Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 15 LANDÍÐ Borgarafundur um snjóflóðavarnir í Bolungarvík Hættumati lokið - verð- ur kynnt íbúum í janúar Bolungarvík - Borgarafundur sem umhverfisráðuneytið efndi til um snjóflóðamál og snjóflóða- varnir var haldinn í Bolungarvík sl. sunnudag. Fundurinn var einn af fjórum fundum sem umhverfisráðuneytið efndi til á Vestfjörðum í því skyni að 'upplýsa íbúa um stöðu og framtíðarskipulag snjóflóða- varna. Framsögu á fundinum höfðu þeir Magnús Jóhannesson ráðu- neytisstjóri, sem fjallaði um fyrir- hugaðar breytingar á framkvæmd snjóflóðavarna, Magnús Jónsson veðurstofustjóri ræddi stöðuna á snjóflóðamálum almennt og hvað hægt væri að gera til að auka öryggi íbúa og Hafsteinn Haf- steinsson, förmaður almanna- varnarráðs, greindi frá þætti al- mannavarna ríkisins í gerð neyð- Tekur ekki gildi þar sem nýjar vinnureglur verða þá komnar aráætlana og viðbrögð við hættu- ástandi. Þá fjallaði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, um rýmingu húsnæðis. Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður og fyrir- spurnir til framsögumanna. Allnokkuð var um fyrirspurnir um hættumat fyrir Bolungarvík og þær forsendur sem það byggð- ist á. Fram kom að hættumat fyrir Bolungarvík verður væntan- lega kynnt í janúar en það var jafnframt tekið fram að það hættumat verði ekki látið taka gildi þar sem þá verði væntanlega komnar í gildi nýjar vinnureglur byggðar á frumvarpi því sem nú liggur fyrir alþingi um nýja skip- an snjóflóðavarna. Fulltrúi bæjar- yfirvalda upplýsti hins vegar að hættumati fyrir Bol.ungarvík væri þegar lokið af hálfu verkfræði- stofu og það hefði bæjarstjóra verið kynnt. Engin svör fengust við því hvers vegna það verði ekki kynnt bæjarbúum fyrr en í janúar. Nokkur vonbrigði mátti greina meðal fundarmanna með því hverslu litlar upplýsingar fengust við þeim spurningum sem mest brenna í huga íbúa Bolungarvíkur en það er hvaða íbúðarsvæði er talið vera á hættusvæði. Fundinn sóttu hátt í eitt hund- rað manns og stóð fundurinn í um tvo tíma. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UNNIÐ að vegagerðinni við Brúarhlöð. Nýr vegur við Brúarhlöð Syðra-Langholti - Um þessar mundir er verið að ljúka við lagn- ingu nýs vegar austan við Brúar- hlöð um 2,7 km leið. Fyrri vegur var í rauninni ekki annað en nið- urgrafinn slóði ofan í melana þarna við Hvitá, þannig að mikil þörf var á að lagfæra þjóðveginn á þessum slóðum. í sumar var brúin yfir ána endurbætt mikið og breikkuð, geta nú allir stórir fólksflutn- ingabílar farið þar um, sem erf- itt var þó áður. Um Brúarhlöð er mikil umferð á sumrin, ekki hvað síst ferðafólks, en þó hefur verið reynt að halda þessari leið opinni á veturna, sem verður mun auðveldara nú, en þarna er eina brúin á Hvítá sem rennur á milli Hrunamannahrepps og Biskupstungna eins og kunnugt er. Það var Ketilbjörn hf. sem átti lægsta tilboðið í verkið og annað- ist því þessar vegaframkvæmdir, sem gengu vel að sögn Þorkels Þorkelssonar verksljóra. Morgunblaðið/Davíð Pétursson VIÐSTADDIR undirritun samninga voru sveitarstjórnarmenn, bæjarstjórar, starfsmenn viðkomandi orkufyrirtækja og fulltrú- ar iðnaðar- og fjármálaráðuneytis. 10% lækkun með breytingum á Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Þrjú fyrirtæki koma í stað HAB Grund, Skorradal - Samningur á milli ríkisins og eignaraðila HAB var undirritaður 8. desember sl. á Hvanneyri. Með samningnum er gert ráð fyrir 10% raunlækkun gjaldskrár 1. janúar 1996 og 5% 1. janúar 1998. Viðstaddir undirritun samninga' voru sveitarstjórnarmenn, bæjar- stjórar og sveitarstjórar af Akra- nesi, úr Borgarbyggð og Andakíls- hreppi, starfsmenn viðkomandi orkufyrirtækja, fulltrúar iðnaðar- ráðuneytis, íjármálaráðuneytis og nokkrir boðsgestir. Fulltrúi fjármálaráðherra, Guð- mundur Jóhannsson, kynnti inni- hald samninganna, en það er í aðal- atriðum þetta: Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) verður frá áramótum skipt upp í þrjú fyrir- tæki. HAB mun frá þeim tíma selja heitt vatn í heildsölu til Akranes- veitu og hitaveitu í Borgarnesi en halda áfram að selja heitt vatn í smásölu í sveitum. Með stofnun Akranesveitu sameinast rafveita, hitaveita og vatnsveita innanbæjar auk áhaldahúss og tæknideildar í eitt fyrirtæki. HAB mun frá áramótum ekki hafa neina starfsmenn í þjónustu sinni en bæjarfélögin tvö munu samkvæmt sérstökum þjónustu- samningi annast rekstur fyrirtæk- isins. Ríkið mun samkvæmt samn- ingunum verða eignaraðili að HAB. Eignarhlutföll í félaginu verða sem hér segir: Akraneskaupstaður 53,7%, Andakílshreppur 4,3%, Borgarbyggð 21,3% og ríkissjóður 20,7%. I fjárhagsáætlun sem gerð hefur verið fyrir HAB og nær fram til ársins 2012 er gert ráð fyrir að fyrirtækið hafi þá lokið við að greiða niður þau lán sem hvíla á því. Ríkissjóður mun undirrita sam- komulag við aðra eigendur HAB um að valdi óviðráðanlegar ástæður því að skuldir fyrirtækisins sem samkomulagið nær til verði hærri en 900 millj. kr. í árslok 2000 mun ríkissjóður yfirtaka 75% þeirrar fjárhæðar sem umfram stendur. Akraneskaupstaður mun kaupa eingarhluti Borgarbyggðar og Andakílshrepps í Andakílsárvirkj- un. -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.