Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 19 „ ERLEIMT Kosningar í Austurríki Haider kveðst viss um að verða kanslari Vín. Reuter. JÖRG Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins, sem er lengst til hægri, kvaðst í gær vera sannfærður um að hann yrði kanslari Austurríkis eftir tvö ár. Hann sagðist ætla að beita sér fyrir því að ólöglegir inn- flytjendur yrðu fiuttir á brott frá Austurriki vegna þess að þeir ættu sök á sívaxandi glæpum í landinu og græfu undan samfélaginu. Hann lagði hins vegar áherslu á að inn- flytjendur, sem hafa fengið dvalar- leyfi í Austurríki, yrðu ekki sviptir réttindum sínum. „Nauðsynlegt er að taka skýrt fram að gera verður greinarmun á hinum ýmsu útlendingum. Við höf- um löglega útlendinga í Austurríki og þeir njóta sömu réttinda og Austurríkismenn,“ sagði Haider í viðtali við fréttaritara Reuters. „En ólöglega fólkinu í Austurríki fjölg- ar. Þetta fólk á sök á glæpum og nauðsynlegt er að draga úr áhrifum þess og flytja það úr landi vegna þess að það stefnir samfélaginu í hættu.“ Frelsisflokkurinn er nú með 25% fylgi, ef marka má skoðanak- annanir undanfarna mánuði. Þegar Haider varð leiðtogi flokksins árið 1986 var fylgi hans 9% en í síðustu þingkosningum, í október í fyrra, var kjörfylgi flokksins 22,5%. Frelsisflokkurinn er með 42 þing- menn af 183 og er öflugastur þeirra flokka á Vesturlöndum sem teljast lengst til hægri í stjórnmálunum. Velgengni Frelsisflokksins olli miklu uppnámi meðal hinna ráðandi afla í austurrískum stjórnmálum, jafnaðarmanna undir stjóm Franz Vranitzkys kanslara og hægri- manna í Þjóðarflokknum. Kanslari eftir tvö ár? Samsteypustjóm jafnaðarmanna og Þjóðarflokksins, sem er undir forystu Wolfgangs Schússels utan- ríkisráðherra, sprakk í oktbóber vegna deilu um fjárlög næsta árs. Fréttaskýrendur telja að margir austurrískir kjósendur, sem eru vanir stöðugleika í stjórnmálum landsins, kunni að refsa stóru flokk- unum tveimur fýrir að neyða þá að kjörborði að nýju aðeins 14 mánuð- um eftir síðustu kosningar. Þeir segja líklegast að Frelsisflokkurinn njóti góðs af þessari óánægju. Haider kveðst sannfærður um að jafnaðarmenn og Þjóðarflokkur- inn myndi stjórn eftir kosningarnar og deili sín á milli í tvö ár áður en hann verði kanslari Austurríkis. Haider sagði að meginmunurinn á stefnu hans og stóru flokkanna tveggja væri að hann vildi lækka skatta. Hann vill afnema ýmsa rík- isstyrki, t.a.m. styrki sem veittir eru fjölmiðlum og nema 300 millj- ónum schiliinga á ári, sem svarar tæpum tveimur milljörðum króna. Bildt stýrir uppbyggingu Bosníu Gengur frá flokks- málum heima fyrir Kaupmannahöfn. Morgunbladid. ÞRATT fyrir að flokksmenn sænska Hægriflokksins séu missáttir við fjarveru formannsins Carls Bildts samþykkti stjórn flokksins áfram- haldandi bráðabirgðastjórn, meðan hann stýrir uppbyggingunni í Bosn- íu. í kjölfar friðarsamninganna í Dayton hafa vaknað vangaveltur um þátt einstakra samningamanna. Nú síðast hefur þáttur Bildts og útnefning hans verið gagnrýnd í New York Times. Þetta vekur spurningar í Svíþjóð hvort einhver háttsettur bandarískur embættis- maður hafi horn í síðu Bildts og hafi lekið upplýsingum um hann. Margskipt forysta Þegar Bildt var tilnefndur sátta- semjari Evrópusambandsins í Bosn- íudeilunni var forystu Hægriflokks- ins skipt upp. Út á við hefur þetta fyrirkomulag gagnast ágætlega og viðkomandi hafa haft betra tæki- færi en áður til að koma fram. Vin- sældir flokksins hafa aukist undan- farna mánuði. í þingkosningum fyr- ir ári hlaut hann 22,5 prósent, en í sköðanakönnunum undanfarið hefur hann hlotið um 27 prósent, sem þykir benda til að kjósendur kunni að meta vegsemd Bildts á alþjóðavettvangi. Þótt flokksmenn séu stoltir af því að Bildt skuli falin verkefni á alþjóðavettvangi hafa ýmsir þing- menn og aðrir leiðandi flokksmenn kvartað undan flokkadráttum og baráttu um athygli innan flokksins. Þá er látið að því liggja að baráttan um formannssætið sé hafin, þar sem óvíst sé hvort Bildt muni snúa heim. Sjálfur segist hann ekki hafa annað í huga og hafi til dæmis hafnað framkvæmdastjórastöðu í WTO, alþjóða viðskiptasamtökun- um, sem komið var á eftir GATT. Hnýtt í Bildt frá Bandaríkjamönnum Eftir Dayton-samningana sagði Bildt í samtölum við sænska blaða- menn að Richard Holbrooke, aðal- samningamaður Bandaríkjamanna, hefði verið að niðurlotum kominn og nánast búinn að gefa upp alla von í lokin. Einnig hefur Bildt undir- strikað að hann hafi alla tíð hvatt Bandaríkjamenn til að taka deiluna upp á sína arma og nánast látið líta svo út að hann hafi komið þeim í hinn eina rétta skilning um deil- una. í New York Times heldur banda- ríski blaðamaðurinn Anthony Lewis því fram að Bildt hafi verið óheppi- legur málamiðlari, þar sem hann hafi dregið taum Bosníu-Serba. Samkvæmt Lewis hafi Bildt verið mótfallinn loftárásum til að bjarga Srebrenica. Einnig lætur Lewis í ljós efasemdir um að Bildt geti áfram skipt sér af sænskum stjórn- málum ásamt því að leiða og sam- hæfa uppbygginguna í Bosnlu. í sænskum íjölmiðlum hefur ver- ið vikið að því að samband Bildts og Holbrookes sé ekki nema í með- allagi gott. Eftir skrif Lewis er látið að því liggja í Svenska Dagbladet að hugs- anlega hafi einhver háttsettur Bandaríkjamaður lekið upplýsing- um um Bildt, kannski bara til að minna hann á að hann sé undir eftirliti Bandaríkjamanna. sokka buxu r Desember tilboð í apótekum Þú kaupir 3 pör og færð 4. parið frítt! Tilboð gildir 1.-31. des. í öllum apótekum sem selja Filodoro sokkabuxur og sokka LXIRA Frábær styrkur, frábær mýkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.