Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ ÞARF nú meira til en svona smá ójöfnu á veginum
tilaðvaldamálefnaágreiningihjáokkurfélagar . . .
Stj órnarfrumvarp til aðleysa vanda Brunamálastofnunar
Ráðgjafanefnd sinní
faglegum þætti
Formaður Landssambands slökkviliðsmanna
segir verið að setja stofnunina á gjörgæslu
RÍKISSTJÓRNIN hyggst leggja
fram frumvarp til laga um að stofn-
uð verði sérstök ráðgjafanefnd um
rekstur brunamálastofnunar og
muni. Þessi ákvörðun siglir í kjöl-
farið á deilum, sem urðu innan
stofnunarinnar í sumar og leiddu
til þess áð stjórnir Brunamálastofn-
unar og Brunamálaskólans sögðu
af sér. Guðmundur Vignir Óskars-
son, formaður Landssambands
slökkviliðsmanna, sagði í gær að
sér virtust þessar ráðstafanir ófull-
nægjandi og verið væri „að setja
Brunamálastofnun í gjörgæslu".
Óskýr valdmörk
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið að óskýr valdmörk milli
stjórnar Brunamálastofnunar og
brunamálastjóra hefðu leitt til
harðra árekstra. Markmið frum-
varpsins væri að skipa ráðgjafa-
nefnd, sem yrði sett yfir brunamála-
stofnun. Nefndin yrði til ráðgjafar
um fagleg málefni og tilnefningar-
aðilar yrðu þeir sömu, nema ráðu-
neytisstjóri félagsmálaráðuneytis
yrði formaður til að tengja stofnun-
ina ráðuneytinu og Ríkisendurskoð-
un fengi það hlutverk að að fylgj-
ast með fjárreiðum.
Sljórn svipt eftirlits-
hlutverki
Guðmundur Vignir kvaðst ekki
hafa séð frumvarpið og gæti hann
því aðeins farið eftir því, sem sagt
hefði verið í fjölmiðlum, en sér virt-
ist sem verið væri að svipta stjórn-
ina eftirlitshlutverki með því að
skipa ráðgjafanefnd, sem aðeins
fjallaði um fagleg málefni.
Hann vísaði til fundar, sem þrír
fulltrúar landssambandsins hefðu
átt með félagsmálaráðherra, 22.
september og sagði að þar hefði
ráðherra kynnt að lagt yrði fram
frumvarp í ætt við það, sem af-
greitt var árið 1992 að viðbættri
ótvíræðri tryggingu um að styrkja
stjórnina, sem þá féll út í meðförum
þings, og staða stjórnarinnar styrkt
með afgerandi hætti jafnt til eftir-
lits, sem faglegrar ráðgjafar.
„Meðal annars eftir þessar yfir-
lýsingar fannst okkur það einlægur
ásetningur ráðherra að vinna að því
að koma þessum málum út úr þeim
farvegi, sem þau höfðu verið í,“
sagði Guðmundur Vignir. „Við töld-
um fulla ástæðu til að íjalla ekki
frekar um málin opinberlega og
gerðum ráð fyrir að eitthvert sam-
ráð yrði haft við okkur, en það
hefur ekki verið gert.“
Guðmundur Vignir sagði að sér
virtist í fyrsta lagi að ekki væri
verið að taka á vandanum með því
að fela Ríkisendurskoðun eftirlit
með fjárhag stofnunarinnar, sem
hlyti að teljast nokkuð óeðlilegt, og
í öðru lagi væri verið að veikja laga-
grunninn fyrir störfum stjórnarinn-
ar með því að taka af henni eftirlits-
hlutverkið, sem full þörf virtist hafa
verið á.
Ráðuneytisstjóri formaður
„Það að gera ráðuneytisstjóra,
sem er næstráðandi ráðherra, for-
mann nefndarinnar hlýtur að vera
vísbending um að setja eigi ákveðna
þungavigt í nefnd, sem verið er að
draga úr lágalegt vægi,“ sagði
Guðmundur Vignir. „Þetta birtist
mér þannig að verið sé að setja
Brunamálastofnun í gjörgæslu."
Guðmundur Vignir kvaðst enn
fremur sakna þess að í frumvarpinu
virtist ekki tekið með neinum hætti
á málefnum Brunamálaskólans,
sem hefði verið lamaður frá því að
deilan kom upp í vor og honum
hefði hvorki verið tryggt fjármagn
né nauðsynlegur starfsgrundvöllur.
Páll sagði að deilan innan Bruna-
málastofnunar hefði snúist um
mörg atriði í stjórnun hennar. For-
maður nefndarinnar hefði borið
ávirðingar fjárhagslegs og stjórn-
unarlegs eðlis á brunamálastjóra,
Bergstein Gissurarson.
Ríkisendurskoðun
fór yfir gagnrýni
Ríkisendurskoðun hefði farið yfir
þau atriði, sem voru gagnrýnd,
gert athugasemdir við það, sem
talið var mega fara betur, en ekk-
ert óhreint mjöl hefði fundist í poka-
horninu.
Brunamálastjóri hefði fengið bréf
frá Ríkisendurskoðun um það
hverju væri áfátt og hann hefði
lofað að bregðast við. Þessum hlut-
um hefði nú ýmist verið kippt í lag
eða verið að vinna að því.
Páll var spurður í hverju um-
ræddar ávirðingar hefðu verið
fólgnar og sagði hann að ef til vill
hefði verið alvarlegast að starfs-
maður einn hefði keypt fatnað,
tvennar buxur, einn jakka og gott
ef ekki skyrtu, á reikning stofnun-
arinnar um það leyti sem hann var
að hætta störfum. Formaður stjórn-
arinnar hefði talið að hann gæti
ekki hafa slitið fötunum. í ljós hefði
hins vegar komið að hér hefði verið
um fimm mánaða gamlan safn-
reikning að ræða og maðurinn hefði
því getað hafa slitið einhveiju af
fötunum, sagði félagsmálaráðherra.
Flugleiðsögukerfi framtíðarinnar
Flugstjórnar-
svæðin breytast
Guðmundur Matthíasson
Með TILKOMU
nýrra flugleið-
sögukerfa í fram-
tíðinni er sennilegt að veru-
leg breyting verði á flug-
stjórnarsvæðum, segir Guð-
mundur Matthíasson. Hann
er aftur kominn til starfa
hjá Flugmálastjórn (FMSÍ)
eftir þriggja ára starf við
yfirstjórn Alþjóðaflugmáia-
stofnunarinnar (ICAO) í
Montreal í Kanada. Var
hann fulltrúi í fastaráði
ICAO fyrir íslands hönd sem
fékk komið að manni með
samstarfi við Norðurlönd.
Guðmundur er flugmála-
stjóra til aðstoðar við ýmis
verkefni en hann fer á eftir-
laun á næsta ári.
í fastaráði ICAO sitja 33
fulltrúar og er það æðsta
stjórn stofnunarinnar milli þinga
sem haldin eru á þriggja ára fresti.
Aðildarríkin eru 183 og sækja þau
hart að eignast fulltrúa í ráðinu
til þess að hafa áhrif á gang mála.
Til að tryggja sinn hag hafa Norð-
urlöndin haft með sér kosninga-
bandalag. Að sögn Guðmundar
hefur fjöldi ríkja farið að fordæmi
Norðurlandanna og myndað svæð-
isbundin bandalög. „Þetta er hefð
sem myndast hefur til þess að stór-
veldin verði ekki allsráðandi,"
sagði hann.
- I hveiju var starfið hjá ICAO
fólgið?
„Að taka þátt í umræðum um
þau mál sem koma fyrir ráðið.
ICAO er fyrst og fremst tækni-
stofnun og fjallar því mikið um
tæknimál. Það eru fyrst og fremst
staðlar og reglur sem gilda um
allan heim og eiga vera til þess
að efla flugöryggi. Með því er reynt
að stuðla að því að sömu skilyrði
til flugs ríki alls staðar í heiminum.
Þetta hlutverk hefur stofnunin
ræktað mjög vel.
• Það er einkum þrennt sem var
efst á baugi þann tíma sem ég var
í Montreal og er reyndar enn. I
fyrsta lagi er það framtíðar flug-
leiðsögukerfí fyrir heiminn, sem
unnið er að því að koma á laggirn-
ar. Þar er um að ræða stórar og
miklar fyrirætlanir."
- Er þar um að ræða miklar nýj-
ungar og er gervihnattatæknin
(GPS) liður i því?
„Já, GPS-flugleiðsagan er einn
hluti nýja kerfisins. Fjarskiptin eru
einnig mikilvægur þáttur þess og
loks ný tækni til þess að hafa heild-
aryfirsýn yfir það sem á sér stað
í kerfinu, þ.e. upplýsingarnar um
flugvélarnar sem koma í gegnum
gervitungl og birtast á skjám hjá
flugumferðarstjórunum eins og á
ratsjárskjá."
- Mun nýtt flugleiðsögukerfi
breyta eðli flugleiðsögunnar?
„í eðli sínu verður hún svipuð
en þjónustan mun þó eflaust breyt-
ast verulega. Fullkomnari tæki og
tækni til þess að framkvæma flug-
leiðsöguna, þar sem gervihnettir
verða uppistaðan, leið-
ir til fullkomnari þjón-
usýu.“
- Islendingar sinna
flugumferðarstjórn á
Norður-Atlantshafi. Er hætta á því
að leiðsögukerfi framtíðar leysi
okkur a f hólmi?
„Við höfum stórt og mikið svæði
að hugsa um. Því skiptir miklu
fyrir okkur hvemig málin þróast.
Þegar flugfélög búa þotur sínar
tækjum til þess að njóta þessarar
nýju þjónustu vilja þau auðvitaðj
að rekstur hennar verði eins hag-
kvæmur og mögulegt er. Nú höfum
við rekið þjónustu fyrir alþjóða-
flugið í hálfa öld á öruggan og
góðan hátt. Það er ómögulegt að
segja hvernig málin þróast við
► Guðmundur Matthíasson
fæddist á Tálknafirði 1926.
Hann útskrifaðist frá Loft-
skeytaskólanum 1946 og hóf
störf lyá Flugmálastjórn (FMSÍ)
sama ár. Þar menntaði hann sig
í flugumferðarstjórn og starfaði
sem slíkur frá 1948 í Keflavík
og Reykjavík. Árið 1972 varð
hann aðstoðarmaður fram-
kvæmdasljóra Flugöryggisþjón-
ustunnar, deildarstjóri í flugum-
ferðarþjónustu FMSÍ 1974 og
framkvæmdasljóri hennar 1982
til 1994. Erlend samskipti fyrir
hönd FMSI voru mjög á hans
könnu, m.a. varð hann fulltrúi
Islands í Norður-Atlantshafs-
nefndinni 1978 og formaður
hennar frá 1987-92. Kona Guð-
mundar er Ásta Hannesdóttir
snyrtifræðingur og eiga þau
fjögur börn.
breyttar aðstæður. Ekki er ósenni-
legt að veruleg brejding verði á
flugstjórnarsvæðum í framtíðinni.
Það á sér þó ekki stað alveg á
n'æstunni og málið er ekki á því
stig ennþá að hægt sé að segja
hver áhrin hér verða. Mörg ríki í
Evrópu vilja ríghalda í sitt loftrými
og vilja ekki láta vasast með það.
Málið horfir öðru vísi við okkur
þar sem við höfum skyldur yfír
úthafinu og breytingar þar gætu
komið til álita.“
- Getur deilu flugumferðarstjóra á
borð við þá sem á sér stað hérlend-
is haft áhrif á þróunina?
„Þessa deilu bar alls ekkert á
góma meðan ég var úti en deilur
af þessu tagi geta haft áhrif. Sér-
staklega varðandi loftrýmið yfir
úthafi. Þar hefur ICAO ákveðnum
skyldum að gegna. Telji stofnunin
stefna í óefni getur hún tekið upp
á því að breyta rekstrarformi og
haga hlutum öðru vísi. Það er
skylda hennar.
Annað mál sem verið hefur mjög
á dagskrá er, að einstök ríki eru
skyldug að láta vita geti þau ekki
fullnægt kröfum ICAO. Það er
mjög mikilvægt svo flugmenn geti
áttað sig á því hvernig aðstæður
eru raunverulega á
hveijum stað. Það hefur
viljað brenna við að
þessari skyldu hafl ekki
verið sinnt. Þess vegna
er nú lagt að stofnuninni að hún
taki sjálf að sér þetta eftirlit.
í þriðja lagi snerist starfið mjög
um tæknilega samvinnu aðildar-
landanna, sem verður stöðugt erf-
iðari viðfangs því fjármagn, sem
hefur fyrst og fremst komið frá
þróunarhjálp SÞ, hefur minnkað.
Þar við bætist að ríkin borga mörg
hver ekki tillögin sín. Safnast því
upp skuldir sem eykur vandann.
Island og Norðurlöndin hafa verið
til fyrirmyndar, alltaf borgað á
réttum tíma. En það hugsa ekki
allir eins.“
í yfirstjórn
ICAOíþrjú ár