Morgunblaðið - 06.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 06.12.1995, Side 1
88 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 279. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tilgangs- laust að taka til fótanna London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN eru ekki færir um að koma í veg fyr- ir rigningu og reynist oft og tíðum erfitt að spá um hana en þeim hefur hins vegar tekist að leiða til lykta gam- alt deilumál sem tengist of- ankomunni. Það snýst um það hvort menn blotni síður ef þeir taka til fótanna þegar rignir. I nýjasta hefti tímaritsins Weather fullyrða vísinda- menn við Reading-háskólann í Suður-Englandi að það sé tilgangslaust að hlaupa í skjól í rigningu, menn blotni ekkert síður en þó þeir gangi. Þar með er endi bund- inn á deilu sem staðið hefur á síðum vísindat ímarita und- anfarna mánuði. Jafnvel þó að menn séu styttri tíma í rigningu ef þeir hlaupa en þegar þeir ganga, verða menn jafnblautir í lok- in. Astæðan er sú að regn- dropar lenda á mönnum á tvo vegu. I fyrsta Iagi falla þeir beint á fólk og í öðru lagi „ganga“ menn á þá þegar þeir hreyfa sig. Yfirborðið framan á fólki er enn meira en á höfði og öxlum og því blotna þeir meira sem hlaupa en þeir sem fara sér hægar. Við rannsóknir sínar notuðu vísindamennirnir fernings- laga „fólk“ til að gera út- reikninga auðveldari. Niðurstaða vísindamann- anna er því sú að gangi menn ekki þeim mun hægar, sé til- gangslaust að lilaupa í skjól. Hvar mörkin liggja fer eftir magni úrkomunnar og hraða fólks. Því meiri úrkoma, þeim mun minna máli skiptir hraðinn. Mútumál Roh Tae-woo í Suður-Kóreu Sjö stórfyrir- tæki ákærð Seoul. Reuter. LAGÐAR voru fram ákærur á hendur Roh Tae-woo, fyrrum for- seta Suður-Kóreu, og yfirmönnum sjö stærstu fyrirtækja landsins í gær. Eru þeir sakaðir um aðild að mútumálum. Þá voru fimm af fyrrum æðstu yfirmönnum hersins settir í farbann. Roh hefur játað að hafa safnað saman sem samsvarar 42,5 millj- örðum króna í ólöglegan sjóð á meðan hann var í embætti og er hann sakaður um að hafa þegið 24 milljarða króna í mútur frá alls 35 viðskiptajöfrum. Yfirmenn ekki handteknir Yfirmenn Daewoo-, Samsung-, Dong ah-, Jinro-, Daelim-, Dongbu- og Daheo-fyrirtækjanna hafa verið kærðir fyrir að hafa greitt Roh mútur. Stórfyrirtæki eru mjög ráðandi í hagkerfi Suður- Kóreu. Saksóknari landsins sagði að ákveðið hefði verið að handtaka ekki yfirmennina í ljósi viðskipta- hagsmuna fyrirtækja þeirra. Þykir þetta benda til þess að ekki verði tekið hart á mönnunum. Hlutabréf í fyrirtækjunum sjö hækkuðu í verði á fjármálamörkuðum er þetta varð ljóst í gær. Eðlileg framlög frá Samsung? Samsung-fyrirtækið sendi þeg- ar í stað frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem segir að fyrirtækið hafi greitt „framlög" í sjóði Rohs en þau hafi verið talin eðlileg á sínum tíma. Meðal þeirra er settir voru í farbann í gær voru Lee Sang-Hoon og Lee Jong-koo, fyrrum varnar- málaráðherrar, og Han Chu-Sok, fyrrum yfirmaður flughersins. Verður farbannið í gildi á meðan rannsókn fer fram á hernaðarupp- byggingu í forsetatíð Rohs. Mennirnir þrír voru handteknir 1993, sakaðir um að hafa þegið mútur í tengslum við innkaup fyr- ir herinn en látnir lausir hálfu ári síðar eftir að hafa fengið skilorðs- bundna dóma. ll'M" Þjarmað að ríkisstjórn Juppe Klaka- kirkjan YFIRVÖLD í sænska bænum Skellefteá í norð- urhluta landsins hafa lát- ið reisa kirkju sem að öllu leyti er gerð úr snjó og klaka. Kirkjan, sem er um 15 fermetrar að stærð, var opnuð al- menningi um síðustu helgi. Messað verður í henni um jólin. MSI: wk SíÍÉpP Reuter Atlantshafsbandalagið samþykkir að senda herlið til Bosníu Friðargæslan mesta verk- efni í sögn bandalasrsins oinn. Rrnssol. Rpufpr. ÁRÓÐURSSTRÍÐ franskra verka- lýðssamtaka og stjórnar Alains Juppe náðu nýju hámarki í París í gær. Fjölgaði þá verkfallsmönn- um og vinstrimenn gerðu harða hríð að forsætisráðherranum á þingi en vantrauststillaga þeirra náði þó ekki fram að ganga. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í helstu borgum landsins. Lyktaði einni göngunni í París og annarri í Nantes með ofbeldisaðgerðum unglinga er m.a. beittu bensínsprengjum. Lög- reglan braut mótmælin á bak aftur með táragasi; 20 lögreglumenn slösuðust. Á þingi hafnaði Juppe því alfarið að semja við verkalýðs- foringja um velferðarmálin, um- bætur væru löngu tímabærar og án þeirra yrði Frakkland annars flokks ríki. Sagði hann hins vegar til greina koma að skoða Önnur mál, svo sem eftirlaunamál opin- berra starfsmanna. Á myndinni mótmæla kolanámumenn í Mar- seille og skírskota þeir til kjarn- orkutilrauna Frakka í Kyrrahafi því á skiltinu segir: Chirac, við erum næsta sprengjan. Washington, Brussel. Reuter. RÁÐHERRAFUNDUR Atlants- hafsbandalagsins, NATO, sam- þykkti á fundi sínum í gær áætlun um að senda 60.000 manna herlið til friðargæslu í Bosníu á næstu mánuðum. Um er að ræða mestu aðgerð í 46 ára sögu bandalagsins og þá fyrstu utan skilgreinds varn- arsvæðis þess. Þriðjungur liðsins verður bandarískur og hlaut Bill Clinton Bandaríkjaforseti í gær stuðning forvera síns í embætti, George Bush, við þá ákvörðun. Bush hvatti Bandaríkjaþing, þar sem flokksbræður hans, repúlikan- ar, hafa meirihluta í báðum deild- um, ákaft til að samþykkja þátttöku í friðargæslunni. Annar fyrrverandi forseti og repúblikani, Gerald Ford, og Colin Powell, fyriverandi forseti herráðsins, sögðust vera sama sinn- is. Vaxandi líkur eru taldar á því að þingið samþykki ákvörðun Clint- ons. I Reuters-fréttum í gær var haft eftir Bob Dole, leiðtoga meiri- hlutans í öldungadeildinni, að lík- legá yrðu greidd atkvæði þar í næstu viku um málið. Auk utanríkisráðherra NATO tóku að þessu sinni varnarmálaráð- herrar aðildarríkjanna þátt í fund- unum. Ákvörðunin um friðargæsl- una hlýtur fyrst endanlega staðfest- ingu þegar deiluaðilar í Bosníu hafa undirritað friðarsamningana sem áætlað er að verði gert í París 14. desember. Rússar og fleiri þjóðir utan NATO munu einnig leggja fram nokkurt lið í Bosníu. Stefnubreyting Frakka Á fundinum var staðfest að Javi- er Solana, utanríkisráðherra Spán- ar, yrði næsti framkvæmdastjóri NATO. Utanríkisráðherra Frakka, Herve de Charette, lýsti því yfir í gær að Frakkar myndu framvegis auka mjög þátttöku sína í hernaðar- samstarfi NATO, sem þeir drógu sig að mestu út úr 1966. „Það ríkir mikil eindrægni innan samtakanna og á margan hátt bjartsýni um framtíðina, en það mun skipta miklu hvernig til tekst við friðargæsluna í fyrrum Júgó- slavíu. Það mun líka verða mjög þýðingarmikið hvernig samstarfið við Rússa tekst, en það markar mikil tímamót að allar þessar þjóð- ir skuli ætla að vinna sarnan að friðargæslunni," sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í gær. ■ Segja NATO hafa breyst/20 Stöðumæl- ar tæmdir Wellington. Reuter. TVEIR nýsjálenskir stöðu- mælaverðir voru í gær hand- teknir, sakaðir um að hafa stol- ið nær 35 milljónum íslenskra króna úr stöðumælum í höfuð- borginni Wellington á tveimur og hálfu ári. Borgarstjóm Wellington ætl- ar að höfða mál á hendur mönn- unum til að reyna að endur- heimta féð. Þeir hafa báðir við- urkennt verknaðinn og lýst því yfir að þýfið verði endurgreitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.