Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 39 BJARNI JÓNASSON + Bjarni Jónasson var fæddur á Grímsstöðum á Reyðarfirði 10. des- ember 1922. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 6. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Val- gerður Bjarnadótt- ir og Jónas Pétur Bóasson bóndi. Systkini Bjarna voru: Guðrún, f. 1916, Hallgrímur, f. 1918, Kristín, f. 1919, Bóas, f. 1921, látinn, Lára, f. 1924, látin, og Auður, f. 1926. 26. maí 1958 kvæntist Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni, Jórunni Ferdinandsdóttur frá Reyðarfirði, f. 1926. Þau eign- uðust tvo syni, Jón- as Pétur, f. 1959, og Guðlaug Þröst, f. 1962. Sonur Jór- unnar, Ferdinand Bergsteinn, f. 1951, var sem sonur Bjarna. Bjarni ól allan sinn aldur á Reyð- arfirði. Hann stund- aði sjó frá 15 ára aldri allt til fertugs. Lauk fyrst vél- stjóranámskeiði frá Vélskóla Islands og lauk svo síðar vél- stjóraprófi frá sama skóla. Hann var starfsmaður Vega- gerðar ríkisins á Reyðarfirði frá árinu 1964. Bjarni verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkikju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. FALLINN er í valinn fyrr en okkur varði mikill mannkostamaður, öð- lingur ljúflyndis og bjartra brosa, verklaginn iðjumaður, vinsæll mjög af öllum, er áttu með honum fylgd. Hryggð sækir hug við fráfall Bjarna Jónassonar, það var alltaf jafn notalegt í návist hans, hvort sem var í önnum dagsins inni á Vegagerð eða á góðum stundum gleðinnar þar sem þessi félagslyndi ágætisdrengur var í essinu sínu. Með Bjarna Jónassyni er genginn gegn og trúr sveitungi, sem eftir- lætur okkur margar hugljúfar minningar og mæta þökk fyrir það sem hann var samferðafólki sínu. Að honum stóðu traustir stofnar, foreldrar hans öndvegisfólk góðra eðliskosta og heimili þeirra rómað fyrir höfðingslund og hlýju, greiða- semi og gestrisni. Bjarni naut upplags og erfða ásamt ágætu veganesti frá for- eldrahúsum, hann var traustur og áreiðanlegur í öllu sem honum var trúað fyrir, greindarmaður glöggur, eljusamur með afbrigðum, allt lék í höndum hans, lagni og kapp fóru saman í önn dagsins ásamt einstak- lega ljúfu lunderni. Hjá honum áttu ágæta samleið alvara rík, þegar við átti og glettn- in á gleðinnar stund, 'hann var maður vel orðhagur og sagði skemmtilega frá í ljósu, lifandi máli með ívafi gamanseminnar, en ofar öllu var hið heilbrigða, jákvæða lífsviðhorf hans og glögg sýn til allra átta, þar sem orð skyldu standa og réttlætiskenndin ríka réð ferð. Glaðbeittur í hógværð sinni og hjartahlýju gaf hann ævinlega hinn glaða og sanna tón í umræðu alla, lagði ævinlega gott til alls og allra. Hvar sem hann lagði að hönd var alúðin með í öllum verkum sem vinnast skyldu sem bezt. Bjarni hefði sómt sér vel sem bóndi á bú- jörð góðri, því búskapur var honum hugleikinn og lengst af átti hann fallegan fjárstofn, sem hann annað- ist af þeirri kostgæfni sem honum var svo eðlislæg. Við sveitungar hans minnumst hans helzt og bezt frá hans farsælu störfum hjá Vegagerð ríkisins þar sem verk og hönd og hugur allur var að hveiju einu lagður, smáu sem stóru, svo sem viðfangsefnin væru vinir hans, samvizkusemi hans við brugðið. Við þekktum hann ekki síður sem hinn dáðríka drengskap- armann sem öllum þótti gott að eiga við fund. Bjarni var mikill gæfumaður í öllu einkalífi sínu, lífsförunautur hans mikil afbragðskona á alla lund, synir þeirra tveir sem stjúpsonur Bjarna drengir góðir. Bjarni var mikill heimilismaður, undi bezt í faðmi sinnar kæru fjölskyldu, heim- ili þeirra var hinn góði griðastaður, þar sem gefandi húsráðendur fögn- uðu gestum vel. Bjarni var einarður og ákveðinn í skoðunum, hann fylgdi þeim eftir af festu en fór aldrei offari í því efni, glöggskyggn á menn og mál- efni, félagshyggjumaður í merking beztri og mat það svo að samhjálp og samvinna ættu að vera aðals- merki hvers þjóðfélags. Það er sannur sjónarsviptir að hinum góða og gegna dreng í hug- umkæru samfélaginu heima. Minn- ing hans mæt og góð vakir í huga okkar umvafin hinni nærfærnu, notalegu hlýju og kankvísri kímni sem Bjarni var svo auðugur af. Við Hanna sendum Jórunni okk- ar einlægustu samúðarkveðjur, en svo mikils hefur hún misst á árinu, eiginmann og einkabróður. Sonum hennar svo og aðstandendum öðrum sendum við einnig hlýjar samúðar- kveðjur. Megi vermandi minningar um dáðum prýddan dreng létta þeim sáran söknuð. Við leiðarlok hverfur hugur minn til baka, allt til okkar fyrstu kynna og ofurljóst nú hversu margt ber að þakka frá gefandi samfylgd ár- anna, sem aldrei bar á nokkurn skugga. Svo fljótt er farsæl æviganga á enda og eftir lifir mynd af heil- steyptum hollvini sm lýsti upp og yljaði umhverfi sitt. Honum fylgi t Útför ástkærrar eiginkonu minnar, dótt- ur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEFANÍU STEFÁNSDÓTTUR, Digranesheiði 11, Kópavogi, fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 14. desember og hefst athöfnin kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem viija minnast hennar, er bent é Krabbameinsfélagið. Gunnar Árnason, Þorgerður Pétursdóttir, Kjartan Gunnarsson, Hrefna Sölvadóttir, Þorgerður Gunnarsdóttir, Ásgeir Grétar Sigurðsson, Anna Maria Gunnarsdóttir, Niels Moller-Jensen og barnabörn. einlæg þökk yfir á unaðslendur ei- lífðarinnar. Blessuð sé björt minning Bjarna Jónassonar. Helgi Seljan. Það er dýrmætt að eiga góða nágranna. Það finn ég vel nú er ég kveð frænda minn og nágranna um tuttugu og fimm ára skeið, Bjarna Jónasson. Það á ekki síst við þar sem er stór barnahópur í næsta húsi eins og löngum hefur verið hér í Ásgerði 6. Fyrr á árum var ekkert til sem hét lóðamörk og börnin voru því ekkert að spá í hvar var verið að ærslast, og ekki var amast við því. Bjarni var einstaklega barngóður maður og sýndi þeim álltaf virðingu og vinsemd. Hann talaði aldrei nið- ur til þeirra, börn voru jafn rétthá í hans huga og fullorðnir. Bjarni var maður þolinmóður og sístarfandi, þegar vinnudegi lauk eða um helgar fann hann sér ýmis- legt til dundurs. Fyrir mörgum árum tókum við bæði upp á því að reyna að uppræta fífla úr grasflöt- unum hjá okkur. Ég gafst fljótlega upp en Bjarni var enn að í fyrrasum- ar. Það eru æði mörg skipti í gegn um árin sem ég hef sest inn í eldhú- skrók hjá Jórunni, eftir að hafa þitt Bjarna utandyra. Hann var vanur að segja með glettni og hlýju í röddinni: „Jórunn vill finna þig,“ eða „Jórunn var að hella upp á kaffi.“ Ég var ekki ein um að vera boðin velkomin á þennan hátt. Og þegar inn fyrir dyrnar í Ásgerði 4 er komið er sama hlýjan þar. Jór- unn á sínum stað, róleg og fagn- andi hvaða gesti sem að gerði bar. En allt hefur sín takmörk og nú er þessari samfylgd við Bjarna lok- ið að sinni. Við Kristján og dætur okkar Aðalheiður, Margrét, Kolbrún og Lára Valdís þökkum honum góð- vildina í okkar garð alla tíð. Nú pi og byggðir blunda á beð sinn allir skunda og hljótt er orðið allt. Upp, upp, minn hugur hraður, þig hef, minn rómur glaður, og Guði kvöldsðng helgan halt. Nú sól er horfin sýnum, og sjónum fyrir mínum er hún í heimi svart. Þó alls án ótta sef ég, því aðra sól æ hef ég, minn Jesú, lífsins ljósið bjart. (H. Hálfd.) Elsku Jórunn, innilegar samúðar- kveðjur. Sorgin sækir að þér og fjölskyldu þinni, en ég veit að þið eigið eftir að fmna gleðina sem er á bak við sorgina, gleðina yfir því góða sem þið áttuð í Bjarna. Blessuð sé minning hans. Álfheiður Hjaltadóttir. í fáum og fátæklegum orðum langar okkur að minnast Bjarna Jónassonar eða Bjarna bónda eins og við oft nefndum hann. Bjarni var vélstjóri að mennt og stundaði sjómenrisku fram yfir 1960 er hann hóf störf hjá Vegagerð ríkisins. Vinnusemina vantaði ekki. Gaman var að sjá hvað honum og hans vinnufélögum veittist létt að gera við þessi stóru tæki. í litlu fjárhúsi utan við Bakka hafði Bjarni sínar kindur sem hann annaðist af ein- stakri natni og afurðirnar sagði hann frá eigin bijósti. Eins og áður sagði féll honum sjaldan verk úr hendi og þá var oft verið í skúrnum við alls kyns bras, ekki síst í bflum, bæði sínum, sona sinna, svo og annarra og nutum við ósjaldan góðs af því með misjafna bflskijóða. í Ásgerði 4 eða á hólnum reistu þau hjónin sér veglegt hús með útsýni yfir þennan fallega fjörð. Húsið hafði Bjami klætt að utan og byggt skemmtilega sólstofu á svalim- ar þar sem Jómnn ræktar falleg blóm og vínber sem Bjami hafði gaman af að sýna gestum og gangandi. Sumarið 1978 unnum við bræð- urnir á Reyðarfirði og vorum þá og næstu 17 sumur heimagangar hjá þeim hjónum sem tóku okkur af alúð og umhyggju. í veikindum sínum var hann bjartsýnn, bros- mildur og sagði jafnan: „Það er ekkert að mér, ég finn hvergi til.“ En nú er þessi lífsbarátta á enda og við þökkum þessi góðu kynni. Elsku Jórunn, Jónas, Þröstur, Feddi og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk og von. Guð blessi góðan dreng. Snorri, Stefán og fjölskyldur. Það er komið að síðustu kveðju- stund. í öllu mannfólki býr eitthvað gott, en í Bjarna Jónassyni bjó að- eins allt það besta. Ég hitti Bjarna í fyrsta skipti sumarið 1993 en þá fór ég með Ingunni konunni minni til Reyðar- fjarðar í heimsókn til þeirra hjóna Bjarna og Jórunnar. Oft hafði ég híustað á Ingunni segja mér frá „Bjarna hennar Jórunnar". í þess- ari stuttu heimsókn til þeirra hjóna kynntist ég Bjarna sérstaklega vel og persónulega. Það var eins og að hann ætti í mér hvert bein. Mér leið alveg sérstaklega vel í návist Bjarna, hann var svo innilegur og alltaf brosandi. Stutt var alltaf í hláturinn og gamansemina og góð- vildin skein úr augum hans. Bjarni kom í heimsókn til mín í nokkur skipti er hann varð að koma til læknismeðferðar í Reykjavík, og ég fann alltaf að hann var sannur vinur minn. Þegar ég sagði syni rnínurn að Bjarni væri dáinn, en sonur minn er 19 ára gamall, sagði hann: „Bjarni var svo góður maður, ég fann það bara þegar við töluðum saman.“ Það sem ég skrifa um þennan hlýja og vandaða vin minn sem ég þekkti því miður allt of stutt, er smá þakklætisvottur til hans. Ég þykist þess fullviss að allir sem kynntust Bjarna muni sakna hans. Hann bar alltaf með sér birtu og yl. í einkalífi var Bjarni mikill gæfumaður. Hann átti frábæra eig- inkonu og eignaðist með henni tvo syni og einn fósturson. Það er trú mín að Bjami sé í góðum höndum núna, jafngóðum og höndunum hennar Jórunnar. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Símon S. Wiium. Ólafur Ölafsson landlæknir skrifar formálann Ísak Harðarson Ijóðskáld islenskaði Doris Van Stone, höfundur þessarar bókar, var vanrækt, barin og kynferóislega misnotuö í æsku. Afleióingarnar urðu þær að henni fannst hún Ijót, ólirein og einskis viröi, og lifói í stööugum ótta vió höfnun annarra. En Doris fékk stórkostlega lækningu... MEIN OG LÆKNING KYNFEHÐISLEGRAR MISNÖTKDNAR £ \ AKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.