Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 21

Morgunblaðið - 13.12.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 21 Læti við Scala VINNUDEILUR urðu nærri því til þess að fella þyrfti niður sýningu á opnunarkvöldi Scala- óperunnar fyrir skemmstu. En á síðustu stundu tókst að leysa málið og sýningin komst á fjal- imar, þótt ekki væri laust við læti. Mótmælendur notuðu tækifærið til að fordæma stjórnvöld og yfirstéttirnar. Verkamenn í málmiðnaði, sem sagt hafði verið upp störfum, notuðu tækifærið til að veifa rauðum fánum, baráttufólk fyr- ir réttindum dýra hrópaði sví- virðingar að óperugestum í ioð- feldum og um 150 verkamenn frá fyrirtækjum í Mílanó sem óttast að þeim verði sagt upp, formæltu Lamberto Dini, for- sætisráðherra og öðrum tón- leikagestum. Opnunarsýningu í Scala hefur ekki verið frestað í eitt einasta sinn frá því að húsið var opnað árið 1778. Verkföll starfsmanna óperunn- ar urðu til þess að fella varð niður fimm forsýningar í haust en hljómsveit, kór og sviðs- menn sömdu við yfirstjórn óperunnar aðeins tveimur dög- um fyrir opnun. Lætin á opnun- arkvöldinu urðu engu síður svo mikil að forsætisráðherrann, Dini, varð að koma í lögreglu- fylgd á sýningu á „Töfraflaut- unni“ eftir Mozart. Ricardo Muti stjórnaði en Paul Groves og Andrea Rost sungu aðalhlut- verk. Kristni Sigmundssyni vel tekið í Bastilluóperunni „Lék vel ogsöng yndislega“ KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari fékk mjög góðar viðtökur áheyrenda fyrir frammistöðu sína, þeg- ar hin nafntogaða ópera Puccinis La Boheme var frum- sýnd í Bastilluóperunni í París síðastliðið mánudags- kvöld,' _að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar sendi- herra íslands þar í borg. „Kristinn stóð sig ákaflega vel eins og alltaf - lék vel og söng yndislega. Það var virkilega skemmtilegt að vera þarna.“ Kristinn syngur hlutverk Collines í uppfærslunni og er meira og minna á sviðinu í þremur þáttum af ijórum. „í ijórða þætti er Kristinn um tíma einn að syngja á sviðinu og á frumsýningunni fékk hann mjög góðar viðtökur áheyrenda fyrir þann kafla.“ Sverrir Haukur segir að sýningin hafi verið ánægju- leg að öllu leyti. Hljómsveitin hafi verið frábær, sviðs- myndin vel heppnuð og söngvararnir leikið á als oddi. „Það gekk allt upp á þessari sýningu." SjáJfur tekur Kristinn í sama streng: „Þetta gekk mjög vel enda valinn maður í hverju rúmi.“ Ber. söngv- arinn sérstaklega lof á hljómsveitarstjórann James Conlon og leikstjórann Jonathan Miller, sem hann segir að séu mjög færir á sínu sviði. - Fyrirhugaðar eru tuttugu sýningar á La Boheme í Bastilluóperunni en tveir hópar söngvara skipta þeim á milli sín. Mun Kristinn syngja á tólf sýningum, þar af tveimur með hinum hópnum sem átti að þreyta frumraun sína í gærkvöldi. Fyrirhugað er að taka sýninguna upp á myndband. Meðal söngvara sem koma fram með Kristni eru franski tenórsöngvarinn Roberto Alagna sem fer með hlutverk Rodolfos og rúmenska sópransöngkohan Leontina Vaduva sem syngur Mimi. „Það er mjög gam- an að fá að syngja með þessu fólki," segir Kristinn. „Þá er eitt af átrúnaðargoðum mínum í hópi franskra KRISTINN Sigmundsson fer leiðar sinnar á tveimur jafnfljótum í París enda er hann ekki búinn að festa kaup á hjólaskautum. söngvara, Jules Bastin, í litlu hlutverki í sýningunni. Það hefur verið mjög ánægjulegt að kynnast honum." Samgöngumál eru, sem kunnugt er, í ólestri þessa dagana í París vegna verkfalla. Gerði Kristinn sér lít- ið fyrir á mánudagskvöldið og gekk í 45 mínútur frá íbúðinni sem hann dvelst í að Bastilluóperunni. „Þetta var mjög hressandi, auk þess setn fátt annað kom til greina þar sem ég er ekki búinn að fá mér hjólaskauta." Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Kristinn stígur á fjalir Bastilluóperunnar. í fyrra skiptið söng hann í Fordæmingu Fásts eftir Hector Berlioz. „Það gerði hann líka með miklum sórna," segir Sverrir Haukur sendiherra. Listmuna- uppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Borg heldur listmunaupp- boð á Hótel Sögu fimnvtudaginn 14. desember kl. 20.30. Á uppboðinu verða boðin upp um 80 verk eftir flesta þekktustu listamenn þjóðar- innar. Þar má nefna verk eftir Ás- grím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Þórarin B. Þorláks- son, Gunnlaug Scheving, Gunnlaug Blöndal, Jóhann Briem, Jón Engil- berts, Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason, Mugg, Kristínu Jónsdótt- ur, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Alfreð Flóka, Eirík Smith, Karólínu Lárusdóttur, Erró, Hörð Ágústsson, Baltasar, Braga Ásgeirsson, Karl Kvaran, Ragnheiði Ream og Valtý Pétursson. Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- erí Borg við Austurvöll í dag mið- vikudag og á morgun fimmtudag frá kl. 12-14. --------------- Einsöngur, samsöngur og kórsöngur NEMENDUR söngdeildar Tónlistar- skólans í Keflavík koma fram á tón- leikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni má finna einsöng, samsöng og kórsöng. 15 nemendur stunda söngnám við skólann í vetur undir handleiðslu kennaranna Áma Sighvatssonar og Ragnheiðar Guð- mundsdóttur. Undirleikur er í höndum Ragnheið- ar Skúladóttur og Krystynu Cortes. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og ölium heimill. Endurskoðuð útgáfa Kjar- valskvers Matthías Jóhannes S. Johannessen Kjarval „LISTIN er einstæð- ingur og vantar stund- um fyrirvinnu til að brúa bilið milli stað- reyndanna og þess sem gæti verið til, ef ekki yrði allt húmors- leysi að bráð.“ Svo farast Jóhann- esi S. Kjarval m.a. orð um listina í Kjarvals- kveri Matthíasar Jo- hannessen, en Kjar- valsstaðir hafa nú end- urútgefið bókina. Kjarvalskver var fyrst gefið út 1968 og síðan í aukinni og endur- bættri útgáfu 1974 og eru báðar útgáfur löngu uppseldar. Bókin hefur að geyma í einu lagi þau viðtöl er Matthías átti við Jóhannes S. Kjarv- al listmálara auk frásagnar af síð- asta fundi þeirra 1969. í tilkynningu frá Kjarvalsstöðum segir: „Viðtöl Matthíasar Johannessen við Jóhannes Kjaival gefa ómetan- lega innsýn í hugarheim lista- mannsins og eru samtímis merkileg heimild um hinn frumlega persónu- leika hans. Viðtölin taka yfir vítt svið og margbreytilegt. Hin sér- staka gamansemi Kjarvals jafnt sem djúp alvara og heimspekilegar vangaveltur hans eru þar festar á blað. í viðtölunum endurspeglast viðhorf Kjarvals til myndlistar, ljóð- listar, rnenningar og menningar- leysis. Hann fjallar um samtíma- menn sína og segir frá æsku sinni, svo fátt eitt sé nefnt. í viðtölunum kemur glöggt í ljós hinn næmi og persónulegi skilningur Kjai’vals á íslenskri náttúru og þau sterku bönd er tengja list hans við íslenskt menningarumhverfi." HUdigunnur Gunnarsdóttir hann- aði bókina. Bókin er 112 blaðsíður, prýdd ljósmyndum af listamannin- um. Bókin fæst í Safnverslun Kjar- valsstaða á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni við Sigtún. Verð kr. 1.490. Safnverslun Kjarvalsstaða er opin daglega frá 10 - 18. Ás- mundarsafn er opið daglega frá 13 - 16. - kjarni málsins! Upplýsingar um Honda Civic 5 dyra '96: - krafcmikill 90 hestafla léttmálmsvél -16 venta og bein innsprautun - hraðatengt vökva- og veltistýri - þjófavörn - rafdrifnar rúður og speglar - viðarinnrétting í mselabörði - 14 tommu dekkjastaerð - útvarp og kassettutaeki - styrktarbitar í hurðum - sérstaklega hljóöeinangraður - fáanlegur sjálfskiptur - samlæsing á hurðum boðar breytta tima MO!\rDA Gunnat Betnhard hf., Vatnagörðum 24, Reykjavík, simi 568 S90Q jT mJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.