Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 41 GUNNAR BJARNASON í DAG er Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðu- nautur, 80 ára. Enn í dag stafar miklum ljóma af nafni Gunnars í augum hestamanna enda var hann langt. á undan sinni samtíð í málefnum sem sneru að gimsteini íslensku þjóðarinnar. -Gunnar er fæddur á Húsavík við Skjálf- anda, sonur Bjarna Benediktssonar síðast póstmeistara og konu hans Þórdísar Asgeirsdóttur. Bjarni var sonur sr. Benedikts Kristjáns- sonar, prests á Grenjaðarstað, en Þórdís dóttir Ásgeirs Bjarnasonar bónda á Knarrareyri á Mýrum. Að honum stendur því gjörvilegt fólk og miklar ættir. Húsavík hefur mik- ið breyst frá þeim tíma þegar Gunmar var að alast þar upp eins og önnur þorp á íslandi. Húsavík hafði raunar þau einkenni lengi fram eftir að það var aldrei dæmi- gert sjávarþorp. Það var þjónustu- miðstöð sveitanna og vegna tilkomu Kaupfélags Þingeyinga voru itök sveitanna alla tíð mjög mikil á Húsavík. Þar var jafnan rekinn mikiil búskapur. En þetta var í þá gömlu góðu daga þegar vítt var til allra veggja utan dyra, allir þekktu alla, húsin hétu sínum ákveðnu nöfnum og allir þekktu bátana sem um höfnina fóru. Gunnar ólst upp í stórum systk- inahópi en þau voru alls 13. Foreldr- ar hans stóðu í ýmsum framkvæmd- um m.a. verslunarrekstri, útgerð, búskap og hótelrekstri. Gunnar hafði því snemma kynni af athafna- semi og djörfu frumkvæði sem síðan hefur verið fylgifiskur hans. Sem unglingur komst hann í sveit hjá bændahöfðingjanum Hallgrími Þorbergssyni á Halldórsstöðum í Laxárdal og konu hans Bergþóru Magnúsdóttur. Það var ungum mönnum mikill skóli að dveljast á Halldórsstöðum. Engum manni hef ég kynnst sem betur var til þess fallinn að kenna unglingum og láta þá vinna með sér en Hallgrím. Hann var, eins og svo margt af Halldórsstaðafólki víðmenntaður, hafði dvalist með öðrum þjóðum til að nema af þeim búskaparhætti og kynbætur sauðfjár. Bergþóra var uppalin á Halldórsstöðum á miklu menningarheimili þar sem faðir hennar rak fyrstu tóvinnuvélar á íslandi. Á Halldórsstöðum bjuggu auk Hallgríms og Bergþóru einnig Páll Þórarinsson og Lizzie sem þekkt var fyrir söng sinn og Torfi Hjálmarsson og Kolfinna systir Bergþóru. Þarna var yndislegt að dvelja. Það reyndi ég sjálfur þó ég væri þar 15 til 20 árum seinna en Gunnar. Gunnar fór til náms til Akureyrar og síðan í Bændaskólann á Hvann- eyri. Að því námi loknu innritast hann í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifast sem búfræðikandidat þaðan. Þetta var árið 1939. Það ár lést Theódór Arin- bjarnarson hrossaræktarráðunaut- ur og því vantaði mann til að gegna því starfi. Haft var samband við Gunnar og hann beðinn að taka þetta starf að sér. Hann fór þá í starfsþjálfun í hrossadómum og kynbótaskipulagi á Norðurlöndum. Á skömmum tíma náði Gunnar mikilli þekkingu á hestakynjum og hestahaldi víða um heim og ég held að enginn hafi staðið honum þar á sporði. Það kom enda síðar í ljós að þekking hans á þessu sviði átti sinn þátt í því hve vel honum gekk að skapa sér tiltrú erlendra hesta- manna. Svo kemur Gunnar heim og hefst handa. Lýsingar á hans fyrstu starfsárum eru margar skrautlegar enda maðurinn lærður meira af bók en reynslu sem reiðmaður. En eðli Gunnars var námfýsi og metnaður og hann komst fljótt í góðan kunningsskap við helstu stóðbændur landsins. Það var bros- að að því að Gunnar skyldi ekki fara ríðandi milli sýningarstaða þegar hann var að dæma hross, sjálfur ráðunauturinn, heldur þeysa um á mótorhjóli. En hann tók tæknina í sína þjónustu til að geta heimsótt fleiri staði, lýsandi dæmi fyr- ir Gunnar. Eftir síðari heims- styijöldina verður þjóðlífsbylting á íslandi. Hún hafði þau áhrif í land- búnaðarstörfum að vélar leystu hestana af hólmi. Þá sneri Gunnar sér að því með stuðningi framsýnna manna að endurreisa hestinn sem reiðhest og færa ræktunina frá dráttarhesti yfir í reiðhestinn. Þar með var bjargað óhemju verðmæt- um á íslandi og eiga allir þeir menn sem þar lögðu hönd á plóg ómæld- ar þakkir skilið. En það þurfti eld- huga í þetta verkefni, mann sem hafði framsýni, þekkingu og óbil- andi trú. Það kom iíka fljótt í ljós að menn á æðri stöðum áttu oft erfitt með að fylgja Gunnari eftir og fannst hann fljúga fullhátt til að geta náð góðri lendingu. Með starfi sínu sem ráðunautur var Gunnar lengst af kennari á Hvanneyri og hafa nem- endnur hans jafnan rómað hve gam- an hafi verið í tímum hjá Gunnari. Þurr kennslubókin var þar ekki meginmál frekar en hjá öðrum góð- um kennurum heldur það líf og sá kraftur sem í kennaranum var til að hrífa nemendnur með sér. Þegar Gunnar hóf störf sem ráðunautur í hrossarækt var hann jafnframt ráðunautur í hestaverslun. Þá var íslenski hesturinn seldur úr landi til vinnslu í námum eða sem dráttar- dýr í öðrum störfum. En Gunnar vissi hvað i þessari skepnu bjó og eftir að reiðhestarækt hefst fyrir alvöru eftir stríð fer Gunnar að vinna hestinum fylgi sem reiðhestur og vinur fjölskyldunnar. Það var löng barátta og ströng því fáir höfðu þá framsýni sem hann í þeim efnum og höfðu miklar efasemdir um hvernig Gunnar myndi lenda þessu máli. Það er skemmst frá að segja að starf hans á þessu sviði mun halda uppi nafni hans um ókomin ár. Það er með ólíkindum hve afrek hans á þessu sviði eru mikil og um leið þáttur hans í því að kynna ísland í gegnum hestinn. Þar nutu sín leiftrandi gáfur hans, flugmælska og sannfæringarkraft- ur. Gunnar er prýðilega vel ritfær og stóð í stanslausum bréfaskriftum bæði innan lands og utan. Hann hefur ritað sögu íslenska hestsins sem fyllir sjö bindi. Þar er starfs- saga hans rakin og þar er ættbók íslenska reiðhestsins. Hann ferðað- ist land úr landi til að kynna hest- inn og stofna hestamannafélög. Hann var aðalhvatamaður að stofn- un Landssambands hestamannafé- laga og hafði forgöngu um fyrsta landsmót hestamanna á Þingvöllum 1950. Síðast en ekki síst stofnaði hann íslandshestavinafélagið FEIF (Föderation Europaischer Island- pferde Freunde) sem hefði líka geta verið skammstöfun fyrir Félag eig- enda íslenskra fáka. Þessi félags- skapur varð 25 ára á síðasta ári og hélt upp á afmæli sitt á íslandi þar sem Gunnar Bjarnason var heiðursgestur. Gunnar sat lengi í stjórn þessara samtaka sem vara- forseti. Það var í raun heiðurssæti, því fylgdu ekki embættisskyldur. Árið 1983 var hann svo kosinn fyrsti heiðursforseti FEIF. Þessi samtök ná nú til 19 landa í Evrópu og Ameríku og félögunum fjölgar stöðugt. Þau standa fyrir heimsleik- um íslenska hestsins annað hvert ' ár og þátttakan þar fer stöðugt vaxandi. íslenski hesturinn dregur fleiri ferðamenn til Islands en nokk- ur annar þáttur í íslensku menning- arlífi. Árið 1994 var metár hvað varðar erlenda ferðamenn á íslandi vegna þess að það ár var haldið landsmót hestamanna og það sóttu um 4.000 útlendingar. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur sagt að. íslenski hesturinn sé einhver besti ambassador sem við éigum. Allt þetta eigum við Gunn- ari Bjarnasyni öðrum fremur að þakka. Gunnar hefur hlotið margar við- urkenningar m.a. Riddarakrossinn. Hann er heiðursfélagi í Landssam- bandi hestamannafélaga og Félagi tamningmanna og fátt hefur mér fundist ánægjulegra en að mega sæma hann gullmerki fyrir hönd Landssambands hestamanna í fæð- ingarbæ okkar beggja á landsþingi LH á Húsavík á 75. aldurári Gunn- ars. Nú á áttræðisafmæli Gunnars er komin út ævisaga hans sem ég veit að mörgum leikur hugur á að lesa og kynnast þessum eldhuga enn betur. Ágæti vinur og félagi. Eg óska þér innilega til hamingju með af- mælið og fyrir hönd allra þeirra sem unna íslenska hestinum eru þér færðar alúðarþakkir. Kári Arnórsson. Það er fleira eftirminnilegt en fermingin vorið 1943, því þá kom sá er hér minnist löngu liðinna daga, í fyrsta sinn á hrossasýningu, eins og það var kallað í þá daga. Og hvorugt gleymist þótt árin líði. Hrossaræktarráðunautur Búnaðar- félagsins var kominn á staðinn að meta kynbótahross Laugdælinga. Hrossin voru mæld bandmáli, auk þess stangarmáli brugðið á stóð- hesta. Á bókum má sjá að um 80 hryssur voru skoðaðar í allri Árnes- sýslu og 26 stóðhestar. Þar af voru aðeins 2 þeirra sýnd á Laugar- vatni, sem var sýningarstaðurinn, þessu sinni. Svo var ræktunin fá- tækleg í sveitinni að engin heimaal- in hryssa hvað þá foli voru dregin fram en bæði hrossin voru aðkeypt úr Ytri-Hreppi eins og þá var alltaf kallað og bæði voru undan Blakki 129 frá Árnanesi. Þá og lengi síðan FYRIR WINDOWS 95 g| KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Darnkur deiember með íflemku fvafi Verð kr. 2.890* pr. mann um helnar Verð kr. 2.590'Œfc pr. mann virka tlag^ • Imiilalið i verði: Jólalilaðhorð. rtiliilerðir. lilanrti tónlist*^^^" Óvlprjmanley kvöldftnnd! Miiilr ▲. nfniTiTSsr1-* ■•f. in •w' ym- m m íí; jíi ui •íss- ^ 111 ^ * Skíðaskálinn í Hveradölum —l~fikar)ölfi ífjollumitn voru Ytri-Hreppsmenn forustu- menn í allri búfjárrækt á landsvísu. En hvernig fór athöfnin fram í augum unglingsins? Það tók auðvit- að fljótt af en var þetta óvart kennslustund? Ráðunauturinn hafði einn eða tvo meðdómendur eftir því hverju var til að tjalda á hverjum stað. Sjálfur var hann allt í öllu, mældi og talaði, geystist um kring, hress og kátur og var léttur í máli, janfnvel grínfenginn og baðst engr- ar afsökunar á tilveru sinni. Maður- inn eins og speglaði sig í hrossinu, gekk um í hæfilegri fjarlægð, steig fram og aftur og til hliðar með hnédýfum, hallaði haus á báða bóga, skáskaut augunum, vipraði munn og spekingssvipurinn leyndi sér ekki. Derhúfa á höfði, storm- blússa með rennilás að framan, yfir- brot á bijóstvösum, pokavíðar reið- buxur, reiðsokkar gráir með fínleg- um röndum í stroffinu og nokkuð óvenjulegir gönguskór með gylltri spennu yfir ristina. Já, þannig skyldi nú standa að verkinu, hugs- aði sveinstaulinn, er hann horfði á tilvonandi meistara sinn. Nokkur ár liðu og námsár hófust í Hvanneyrarskóla. Þar var öflugt lið við skólastjórn og kennslu. Eg hændist mjög að Gunnari Bjarna- syni, sem líka var ráðunautur í hrossarækt hjá Búnaðarfélaginu. Allt slíkt var áhugavekjandi. Oft var farið í heimsókn á Svíra þar sem hjónin Gunnar og frú Svava Halldórsdóttir frá Hvanneyri bjuggu með tveimur sonum sínum. Strákarnir voru hvor fyrir sig sterk- ari í aðra ættina, sá yngri þá árs- gamall, líkari mömmu, hinn pabb- anum. Þarna var gestrisni mikil og kátt í bæ. Svava heitin var stór- merk kona og að mínu mati Gunn- ari fremri um flesta hluti, dreng- skaparmanneskja. Það mun óhætt að staðhæfa að við nemendur Gunn- ars minnumst kennslustarfa hans með miklu þakklæti. Þar var ausið með glaðværð á góðu máli af visku- brunni sem aldrei þraut. Bölsýni eða sút grillti aldrei í en hress og frísk- ur blær einkenndu þær samveru- stundir. En „notabene“, bókstafn- um var nú ekki alltaf fylgt! Með Gunnari var farið í ýmsar ferðir á þessum árum og lærðist þá margt t.d. á hrossasýningum á vorin. Þessi áhugi varð til þess að Gunnar lét í skína að Þ.B. væri hugsanlegur kandidat að taka við starfi sínu í hrossarækt. Og það varð, þó nokk- uð drægist og hefði mátt bera bet- ur að. Síðan urðum við Gunnar samstarfsmenn um málefni hrossa í Búnaðarfélaginu. Ég tók við rækt- unarmálum en hann hafði fljótt óbilandi trú á að vinna íslenska hestinum markaða á erlendri grund. Hann einhenti sér fljótlega að því. Ekki kom okkur alltaf nógu vel saman, hann vildi gefa allt falt, helst gefa okkar bestu kynbóta- hross erlendum þjóðhöfðingjum, ef þiggja vildu. Ég sá ofsjónum við slíku, sá eftir góðum kynbótagrip og við stóðum hvor framan í öðrum eins og höfðinginn og smásálin og fékk maður ýmsar gusur úr koppi karls. Eitt sinn sagði Gunnar þó, að sennilega væru fleiri landsmenn hlynntari stefnu Þ.B. þó „afdala- mennska" væri! En málið snerist ekki beint um markaðsmálin heldur um albestu kynbótahrossin, sem mér fannst óþarfi að fækka til annarra eins og á stóð, fyrr mátti nú ýmislegt selja. Tíminn læknaði þessi mál fyrir okk- ur báða og sýnir reynslan að vel var unnið á báða bóga. Ræktunin fór það vel fram að nú er orðið yfirframboð af góðum stóðhestum í landinu. Að bjóða 1. verðlauna stóðhest í dag til sölu er sama og að bjóða bakarans barni brauð. Þeir seljast ekki á viðunandi verði, hvorki heima né erlendis. Nú er svo mikið til af úrvals kynbótagripum að enginn þarf að sjá eftir þeim. Þetta eru miklar breytingar á ekki lengri tíma og því segi ég við Gunn- ar: Jafntefli. Endalaus verkefni bíða fyrir ís- lenska hestinn bæði á sviði ræktun- ar- og markaðsmála. Af fjölbreyttu og miklu starfi Gunnars Bjarnasonar tel ég að markaðsmál rísi hæst. Þar eigum við hestamenn og þjóðin öll honum mikið að þakka. í ræktunarmálum má merkasta telja hugmynd hans að dómskalan- um sem hefur svo þróast af reynsl- unni gegnum árin. Skalinn hefur gert kleift að gera samanburð milli tímabila og mæla erfðaframför sem án hans hefði aðeins verið metið sem goðsögn eins og lengst af hef- ur tíðkast. Ekki má gleyma ritstörfum Gunnars, sem eru mikil að vöxtum og margt er þar vel skrifað. Penn- inn oft ári beittur svo undan hefur sviðið en stíllinn léttur, lýsingar snjallar og hugkvæmnin takmarka- laus og þar með stundum fyrir vind. Að lokum langar mig að þakka ógleymanleg kynni, það bjarta situr eftir úr fari hins flugskarpa manns. Ég vonast til að hitta þig, kæri vin- ur, sem oftast t.d. í morgunkaffi í BÍ og þú farir enn á kostum húmor- ismans þar sem jafnvel svo grafat- varlegt mál sem undanskurður fer beint í grínskjóðuna! Hamingjuósk- ir, gamli vin. Njóttu lífdaga. Kveðjur frá okkur hjónum til þín og fjölskyldunnar. Þorkell Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.