Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LÚSÍU- tónleikar LÚ SÍ UTÓNLEIKAR Karlakórs Akureyrar-Geysis verða haldnir í Akureyrarkirkju í kvöld, miðviku- dagskvöldið 13. desember, og í Glerárkirkju föstudagskvöldið 15. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Stjórnandi er Roar Kvam og undirleikari Richard Simm. Einsöngvari með kórnum er Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona, með hlutverk Lúsíu fer Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, þernur eru stúlkur úr kór Menntaskólans á Akureyri. í hléi syngur kór Mennta- skólans á Akureyri undir stjórn Ragnheiðar Ólafsdóttur. -----» ♦ 4--- Bensínafgreiðsla við Nettó Engar at- hugasemdir ENGAR athugasemdir bárust vegna tillögu um deiliskipulag verslunarlóðar KEA-Nettó við Ós- eyri 1, en í tillögunni er gert ráð fyrir að sett verði upp bensínaf- greiðsla á bílastæði norðan verslun- arhússins. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar fjallar um málið á fundi á föstudag og samþykkir þá væntanlega tillög- una, en síðan fer lokaafgreiðsla þess fram á fundi bæjarstjórnar Akureyrar næsta þriðjudag. Erindið verður þá sent skipulagsstjóra ríkis- ins til staðfestingar. -----» ♦-»--- Útgáfu- tónleikar Á HEITUM fimmtudegi í Deiglunni annað kvöld heldur Tjarnarkvart- ettinn útgáfutónleika, en hann hef- ur nýlega sent frá sér geisladisk með jólalögum. Kvartettinn hefur verið á faralds- fæti undanfarnar vikur, sungið á leiklistarhátíð í Tampere í Finnlandi og tekið þátt í verkefninu „Tónlist fyrir alla“ á Suðurlandi þar sem skólabörnum er kynnt tónlist frá örófi alda til okkar dags. UM eitt hundrað ær drápust í eldsvoðanum í Grjótgarði. Mikið tjón í eldsvoða á Grjótgarði í Glæsibæjarhreppi Um 100 kindur drápust í eldinum UM EITT hundrað ær drápust þegar eldur kom upp í hlöðu við bæinn Grjótgarð í Glæsibæjar- hreppi í gærmorgun. Kálfum sem voru í fjósi áföstu hlöðunni tókst að bjarga úr eldinum. Veggurinn í hlöðunni er hlaðinn úr torfi og gijóti. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri sagði að tilkynning um eldinn hefði borist frá lögreglu og hefðu slökkviliðsmenn ekki haft nægar upplýsingar um aðstæður á vettvangi þegar farið var af stað. Þá hefði Glæsibæjarhreppur ekki sent inn ný gögn í upplýs- ingamöppu um bæi í sveitarfélag- inu, en í þeim er kort yfir bæina, húsaskipan, úr hvers konar efni hvert hús er og fjarlægð í næsta vatnsból. Það hefði gert slökkvi- liðsmönnum erfíðara fyrir við slökkvistarfið. „Það er mjög mikil- vægt að hafa góðar upplýsingar áður en við förum af stað,“ sagði Tómas Búi. Húsið var alelda „Aðstæður á eldstað voru ekki góðar, húsið var alelda þegar við komum á staðinn. Það var búið að bjarga kúnum út og okkur tókst að koma kálfunum út úr fjósinu, en kindurnar voru allar dauðar,“ sagði Tómas Búi. KARL Sigurvinsson bóndi í Grjótgarði hófst strax handa við að hreinsa til í rústum útihúsanna og voru notaðar stórvirkar vinnuvélar til verksins. Farið var með dælu í vatnsból við bæinn en það þurrkaðist fljótt upp, þannig að færa þurfti dæluna í á nokkuð lengra frá bænum og tafði það slökkvistarfið. Mikið verk var að hreinsa til í rústum útihús- anna. Töluvert skemmdist af heyi, en fjölskyldan á Gijótgarði er sæmilega birg af rúlluböggum. Morgunblaðið/Kristján BÚSETI er að byggja við Hafnarstræti, en þar voru þeir Guðmundur Bergsveinsson, Jóhann Þórðarson og Haraldur Gunnþórsson að störfum í blíðunni á dögunum. ÞREKSTIGAR TIL ATVINNUNOTA Líkamsræktarstöðvar ípróttahús Iþróttafélög Skip Hótelogfl. Glómus hf. 462 3225 - kjarni málsins! Byggingafram- kvæmdir í blíðunni TÍÐ hefur verið einstaklega góð undanfarnar vikur og nokkuð líf- legt í kringum byggingafram- kvæmdir sem víða eru í fullum gangi. „Menn eru enn að vinna í jarð- vegsvinnu og það er reytingur í steypusölunni. Þetta er nokkuð óvanalegt, á þessum árstíma hefur verið meira að gera í snjómokstr- inum en jarðvinnunni," sagði Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi. „Verkefnastaðan er mun betri en oft áður á þessum árs- tíma, þetta er virkilega góð tíð og við erum ánægðir meðan hún helst.“ Hólmsteinn sagði menn í at- vinnulífinu yfirleitt jákvæðari en áður, „það er betra hljóð í mönn- um núna, enda finnst mér margt benda til að við séu á leið upp úr öldudalnum." Tímamót í skólastarfi í Hrísey Grunnskólinn dreifir kynning- arriti í öll hús Hrísey. Morgunbladið. TÍMAMÓT hafa verið í skóla- starfi í Hrísey á árinu og verður haldið upp á þau á litlu jólunum í grunnskólanum. 135árliðinfráþví kennsla hófst í Syðstabæ Liðin eru 135 ár frá þvi heimakennsla var hafin á Syðstabæ, en hún hófst árið 1860. Þá eru liðin 10 ár frá því núverandi skólahúsnæði var byggt, en í því eru Grunnskólinn í Hrísey og Tónlistarskólinn í Hrísey til húsa. Þá varð leik- skólinn Smábær 10 ára. Á næsta ári verða liðin 90 ár frá því opinbert skólahald hófst í eynni, en það var árið 1906, þegar Kristinn Bene- diktsson var ráðinn til kennslu þar. Kynningarrit gefið út á tímamótunum Skólinn hefur af þessu tilefni gefið út kynningarrit, þar sem saga skólastarfs og reksturs er rakin allt frá árinu 1860 til dagsins í dag. Sagt er frá þrem- ur byggingum, sem hýst hafa barnakennsluna. Loks eru taldir upp þeir skólastjórar og kennar- ar sem starfað hafa við skól- ana, jafnvel stunda- og forfalla- kennarar. Kynningarritið er eftir Sig- urð H. Þorsteinsson, skólastjóra í Hrísey, og verður því dreift í Öll hús í eynni. Auk þess geta þeir sem þess óska fengið það sent, en panta þarf eintak í skólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.