Morgunblaðið - 07.12.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.12.1995, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ t AKUREYRI Varaformaður leikhúsráðs Ummælum Sunnu vísað ábug HREINN Pálsson varaformaður leik- húsráðs Leikfélags Akureyrar vísar á bug þeim ummælum Sunnu Borg formanns ráðsins að fyrst og fremst sé við leikhúsráð að sakast varðandi það að hún dró umsókn sína um stöðu leikhússtjóra til baka. Moldviðri hafí verið þyrlað upp í kjölfar umsóknar- innar og málið hafi dregið á eftir sér langan dilk. Hreinn sagði að ráðinu hefði þótt eðlilegt, þegar í ljós hafí komið að Sunna var meðal umsækjenda, að auglýsa stöðuna á nýjan ieik. Hún sem formaður leikhúsráðs hafí veitt umsækjendum upplýsingar og við það væru leikhúsráðsmenn ekki sáttir. Slík mál hafí áður komið upp og vak- ið hörð viðbrögð. í þannig giyiju vildu menn ekki faila. „Við viljum ekki láta væna okkur um að hafa ekki veitt hlutlausar upplýsingar," sagði Hreinn. „Eg veit því ekki hverjum er um að kenna að svona fór,“ sagði hann, „en það var okkar mat að hreinleg- ast væri að taka málið upp aftur. Auðvitað hefði málið litið öðruvísi út ef Sunna hefði strax og starfið var auglýst lýst yfir áhuga sínum á því, þá hefði þessi vandræðalega staða ekki komið upp.“ Hita- og vatnsveita Akureyrar Gjaldskrá lækkuð um 13% REKSTRARAÆTLUN Hita- og vatnsveitu Akureyrarbæjar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að rekstrar- tekjur verði tæplega 595 milljónir króna og gjöldin um 167 milljónir króna. Fjármagnskostnaður er áætlaður um 190 milljónir króna á næsta ári og afskriftir 275 milljón- ir. Áætlað er að um 36 milljóna króna tap verði á rekstri veitnanna. í máli Jakobs Bjömssonar bæjar- stjóra við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs stofnana kom fram að þrátt fyrir áætlað rekstrartap að svigrúm skapist til að lækka gjaldskrá veitunnar um 3% um næstu áramót og jafnframt að haldið verður áfram að greiða niður lán veitunnar eins og lána- samningar gera ráð fyrir, eða um rúmar 188 milljónir króna á næsta ári. Eftir þessa lækkun hefur veitan lækkað gjaldskrána um 13% frá ársbyijun 1994. Þá kom einnig fram að í áætlun fyrir Rafveitu Akureyrar er einnig gert ráð fyrir 3% lækkun gjald- skrár heimilistaxta. Áætlað er að hagnaður veitunnar verði um 25,6 milljónir króna sem er örlítið meira en gert er ráð fyrir á þessu ári. Jakob benti á að taxtalækkanir hita-vatns- og rafveitu lækki orku- reikninga bæjarbúa á næsta ári um 20 til 25 milljónir króna. Óvenju miklar nýfram- kvæmdir ÞAÐ er óvenju mikið að gera í ný- framkvæmdum í dreifikerfi hita- veitunnar, miðað við árstíma," seg- ir Franz Árnason, hitaveitustjóri á Akureyri. Hann segir það helgast af því að miklar byggingafram- kvæmdir séu í gangi í bænum. Hitaveitan er einnig að leggja hitavatnslögn frá Skipagötu yfír í nýja skólpudælustöð við Glerárgötu og segir Franz nauðsynlegt að koma vatni í stöðina vegna þrifa á dælu- gryfjum en þar safnast mikil fita. AKUREYRI í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Akureyrarskrifstofa Morgunblaðsins var sett á laggirnar í Hafnarstræti 85 er ætlunin að vera með sérstaka útgáfu fimmtudaginn 14. desember nk. sem helguð er Akureyri. í þessu blaði verður meðal annars fjallað um hvaða breytingar hafa orðið á Akureyri á síðustu 10 árum, rætt verður við fjölda Akureyringa og púlsinn tekinn á atvinnumálum, pólitík, menningar- og menntamálum og íþróttum. Einnig verður mannlífið á Akureyri skoðað. Upplýsingar um auglýsingabirtingar í þessa útgáfu veita sölufulltrúar Morgunblaðsins, Dóra Guðný Sigurðardóttir og Rakel Sveinsdóttir, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110 til 7. desember, en dagana 7. og 8. desember verða þær staddar á Akureyri til frekari aðstoðar auglýsendum þar. -kjarni málsins! Morgunblaðið/Kristján Vantar jóla- snjóinn ÞAÐ er ekki beint jólalegt um að litast á Akureyri eftir að sunn- anáttin hefur feykt í burtu öllum snjó. Kaupmenn hafa ekki látið það á sig fá og skreytt ríkulega og þá eru starfsmenn umhverfis- deildar í óða önn að færa bæinn í jólabúning, eins og þau Ingólfur Jóhannsson og Nanna Stefáns- dóttir. 'ÞREKSTIGAR TIL ATVINNUNOTA Líkamsræktarstöðvar Iþróttahús Iþróttafélög Skip Hótelogfl. Glómushf. 462 3225 Samningar um sölu Krossaness á lokastigi LOKASAMNINGSDRÖG um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Krossa- nesi liggja fyrir og samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag að heimila bæjarstjóra að ljúka gerð samningsins. Hlutabréf bæjarins eru að nafn- virði 110 milljónir króna, en söluverð þeirra er 150 milljónir. Við undir- skrift verða greiddar 10 milljónir króna, síðar í desember 20 milljónir og það sem eftir stendur í þremur greiðslum eftir áramót eða 120 millj- ónir. Síðasta greiðsla er í lok maí, 40 milljónir króna. Tryggingar sem kaupendur, Lán hf. pg Fimman hf., leggja fram eru frá ísfélagi Vestmannaeyja, Jóhanni Pétri Andersen og Þórarni Kristjáns- syni. Kaupendur skuldbinda sig til að létta af fyrirtækinu bæjarábyrgð- um sem nema um 280 milljónum króna. ♦ » ♦ Bókmennta- kvöld BÓKVAL og Café Karólína efna til bókmenntakvölds í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. des- ember, og hefst það kl. 20.30. Rithöfundarnir Steinunn Sigurð- ardóttir, Einar Már Guðmundsson, Jón Hjaltason og Friðrik Erlingsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Einnig lesa Steinunn S. Sigurðar- dóttir, Jón Laxdal og Viðar Egg- ertsson úr bókum Böðvars Guð- mundssonar, Ingólfs Margeirssonar og Þorsteins frá Hamri. -----»-♦.♦--- Staða skattstjóra Fimm sækja um FIMM umsóknir bárust um stöðu skattstjóra í Norðurlandsumdæmi eystra, en frestur til að sækja um stöðuna er nú runnin út. Tveir umsækjenda óska nafn- leyndar, en hinir eru Friðgeir Sig- urðsson, lögfræðingur, Reykjavík, Eyþór Þorbergsson, lögfræðingur, Akureyri, og Sigríður Stefánsdóttir, lögfræðingur, Reykjavík. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar Kynningarfundur um DEIUSKIPULAG MIDBÆJAR Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar boðar til kynningarfundar um tillögu að deiliskipulagi norðurhluta Miðbæjar föstu- daginn 8. desember nk. kl. 10.00 f.h. í húsi aldraðra, Lundargötu 7. Skipulagssvæðið nær frá Hofsbót í suðri að íþróttavelli í norðri. Greint verður frá helstu markmiðum með endur- skoðun deiliskipulagsins og meginatriðum tillögunnar, m.a. hugmyndum um auka íbúðabyggð í miðbænum. Fundurinn er öllum opinn en hagsmunaaðilum á svæðinu, húseigend- um, íbúum og eigendum fyrirtækja er sérstaklega bent á að kynna sér tillöguna á þessu stigi og taka þátt í umræðum um hana. Ekki verður fjallað um umferð í göngugötunni á fundinum. í framhaldi af kynningarfundinum verður gengið frá endan- legri skipulagstillögu, sem auglýst verður skv. skipu- lagslögum, og gefst þá kostur á að gera formlegar athugasemdir við tillöguna. Skipulagsstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.