Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 27
AÐSENDAR GREINAR
Ásmundarsalur
og R-listinn
AÐ undanförnu
hefur orðið allmikil
umræða um þá
ákvörðun borgaryfir-
valda að festa kaup á
Asmundarsal við
Freyjugötu og hug-
myndir um að starf-
rækja leikskóla í því
húsnæði. Við sjálf-
stæðismenn höfum
harðlega gagnrýnt
vinnubrögð R-listans í
þessu máli þegar í ljós
kom eftir afgreiðslu
borgarráðs að við
kaupin var um yfirboð
af hálfu borgarinnar
að ræða.
Borgin yfirbauð
Fram hefur komið hjá formanni
Arkitektafélags íslands að þrátt
fyrir að borgaryfirvöld væru búin
að vera að skoða húsið í langan
tíma hefði enginn skriður komist
á málið fyrr en tilboð barst frá
listamanni um kaup á húsinu.
Borgarstjóri hefur jafnframt stað-
fest að þá hefði ekki verið um
annað að ræða en að
hrökkva eða stökkva
og ákveðið hefði verið
að stökkva! Fljótlega
eftir að kauptilboð var
gert þann 31. október
fengu borgaryfirvöld
upplýsingar um hver
hefði staðið að hinu
tilboðinu að sögn
borgarstjóra.
Þegar kaupsamn-
ingurinn er síðan lagð-
ur fyrir borgarráð
hinn 15. nóvember
liggja engar upplýs-
ingar fyrir um að fleiri
aðilar hafi gert kaup-
tilboð í húsið, hvað þá
að tveir myndlistarmenn sem
hygðust búa j)ar og starfa hefðu
gert tilboð. Eg fullyrði að hefðu
þær upplýsingar legið fyrir borg-
arráði hefðu kaupin ekki verið
samþykkt samhljóða. Það er því
alveg ljóst að upplýsingum var
haldið frá borgarráði - mikilvæg-
um upplýsingum þar sem ekki var
um nein venjuleg húsakaup að
ræða.
Það er alveg ljóst, segir
Inga Jóna Þórðardótt-
ir, að borgarstjóri hélt
mikilvægum upplýsing-
um frá borgarráði.
Tillaga í menningarmálanefnd
Eftir að fréttir birtust um það í
fjölmiðlum að borgin hefði yfirboð-
ið listamenn við kaupin á húsinu
fluttu sjálfstæðismenn í menning-
armálanefnd tillögu um að nefndin
legði til við borgarráð að Reykja-
víkurborg endurskoði áform sín um
kaupin og bjóði listamönnunum
Sigríði Jóhannsdóttur og Leifi
Breiðfjörð, sem gerðu tilboð í hús-
ið, að ganga inn í kaup borgarinn-
ar. Þessi tillaga var flutt á fundi
menningarmálanefndar þann 22.
nóvember og eftir nokkrar umræð-
ur var samþykkt að fresta af-
greiðslu hennar þar til á næsta
fundi sem vera átti hinn 6. desem-
ber. Greinilegt var að ekki voru
Inga Jóna
Þórðardóttir
allir fulltrúar R-listans ánægðir
með hvernig mál höfðu þróast. Nú
hefur hins vegar fundi menningar-
málanefndar verið frestað og til-
kynnt að hann verði ekki haldinn
fyrr en 20. desember.
Ágreiningur innan R-listans
Kaup borgarinnar á Ásmundar-
sa! við Freyjugötu hafa dregið
verulegan dilk á eftir sér og aug-
ljóst að stór hópur borgarbúa er
óánægður með þá fyrirætlan meiri-
hlutans að breyta húsinu í leik-
skóla í stað þess að draga sig í hlé
og tryggja þar með að listamenn
gætu búið og starfað í þessu merki-
lega húsi sem sérstaklega var
hannað og reist fyrir listamenn.
Ýmis samtök listamanna hafa látið
ályktanir frá sér fara auk íbúa í
hverfinu. Ljóst er að verulegur
ágreiningur er innan R-listans um
málið. Það sýnir afgreiðsla á tillögu
okkar sjálfstæðismanna í menning-
armálanefnd. Nú hefur borgarstjóri
látið þau orð falla að meirihlutinn
sé tilbúinn að hlusta á rök um að
húsið verði nýtt í þágu listarinnar.
Hins vegar virðist Alþýðubanda-
lagshluti meirihlutans með formann
stjómar dagvistar barna, Árna Þór
Sigurðsson, í broddi fylkingar sitja
fastur við sinn keip .og eiga erfítt
með að skipta um skoðun í þessu
máli. Það má jafnvel á honum skilja
að þeir sem gagnrýni fyrirhugaðan
rekstur leikskóla í Ásmundarsal séu
að ráðast gegn börnum og lítilsvirði
það starf sem unnið er í leikskólum.
Slíkur málflutningur er fráleitur.
Verður snúið við?
Formaður stjórnar dagvistar
barna telur í grein í Morgunblaðinu
nýlega að þegar fram líði stundir
og eftirspurn eftir leikskólaplássi
fari minnkandi í hverfinu megi
færa annars konar menningar-
starfsemi inn í Ásmundarsal. Hann
er líka þeirrar skoðunar að húsið
megi umfram allt ekki lenda á
einkamarkaði - þ.e. í eigu einstakl-
inga. Þarna er forsjárhyggjan lif-
andi komin!
Ljóst er af ummælum bæði borg-
arstjóra og formanns stjórnar dag-
vistar barna í fjölmiðlum að ekki
hefur verið raunverulegur vilji inn-
an meirihlutans til að tryggja að
einstaklingar í _ hópi listamanna
gætu eignast Ásmundarsal. Það
gæti hins vegar orðið málinu nú
til framdráttar að borgarstjóri hef-
ur skynjað að staðan er orðin póli-
tískt erfið og á þeim forsendum
rétt að snúa við blaðinu og hverfa
frá upphaflegum fyrirætlunum um
að breyta Ásmundarsal í leikskóla.
Þau vinnubrögð að yfírbjóða lista-
menn við kaupin eru afar gagnrýn-
isverð. Ég vænti þess að tillaga
okkar sjálfstæðismanna í menning-
armálanefnd verði samþykkt og að
það takist að tryggja að Ásmundar-
salur verði nýttur í þágu listarinnar
eins og brautryðjandinn og lista-
maðurinn Ásmundur Sveinsson
óskaði eftir.
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins.
Trúverðugir stjórn-
endur — eða einelti?
NÚ UM síðustu helgi birti Morg-
unblaðið fréttir og viðtöl vegna íjár-
hagsvanda Ríkisspítala. Var þar
fyrst á laugardag tíunduð „staðan"
og hafðar nokkrar setningar eftir
formanni stjórnarnefndar um or-
sakir, horfur og úrlausnir. Rétt er
þar farið með tölur og skýrir stjórn-
arnefndarformaðurinn á einfaldan
hátt rætur vandans, sem eru allt
of þröngur fjárlagarammi, einkum
með tilliti til margra ára endurtek-
inna niðurskurða og annarra sparn-
aðaraðgerða. í sömu grein er einnig
viðtal við heilbrigðismálaráðherra
og tekur hún í sama streng.
í framhaldi af þessari frétt og
viðtölum kemur svo á sunnudegin-
um frétt með viðtalsútdráttum við
fjármálaráðherra, Friðrik Sophus-
son.
Eftir fjármálaráðherra eru þar
höfð nokkur ummæli, sem ekki er
með öllu hægt að láta ómótmælt.
Hann segir þar, að stjórnendur og
forsvarsmenn Ríkisspítala láti sem
Tjárlög komi þeim ekki við. Á öðrum
stað í þessarri viðtalsfrétt er haft
eftir íjármálaráðherra, að það verði
augljóslega að taka á rekstrinum
með trúverðugri hætti.
Rétt er að undirstrika það, að
með heitinu „ríkisspítalar" er í raun
ávallt átt við Landspítalann, og mun
eg hér á eftir nota þá skilgreiningu.
Þegar íjármálaráðherra segir
forsvarsmenn spítalans láta sem
þeim komi fjárlög ekki við og gefur
beinlínis til kynna, að hann telji
þessa sömu stjórnendur ekki trú-
verðuga í starfi sínu, hrökkva held
eg allir starfsmenn Landspítalans í
kút og fara í varnarstöðu. Öllum
sem við þá stofnun starfa er ljóst,
að fara beri að lögum, en hins veg-
ar ber Landspítalanum að veita við-
töku, rannsaka og annast sjúka.
Ekki verða aðskildar fjárveitingar
og sú þjónusta, sem spítalanum er
ætlað að veita. Sú fjárveitinga-
stefna, sem rekin hefur verið gegn
þessum stærsta, og sérhæfðasta
spítala landsins hefur verið með
slíku skilningsleysi á stöðu, þörfum
og þróun slíkra stofnana, að undr-
'um sætir. Árvissar neyðaraðgerðir,
svo sem lokanir deilda,
frestun aðgerða og
lækninga, smánarleg
framlög til endurnýj-
unar búnaðar og ný-
sköpunar, hafa oft ver-
ið fjölmiðlafréttir, og
margir hafa reynt að
sýna þjóðinni í rituðu
máli og á annan hátt,
hver verkefni og þjón-
usta Landspítalans,
sem hátækni- og há-
skólasjúkrahús, eru.
Landspítalinn er opinn
öllum og ber líka að
vera það. Það hlýtur Ásmundur
að vera krafa þjóðar- Brekkan.
innar og markmið
valdhafa, að háskólasjúkrahús geti ina“-
beitt nýjustu tækni og
þekkingu í meðferð,
rannsóknum og lyfja-
gjöf. Þrátt fyrir þreng-
ingarnar undanfarin ár
hefur verið tekið við
mun fleiri sjúklingum
til bráðrar meðferðar
og rannsókna. Á þetta
hefur verið bent mörg-
um sinnum, og það er
grundvallar orsökin
fyrir auknum rekstrar-
kostnaði.
Orsakasamhengið
verður að vera stjóm-
völdum ljóst; -„óveðrið
brast ekki á, af því að
eg bankaði í loftvog-
Rekstrarvandi spítalans á sér
Ekki hefur verið mörk-
uð nein ákveðin pólitísk
stefna fyrir rekstur heil-
brigðisstofnana, segir
Asmundur Brekkan,
sem hér svarar frétta-
viðtali við fjármála-
ráðherra.
einkum rætur í því, að ekki hefur
verið mörkuð nein ákveðin, jákvæð
pólítisk stefna fyrir rekstur heil-
brigðisstofnana á landsvísu. Það
veldur óvissu og óþægindum fyrir
sjúklinga og kemur í veg fyrir að
hægt sé að reka stofnanirnar á
hagkvæmasta hátt og jafnframt
veita eðlilegri læknisfræðilegri þró-
un brautargengi.
Læknum og öðru starfsliði þessa
spítala er það kapps- og metnaðar-
mál að veita þá þjónustu, sem ætl-
ast er til og menntun okkar og
reynsla stendur til. Okkur eru svo
vel kunnar allar þær röksemdir sem
fram hafa komið af hálfu stjórn-
valda um orsakir rekstrarvanda
Landspítalans, að ekki verður eytt
á það fleiri orðum. Okkur þykir
nokkuð ljóst, að orsakanna er fyrst
og fremst þar að leita, að engin
pólítisk eða félagsleg stefnumörkun
hefur verið gerð, samþykkt eða
framfylgt, varðandi læknisþjónustu
á íslandi og þar með ekki þá sér-
hæfðu starfsemi sem Landspítalinn
veitir og á að veita öllum lands-
mönnum.
Ásakanir sem þær, er vitnað er
til að ofan, beinast ekki aðeins að
yfirstjórn og stjórnarnefnd spítal-
ans, heldur ekki síður að öllu því
starfsliði spítalans, sem á undan-
förnum árum hefur róið lífróður til
að halda uppi þeim lækningum og
meðferð sjúkra, sem Landspítalan-
um er ætlað. Heildarstefnu og
skipulag þarf til, til þess þarf pólí-
tíska festu, kjark og yfirsýn.
Höfundur er prófessor, formaður
læknaráos Landspítalans.
KYNNING
á Isabelle Lancray snyrtivörum
fimmtudaginn
14. desember kl. 13-18.
15% kynningarafsláttur
og kaupauki fylgir.
Heiðar Jónsson
snyrtir
farðar viðskiptavini.
Vinsamlegast pantið tíma.
. Isabelle
Lancrav
PARIS /
Ath.: Nýju Shock-up sokkabuxurnar frá OROBLU eru komnar.
SNYRTIHÚS HEIÐARS, LAUGAVEGI 66, SIMI 562 31 60