Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 21 Læti við Scala VINNUDEILUR urðu nærri því til þess að fella þyrfti niður sýningu á opnunarkvöldi Scala- óperunnar fyrir skemmstu. En á síðustu stundu tókst að leysa málið og sýningin komst á fjal- imar, þótt ekki væri laust við læti. Mótmælendur notuðu tækifærið til að fordæma stjórnvöld og yfirstéttirnar. Verkamenn í málmiðnaði, sem sagt hafði verið upp störfum, notuðu tækifærið til að veifa rauðum fánum, baráttufólk fyr- ir réttindum dýra hrópaði sví- virðingar að óperugestum í ioð- feldum og um 150 verkamenn frá fyrirtækjum í Mílanó sem óttast að þeim verði sagt upp, formæltu Lamberto Dini, for- sætisráðherra og öðrum tón- leikagestum. Opnunarsýningu í Scala hefur ekki verið frestað í eitt einasta sinn frá því að húsið var opnað árið 1778. Verkföll starfsmanna óperunn- ar urðu til þess að fella varð niður fimm forsýningar í haust en hljómsveit, kór og sviðs- menn sömdu við yfirstjórn óperunnar aðeins tveimur dög- um fyrir opnun. Lætin á opnun- arkvöldinu urðu engu síður svo mikil að forsætisráðherrann, Dini, varð að koma í lögreglu- fylgd á sýningu á „Töfraflaut- unni“ eftir Mozart. Ricardo Muti stjórnaði en Paul Groves og Andrea Rost sungu aðalhlut- verk. Kristni Sigmundssyni vel tekið í Bastilluóperunni „Lék vel ogsöng yndislega“ KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari fékk mjög góðar viðtökur áheyrenda fyrir frammistöðu sína, þeg- ar hin nafntogaða ópera Puccinis La Boheme var frum- sýnd í Bastilluóperunni í París síðastliðið mánudags- kvöld,' _að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar sendi- herra íslands þar í borg. „Kristinn stóð sig ákaflega vel eins og alltaf - lék vel og söng yndislega. Það var virkilega skemmtilegt að vera þarna.“ Kristinn syngur hlutverk Collines í uppfærslunni og er meira og minna á sviðinu í þremur þáttum af ijórum. „í ijórða þætti er Kristinn um tíma einn að syngja á sviðinu og á frumsýningunni fékk hann mjög góðar viðtökur áheyrenda fyrir þann kafla.“ Sverrir Haukur segir að sýningin hafi verið ánægju- leg að öllu leyti. Hljómsveitin hafi verið frábær, sviðs- myndin vel heppnuð og söngvararnir leikið á als oddi. „Það gekk allt upp á þessari sýningu." SjáJfur tekur Kristinn í sama streng: „Þetta gekk mjög vel enda valinn maður í hverju rúmi.“ Ber. söngv- arinn sérstaklega lof á hljómsveitarstjórann James Conlon og leikstjórann Jonathan Miller, sem hann segir að séu mjög færir á sínu sviði. - Fyrirhugaðar eru tuttugu sýningar á La Boheme í Bastilluóperunni en tveir hópar söngvara skipta þeim á milli sín. Mun Kristinn syngja á tólf sýningum, þar af tveimur með hinum hópnum sem átti að þreyta frumraun sína í gærkvöldi. Fyrirhugað er að taka sýninguna upp á myndband. Meðal söngvara sem koma fram með Kristni eru franski tenórsöngvarinn Roberto Alagna sem fer með hlutverk Rodolfos og rúmenska sópransöngkohan Leontina Vaduva sem syngur Mimi. „Það er mjög gam- an að fá að syngja með þessu fólki," segir Kristinn. „Þá er eitt af átrúnaðargoðum mínum í hópi franskra KRISTINN Sigmundsson fer leiðar sinnar á tveimur jafnfljótum í París enda er hann ekki búinn að festa kaup á hjólaskautum. söngvara, Jules Bastin, í litlu hlutverki í sýningunni. Það hefur verið mjög ánægjulegt að kynnast honum." Samgöngumál eru, sem kunnugt er, í ólestri þessa dagana í París vegna verkfalla. Gerði Kristinn sér lít- ið fyrir á mánudagskvöldið og gekk í 45 mínútur frá íbúðinni sem hann dvelst í að Bastilluóperunni. „Þetta var mjög hressandi, auk þess setn fátt annað kom til greina þar sem ég er ekki búinn að fá mér hjólaskauta." Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Kristinn stígur á fjalir Bastilluóperunnar. í fyrra skiptið söng hann í Fordæmingu Fásts eftir Hector Berlioz. „Það gerði hann líka með miklum sórna," segir Sverrir Haukur sendiherra. Listmuna- uppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Borg heldur listmunaupp- boð á Hótel Sögu fimnvtudaginn 14. desember kl. 20.30. Á uppboðinu verða boðin upp um 80 verk eftir flesta þekktustu listamenn þjóðar- innar. Þar má nefna verk eftir Ás- grím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Þórarin B. Þorláks- son, Gunnlaug Scheving, Gunnlaug Blöndal, Jóhann Briem, Jón Engil- berts, Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason, Mugg, Kristínu Jónsdótt- ur, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Alfreð Flóka, Eirík Smith, Karólínu Lárusdóttur, Erró, Hörð Ágústsson, Baltasar, Braga Ásgeirsson, Karl Kvaran, Ragnheiði Ream og Valtý Pétursson. Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- erí Borg við Austurvöll í dag mið- vikudag og á morgun fimmtudag frá kl. 12-14. --------------- Einsöngur, samsöngur og kórsöngur NEMENDUR söngdeildar Tónlistar- skólans í Keflavík koma fram á tón- leikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni má finna einsöng, samsöng og kórsöng. 15 nemendur stunda söngnám við skólann í vetur undir handleiðslu kennaranna Áma Sighvatssonar og Ragnheiðar Guð- mundsdóttur. Undirleikur er í höndum Ragnheið- ar Skúladóttur og Krystynu Cortes. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og ölium heimill. Endurskoðuð útgáfa Kjar- valskvers Matthías Jóhannes S. Johannessen Kjarval „LISTIN er einstæð- ingur og vantar stund- um fyrirvinnu til að brúa bilið milli stað- reyndanna og þess sem gæti verið til, ef ekki yrði allt húmors- leysi að bráð.“ Svo farast Jóhann- esi S. Kjarval m.a. orð um listina í Kjarvals- kveri Matthíasar Jo- hannessen, en Kjar- valsstaðir hafa nú end- urútgefið bókina. Kjarvalskver var fyrst gefið út 1968 og síðan í aukinni og endur- bættri útgáfu 1974 og eru báðar útgáfur löngu uppseldar. Bókin hefur að geyma í einu lagi þau viðtöl er Matthías átti við Jóhannes S. Kjarv- al listmálara auk frásagnar af síð- asta fundi þeirra 1969. í tilkynningu frá Kjarvalsstöðum segir: „Viðtöl Matthíasar Johannessen við Jóhannes Kjaival gefa ómetan- lega innsýn í hugarheim lista- mannsins og eru samtímis merkileg heimild um hinn frumlega persónu- leika hans. Viðtölin taka yfir vítt svið og margbreytilegt. Hin sér- staka gamansemi Kjarvals jafnt sem djúp alvara og heimspekilegar vangaveltur hans eru þar festar á blað. í viðtölunum endurspeglast viðhorf Kjarvals til myndlistar, ljóð- listar, rnenningar og menningar- leysis. Hann fjallar um samtíma- menn sína og segir frá æsku sinni, svo fátt eitt sé nefnt. í viðtölunum kemur glöggt í ljós hinn næmi og persónulegi skilningur Kjai’vals á íslenskri náttúru og þau sterku bönd er tengja list hans við íslenskt menningarumhverfi." HUdigunnur Gunnarsdóttir hann- aði bókina. Bókin er 112 blaðsíður, prýdd ljósmyndum af listamannin- um. Bókin fæst í Safnverslun Kjar- valsstaða á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni við Sigtún. Verð kr. 1.490. Safnverslun Kjarvalsstaða er opin daglega frá 10 - 18. Ás- mundarsafn er opið daglega frá 13 - 16. - kjarni málsins! Upplýsingar um Honda Civic 5 dyra '96: - krafcmikill 90 hestafla léttmálmsvél -16 venta og bein innsprautun - hraðatengt vökva- og veltistýri - þjófavörn - rafdrifnar rúður og speglar - viðarinnrétting í mselabörði - 14 tommu dekkjastaerð - útvarp og kassettutaeki - styrktarbitar í hurðum - sérstaklega hljóöeinangraður - fáanlegur sjálfskiptur - samlæsing á hurðum boðar breytta tima MO!\rDA Gunnat Betnhard hf., Vatnagörðum 24, Reykjavík, simi 568 S90Q jT mJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.