfsemi PKK sem hefur verið sakað um að standa fyrir hryðju- verkum gegn tyrkneskum fyrir- tækjum í Vestur-Evrópu. „Hryðjuverk hafa fyrst og fremst verið framin í Tyrklandi sjálfu, það eru tyrknesk yfirvöld sem hafa framið þau gegn Kúrd- um í landinu." Dilan Yalmaz ► Fyrir skömmu var hér á ferð sendinefnd Kúrdísku þjóðfrelsishreyfingarinnar, sem er eins konar regnhlífar- samtök ýmissa hópa og sam- taka í Tyrklandi. Kúrdíski verkamannaflokkurinn, PKK, er helsta aflið í h'reyfingunni en hann er upprunalega marxistaflokkur þótt dregið sé úr þeirri áherslu núna. Fyr- ir nefndinni fór Dilan Yalmaz, 35 ára gömul kona sem stjórn- ar upplýsingaskrifstofu hreyf- ingarinnar í Brussel. Hún seg- ir önnur stjórnmálasamtök tyrkneskra Kúrda vera áhrifa- lítil enda starfi þau sem út- lagahópar og hafi því lítið samband við almenning í Kúrdabyggðunum sem eru einkum í suður- og austurhluta landsins. Olía og mikil- væg vatnsból í byggðum Kúrda PKK hefur komið sér upp her- búðum í norðurhluta íraks og gert þaðan árásir inn í Tyrkland en lent í útistöðum við menn Kúrdahöfðingjans Mahmouds Barzanis er berst um völdin með- al íraskra Kúrda við Jalal Tala- bani. „Barzani hefur lengi átt sam- starf við Tyrki, hann samdi við þá um að fá hjá þeim vopn gegn því að flæma PKK burt. Svo ein- falt er það.“ Hún segir að Banda- ríkjamenn hafi árum saman not- að Tyrki eins og málaliða til að drottna yfir Miðausturlöndum, þess vegna hafi Tyrkland verið tekið inn í Atlantshafsbandalagið á sínum tíma. Sagt hefur verið ’að ástæðan fyrir því að þjóð Kúrda hafi ekki náð að stofna eigið, sjálfstætt ríki sé einkum innbyrðis kiytur þeirra. Yalmaz bendir á að þeir --------- byggi mikilvæg olíu- lönd og þar séu einnig vatnsból margra ríkja Miðausturlanda er séu hrædd við allt umrót og eigi því sameigin- " legra hagsmuna að gæta gegn Kúrdum. En baráttan haldi áfram. „Ég minni á að ákveðið var nýlega að leggja ekki mikilvæga olíuleiðslu frá Azerbajdzhan til Miðjarðarhafs um héruð Kúrda í Tyrklandi eins og hentugast hefði verið. Við vonum að Evrópuríkin skilji að mikilvægir hagsmunir geti verið í húfi í framtíðinni, einnig fyrir þau og þess vegna sé það skynsamlegt að styðja Kúrda í baráttu þeirra fyrir mannréttindum, ella geti svo far- ið að ófriður á þessum slóðum haldi áfram.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.