Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.12.1995, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Persson í framboð GÖRAN Persson, fjármálaráð- herra Svíþjóðar, sagðist í gær- kvöldi myndu bjóða sig fram til embættis leiðtoga jafnaðar- manna og forsætisráðherra í vor en þá lætur Ingvar Carls- son af störfum. Fyrr um dag- inn hafði Persson vísað harka- lega á bug öllum slíkum hug- myndum. Hann sagðist á blaðamannafundi hafa skipt um skoðun vegna þess að kjör- nefnd flokksins hefði lýst yfir einróma stuðningi við sig. Fahd kon- ungurá batavegi FAHD konungur Saudi-Arab- íu var í gær sagður vera á góðum batavegi eftir vægt hjartaáfall. Fahd er 73 ára en þeir sem næstir honum standa að ríkiserfðum eru einnig á áttræðisáldri; hálfbróðir hans Abdulla krónprins og Sultan prins varnarmálaráðherra, sem er albróðir konungs. Að þeim slepptum flækjast erfða- málin því faðir þeirra, Abd- ulaziz al-Saud, stofnandi Saudi-Arabíu, eignaðist 44 sonu með 22 konum. Suu Kyi líkt við land- ráðamann MÁLGÖGN stjómarinnar í Búrma birtu í gær aðvörun til Aung San Suu Kyi og flokks hennar, Lýðræðisbandalags Búrma, og sögðu ákvörðun flokksins að mæta ekki til stjórnlagaráðstefnu í síðustu viku hafa verið ólýðræðislega. Haft var í hótunum við Suu Kyi og henni jafnað við land- ráðamann, Maung Ba Than, sem leiddi Breta til valda í Burma á 19. öld. Hættir hjá Sony MICHAEL Schulhof, stjórnar- formaður og forstjóri Sony- fyrirtækisins í Ameríku, sagði af sér í gær og hefur eftirmað- ur hans ekki verið útnefndur. Schulhof hyggst hasla sér völl á sviði tölvu- og skemmtana- iðnaðar, sama vettvangi og hann hefur stýrt. Sony á. Blaðakona myrt í Alsír ALSÍRSK blaðakona, Khadidja Dahmani, var myrt skammt frá heimili sínu í Al- geirsborg í gær. Hún er annar blaðamaðurinn sem veginn er í borginni á fjórum dögum. Lögreglan staðhæfði að Dahmani hefði verið fórnar- lamb ofsatrúarmanna. Hafa þá tæplega 60 blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla verið lífl- átnir í ofbeldisverkum í Alsír frá í júní 1993. 'J/> ) WtMK/dfl »LAHLAÐBORÐ 'mm/i. Hádegi: kr. 1.950 - kvöld: kr. 2.650 Skíúabrú Vcitingahús \ið Austunöll. Borðapantanir í sftna 562 44 55 Frakkland ákveður að taka þátt á ný í hernaðarsamstarfi NATO Segja Atlantshafsbanda- lagið hafa breyst París, Brussel. Reuter. FRAKKAR útskýrðu í gær þá ákvörðun sína að ganga að nýju til hernaðarsamstarfs Atlantshafs- bandalagsins (NATO) með því að segja bandalagið hafa breyst. „Við erum ekki að snúa aftur til hins gamla NATO,“ sagði háttsettur embættismaður á skrifstofu Jacques Chirac, Frakklandsfor- seta. Fögnuðu talsmenn banda- lagsins ákvörðun Frakka og sögðu hana marka kafiaskil í sögu NATO. Herve de Charette, utanríkis- ráðherra Frakklands, tilkynnti um ákvörðun Frakka á fundi ut- anríkisráðherra NATO í gær- morgun. Hyggjast Frakkar taka að nýju sæti í hermálanefnd bandalagsins og sitja fundi varnarmálaráð- herra. Þeir munu hins vegar ekki taka sæti í kjarnorkuáætlana- nefnd og varnaráætlananefnd NATO. Jacques Rummelhardt, talsmað- ur utanríkisráðuneytisins franska, sagði Frakka staðráðna í því að taká þátt í þróun varnarmála í Evrópu og að það yrði gert í sam- vinnu við Bandaríkjamenn, ekki í andstöðu við þá. Heimildarmenn innan NATO segja að Frakkar tengi ákvörðun sína umræðum um stækkun bandalagsins í austurátt og til- raunum til að skilgreina hlutverk þess upp á nýtt í kjölfar endaloka kalda stríðsins. „Þeir [Frakkar] telja að þeir geti haft meiri áhrif á umræðuna [um friðargæslu NATO í Bosníu] með aukinni þátt- töku í bandalaginu,“ sagði ónefnd- ur heimildarmaður og sagði það snjallt hjá Frökkum að gera grein- armun á hinu „nýja“ og „gamla“ NATO. Yfirlýsingu Frakka var tek- ið fagnandi í höfuðstöðvum NATO í gær. „Jafnvel þó .að Frakkar taki ekki að nýju þátt í sameiginlegri yfirstjórn heraflans, er þetta nýtt upphaf í [samstarfi] þjóðanna,“ sagði Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands í gær. Snúa aftur eftir 30 ár í mars 1966 fyrirskipaði Charl- es de Gaulle Frakklandsforseti NATO að loka höfuðstöðvum sín- um í Frakklandi og kalla herlið sitt frá landinu, þar sem að Frakk- ar vildu ekki dragast inn í stríð sem væru þeim óviðkomandi. Þar með sauð endanlega upp úr á milli Frakka og Bandaríkjamanna sem höfðu deilt um það hveijir færu með stjóm bandalagsins og um kjarnorkuvopn þess. Þá voru Frakkar einnig afar ósáttir við til- raunir Lyndons B. Johnsons Bandaríkjaforseta til að fá heri NATO til að beijast í Víetnam. Frakkar störfuðu þó áfram í stjórnmálaarmi NATO og áttu auk þess náið hernaðarsamstarf við bandalagið. Þeir hafa tekið þátt í mörgum heræfingum þess, eftirliti NATO í lofthelgi Bosníu og átt hlut að sameiginlegum hernaðar- mannvirkjum og -skipulagi NATO, svo sem fjarskiptum. Árið 1991 sendi Francois Mitterrand, þáver- andi forseti landsins, franskt her- lið til að beijast við hlið Banda- ríkjamanna og Breta í Persaflóa- stríðinu. Þá heimilaði sósíalistinn Mit- terrand varnarmálaráðherra Frakklands og yfirmanni franska herráðsins að sitja óformlega fundi NATO vegna aðgerða bandalags- ins í gömlu Júgóslavíu. Þáttaskil í stríði stjórnarhersins og Tamílsku tígranna á Sri Lanka Jaffna á valdi stjómarhersins Skæruliðar tamíla segjast munu berj- ast áfram gegn Sri Lankastjórn Reuter TALIÐ er, að um ein milljón tamílskra barna hafi orðið fyrir barðinu á óöldinni í Iandinu með einum eða öðrum hætti. Þessi kona leitaði hjálpar fyrir sjúkt barn sitt í bænum Vavuniya. Colombo. Reuter. STJ ÓRNARHERMENN á Sri Lanka náðu borginni Jaffna, meginvígi uppreisnarhreyfingar Tamílsku tígranna, á sitt vald í gær og drógu ríkisfánann að húni sigri hrósandi. Aðskilnaðarsinnar tamíla hafa þó ekki gefíst upp og réðust í gær með miklu liði á eina eða tvær bækistöðvar lögreglunn- ar. Anuruddha Ratwatte, aðstoðar- varrfarmálaráðherra Sri Lanka, dró fánann að húni til marks um, að yfirráðum tamíla yfir borginni í næstum tíu ár væri lokið. Skær- uliðar Tamílsku tígranna, sem beijast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norður- og austurhluta landsins, hafa þó ekki viðurkennt, að borgin sé fallin og segjast munu halda baráttunni áfram. Tígrar safna liði Útvarpsstöð aðskilnaðarsinna, Rödd tígranna, skoraði í gær á tamíla að ganga til liðs við skæru- liða og stöðva sókn stjórnarhersins áður en það yrði um seinan. Var ennfremur skorað á tamíla erlend- is að beijast gegn Sri Lankastjórn með öllum ráðum. Nokkrum klukkustundum eftir að stjórnarherinn innsiglaði sigur sinn í Jaffna réðst fjölmennt lið skæruliða á eina eða tvær búðir Iögreglunnar á austurhluta eyjar- innar og var hart barist. Reyndu þeir að aka sendibíl hlöðnum sprengiefni inn í einar búðirnar en bíllinn var sprengdur í hliðinu. Segja talsmenn hersins, að mikið mannfall hafí orðið í röðum skæru- liða. Allir flúnir frá Jaffna Meira en 50.000 manns hafa fallið í átökum tamílskra að- skilnaðarsinna við stjórnina í Colombo. Segja talsmenn hersins, að tæplega 2.000 skæruliðar hafí fallið og um 5.000 særst í sókn- inni til Jaffna en íbúar borgarinn- ar, um hálf milljón manna, eru næstum allir flúnir. Stjórnvöld hafa skorað á þá að snúa aftur til heimila sinna en það er ekki aðeins, að fólkið óttist stjórnarherinn, heldur einnig, að skæruliðar hefni þess, setjist það að á yfírráðasvæði stjórnarinnar í Colombo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.