Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Skert flugöryggi ARIÐ 1987 var í fyrsta skipti tekið á heilbrigðan hátt á fjár- mögnun til fram- kvæmda í flugmálum. Var það gert með setn- ingu laga nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til fram- kvæmda í flugmálum. Markmiðin voru göfug, „að bæta úr brýnni þörf fyrir endurbætur fiug- vaiía og öryggisbúnað- ar. Fjármögnunin var fyrirhuguð með þrenn- um hætti. Flugvallar- gjald sem er skattur á hvem farþega eldri en tveggja ára, eldsneytisgjald af flug- vélaeldsneyti og sérstakt framlag á fjárlögum. Árið 1994 voru áætlaðir tekjustofnar í flugmálaáætluninni 395 milljónir kr. vegna flugvallar- gjalds og eldsneytisgjalds. Sama var upp á teningnum árið 1995 en þá var fyrst gerð atlaga að þessum mörkuðum tekjustofnum flugmála- áætlunarinnar og boðuð sú stefnu- breyting að tekjum samkvæmt flug- málaáætluninni skuli einnig varið til reksturs flugvallanna og lagt til að 70 milljónir kr. fari til slíks rekstr- ar. Eftir umræður á Alþingi var við endanlega afgreiðslu ákveðið að minnka skerðingu framkvæmda- verkefna úr 70 miiljónum kr. í 40 milljónir kr. Enn eru ráðamenn með skurðarhnífinn á lofti og boða frek- ari skerðingu framkvæmdaverkefna á flugmálaáætlun samkvæmt frum- varpi til fjárlaga 1996. Nú um 150 miiljónir kr. í viðbót við skerðingu ársins 1995, eða um samtals 190 milljónir kr. niðurskurð af 395 millj- ónum kr. Skerðing um 48% á fram- kvæmdaáætlun seinkar endurnýjun og/eða nýframkvæmdum öryggis- búnaðar á flugvöllum landsins og kemur niður á flugöryggi. íslendingar hafa skrifað undir samning við Alþjóðaflugmálastofn- unina sem kveður meðal annars á um að tekjur af flugstarfsemi renni til uppbyggingar flugmála. Hvernig geta fjárlög verið yfir önnur lög hafin, meðal annars samninga ís- lenskra stjórnvalda við Alþjóðaflug- málastofnunina? Á mörgum stöðum á landinu eru öryggisstaðlar ekki í samræmi við ■ alþjóðareglur. Á ég þar við merking- ar á flugbrautum og flughlöðum, öryggissvæði flugbrauta hálfkiáruð eða ekki til staðar, ljósabúnaður á flugvöllum, s.s. flugbrautarljós, að- flugshallaljós og leiðarljós. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið fjárhagslega sveltur í mörg ár og er völlurinn því í lélegu ástandi mið- að við að standa undir nafni sem alþjóðaflugvöllur. Kostnaðaráætlanir vegna end- urbóta og uppbygginga flugvallarins er liðlega 1.200 milljónir kr. miðað við óbreyttar lengdir og breiddir brauta ásamt endurbyggingu flug- hlaða. Endurbygging flugvallarins er því brýn og vegna þess mikla ' kostnaðar sem áætlaður er við end- urbæturnar þarf að kóma til sérstök fjárveiting frá ríkisvaldinu, þar sem flugmálaáætlunin í núverandi mynd hefur ekki burði til þess að sjá ein- göngu um þá fram- kvæmd og jafnframt að halda áfram uppbygg- ingu og endurnýjun ör- yggisbúnaðar á öðrum flugvöllum. Flugmálayfirvöld hér á landi verða að vera á varðbergi gagnvart því að dragast ekki aftur úr þeirri hröðu þróun sem hér á sér stað í flugvélasmíði og flug- leiðsögubúnaði sem óneitanlega kallar á auknar kröfur í örygg- Steinar ’s" þjónustustöðlum. Steinarsson Mikilvægt er að ekki sé slakað á þróunarstarfi, sem er í gangi hér á landi, til þess að hagnýta gervihnattaleiðsögu. En slíkt kerfi myndi auka flugöryggi Endurbygging Reykja- víkurflugvallar er brýn, segir Steinar Stein- arsson, sem hér fjall- ar um flugöryggi í tengslum við niður- skurð fjármagns í FYRIR WINDOWS 95 K\ KERFISÞRÚUN HF. 04 Fákafeni 11 - Sími 568 8055 flugmálaáætlun. og vera til hagsbóta fyrir flugrekst- ur hér á landi. Öryggisnefnd FÍA mótmælir þeim áformum stjórnvalda að markaðir tekjustofnar, tekjur vegna samninga við Alþjóðaflugmálastofnunina ásamt sérstöku framlagi á fjárlög- um, samanber 2. kafli laga nr. 31/1987, renni ekki óskipt til flug- málaáætlunarinnar. Höfundur er formaður Öryggis- nefndar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna. Hvað er framundan í fjarskiptarekstri I MORGUNBLAÐINU birtist ný- verið greinaflokkur um fjarskipti og stöðu einkafyrirtækja sem eru í sam- keppni við Póst og síma. I lok þeirr- ar umræðu sem þar fór fram dregur Morgunblaðið þá ályktun að Póstur og sími sé risi á íslenskum fjarskipta- markaði sem beitt sé með margvís- legum hætti til að koma í veg fyrir að einkafyrirtæki geti haslað sér völl að nokkru ráði. Þátelur Morgun- blaðið jafnframt nauðsyn nýrrar stefnumörkunar á sviði fjarskipta þpr sem fyrstu skrefin gætu verið þau að Póstur og sími hætti alveg að selja notendabúnað í samkeppni við einkafyrirtæki, hætti að veita þjón- ustu, sem einkafyrirtæki veita en leggi þess í stað áherslu á rekstur og uppbyggingu grunnkerfanna. Hér er um furðulega afstöðu að ræða. Það er eins og Morgunblaðið geri sér ekki grein fyrir því að við erum á alþjóðlegum fjarskiptamark- aði og að ekki verður hægt að vernda íslensk einkafyrirtæki með því að ýta Pósti og síma út af markaðnum. Hvað með erlend flarskiptafyrirtæki sem munu hasla sér völl á Islandi, jafnt í grunnþjónustu þar sem einka- rétturinn verður afnuminn 1. jan. 1998, sem í þeirri þjónustu sem nú þegar er í samkeppni, sum þessara fyrirtækja jafnvel norræn ríkishluta- félög. Það er rétt sem Morgunblaðið seg- ir í Reykjavíkurbréfi að BT, Tele Danmark og Telenor í Noregi stofn- uðu nýlega til samstarfs og stefna að því að verða næststærsta fjar- skiptafyrirtæki Svíþjóðar. Einnig að France Telecom ætlar á næstunni að byggja upp almenningssímaþjón- ustu í Svíþjóð. Þá skýrir Morgunblað- ið frá því að í Svíþjóð séu starfandi 40 fyrirtæki sem sérhæfi sig í svo- nefndri „call back“ þjónustu sem afgreiðir milliríkjasímtöl. Sama er að gerast í öðrum löndum. Hér er yfirleitt um að ræða alþjóðleg fyrir- tæki. Ætlar Morgunblaðið að banna þessum aðilum að selja notendabún- að hér á landi eða aðra þá þjónustu sem getur ógnað litlum íslenskum ijarskiptafyrirtækjum? Vill Morgunblaðið í raun og veru banna Pósti og síma að^ bjóða þá þjónustu á Islandi sem sambærileg erlend fyrirtæki mega bjóða hér á landi og á þann hátt veikja íslenskt at- vinnulíf? Það getur varla verið. Það sem einkennir þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarið í flarskiptarekstri er af- nám einkaréttar hinna hefðbundnu fjarskipta- fyrirtækja á ýmsum tegundum fjarskipta- þjónustu. Reiknað er með fullu af- námi einkaréttar í ijarskiptum innan ESB 1. jan. 1998 og er þá gengið út frá því að nauðsynlegar reglur Á Norðurlöndunum, segir Guðmundur Björnsson, eru allar símastofnanir reknar í hlutafélagsformi, nema á íslandi. fyrir fjarskiptamarkaðinn verði til- búnar fyrir þann tíma. Hvað varðar samkeppni á þessu sviði er hún nú þegar hafin og ein- kennist af tækniþróuninni og aukn- um ijölda þeirra sem bjóða þjónustu. Símafyrirtæki bjóða nú þegar þjón- ustu sína í öðrum löndum, ýmist með því að setja upp útibú þar, ganga til samstarfs við þarlenda aðila eða selja þjónustuna frá eigin landi. Það er þó ekki aðeins markaðurinn sem hefur breyst, því í nær öllum Evrópulöndum hefur átt sér stað breyting á réttarstöðu póst- og síma- stofnana. Horfið hefur verið frá því að reka þessa þjónustu í ríkisreknum stofnunum, en þess í stað hefur þeim verið breytt í sjálfstæð atvinnufyrirtæki eða hlutafélög sem flest eru enn sem komið er ýmist að fullu í eigu ríkisins eða að hluta til. Þau greiða yfirleitt skatta og arð til eigenda sinna eftir þeim reglum sem gilda í atvinnulífinu. Á Norðuriöndunum eru í dag allar símastofnanir reknar í hlutafélags- formi, nema á íslandi. Eins er með póststofn- anir í Svíþjóð og Finn- Guðimindur Ástæðan fyrir þess- jornsson um breytingum er m.a. sú að forráðamenn þessara stofnana telja að hægt sé að mæta mun betur aukinni samkeppni á þessu sviði ef þjónustan er veitt af sjálfstæðu at- vinnufyrirtæki í stað þess að ríkis- stofnun láti hana í té. Þá er fyrst og fremst verið að hugsa um sam- keppni við erlend fjarskiptafyrirtæki. í sjálfstæðum fyrirtækjum geta stjórnendur og starfsfólk brugðist hraðar við síbreytilegum aðstæðum á þessum markaði sem þróast svo ört. Breyting á Pósti og síma í hlut- afélag er því nauðsynleg brejding sem stuðlar einnig að því að íslensk fyrirtæki sem vilja keppa við Póst og síma geti gert það á jafnréttis- grundvelli. Að lokum vil ég þakka Morgun- blaðinu hlýleg orð til Pósts og síma þegar það segir í Reykjavíkurbréfi. „Póstur og sími hefur staðið sig mjög vel í að fylgja tækniþróuninni vel eftir og innleiða hana hér. Oft liggja ríkisfyrirtæki undir gagnrýni fyrir sofandahátt og tregðu til að taka upp nýjungar. Því fer ijarri að það eigi við Póst og síma. Fyrirtækið er sennilega mjög vel rekið og vakandi fyrir öllum nýjungum og forsvars- menn þess fljótir að tileinka sér þær og bjóða viðskiptamönnum upp á að hagnýta sér nýja tækni.“ Höfundur er aðstoðarpóst- og símamálastjóri. Hvers eiga aldraðir borgarar að gjalda? Á NÆSTU dögum mun frumvarp ríkisstjórnar íslands til ijárlaga fyrir árið 1996 tekið til afgreiðslu á Al- þingi. Eitt af því sem óráðið er í vænt- anlegum fjárlögum er hversu fara muni með þá tillögu sem í frumvarp- inu felst að ráðast á lífskjör eldri borgara í landinu með því að skerða lífeyrisgreiðslur, skerða aðgang þeirra að heilbrigðisstofnunum og síðast en ekki síst að taka úr sam- bandi tengingu lífeyrisgreiðslna við þróun kaupgjalds í landinu. Allt þetta er áætlað að gera undir því fororði að verið sé að ná niður hallarekstri ríkissjóðs. Eldri borgarar í landinu eiga sem sé að taka rr.eiri og afgerandi þátt í framgangi þess- ara markmiða ríkisstjórnarinnar en nokkrir aðrir þjóðfélagsþegnar sem hafa á síðustu misserum fengið launahækkanir Iangt umfram það sem aldraðir borgarar hafa fengið. En hvers vegna að ráðast á þenn- an hóp í þjóðfélaginu, og skerða kjör og þjónustu við hann umfram aðra? Eiga þetta að vera verðlaunin fyr- ir það uppbyggingarstarf í íslensku þjóðfélagi sem aldraðir hafa unnið liðna áratugi? Ætlar Alþingi að samþykkja slíka skerðingu á kjörum aldraðra sem felst í því fjárlagafrumvarpi sem liggxir fyrir hinu háa Alþingi? Aldraðir borgarar á íslandi er fjöl- menn „stétt“ fólks sem hefur skilað miklu og mikilvægu lífsstarfi fyrir þjóðfélagið í heild, og í raun skapað það þjóðlífs- munstur sem til staðar er á íslandi í dag. Þessi íjölmenni hópur á þá ósk heitasta að lifa í sátt og góðu samlyndi við þá sem bera nú hita og þunga hversdagsins, en hópurinn sem heild vill að lífstarf sitt sé metið að verðleikum, en skorast ekki undan þátt- töku í að viðhalda því velferðarkerfí sem hon- um tókst að byggja upp fyrir alla landsmenn. En aldraðir mótmæla því að þeir einir eigi að taka á sig kjaraskerðingu til að aðr- ir hópar í þjóðfélaginu geti fengið enn meira. Slíku getum við ekki unað, sem höfum lagt okkar af mörkum til að byggja upp það þjóðfélag sem við hreykjum okkur af í dag. Landsamband aldraðra sem sam- anstendur af félögum eldri borgara vítt um land hefur átt viðræður við fjármálaráðherra, og sent frá sér ítar- lega ályktun um kjaramál aldraðra, með tilliti til frumvarps til fjárlaga 1996, og var sú ályktun birt í grein formanns Landsambandsins, í Morg- unblaðinu 17. nóv. sl. og því óþarfi að endurtaka það hér, en ég vil leggja á það áherslu að á bak við ályktun stjómar Landssambandsins og skoð- Guðmundur H. Ingólfsson anir formanns þess standa félög eldri borg- ara umhverfis landið, og munum við öll fylgjast vel með afgreiðslu Al- þingis á okkar málum. Félög eldri brgara eru öll óháð stjórnmála- flokkum, en hafa sett sér þau markmið m.a. að standa vörð um hagsmuni aldraðra, jafnt kjaramál sem önn- ur málefni sem þeim eru mikilvæg Eldri borgarar eru sennilega sá þjóðfélags- hópur sem er viðkvæm- astur fyrir öllum breyt- ingum til hins verra í peningalegri afkomu. Alveg það sama gildir um hvers konar skerðingu á þjónustu, hvort sem um er að ræða þjónustu sjúkrastofnana eða þjónustu sveitar- félaganna. Alþingismenn mega því vel vita það, og vera þess minnugir þegar þeir afgreiða málefni aldraðra að hinn stóri en tiltölulega þögli hóp- ur fylgist vel með og mun gera upp hug sinn til þeirra sem afgreiða málið hvort sem það verður til betri vegar eða hins verri. I þessu felst engin hótun, heldur aðvörun um að þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi hafa ekki verið kjömir til starfans undir þeim formerkjum að bjarga rekstrarafkomu ríkissjóðs með því að ráðast á kjör og lífsskil- Fj árlagafrumvarpið felur í sér árás á lífskjör eldri borgara, segir Guðmundur H. Ing- ólfsson, og telur ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. yrði þeirra _sem að loknum löngum og ströngum vinnudegi vilja fá að vera í friði og njóta sannmælis en engra forréttinda. Eg vil óska alþingismönnum vorum alls hins besta, og giftu í vandasömum störfum, en ég vona að þeir verði ekki svo glámskyggnir að ráðast á kjör aldraðra til að rétta af þjóðarhag, slík vinnubrögð eru því ágæta fólki sem á Alþingi situr ekki samboðin. Ég skora á Alþingi íslendinga að fella út þær tillögur í fjárlagafrum- varpinu sem skerða hagsmuni aldr- aðra borgara. Standið hins vegar vörð um hag aldraðra og látið þá njóta þess lífs- starfs sem þeir hafa skilað. Aldraðir beijast ekki fyrir málum sínum með kröfugöngum eða viður- kenndum samningsrétti, heldur vinn- um við að málum okkar á grundvelli sanngirni, heiðarleika og réttsýni. Ef stórkostleg áföll verða í íslensku efnahagslífi erum við reiðubúin til að leggja okkar af mörkum, en þeg- ar ekkert bjátar á, og spáð er efna- hagsbata, teljum við óþarft að ráðist sé á okkar hagsmuni og þeir gerðir lakari en annarra þjóðfélagshópa. Höfundur er formaður Félags eldri borgara A ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.