Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 17 ______VIÐSKIPTI____ Tijákvoða lækk- ar í verði Stokkhólmi. Reuter. ÞRJU norræn trjávörufyrirtæki hafa tilkynnt lækkanir á verði tijákvoðu og virðist togstreitu framleiðenda og viðskiptavina lok- ið með sigri viðskiptavina. Munksjö-fyrirtækið í Svíþjóð kveðst hafa lækkað verð á mjúk- viðarkvoðu í 925 dollara tonnið frá 1. desember og Norske Skogind- ustrier A/S fer að dæmi þess 5' desember. Enso-Gutzeit í Finnlandi til- kynnti einnig lækkun á verði mjúkviðarkvoðu í 950 dollara tonnið og kallaði lækkunina „jóla- afslátt“. Framleiðendúr tijákvoðu hafa reynt að halda verðinu í-1000 doll- urum tonnið og dregið úr fram- leiðslu í stað þess að lækka verð. Viðskiptavinir hafa heldur kosið að klára fyrirliggjandi birgðir en að sætta sig við hærra verð. Fleiri hækkanir Nokkrir aðrir framleiðendur höfðu áður tilkynnt um verðlækk- anir. UPM-Kymmene í Finnlandi tilkynnti 4. desember að það fyrir- tæki hefði lækkað verð á tijákvoðu í 950 dollara tonnið og kynni að lækka það í 925 dollara, þar sem ástandið virtist „óstöðugt". Fyrir- tækið sagði að verð á harðviðar- kvoðu hefði lækkað í 690-700 ecu tonnið. Sodra í Svíþjóð hefur einnig lækkað verð á mjúkviðarkvoðu í 925 dollara tonnið og verð á harð- viðarkvoðu í 700 ecu tonnið úr 785 ecu. Framkvæmdastjóri Munksjö, Rolf Ekedahl, sagði Reuter að ákveðið hefði verið að fara að dæmi Sodra með því að lækka verðið í 925 dpllara tonnið. Hann kvað ekki Ijóst hvort 925 dollarar væri stöðugt verð. Það kæmi ef til vill ekki í ljós fyrr en líða færi á næsta ár. Aftur í 1000 dollara? Enso-Gutzeit í Finnlandi lækk- aði verðið minnst og kvað enga ástæðu til óðagots. Sennilega yrði 50 dollara tímabundin „markaðs- aðlögun“ nauðsynleg að sögn Simo Pesola, framkvæmdastjóra Sviss- deildar Ensos, Nordic Fibres. Hann sagði að verðið færi aftur í 1000 dollara á fyrsta fjórðungi næsta árs, „kannski ekki 1. jan- úar, en á fyrsta ársfjórðungi". Hann kvað Enso hafa selt tölu- vert magn á 1000 dollara tonnið allt til 4. desember, jafnvel þótt komið hefði fram í fréttum að verðið hefði verið lækkað í 925 dollara tonnið. „Ég skil ekki þetta ofboð,“ sagði hann og bætti því við að 50 dollara lækkunin væri ,jólaafsláttur“. Síðustu bréfin íBPseld London. Reuter. BREZKA stjórnin hefur selt þann 1,8% hlut sem hún átti eftir í Brit- ish Petroleum - leifarnar af meiri- hluta, sem hún tryggði sér í fyrri heimsstyijöldinni að frumkvæði þáverandi flotamálaráðherra, Winstons Churchills. Hlutabréfin voru 101 milljón talsins og seld fjárfestingarbank- anum SBC Warburg. Kunnugir segja að bréfin hafi síðan verið seld öðrum fjárfestum á 513 pens hvert og samkvæmt því var hlutur stjómarinnar um 520 milljóna punda virði. Apple setur Pippin á markað 1996 Burlingame, Kalifomííi. Reuter. MICHAEL Spindler, aðalfram- kvæmdastjóri Apple-tölvufyrir- tækisins, hefur skýrt frá því að nýtt margmiðlunartæki fyrirtæk- isins verði kynnt á næsta ári, fyrst í Japan og síðan í Bandaríkjunum. Spindler sýndi tækið, sem kall- ast Pippin, á einkatölvuráðstefnu í Kaliforníu, og er það eins konar sambland af tölvuleiktæki, sjón- varpi og einfaldri en hraðvirkri tölvu. Apple hefur leyft japanska tölvu- leikjaframleiðandanum Bandai að nota Pippin tæknina í Japan með eigin vörumerki. Að sögn forsvarsmanna Apples er búizt við að nýja tækið verði selt á um 500 dollara. Þrír ónafngreindir aðilar í Bandaríkjunum hafa fengið leyfi til að framleiða Pippin, sem mun koma í verzlanir haustið 1996. Þeir munu upphaflega selja tækið með eigin fyrirtækismerki, en síð- ar má vera að það verði selt með merki Apples. Brezka stjórnin greiddi tvær milljónir punda fyrir tvo þriðju hlutabréfa í fyrirtækinu 1914 til að tryggja olíubirgðir handa brezka sjóhernum. Stjórnin fór smám saman að losa sig við hlut sinn frá því um 1980 og voru flest bréfin seld 1987 eða 31,5%. Sú sala fór fram um svipað leyti og kauphallarhrunið á hinum svo- kallaða „svarta mánudegi“ í októ- ber 1987 og stjórnin hélt eftir þeim litla hlut sem nú hefur verið seldur. Impexmetal fær Konin- álverið í Póllandi Varsjá. Reuter. PÓLSKA ríkið selur líklega 75% stærsta álvers síns, Konin SA, pólska málmfyrirtækinu Impex- metal SA fyrir áramót að sögn Wieslaw Kaczmarek einkavæðing- arráðherra. Samkvæmt fyrri fréttum kom tilboð frá bandaríska álframleið- andanum Alumax Inc. einnig til greina þegar málið var á lokastigi. Hjá Konin-verinu í Mið-Póllandi starfa 2.100 manns og þar eru framleidd um 50.000 tonn af áli á ári úr um 100.000 tonnum af súráli frá írlandi og Spáni. ------» » 4------ Ericsson semur við Kínverja Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA fjarskiptafyrirtækið L.M. Ericsson AB hefur gert samning upp á 1,56 milljarða sænskra króna við kínverska Gu- angdong-farsímafélagið um að víkka út farsímakerfi þess. Fyrir síðustu jól hefur skótahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu ótt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén fró skótunum eru grœn og falleg jól eftir jól. 10 ára ábyrgö 8 stœrðir, 90 - 305 cm f* Stálfótur fylgir Eldtraust íslenskar leiöbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir • Skátahúsið, Snorrabraut Sýningarsalur Heklu, Laugavegi Hbv0tntfebi^l^ - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.